Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1984, Blaðsíða 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR10. JULÍ1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Mjólkuriðnaður íBorgarfiröi Grautarnir sem framleiddir eru í Borgarnesi smökkuðust ágætlega með hnausþykkum borgf irskum rjóma — og ídýfurnar úr sýrðum iika. DV-myndir: ÞG Þetta minnir á gamla tímann — en stingur í stúf við nýtískulegar vélar í nýju mjólkursamlagi — en mjólkurbrúsarnir ómissandi samt. „Það eru um tvö hundruð mjólkur- framleiðendur hér á svæðinu og á milli sjö og átta hundruð manns sem hafa lifibrauð af mjólkurframleiöslu í Borgarfiröi,” sagði Indriði Alberts- son, mjókurbússtjóri í Mjólkursam- lagi Borgfirðinga. Á vegum mjólkur- dagsnefndar var fariö í heimsókn í samlagið í Borgamesi í síðustu viku. Mjólkursamlagið í Borgamesi er í rétt þriggja ára gamalli byggingu á Engjaási í Borgamesi, í nábýli viö hið foma höföingjasetur Borg á Mýmm. „Mjólkurbú í Danmörku sömu stæröar og hér hjá okkur em ódýrari í rekstri,” hélt mjólkurbús- stjórinn áfram fræðslu sinni fyrir viðstadda blaöamenn „meðalannars vegna þess að þeir sækja mjólk til framleiöenda aðeins innan þrjátíu kílómetra radíusar á þremur bílum, hver bíll fer þá fleiri en eina ferð á dag. Við hér emm með sex bíla og fer hver aðeins eina ferð á dag þvi fjarlægðir em meiri. Lengst sækjum við mjólk í hundrað og tuttugu kilómetra f jarlægö. Mjólkurverð hér og í Danmörku hefur verið borið saman og því nefni ég þetta aö sá samanburður er ekki alveg réttlætanlegur nema þá að taka tillit til allra þátta til dæmis í samlaginu em framleiddar tvær tegundir af ídýfum, beikon og lauk, úr sýrðum rjóma. Á næstunni er þriðja tegundin væntanleg á markaðinn. Hér er fyllt og lokað og dósirnar „rúlla” eftir f æribandi í manna hendur. Skyrpokarnir „til þerris”. flutningskostnaðar sem er miklu meiri hjá okkur.” 10 milljónir lítra Fyrsta skóflustunga að nýju samlagsbyggingunni í Borgarnesi var tekin haustið 1975 og um voriö 1976 var hafist handa við bygginguna. I maí 1981 var fyrsta mjólkin innvegin í nýbyggingunni. Um 10 milljónir lítra af mjólk em innvegnir á ári í Borgamesi, um 80— 85% af mjólkinni fara í nýmjólk, annaö í osta, skyr og smjörfram- leiðslu. Svo og í framleiðslu á sýrðum rjóma, en þetta er eina samlagiö á sölusvæði eitt sem fram- leiðir sýrðan rjóma. Mysu er einnig pakkað í Borgamesi, innan tíöar kemur mysa í lítrafemum á markaðinn en hingað til hafa Borgfirðingar eingöngu pakkað henni í tveggja lítra fernur. 300 þúsund lítrum af mysu var pakkaö í samlaginu á síðasta ári. Snemma á árinu komu tvær grautartegundir á markaðinn sem lagaöar eru og pakkaðar í samlaginu. Eru þetta sveskju- og jarðaberjagrautar. Var farið út í þessa framleiðslu til að nýta betur bæði vélakost og starfsfólk. Um 35 manns vinna hjá mjólkursamlaginu í Borgarnesi. Offramleiðsla Skyrvinnsla hefur aukist um 20% eftir að farið var að pakka „gamla” skyrinu í sérstaka poka fyrir neytendamarkaö. Kom fram í máli manna úr mjólkurdagsnefnd er voru með í förinni að töluverð aukning hefði verið á mjólkurmagni eða um 7% á landinu. Fjölgun kúa er megin- orsökin, margir bændur hafa bætt viö sig búpeningi og jafnvel aukið kjarnfóðurgjöf. Þetta hefur gerst þrátt fyrir „ítrekanir” yfirvalda um að dregiö skuli úr mjólkurframleiðsl- unni. Þá var bent á að miklar breytingar hafi orðið í mjólkurframleiðslu undanfarin ár og einnig á neyslu- venjum. Miklar sveiflur væru á mjólkurframleiðslu eftir árstímum, þó minnstar í Borgarfirði, þar væri hún nokkuð jöfn sumar og vetur. Margar breytingar væru að baki og mikil uppbygging í þessum iðnaði (og framleiðslu), margt væri að gerast í dag og því mætti áætla að innan fimm ára væri þetta breytingaskeið yfirstaðið og meiri jöfnuður kominn á. Mjólkuriðnaður í landinu muni hæfa vel neyslu lands- manna. -ÞG. Nóg er dekkjaúrvalið, það er um að gera að kynna sér verð á sem flestum stöðum áður en gengið er frá kaupunum. AUSTIN MINIDEKK UNDIR TJALDVAGN Það vantar dekk undir tjaldvagninn. Þá er spuming hvert skal leita þannig að útkoman verði sem ódýrust. Neytandi hafði samband við DVog kvaðst hann hafa verð á dekkjum frá fáeinum stöðum og væri munurinn talsvert mikill. Bætti hann því við að hin frjálsa álagning hefði farið í þver- öfuga átt. Dekk og felga af stærðinni 8—10 tommur er á verðbilinu frá 1— 2000 krónur. I flestum tilfellum er ódýrara að kaupa felgu ásamt slöngu og dekki en aö kaupa allt hvert í sínu lagi. Benco hefur 8 tommu felgu ásamt dekki á 2.175 krónur. En í lausu kostar slanga 836 krónur, varadekk á tjald- vagn 2.693 og felgan kostar 915 krcnur, þar vom ekki til 10 tommu felgur. Dekkið átti ekki til felgur en selur dekk á 10 tommu felgu á 1.250 krónur en slöngu á 311 krónur. Gúmmívinnu- stofan á sólað dekk á felgu sem kostar 1000 krónur, það er af stærðinni 10 tommur, sama og undir Austin Mini. Sólning selur sólaö dekk á 760 krónur en slöngu á 325. Ekki voru til felgur en notaðar felgur hafa fariö á 150—200 krónur. Neytandi sá sem hafði samband viö DV vegna þessa vildi koma á framfæri að vel væri hægt aö nota felgu af Mini fólksbíl undir tjaldvagn en hann þurfti að víkka út boltagatið. -RR Raddir neytenda: I ! Þótti maturínn vondur—þurttu ekki að greiða Neytandi nokkur hafði samband við DV því hann vildi koma á framfæri ánægju sinni með einn veitingastað borgarinnar. Þannig var aö hann fór ásamt maka sínum þann 17. júní á hótel hér í borg. Ætluðu hjónin að gera sér dagamun og snæða úti eina máltíð. Þau báöu um einn af réttum dagsins, sem var kjötréttur, sem reyndist þá ekki vera til þegar að var gáö. Þar sem aðrir réttir dagsins samanstóðu af fiskmeti og ekki var áhugi fyrir slíku fóru h jónin út að svo búnu. Þá fóru þau í Brauðbæ. Fengu sér súpu og af salatbar, en báöu síðan um einn af þeim réttum sem á matseðilinn voru skráðir. Þegar hann var borinn fram reyndist hann að mati hjónanna ekki boölegur og hafði hvorugt þeirra lyst á að neyta hans nema í mjög litlum mæli. Þau báöu starfsstúlkuna að fjarlægja diskana sem hún og geröi. Hún bauö þeim að velja eitthvað annað af matseðlinum sem þau ekki þáðu. Stúlkan lét ekki þar við sitja og bauö eftirrétt, sem herrann þáði en frúin fékksérkaffi. Aö máltíð lokinni þegar stóö til aö greiða fyrir fæðuna, sagði stúlkan: „Þið voruð ekki ánægð með matinn og þurfið því ekki að greiöa fyrir hann.” Vildu hjónin þá borga fyrir allt annað en sjálfa kjötmáltíðina en það kom ekkitilgreina. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.