Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1984, Blaðsíða 15
DV. ÞRíÐJUPAeUB W.aOlÆlSM.. V a DV-mynd: Armbjörn. Sigtún breytir umsvip í upphafi júnímónaöar var efri hæð skemmtistaðarins Sigtúns opnuð á ný eftir miklar breytingar og er salurinn allur annar en áður. Þar er diskótek sem fyrr en á hæöinni er einnig matsal- ur þar sem hægt er að kaupa ódýra grillrétti. Salurinn tekur 300 manns i sæti og ætti ekki aö væsa um neinn í hinum dúnmjúku nýju sófum en dansgólfið og „diskóbúrið” eru nú fyrir miöjum salnum. Þetta er aöeins hluti af mikl- um breytingum sem standa fyrir dyr- um í Sigtúni því stóri salurinn niðri er lokaður í sumar vegna breytinga eri ætlunin er að opna hann í haust. Þá mun aldurstakmark í öllu húsinu verða tuttugu ár og strangar kröfur gerðar um klseðaburð gesta. I diskótekinu verða í sumar og fram eftir vetri þeir Logi Dýrfjörð og Júh'us Kemp og sagði Logi að til stæði aö halda áfram með einhverjar uppá- komur eða skemmtiatriði á fimmtu- dags- og sunnudagskvöldum, en vitan- lega er einnig opið á föstudags- og laugardagskvöldum í hinu nýja diskó- teki á efri hæð Sigtúns. SJ Kópurínn: NÝTT VEITINGA- HÚSí KÓPAVOGI Nýr veitingastaöur hefur verið verður opið frá kl. 18 til 3 og geta gestir opnaður í Kópavogi. Nefnist hann þá stigið dans að loknum málsverði. Kópurinn og er að Auðbrekku 12, 3. Veitingamaður og rekstrarstjóri er hæð. Guðmundur Erlendsson. Kópurinn er I aðalsal verða veitingar í hádeginu þar sem áður var til húsa skemmti- og á kvöldin frá kl. 18 til 23. Um helgar staðurinn Manhattan. 15>r Sýning Hildar vekur hrifningu Frá Regínu Thorarensen, fréttarit- araDVáSelfossi: Vefmyndir voru sýndar í safnhús- inu á Selfossi 16. til 24. júní. Var sýn- ingin vel sótt og fólk stórhrifið af því hvað hægt er að vefa mikil listaverk. Átta konur sem sýndu voru nemend- ur Hildar Hákonardóttur, listvefara og fyrrverandi skólastjóra Mynd- lista- og handíöaskólans í Reykjavík. Nú býr Hildur í ölfushreppi og er búin að vera þar síðastliöin 3 ár og — á Setfossi hefur á undanfömum árum haft átta konur í einu í tíma hjá sér. Einnig hefur Hildur verið beðin um að halda myndlistarnámskeið fyrir Myndlist- arfélagiö á Selfossi. Um þessar mundir er verið að koma fyrir all- stóru og tignarlegu verki eftir Hildi í nýgerðu safnaðarheimili við Selfoss- kirkju. En þaö verður þar til láns næsta vetur. Er það mikið listaverk að því er mér er sagt. Eidra fólkið sem lærði vefnað á sínum yngri árum var alveg sér- staklega hrifið af þessari vefnaðar- sýningu. Fannst því ótrúlegt að hægt væri að vefa alls konar myndir í stórum stíl. Þess mó geta að lokum að Hildur Hákonardóttir og Þór Vigfússon, hinn ágæti skólameistari, fara utan i ársfrí á næstu dögum, og því getur enginn lært listvefnað hjá Hildi næsta vetur. Regína/ás. Ekki er óliklegt að Selfossbúar hafi veitt eftirtekt knáum köppum á ferð og flugi um bæinn i vor. Knatt- spyrnudeild Selfoss hefur komið þeirri kvöð á leikmenn og stuðn- ingsmenn deildarinnar að sjá um fjármögnun á rekstri deildarinnar. Snemma i vor var brugðið á það ráð að dreifa mykju í garða þeirra Selfossbúa sem vildu og notuðu rúmlega eitthundrað garðaeig- endur þá þjónustu. Er líða tók á sumarið var farið að steypa gang- stéttar og hefur það verk tekist vel. Á myndinni eru nokkrir stuðnings- menn knattspyrnuliðsins á Selfossi en einnig má þekkja þar leikmenn- ina Einar Jónsson, fjórða f.v., og Sumarliða Guðbjartsson, annan f.h. DV-mynd: E.J. ^annprtmberölunín Cr Snorrabraut 44 — pósthólf 5249 Sími 14290. Árstíðirnar saumaðar í Ijósan java með dökkbrúnu: efni í fjórar saman í pakkningu. Verð kr. 620,- Innrömmun á handavinnu. Mikið úrval af römmum og rammalistum. Sendum í póstkröfu. SUMAR copco / ___## ELDHUSAHOLDIN gömul hugmynd \ / nútíma hönnun Copco eldhúsáhöldin eru fram- leidd hjá N.A. Christensen & Co. AS. í Danmörku. Copco eldhúsáhöldin eru framleidd úr potti í þremur lita útfærslum, þ. e. í svörtu, hvítu og svart/ hvítu. Nýja Ccpco línan er hönnuð af Bernadotte & Björn og Michael Lax sem eru fremstu hönnuðir á þessu sviði í Danmörku og í Bandaríkj- unum. ÚTSÖLUSTAÐIR: RÓM * ______> _______* KEFLAVIK. KLJNIGUND HAFIMARSTRÆTl Tl ■ RVÍK ■ S13469 Copco eldhúsáhöldin má nota hvort sem er á hellu, yfir opn- um eldi eða inní ofni. Copco eldhúsáhöldin hitna mun fyrr en áhöld í öðrum gæðaflokk- um, þannig sparar Copco um- talsverða orku og tíma. Opið laugardaga. Póstsendum. ELDHÚSÁHÖLD ÚR POTTl gömui hugmynd - nútíma hönnun. AMARO AKUREYRI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.