Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1984, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR10. JÚLl 1984. Ný skýrsla Fiskifélagsins: Þorskaflinn um 39 þúsund tonnum minni — fyrstu sex mánuðina í ár miðað við sama tíma f fyrra Þorskaflinn var næstum 39 þúsund tonnum minni fyrstu sex mánuöi þessa árs miöaö viö sama tíma í fyrra. Þá veiddust um 185 þúsund tonn en í ár um 146 þúsund tonn. Samdrátturinn er mun meiri hjá bátunum en togurunum. Þetta er niðurstaöa skýrslu sem kom út hjá Fiskifélagi Islands í gær. Skýrslan er mjög fróðleg. I henni kemur fram aö Vestmannaeyjar eru sú verstöö sem hefur tekiö á móti mesta aflanum fyrstu sex mánuöina, alls rúmlega 111 þúsund tonnum. Sú verstöö sem er í ööru sæti er Reykjavík, með um 55 þúsund tonn. Þorskafli bátanna var um 88 þúsund tonn á þessu tímabili en var á sama tíma í fyrra um 116 þúsund tonn. Minnkun upp á 28 þúsund tonn. Hjá togurunum er samdrátturinn minni en hann er þó verulegur. Þeir veiddu á þessum tíma 58 þúsund tonn af þorski en á sama tímabili í fyrra um 69 þúsund tonn. Annar botnfiskafli bátanna var í ár 56 þúsund tonn en í fyrra var sam- svarandi tala um 60 þúsund tonn. Lítil mmnkun. Þaö sama er upp á teningnum hjá togurunum. Annar botnfiskafli þeirra er nú um 112 þúsund tonn og var jafnmikill á sama tíma í fyrra. Það vekur talsverða athygli hve rækjuaflinn hefur aukist í ár, eöa um rúm 100 prósent. I lok júní höfðu veiöst um 10.700 tonn á en um 5.400 á sama tíma í fyrra. Heildaraflinn fyrstu sex mánuöina var um 770 þúsund tonn í ár en var í fyrra um 370 þúsund tonn. Munurinn er fyrst og fremst vegna loönuveiðinnar en um 438 þúsund tonn af loðnu hafa veiðst það sem af erárinu. -JGH Um helmingur þorsk- aflans fer í söltun Næstum helmingur af öllum þorskafla landsmanna fýrstu fimm mánuöi ársins fór í söltun, eöa um 60 þúsund tonn af um 122 þúsund tonnum sem veiddust á tímabilinu samkvæmt upplýsingum Fiskifélag- sinsígær. En hversu mikiö skyldi hafa veriö fryst? Þaö var um 6 þúsund tonnum minna en fór í söltunina, eöa um 54 þúsund tonn. Þaö vekur mikla athygli aö um 4 þúsund tonn af þorski hafa farið i skreið á fýrstu fimm mánuðunum. Þetta kemur á óvart því treglega hefur gengið að selja skreið og markaöshorfur lélegar. Þá má geta þess, aö um 2>00 tonn af þorski fór í svokallaðan ísfisk, en það er fiskur seldur beint úr skipunum eriendis og eins fersk- fiskur, sem fluttur er í gámum meö flugvélum út. -JGH " aLLTAF EITTHVAD nýtt Yfir lidnTupp ádásamlega enska badströnd i Ttnii-rnP.mOUth. Mjög þægilegur hiti, ca 18—25°C. 8—15 daga ferðir, sem hefjast 16. júlí. Gisting á góðum hótelum í 2 verðflokkum. Verð frá kr. 15.300 Starfsfólk Iceland Centre í London mun taka á móti farþegum og veröa þeim til halds og trausts í öllum ferðum (íslenskt starfsfólk). Fyrsti hópurinn verður boðinn velkominn til Bournemouth með kvöldverði og íslenskri uppákomu. Sumarfrí í Bournemouth er fyrir unga sem aldna. Baðstrandarlíf, leikir, sport og skemmtanir. Möguleiki á íslenskum barnfóstrum. Boðið verður upp á eins dags ferðir og styttri skoðunarferðir, t.d. til Isle of Wight, um nágrenni Boumemouth og verslunarferð til London. Útsölumar eru byrjaðar. Reynið nýjan og mjög athyglisverðan ferðamöguleika Brottfarir alla mánudaga. Samvinnuferóir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Gif urleg hækkun kjarnfóðurgjalds Landbúnaöarráöherra hefur ákveð- iö, aö fengnum tillögum frá Fram- leiösluráði landbúnaöarins, aö hækka gjald af innfluttu kjarnfóöri. Kjam- fóðurgjaldið var 19% en nú verður lagt á viðbótargjald sem nemur 70% af cif- veröi innflutts kjarnfóðurs, veröur því 89% af cif-verði. Viðbótargjaldið veröur endurgreitt af kjarnfóðri sem eðlilegt getur talist aö nota til framleiðslu á ákveðnu magni afurða. Til alifugla- og svínaframleiöslu veröur endurgreitt miðað viö fram- leiöslu tveggja síöustu ára, samkvæmt nánari reglum sem settar kunna aö veröa. Landbúnaöarráöherra hefur skipaö fimm manna nefnd fulltrúa hagsmuna- aöila. Hlutverk nefndarinnar er meöal annars að gera tillögur um fyrirkomu- lag á endurgreiöslu á kjarnfóöurgjaldi. I nefndinni eiga sæti Guömundur Sigþórsson, skrifstofustjóri land- búnaöarráöuneytisins, sem er formaöur nefndarinnar, Halldór Kristinsson frá svínaræktarbændum, Jónas Halldórsson, Sveinbjamargeröi, Þorsteinn Sigmundsson, formaöur Sambands eggjaframleiöenda, og Gísli Andrésson, bóndi á Hálsi í Kjós, sem á sæti í Framleiösluráöi landbúnaðar- ins. Meö hækkun kjamfóöurgjaldsins er veriö aö sporna viö aukinni mjólkur- framleiöslu sem hefur aukist um 7%. A fyrstu 10 mánuðum þessa verðlagsárs óx mjólkurframleiöslan um 3,8 milljónir lítra, þar af í júnímánuði einum um 723 þúsund lítra. Fram- leiðslan er veruleg umfram innan- landsneyslu. Utflutningsverö á smjöri er innan viö 10% af heildsöluveröi þannig aö aöeins fæst þar greiddur lítill hluti af vinnslukostnaöi og ekkert af afuröaveröi til bóndans. Nauðsynlegt er aö draga úr mjólkur- framleiöslu með innfluttum fóðurbæti sem er helsta ástæöan fyrir hækkun kjarnfóöurgjaldsins nú. Hæst hefur kjarnfóöurgjald veriö 200% en skatt- heimta þessi er byggö á lögum nr. 15/1979 upphaflega og síðari breytingalögum. -|>g. „Hrikalega slæmt mál” — segir formaður Félags alifuglabænda „Þetta er hrikalega slæmt mál,” sagöi Einar Eiriksson, formaöur Félags alifuglabænda, í viötali viö DV vegna hækkunar á kjarnfóðurskatti. Þessi hækkun bitnar sérstaklega á ali- fugla- og svínabændum. Þaö er látiö í veöri vaka aö skattahækkunin sé til aö hafa hemil á mjólkurframleiöslunni en hún breytir litlu fyrir kúabændur. Við þurfum aö nota eingöngu kjarnfóður fyrir okkar búfénaö svo aö haröast kemur þetta niöur á okkur. Aö vísu er talaö um endurgreiöslur til okkar en að fenginni reynslu af Framleiðsluráði tek ég lítiö marir á þeim yfir- lýsingum.” „Það er hvergi tekið fram í fram- leiðsluráöslögum að heimild sé fyrir því að beita framleiðslustjómun í kjúklinga — og eggjaframleiðslu,” sagöi Gunnar Jóhannsson á Holta- búinu þegar hækkun kjarnfóöurskatts var borin undir hann.” Við kjúklinga- bændur munum láta reyna á þetta. Við hér á Holtabúinu höfum greitt um sjö hundruö þúsund krónur mánaðarlega í kjamfóöurskatt, þessi tala fer liklega í eina og hálfa milljón eöa tvær eftir þessa miklu hækkun. Hvers vegna nýta þessir menn sér ekki kvótakerfiö til að stjórna mjólkurframleiöslunni ef draga þarf úr henni. Nei, þaö er ljóst aö þetta er ekki rétt hagstjómartæki. Okkur finnst aö neytendur eigi aö ráöa því hvort þeir boröi kjúklingakjöt en ekki framleiðsluráð,” sagði Gunnar Jóhannsson. (Andstæðingar kjam- fóöurskattsins, sem viö höfum rætt viö, segjast ekki skilja hvers vegna sé verið að setja á skatt sem svo sé talað um að endurgreiða. Er verið aö niður- greiða áburð fyrir sauöf járbændur?) -ÞG. Stytta af Agli Thor- arensen af hjúpuð Frá Kristjáni Einarssyni, frétta- ritara á Selfossi. Síöastliöinn laugardag var af- hjúpuö, fyrir framan Vöruhús KA, brjóstmynd af Agli Thorarensen, fýrrum kaupfélagsst jóra Kaupfélags Arnesinga. Egill lést í janúar árið 1961 og hafði þá verið við stjóm- völinn í 30 ár eöa frá stofnun kaup- félagsins. Hann var mikill athafna- og hugsjónamaöur, beitti sér m.a. fyrir því aö kaupfélagiö keypti Þorlákshöfn og hóf þar aö nýju út- gerö sem haföi legið niöri í nokkur ár og beitti sér fyrir hafnarbótum þar. Egill sá möguleika heita vatnsins og stóð að kaupum á höfuöbólinu Laugardælum sem er rétt fyrir utan Selfoss. Þar lét Egill bora eftir heitu vatni og leiða til Selfoss sem enn þann dag i dag hitar öll hús í kaup- staðnum. Sonarsonur og nafni Egils, afhjúpaði styttuna viö hátíölega at- höfn aö viöstöddu fjölmenni. Ræöur voru fluttar af ráðamönnum kaup- félagsins og bæjarfélagsins á Selfossi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.