Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1984, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. JULÍ1984. 13 SERLEYFISHAFARNIR Skemmdu kartöflumar í vor gáfu tilefni til umræöna um einokunartil- hneigingar í sölumálum land- búnaöarafurða. Grátkór bændafor- ystunnar kvaö viö raust, aö vemda þyrfti þá framleiðendur, sem fyrir væru og önnuöu eftirspurn að mestu. Einokunin væri því nauösynleg til aö halda í þaö, sem fyrir væri og koma í veg fyrir offramboö. Boöskapurinn var sá, aö fólk yröi aö gera sér skemmdu kartöflurnar aö góöu, og þaö væri hofmóður og vanþakklæti að röfla viö hiö um- hyggjusama kartöfluyfirvald, sem uppfyllti sanngjarnar kröfur. F.F.-kvartettinn En einokunartilhneiginganna gætir víöar en í matvörunni. Þær ná til andlega fóöursins líka. A markaði stjórnmálahugmynda ráöa fjórir sérleyfishafar. Þegar BJ og Kvennalisti buöu fram til þings steig grátkór þeirra á sviö. Þaö var Fjórflokkakvartettinn, sem lýsti því yfir, að aðstandendur hans önnuöu alveg eftirspurn eftir pólitík. Þeir töldu framleiöslu sína fullboðlega, að brýna nauösyn bæri til aö vernda hana og að koma þyrfti í veg fyrir offramboö. Þá töluöu þeir eins og kál- hausakompaníiö geröi út af kartöfl- unum í vor. En svo fór, aö næstum sjöundi hver kjósandi hafnaði hinni skemmdu framleiðslu fjórflokkanna og kaus nýtt fólk meö nýjar hugmyndir. Þessi breytta „markaöshlutdeild” hefur valdiö FF-kvartettinum ýmsum áhyggjum. Valdatafl þeirra hefur ruglast og sérleyfisaksturinn á í samkeppni viö frjálsa framtakið. Orói þeirra minnir mig á vandræði miðaldra hjóna með tvo rúmlega tvítuga krakka, sem ég þekki. Fyrir 3 árum síðan fæddist nýr heimilis- maður, sem færir inniskó föður síns og raskar svefnró systkina sinna. Næstum tveggja áratuga heimilis- venjur standa í erfiðri prófraun. Lofið þreyttum að so fa Dæmi um erfiöleika gamlingjanna er, aö þeim fannst þing- og nefnda- störf ganga seint í vetur, kenndu fjölgun þingflokka um og atyrtu sjö- unda hluta kjósenda fyrir aö hafa aörar skoöanir á málum en stefriu- skrá kvartettsins gerir ráð fyrir. Þaö skyldi þó aldrei fara svo, aö næsta vetur þjrftu þingnefndir að hefja störf fyrir jól og starfstími þingsins „Það skyldi þó aldrei fara svo, aö næsta vetur þyrftu þingnefndir að hefja störf fyrir jól og starfstími þingsins að lengjast úr 6 mánuðum í sjö eða jafnvel átta.” Kjallarinn GUÐMUNDUR EINARSSON ALÞINGISMAÐUR í BANDALAGI JAFNAÐARMANNA aö lengjast úr 6 mánuöum í sjö eöa jafnvel átta. Einnig fannst sérleyfishöfunum aö fjölgun þingflokka heföi gert frétta- flutning frá þinginu erfiöan. Þannig tóku þeir undir letisöng ríkisfrétta- einokunarkompanísins, sem gafst upp á aö flytja þjóöinni eðlilegar upplýsingar um starf löggjafans. Þetta eru nokkur dæmi um ein- okunartilhneigingar F F -kvartetts- ins. Liðsmenn hans telja sig hafa sérleyfi til aksturs, hver á sínum kanti. Tveir keyra á vinstri vegar- helmingi og tveir á þeim hægri. Hver vill hafa sína akrein og alls ekki vilja þeir fjölga þeim. Þegar fregnir berast af nýjum stjórnmálahreyfingum lekur af þeim hrokinn og lítilsvirðingin meö yfir- lýsingum um lausafylgi, óánægjuöfl og flokksbrot. Guðmundur Einarsson. Snemmbærur og síðbærur „Á norðlægum slóðum er kúnum eðlilegt að bera á vorin, þegar náttúran sér ungviðinu fyrir lifsskilyrðum...” gk „Mér er alveg óskiljanlegt hvernig W nokkrum manni getur dottið í hug að segja að bændur hafi talið hagkvæmt að hafa kýmar í geldstöðu á sumrin.” Mér er vel viö rithöfundinn Jónas Guömundsson, enda hefur hann gert vel til mín í ræðu og riti. Þess vegna gleðst ég yfir öllu góöu sem ég heyri frá honum en mér rennur til rifja þegar hann tekur aö sér vondan málstaö og orö hans snúast á verri veg. Þetta kemur stundum fyrir Jónas þegar hann skrifar um land- búnaðarmál, þá er eins og honum sé ekki sjálfrátt og ýmislegt þarf aö leiörétta. I varnarræðu ómegöarmannsins í Dagblaðinu Vísi föstudaginn 15. júní skrifar hann á þessa leið: „Þegar ég var í sveit nefndu menn kýrnar snemmbærur eða síöbærur. Snemmbærur báru á haustin eða fyrrihluta vetrar, en síöbærur á vorin, sem þótti verra. I þá daga var mjólkurskortur í sveitum á sumrin. Þá töldu bændur hagkvæmt aö hafa kýrnar í geldstöðu á sumrin meðan fólkiö var viö heyannir og marg- háttuö sumarstörf. Kýrnar gengu þá á úthaga sumarlangt.” Haustbærur og vorbærur Það er alveg rétt sem Jónas segir um snemmbærur og síðbærur. Snemmbærurnar sem báru fyrst voru nefndar haustbærur og sumar síöbærumar hétu vorbærur. Snemm- bærur voru eftirsóttari og dýrari aö fomu fari. Til þess lágu aðallega tvær ástæöur. Á norölægum slóöum er kúnum eðlilegt aö bera á vorin, þegar náttúran sér ungviöinu fyrir lífsskilyrðum og mörgum bændum gekk illa aö halda haustburöi á snemmbærum. Burður vildi færast á þeim fram á miöjan vetur og síöan til vors. Þar sem ég þekkti til vom ævinlega nógar síöbærur en sum- staðar skortur á snemmbærum. önnur ástæða þess að snemm- bærar vora hátt nefndar var sú aö allt fram á þessa öld færöu flestir bændur frá meiri hluta ánna og voru þær mjólkaðar yfir sumarmánuöina, allt frá því um Jónsmessuleytiö og til gangna. Mátti þá segja að allt flyti í mjólk og var mikið starf aö mjólka æmar og vinna smjör og skyr úr sauðamjólkinni. Þótti nauðsyn að hafa nóg smjör og skyr til neyzlu að sumrinu en þaö var einnig geymt til vetrarins. Leiguliöar greiddu eftir- g jald af leiguám sínum með smjöri. Ég heyrði greinda og gegna bændur segja aö mest ársnyt fengist úr kúnum ef þær bæra um áramótin. Kæmust þær þá í 14—16 merkur mætti búast viö aö þær kæmust í sömu nyt aö sumrinu eftir að þær væra leystar úr fjósi og fullur gróður kominn. Þá var kúnum aldrei beitt á ræktað land. Kjarnfóöur var heldur ekki gefið aö neinu ráði. I bemsku minni var fóðurbætirinn aöallega barin steinbítsbein og saltsíld. Árs- nyt kúnna var þá að sjálfsögöu miklu minni heldur en síðar varð þegar inn- flutt kjarnfóður var gefið í stórum stíl og reynt aö fylgja svonefndri há- marksafurðastefnu. Á mínum slóðum var aldrei mjólkurskortur á sumrin. Hvar og hvenær var Jónas Guðmundsson í sveit? Mér er alveg óskiljanlegt hvemig nokkram manni getur dottiö í hug aö segja að bændur hafi talið hagkvæmt aö hafa kýmar í geldstöðu á sumrin. Reyndar veit ég ekkert um þaö hvar eða hvenær Jónas Guðmundsson var í sveit. Þegar leiö að hausti og heyskap var lokið beittu bændur kúnum sínum á hafra á túnunum. Þá óx mjólkin til muna. Þetta vissu allir og til þess aö veita þá vitneskju þurfti engar tilraunir, hvorki á Hvanneyri né í Laugardælum. En túnin voru lítil og á þeim var aflað vetrarfóðursins handa kúnum. Þegar þau stækkuðu gátu bændur veitt sér aö hólfa þau niður og nota til sumarbeitar. Þaö er alveg rétt hjá Jónasi aö hér á landi er kúm gefiö alltof mikiö kjarnfóður einkum á sumrin. Þetta stafar mjög af því að alltof lengi var látiö viögangast aö flytja inn í land- ið fóðurmjöl sem var niöurgreitt erlendis og á svo lágu veröi aö þaö freistaöi manna að nota sem mest af því. Gleymdist þá að það er hverri þjóð hollast að fóðra bæöi menn og skepnur á því sem land hennar gefur af sér. Islendingar eiga mikið af góðu grasi, mismikiö þó eftir árferöi, en fóðurverkun er enn ábótavant í óþurrkasumrum og votheyið van- metiö. Nú eru bændur hvattir til þess aö gefa sem allra minnst kjamfóður í sumar, því aö á þeim árstíma kemur sú framleiðsla sem veldur vandræðum og ekkert verö fæst fyrir. Vetrarmjólkin mætti víða aukast. Þessari lagfæringu veröa bændur sjálfir að stjórna og sýna með því þegnskap og hyggindi. Neytendum veröur svo aö treysta til þess að nota sem mest þau fæðu- föng sem landiö gefur af sér. Ef viö væram stolt þjóö myndum við t.d. drekka mysu í stórum stíl í staðinn fyrir það flöskusull sem ungir og gamlir þamba á krám og veitinga- stöðum. Myndi þá batna bæöi fjár- hagur f ólks og heilsufar. Bændur hafa brugðist við af hagsýni Jónasi Guömundssyni gengur illa aö sjá samdráttinn í sauðfjárrækt- inni. Honum gleymist þaö, að þegar veriö er aö f ækka fénu er því slátrað i sláturhúsunum og kjötframleiðslan Kjallarinn GUÐMUNDUR INGI KRISTJÁNSSON, BÓNDI KIRKJUBÓLI ÍBJARNARDAL veröur meiri en þegar fjárfjöldinn stendur í stað, þetta er þó svo einfalt aö allir ættu aö skilja. Jónas getur séö í Hagtíðindum, aprílhefti þessa árs, samtölur úr foröagæsluskýrslum áranna 1982 og 1983. Þar sést aö sl. haust vora settar á 711.936 sauökindur og fækkaði fénu um rúm 35 þúsund frá árinu áöur eöa 4,6%. En árið 1982 voru settar á vetur 827.927 kindur. Síðan hefur fénu fækkað um 115.991 kind eða 14%. Þetta teljum viö nú góöan árangur og hafa bændur bragöist við vanda sínum bæði af þegnskap og hagsýni. Þaö eru fleiri atriði I Varnar- ræðunni sem þyrftu aö fá leiðrétting- ar eins og dæmin um geldstöðu kúnna og samdráttinn í sauðfjár- ræktinni. En ég vona að Jónas lesi sér til um þau og hlusti á þá sem þekkja til mála. Og ég óska honum allra heilla meö þá ráðabreytni. Hann er of góður drengur til að líkja eftir þeim sem láta vitið í rassvas- ann meðan þeir skrifa fullyröingar ' sínar um búvöramar. Guðmundur Ingi Kristjánsson. ICP •vt.t-H-.i'L*.#.. *.e na JFJFMMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.