Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.1984, Page 12
12 DV. LAUGARDAGUR 7. JULl 1984. RÖD ÓHAPPA ELTI VERKTAKANA Þegar veriö var aö leggja Vesturlandsveg viö Grafarholt áriö 1971 varö steinn nokkur í vegi vega- geröarmanna. Þessi steinn var allstór og sprunga í honum miðjum. Þótti sýnt aö hann myndi ekki þola aö vera færöur um set. Var hann því látinn vera afskiptalaus lengi vel. Eins og búast mátti viö fóru menn aö velta því fyrir sér hvort þetta væri álfasteinn en heimilisfólk í Grafarholti sagöist ekki vita tii að svo væri. Aftur á móti sagðist gömul kona, sem bjó ekki alllangt frá steininum, hafa heyrt það í æsku aö þarna byggju álfar. Hvaö um þaö, steininn varö aö færa, og fór hann í tvennt viö f lutninginn eins og viö var aö búast. Ekki var hann færöur langt eöa aöeins rétt út fyrir veginn. Endaöi hann þar á hvolfi. Þeir sem vildu trúa aö þetta væri álfasteinn nefndu nú máli sínu til stuönings öll möguleg og ómöguleg óhöpp sem orðiö höföu við lagningu Huldumannssteinn í Reykjavík: HÆNURNAR HÆTTUAÐ VERPA tslendingar hafa sjaldnast þótt mjög trúræknir menn. Aö minnsta kosti ekki á guösorðið. Hins vegar eru þeir hjátrúaöir og hafa rótgróna trú á álfum, draugum og allskyns yfir- náttúrulegum fyrirbærum. Þaö er kannski ekki skrýtið því aö þessi fyrir- bæri ganga eins og raúður þráöur í gegnum alla Islandssöguna, í þjóð- sögum, munnmælasögum og hinum ýmsu ritum. Og sem dæmi um þessa útbreiddu hjátrú Islendinga þá er að finna víðs vegar um allt land hóla, steina og ýmsabletti þarsemþjóötrúinsegiraö huldufólk búi eða einhver álög hvíli á. Þessu til staðfestingar eru svo til f jöl- breytilegustu sögur og sagnir, ýmist skráöar eöa óskráöar. Höfuðborgin og svæðiö í nágrenni hennar fer ekki varhluta af þessu fremur en aörir staðir á landinu. Og til gamans ætlum viö aö rif ja upp hér f rá- sögu af fjórum stööum í og viö höfuð- borgina sem allir eru tengdir þessari hjátrú og eiga sér sínar sögur. Og þessir staðir eru Álfhóllinn í Kópavogi, steinn viö Vesturlandsveg viö Grafarholt, steinn í Ármúia í Reykjavík og hóll framan viö Breiöa- gerðisskólann í Reykjavík. Upplýsingum um þessa staöi höfum viö aflað víöa og meðal þeirra sem hafa lagt okkur lið eru Eyvindur Jónasson, rekstrarstjóri hjá vegagerö- inni, Guömundur Einarsson, forstjóri Aöalbrautar hf., Pétur Jónsson, fram- kvæmdastjóri hjá Véltækni, Jónas B. Jónsson, fyrrum fræöslustjóri, Adolf Petersen, fyrrum vegaverkstjóri, Haukur Þorsteinsson og Olafur Sveins- son, eigendur Raftækjavinnustofu Hauks og Olafs, Ármúla 32. Frásagan af steininum í Armúian- um er fengin úr bók Áma Oia, Alög og bannhelgi, og er hún birt meö góðfús- legu leyfi erfingja Arna Óla. Huldumannssteinn í Reykjavík Fyrir 20—30 árum var Reykjavík ekki farin að þenja sig út yfir holt og hálsa. Hún var komin austur í Rauðarárholtið, en ekki lengra í þá áttina. Var þvi enn hægt aö fá á leigu allstórar landspildur í hoitunum þar fyrir austan. Og um þær mundir var þaö, aö Þorbjöm Jónsson, sem nú á heima á Mímisvegi 2, fékk á leigu lóö í Grensási, kippkom fyrir ofan Múla og austan Háaleitisvegar, eins og hann liggur nú. Þarna hóf Þorbjörn hænsna- rækt. Landið, sem hann hafði fengiö, var yfirleitt stórgrýtt, og þótti honum nauösyn á að ryöja grjótinu brott. Og var þaö annaö hvort áriö 1934 eða 1935, aö hann hófst handa um aö hreinsa landið. Haföi hann þá fjóra eöa fimm menn frá bænum í vinnu við sprenging- ar, því aö margir steinarnir vom svo stórir, aö þeim varð ekki hnikaö meö þeim verkfærum, sem þá voru, nema því aðeins að þeir væm klofnir sundur fyrst. Var grjótinu svo hlaðið á bíla og mun því öllu hafa verið ekið í höfnina. Einn steinn var þarna öllum öðrum meiri og stóð sunnarlega á lóðinni. Hann var ekki hár, en einkennilegur aö því leyti, aö hann var klofinn um þvert, og undan honum kom dálítil uppsprettulind. Byrjaö var á því að rífa upp grjótiö nyrzt á lóðinni, og var svo komið að þessum steini. Höfðu verkamenn þegar borað eina holu í hann og átti aö sprengja hann daginn eftir. En um nóttina dreymdi Þorbjöm einkennilegan draum. Honum þótti ókenndur maöur koma til sín, var hann allaðsópsmikill og spurði formálalaust í mjög höstum rómi, hvemig á því stæöi aö Þorbjörn gæti ekki látið bæinn sinn í friði. Þorbjöm kvaðst ekki vita hvar hann ætti heima og spuröi hvaða bær þaö væri sem hann ætti viö. Þá svaraði maðurinn og sagði að stóri steinninn þama á lóöinni væri bærinn sinn, og hann bætti við með áherzlu: „Ef þú hróflar nokkuð viö steinin- um,þámunilla fara." Að svo mæltu hvarf hann, en Þor- bjöm vaknaöi og fór aö hugsa um þetta sem fyrir sig haföi borið. Ekki var hann trúaður á aö nokkur byggö gæti veriö í steininum, en hugsaði þó sem svo, að aliur væri varinn góöur og bezt mundi aö láta steininn eiga sig. Næsta dag gaf hann svo verkamönnum skipun um aö eiga ekki meira viö steininn, hann mætti gjarnan vera Alfasteinninn við Grafarhoit. Hofuðborgm sest i fjarska vinstra megin a myndinni. vegarins í grennd viö steininn. Stærsta óhappiö varö þegar jaröýta rauf vatns- leiöslu sem sá laxeldisstööinni í Laxa- lóni fyrir fersku vatni og sjö þúsund laxaseiöi drápust. Urðu úr þessu mikii málaferli og fjárhagslegt tjón fyrir alla aöila málsins. Fleiri smærri óhöpp áttu aö hafa gerst en erfitt hefur reynst aö fá þau tilgreind nákvæmlega. Og enn veröa til sögur um steininn, sem sumir vilja tengja viö íbúa hans, ef einhverjir eru. Þaö bar viö í byrjun janúar 1982 aö vinnuvél frá Vega- geröinni var send upp aö afleggjar- anum viö Grafarholt til aö ryöja burtu snjó, en mjög snjóþungt var um þetta leyti. Þegar vélin var aö ryöja snjó í nágrenni steinsins góða gerðist það skyndilega aö tvær rúöur hrundu úr vélinni. Varö aö hætta viö ruöninginn um stundarsakir vegna þessa. Þegar hafist var handa á riý tókst ekki betur til en svo aö vélin festist illilega í skurði. Var þó stjómandi vélarinnar þrautreyndur og gætinn maöur. Og segir þá ekki meira af álfa- steininum viö Grafarholt. Huldumannssteinninn á lóð hússins að Ármúla 32 i Reykjavík. kyrr á lóðinni, því að hann væri ekki fýrir neinum. Var því hætt viö aö sprengja steininn og stóö hann þama óhreyfður eftir að ööru grjóti haföi veriðrutt aflóöinni. Þannig hefur Þorbjörn sagt mér sjálfur frá. Áriö 1940 seldi hann hænsnabúiö og keyptu þaö bakarar. Þeir réöu þangað norskan forstööumann, Einar Töns- berg, sem haföi allmikla þekkingu á hænsnarækt og haföi fengizt við hana árum saman. Færöu þeir brátt út kvíarnar og stækkuöu hænsnabúið aö mun. Tönsberg haföi þegar hug á því aö reisa sér þama íbúöarhús, þar sem landrými var nóg, og hafði hann helzt augastað á þeim stað, þar sem stóri steinninn var, og heföi þá þurft aö ryðja honum burt. En um leið og Þor- bjöm afhenti hænsnabúið, sagöi hann Tönsberg aö hann skyldi ekki hrófla viö steininum, því vera mætti aö illt hlytist af þvi. Skildi Tönsberg þetta svo, aö þarna væri álagasteinn. Haföi hann áður kynnzt álagablettum hér á landi og óvilja fólks á aö hrófla viö þeim. Ekki var hann þó trúaður á álög, en samt fór svo, aö hann reisti hús sitt á öörum staö vestarlega á lóðinni, og stendur þaö nú viö Háaleitisveg. Þegar bakarar höfðu komið búinu i það horf, er þeim líkaöi, ákváöu þeir að gera alla lóðina að túni. Þarna var þá enn talsvert af smágrjóti og mikið af grjótflísum eftir sprengingamar áöur. Þetta þurfti allt aö hreinsa áður en haf- izt væri handa um ræktun. Og svo var stóri steinninn. Tönsberg sagöi stjórn búsins frá því, að einhver álög mundu hvíla á honum og spuröi hvort þeir mundu vilja eiga nokkuö í hættunni meö því aö ryðja honum burt. Sagöi hann þetta í hálfgerðu gamni, en vildi þó láta vita, að hann hefði verið varaöur viö aö hrófla viö steininum. Bakarar brostu góölátlega aö þessari hjátrú og voru ekki trúaöir á að neitt illt mundi af hljótast, þótt steinninn væri sprengdur, og skyldi hann því fara ásamt ööm grjóti. Þetta var vorið 1942. Var svo hafizt handa um aö hreinsa burt allt grjót af lóðinni og um 20. maí var röðin komin að stóra steininum. Vom þá boraðar í hann tvær holur og átti aö sprengja hann eftir nokkra daga. Ekki er mér kunnugt um hve mörg hænsn voru þá á búinu, en varpiö var í fullum gangi og lánaðist vel. En nú brá svo einkennilega viö, að hænumar hættu aö verpa. Tönsberg hélt ná- kvæma skýrslu um varpið og hef ég fengið aö sjá hana. Þar stendur að 353 egg hafi fengist 21. maí, daginn eftir 320, þriðja daginn 312 og f jóröa daginn 235. Brá Tönsberg mjög í brún þegar varpið minnkaöi svo óöfluga, en ekki mun hann þó hafa sett þetta í samband viö fyrirætlanina um að sprengja stein- inn. Þá dróst þaö og dróst af ein- hverjum ástæöum aö steinninn væri sprengdur. En það var ekki séð fyrir endann á ófarnaöinum í varpinu og nú skulum viö líta á skýrsluna um varpiö og láta tölurnar tala: 26. maíl20egg. 27. maí80egg. 28. maí 47 egg. 29. maí 20egg. 30. maí8egg. 31. maíekkertegg. Þegar svo var komið, þóttist Töns- berg vita, að annað hvort væri ónýtt fóðrið sem hann gaf hænunum, eða þá aö einhver alvarlegur sjúkdómur væri kominn upp í þeim. Hann fékk því dýralækni til þess að skoöa hænurnar, en þær reyndust allar heilbrigöar, enda var ekki lasleika aö sjá á neinni þeirra meðan þetta „verkfall” stóö. Tönsberg sendi einnig sýnishorn af fóðrinu til rannsóknardeildar Háskól- ans, og fékk þann úrskurð aö þaö væri ágætt og ekkert að því. Hænurnar höfðu því ekki hætt að verpa vegna þess að þær væru sjúkar, né heldur vegna þess aö fóðriö skorti þau efni, sem þeim voru nauðsynleg. Hvað var þá aö? Dag eftir dag kom Tönsberg tómhentur frá hænsna- húsunum, þar var ekki eitt einasta egg. Gat verið að steinbúinn væri að hefna sin á þennan hátt fyrir að klappaðar voru holur í steininn? Var þetta aðvörun frá honum um aö meiri tíöinda og verri væri aö vænta, ef steinninn væri sprengdur?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.