Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1984, Blaðsíða 8
»,c»0 r t tt'tt r,r <rrjr\ A,rrjTj rxrctrf \1(T DV. ÞRIÐJUDAGUR10. JtJLl 1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Sovétleiðtogar ásaka æskufólk Miðstjóm sovéska kommúnista- flokksins réðst um helgina harkalega á ungliðahreyfingu kommúnista í Sovét- ríkjunum — Komosol — fyrir getuleysi. Sögðu Sovétleiötogamir aö ungliða- hreyfingunni heföi orðið lítið sem ekkert ágengt í því að stemma stigu viö auknum vestrænum áhrifum meðal æskufólks. Sagði í yfirlýsingu miðstjórnarinnar að ungliðahreyfingin ætti að veita betri fræöslu í kommún- ískum kenningum og að ná þyrfti betri stjóm á frítíma ungs fólks. Konstantín Chernenko, forseti Sovét- ríkjanna, hefur hvað eftir annað sagt að sovésk æska sé löt til vinnu, hafi lítinn áhuga á hinum kommúnísku fræðum og agaleysiö sé algjört. Vestræn rokktónlist á sífellt meiri vinsældum aö fagna meðal æskufólks í Sovétrikjunum og sömuleiðis vestrænn fatnaður. Til dæmis borgar fólk háar upphæðir fyrir gallabuxur á svörtum markaði og það sama gildir um hljóm- plötur með vestrænum tónlistarmönn- um. Taiið er að um 42 milljónir séu félag- ar í Komosol. Eru félagarnir á aldrinum 14 til 26 ára. Reyndar er ungt fólk skylt að taka þátt í störfum ungliðahreyfingarinnar. Ungfrú alheimur frá Svíþjóð Ungfrú Svíþjóð, Yvonne Ryding, var í gær kjörin ungfrú alheimur 1984 í Miami i Bandarikjunum. Ryding er 21 árs gömul hjúkrunar- kona frá Eskilstuna íSvíþjóð. I öðru sæti varð ungfrú Suöur- Afríka, Trisha Snyman, 19 ára gömul. I þriöja sæti var 19 ára stúlka frá Venezúela, Carmen Naria MontieL Fyrir sigur í keppninni fékk Ryding 175.000 dollara i verðlaun. HUSSEIN GAGNRÝNIR BANDARÍKJAMENN Hussein Jórdaníukonungur sagöi i ræðu í gær að hann teldi rétt að örygg- Hussein Jórdaniukonungur vill að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna blandi sér í málefni Mið-Austurlanda. isráð Sameinuðu þjóðanna reyndi að slaka á spennunni í Mið-Austurlönd- um. Ræðuna flutti Hussein í kvöldverði sem haldinn var til heiðurs Mitterrand Frakklandsforseta en hann er nú staddur í Jórdaníu í opinberri heim- sókn. Hussein var svartsýnn í ræðu sinni og sagði aö ástandiö í þessum heims- hluta hefði aldrei verið alvarlegra. Hann gagnrýndi Israel fyrir óbilgirni og harmaði máttleysi Sameinuöu þjóð- anna. Einnig gagnrýndi hann Banda- ríkin fyrir að styðja við bakið á Israels- Hópur spánskra kommúnista er nú staddur í Sovétríkjunum til að kynnast störfum og skipulagi sovéska kommúnistaflokksins, að því er sovéska fréttastofan Tass hefur skýrt frá. mönnum í blindni. Kvaöst Hussein þess fullviss aö Frakkland hefði áhuga á að tryggja frið í Mið-Austurlöndum og hvatti að lokum til ráðstefnu allra hagsmunaaðila þar sem reynt yrði að gera raunhæfar áætlanir sem tryggðu friö. Mitterrand sagði í svarræðu sinni að Frakkar væru allir af vilja gerðir til aö koma á friði í þessum stríöshrjáða heimshluta. Hann sagði að friður yrði þó ekki tryggður nema deiluaðilar við- urkenndu tilverurétt hvor annars og að Palestínumönnum yrði gert kleift aðstofnasittríki. Spánverjamir klufu sig út úr spánska kommúnistaflokknum í byrj- un þessa árs og stofnuöu nýjan með stuðningi Sovétmanna. Sovétmönnum hefur gramist mjög neikvæð afstaða spánskra kommúnista til Sovétríkj- anna en þeir hafa reynt að halda uppi sjálfstæðri stefnu gagnvart Kreml. Sovétríkin: Spánskir kommúnistar ínámsferö Frelsisstyttan missir kyndilinn KyndiUinn, sem Frelsisstyttan í New York hefur haldið á lofti í nær heila öld, var f jarlægður í síðustu viku, en setja á nýjan í staðinn. Sá gamli var orðinn mikið veðraður og ryðgaður. Þúsundir manna horfðu á þegar gamli kyndillinn, ein og háif smálest að þyngd, var látinn síga niður 100 metra, en hann verður haföur til sýnis í inn- flytjendasafninu á neðstu hæð styttunnar. — Nýi kyndillinn verður settur upp í júlínæstaár. Mikil viðgerð er hafin á styttunni, og er áætlað að hún muni kosta 230 milljónir dollara. Lee A. Tacocca, sem er formaður nefndarinnar er sett var á laggimar til að koma í kring viðgerðinni fyrir aldarafmælið (stjóraar- formaður Chrysler-verksmiðjanna), segir að tekist hafi að afla 100 milljóna dollara, þcgar hér er komið sögu. — Styttan var afhjúpuð 28. október 1886. Særok og sýrurigning hefur tært upp málma í styttunni og var orðin mikil þörf á viðgerð. Fyrr á þessu ári var byrjað að slá upp vinnupöllum og styttan lokuð gestum. Breskur náms■ maður sakaö- Ráðstefna um flótta- fólk í Afríkuríkium ur um njósnir Breska sendiráðið í Moskvu hefur mótmælt staðhæfingum um að bresk^ ur námsmaður í Sovétríkjunum hafi stundað n jósnir fyrir heimaland sijt. Sovéska vikuritiö Literaturenaya Gazeta sakaði nýlega breskan náms- mann, Daniel Stobbart, fyrir að hafa tekiö myndir af sovéskum herþotum á flugvelli fyrir utan borgina Voronezh í suöurhluta Rússlands. " Sagöi blaöiö að námsmanninum.sem •ar við nám í háskóla borgarinnar, ífi verið vísað úr landi tafarlaust r sem ljóst hafi verið að hann hafi :ið myndirnar í njósnaskyni. _tobbart var ásamt 3° öðrum skum námsmönnum á . * mán- imskeiði '•ússnesku ð há- skólann í Voronezh. Sagði sovéska vikuritið að breska leyniþjónustan hefði að yfirlögðu ráði laumað njósn- arameðhópnum. Breska utanríkisráðuneytið hefur harðlega mótmælt staðhæfingum Sovétmanna og segir aö Stobbart sé mikill áhugamaöur um allt sem víö- kemur flugvélum. Bresku náms- mennirnir eru í Sovétríkjunum sam- kvæmt sérstökum samningi á milli Bretiands og Sovétríkjanna sem á að auka menningartengsl ríkjanna. Sovéska blaðið ásakaði einnig bresku námsmennina um áhuga- leysi. Þeir væru agalausir, fylgdust ekki með í fyrirlestrum og töluöu lít- ið sem ekkert rússnesku. Alþjóðleg ráðstefna um flóttavanda- málið í Afríku hófst í Genf í gær. Er til- gangur ráðstefnunnar sá að afla f jár til styrktar flóttamönnum í Afríku sem nú eru um fjórar milljónir. Ennfremur mun verða leitað leiða til aö aðstoða þau ríki sem tekið hafa við flóttamönn- um þrátt fyrir að fátækt ríki meðal þeirra eigin landsmanna. Þetta er önnur ráöstefnan sem fjall- ar um þetta vandamál. Að henni standa Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og samtök Afríkuríkja. Reynt verður að afla fjár til sér- stakra þróunarverkefna í stað þess að leita eftir skyndiaðstoð við sveltandi fólk. Þau verkefni sem efst eru á baugi eru á sviði skólamála og vegamála og ýmiss konar efnahagsaöstoð sem miða skal að því að gera ríkjum Afríku kleift að taka við flóttamönnum. Poul Hartling, framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna, sagði í samtali við fréttamenn að reynt yrði að leita varanlegra lausnaog ef það tækist mundi ráðstefnan marka þáttaskil í baráttunni gegn hungri í John Turner, forsætisráðherra Kanada, sagði í gær að kosningar færu fram í landinu 4. september næstkom- andi. Elísabet Englandsdrottning haföi ætlað í opinbera heimsókn til Kanada um næstu helgi en þeirri ferð verður frestað. Drottningin hefur þá reglu að ferðast ekki til annarra landa skömmu fyrir kosningar. Heimsókn hennar hefur verið frestað til 24. september af þessumsökum. Afríku. Talið er að fulltrúar frá 100 ríkjum muni sækja ráðstefnuna í Genf. Bresk blöð hermdu í gær að breytingin hefði mælst illa fýrir hjá drottningunni þvi fyrirvarirn væri mjög skammur. I yfirlýsingu frá Buckinghamhöll sagði að drottningin harmaði þessa skyndilegu breytingu en hefði hins vegar f ullan skilning á því að Kanadamenn vildu ganga til kosn- inga nú. John Turner tók við embætti for- sætisráðherra í siðasta mánuöi þegar Pierre trudeau sagði af sér embætti. Kanada: Kosningar í haust

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.