Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1984, Blaðsíða 2
2
DV. ÞRIÐJUDAGUR 26. JUNI1984.
Eliza Heeren:
Hefur verið
íleiguhjá
Eimskip
og Hafskip
Þýska skipiö Eliza Heeren er í eigu
lítillar útgeröar í Oldenburg. Eigandi
útgerðarinnar er Þjóðverji búsettur í
Oldenburg. Auk Elizu Heeren á hann
örfá skip til viðbótar.
Eliza Heeren er um 2000 tonna skip
og áhöfnin telur tíu manns. Fyrr á
árinu var Eimskip með þaö á leigu i
um átta vikna skeið. Að því loknu tók
Hafskip það á leigu, aðeins þessa einu
ferö, en skipið er notað til flutninga.
Þegar Eliza fór héðan síöastliöiö
þriðjudagskvöld, var skipið búið að
liggja við Reykjavíkurhöfn í um tíu
daga.
Samkvæmt upplýsingum DV hafði
Miroslav Peter komið sér í kynni við
einhverja skipverja. Meðal annars
haföi hann beðið skipstjórann um far
en sá neitað. A sunnudag fyrir rúmri
viku heimsóttu svo tveir Þjóðverjar
Miroslav Peter á herbergi hans á
Hjálpræðishemum. Er talið liklegt aö
það hafi verið skipverjar af Elizu
Heeren og hafi þeir verið að leggja á
ráðin. Var sérstaklega til þessarar
heimsóknar tekið þar sem Miroslav
Peter fór mjög einförum og hafði hann
lítið eða ekkert samneyti við fólk
meðan hann var hér. Daginn sem
skipið lét úr höfn sást svo Miroslav
Peter í hópi skipverja.
-KÞ
VERÐUR DÓMNUM FULLNÆGT í V-ÞÝSKALANDI?
„Þýsk yfirvöld þurfa
þá að dæma upp á nýtt”
— segir Linger hjá rannsóknarlögreglunni f Hamborg við DV
Miroslav Peter Baly á yfir höfði sér
skilorösbundinn dóm í Þýskalandi
f - ■ ■
samkvæmt heimildum DV. Sá dómur
er tilkominn vegna tilraunar til að
Töskurnar sem hér sjást skildi þýski féikaeggjaþjófurinn <
Þær eru nú i vörsiu isianska ríkisins.
>autaf eitthvað
nytt
■»*¥l
W1
r**
tri.
SSSÆU-
enska baðstrondi
Bournemoutn.
wm..
*
Mjög þægilegur hiti, ca 18—25°C.
8—15 daga ferðir, sem hefjast
16. júlí.
Gisting á góðum hótelum í
2 verðflokkum.
Verð frá kr.
mmw.
fi
m
»»!»«!
»1
fHjl
15.300
Starfsfólk Iceland Centre í London mun taka á móti farþegum og verða þeim til halds og trausts í
öllum f erðum (íslenskt starfsfólk).
Fyrsti hópurinn verður boðinn velkominn til Boumemouth með kvöldverði og íslenskri uppákomu.
Sumarfrí í Bournemouth er fyrir unga sem aldna.
Baðstrandarlíf, leikir, sport og skemmtanir.
Möguleiki á íslenskum barnfóstrum.
Boðið verður upp á eins dags ferðir og styttri skoðunarferðir, t.d. til Isle of Wight, um nágrenni
Boumemouth og verslunarferð til London. Útsölumar em byrjaðar.
Reynið nýjan og mjög athyglisverðan ferðamöguleika
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
stela fálkaeggjum þar í landi. Skyldi
þeim dómi verða fullnægt nú í Þýska-
landi?
.Samkvæmt þýskum lögum hefur
Miroslav Peter Baly ekkert gert af sér
hér í landi til að þeim dómi verði full-
nægt,” sagði Linger, hjá rannsóknar-
lögreglunni í Hamborg, í samtali við
DV. „Við uröum því að láta hann laus-
an eftir að við komumst að því að hann
væri þýskur ríkisborgari. ”
— Átt þú von á því að hann muni
taka út refsingu þá í Þýskalandi sem
hann hefur verið dæmdur til á íslandi ?
„Um það get ég ekkert sagt, nema
það að þýsk yfirvöld þurfa þá að dæma
upp á nýtt. Meira get ég ekki sagt,”
sagði Linger.
DV spurði sendiráðunaut þýska
sendiráösins, Heinz Pallasch, hvort
þeir myndu hafa einhver afskipti af
málinu.
„Samkvæmt okkar vinnureglum
munum við aðeins flytja þau skilaboð
sem við verðum beðnir fyrir milli ís-
lenskra og þýskra yfirvalda,” sagði
Heinz Pailasch. Hann sagði og að sér
þættu þetta slæm tíöindi.
— ÁttþúvonáþvíaðMiroslavPeter
þurfi að taka út refsingu sína í Þýska-
landi?
,,Ef svo verður þurfa þýsk yfirvöld
sjálf að dæma hann, dæma upp á nýtt.
Islenskur dómur nær ekki yfir þýska
ríkisborgara í Þýskalandi.”
— Heldur þú að þýsk yfirvöld geri
það?
„Já, ég held það,” sagði Heinz
Pallasch.
-KÞ
Siglingin til Esbjerg:
B0RGARISLENSKA
RÍKIÐ BRÚSANN?
„Skipstjórinn hlýddi okkar fyrir-
mælum en þverskallaðist hins vegar
við dönsk yfirvöld,” sagði Jón Hákon
Magnússon, framkvæmdastjóri Haf-
skipa, í samtali við DV um þeirra hlut í
flótta Miroslav Peter. „Það sem hefur
gerst þama var það að annaö hvort
hafa dönsk yfirvöld veriö of lin eða að
skipstjórinn hefur fengið skipun frá
þýskum yfirvöldum um það að láta
Miroslav Peter ekki af hendi. Það er
ekki laust viö að manni þyki
tvískinnungur í þessu. Á sama tíma og
þýsk yfirvöld eru aö heiðra Islendinga
fyrir frækin björgunarafrek bjarga
þeir dæmdum þjófi úr landi.”
Eliza Heeren þurfti að breyta ferð
sinni vegna flóttamannsins um borð.
Skipið átti að sigla beinustu leið til
Hamborgar og átti að vera þar um há-
degi á sunnudag. Vegna fyrirskipana
um að sigla til Esbjerg tafðist skipið
um hátt í sólarhring. Hver borgar
þessa töf?
„Það er ekki ljóst ennþá. Það verður
þó skoðaö fljótlega. Sennilega verða
það þó íslensk yfirvöld eða þýska út-
gerðin, en útgerðarmaðurinn þar var
mjög leiður yfir þessu, þegar við töluð-
um við hann. Reyndar tafði þetta
skipið engin ósköp en þetta er spuming
um olíukostnað og hafnargjöld í Es-
bjerg,” sagði Jón Hákon Magnússon.
-KÞ
Meðferð erlendra sakamanna á íslandi:
REGLURNAR VERÐA
ENDURSKODAÐAR
— ekki var hægt að hraða málinu meira,
segirJón Thors
I kjölfar flótta Miroslav Peter Baly
hafa ýmsar spurningar vaknað um er-
lenda sakamenn á Islandi. Þykir ýms-
um kynlega að verki staðiö, einkum
það að útlendingur af þessu tagi skuli
þurfa aö bíöa dóms svo lengi. Á meöan
er honum komiö fyrir á hóteli á
kostnað ríkisins og fær auk þess dag-
peninga. Að vísu var hann settur í far-
bann og gert skylt að tilkynna sig til út-
lendingaeftirlitsins tvisvar í viku. En
farbann af þessu tagi er komiö undir
heiöarleika viðkomandi, sem töluvert
vantar á í þessu dæmi.
En þarf ekki að endurskoða meðferð
á sakamönnum í tilfellum sem
þessum?
„Jú, við munum endurskoða hvemig
best sé að geyma svona menn,” sagði
Jón Thors, deildarstjóri í dómsmála-
ráðuneytinu, í samtali við DV.
— Það hefur verið deilt á það að mál
Miroslav Peter hafi ekki gengið nógu
fljótt?
„Málið fékk mjög hraða meðferð,
eins hraöa og tæknilega er mögulegt.”
— Hefði ekki átt að hraða því enn
meir?
„Nei, það var ekki hægt. Urskurður
héraðsdóms lá fyrir 23. maí og málið
verður flutt fyrir Hæstarétti á föstu-
dag. Hraðar ganga ekki svona mál.
— Hvað tekur nú viö?
„Við munum bíða eftir endanlegum
dómi áður en við ákveðum hvað við
gerum næst.”
— Verður dómnum framfylgt í
Þýskalandi?
„Við eigum eftir að skoða hvaða
möguleikar eru fýrir hendi að fram-
fylgja íslenskum dómi í Þýskalandi,”
sagði Jón Thors.
-KÞ
InnbrotíOsta-
ogsmjörsöluna
Brotist var inn í hús Osta- og
smjörsölunnar við Bitruháls um
helgina. Innbrotsmenn höfðu á
brott með sér nokkuð verðmæti,
myndbandstæki, sjónvarp og
myndavél auk ávísanahefta. Ollu
þeir taisveröum skemmdum
innanhúss, brutu til að mynda
upp 11 huröir.
Málið er í rannsókn hjá Rann-
sóknarlögreglu ríkisins. ás