Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1984, Blaðsíða 36
36 DV. ÞRIÐJUDAGUR10. JULl 1984. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Grimmileg öríög „fímm tonna Mæju” Hér á öldum áöur var það algengt aö dýr væru hengd í hæsta gálga fyrir minnstu yfirsjónir. Ymis dýr sættu þessari refsingu en aöeins er vitaö um eitt tilfelli þess aö fíll hafi veriö hengd- ur fyrir það aö hafa orðið manni aö bana. Þetta skeöi þann 13. september 1916 í smábæ í henni Ameríku, og fíll- inn hét „Fimm tonna Mæja”. Hún Mæja haföi alla sina tíö veriö í fjölleikahúsi og naut mikilia vinsælda. Áöumefndan öriagadag fékk óreyndur maöur það verkefni aö leiða Mæju að vatni nokkra. Rétt áöur en þau komu aö vatninu rak Mæja augun í vatns- melónu og stefndi hún rakleiöis aö henni. Ovani maöurinn hét Walter Eldridge og sat hann á baki Mæju. Þegar hún breytti um stefnu rykkti hann hranalega í reipi sem bundiö var um háls hennar og fór að berja hana meö oddhvassri stöng sem hann var meö. Mæja sem kunni lítt aö meta þessar aöfarir, rak upp mikiö öskur, teygöi ranann aftur og vaföi honum um Eldridge. Því næst slengdi hún honum utan í sölubúö sem var þarna skammt frá og til aö foröa honum frá leiðindum þá flatti hún höfuö hans undir öörum framfætinum. Nærstatt vitni skaut fimm skotum í Mæju, en hún lét sér' fátt um finnast og tók þátt í sýningu kvöldsins eins og ekkert heföi í skorist. Næsta dag kárnaöi gamaniö þvi þá ákváöu yfirvöld aö Mæja skyldi hengd yfir þaö aö hafa flatt Eldridge út. Aftakan fór fram við járnbrautarstöð og var framkvæmd á þann hátt aö sverri keöju var vafið um háls hennar og 100 tonna krani látinn hifa hana upp. Keöjan slitnaöi og var þá reynt aftur. Sú næsta hélt og Mæja gaf upp öndina mjög fljótt. Hún var jarðsett skammt frá aftökustaðnum. Því miöur fylgdi ekki sögunni hvort henni tókst aö gæða sér á melónunni. Dúettinn á gömlu línunni i Dúettinn heitir tveggja manna hljómsveit sem spilaö hef- ur aö undanfömu í kjallara Klúbbsins og víðsvegar um bæinn. Meölimir hennar eru Sigurbergur Baldursson sem spilar á orgel og Andri Bachman sem spilar á trommur. Þeir félagar segjast aðallega halda sig viö gömlu linuna í tónlistinni en þaö hefur ekki komiö að sök þó gestir Kiúbbsins séu aðallega ungt fólk. Ef þeir hafa veriö aö spila hafa þeir fengiö margar lagaóskir, eins og gengur og gerist, sem þeir hafa reynt aö uppfylla. Eitt sinn kom ung stúlka og bað þá um aö spila eitt gamalt lag og hélt í kjölfar þess langa ræðu til að ýta á eftir lagaóskinni. Aö endingu klykkti hún út meö því aö segja aö þeir hlytu að þekkja lagiö, því hún vissi þaö aö báðir væru þeir gamlir sukkarar. Þeir kunnu lagiö og var reglusemin þeim ekki f jötur um fót. Þeir munu skemmta á Mímisbar í haust. SKÓLAMÁLÍ DEIGLUNNI Þá er loksins kominn tími til aö taka skólamál til umfjöll- unar á þessum síðum. Þessi ungfrú heitir Penny Cant og er hún sautján ára gömul, frá Lincolnskíri í Englandi. Penny þrælar viö fyrirsætustörf með skólanum og er þaö allt meö ráðum gert því hún hyggur á vit æöri menntunar í framtíðinni. Hún er fastákveöin í aö leggja stund á lög- fræði þegar þar að kemur og aö eigin sögn heilla málflutn- ingsstörf hana mest. Ekki er aö efa aö svona dugleg stúlka eigi eftir aö standa sig vel í skólanum. Því miöur fylgdu ekki upplýsingar um lengd laganáms í Englandi. Málsháttur dagsins Betra er að vera laus við hauginn en bundinn við drauginn. Hagman með mömmu. KUBBSLEGT ORGEL Hvort sem menn trúa því eöa ekki þá er litli kubburinn á myndinni minnsta orgel í heimi. Eins og sjá má þá er hægt að spila á það 11 nótur með því að snerta nótnaborðið með berum rafmagnsvír. Sá dverghagi sem smíðaði gripinn er þrettán ára skólastrákur frá Vestur-Þýskalandi og kom hann þessu smíðaverkefni sínu í þýsku útgáfuna af heimsmeta- bók Guinness. Aðskarta myndavél Náunginn með harðlífissvipinn heitir Kurt Kunze og er hann upp- finningamaöur frá Vestur-Þýska- landi. Kunze þessi smiöaöi hringinn og ætla má aö hann fengi ekki mikið fyrir hann sem skartgrip. En ekki er allt er sýnist því í hringnum atarna er ljósmyndavél haganlega komiö vélina eöa hringinn og ekki er annað fyrir. Myndavél þessi er sögö taka hægt aö segja en að myndgæðin séu myndir á svipaöan hátt og fyrstu nokkuö góð. Það er líklega óþarfi aö myndavélarnar, þ.e. á plötu. Mynd- taka fram aö þetta er minnsta ina af Kunze tók hann sjálfur á myndavélíheimi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.