Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1984, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR10. JULl 1984. 9 Útlönd Útlönd K jarnorkusprengingar í Ky rrahaf i: AUKA EKKILÍKUR Á KRABBAMEINI Rannsóknir fimm vísindamanna gefa ekki tilefni til að álíta að kjarn- orkusprengingar Frakka í Suður- Kyrrahafi hafi valdið krabbameini í íbúum nærliggjandi eyja. Kjamorkusprengingar Frakka í Suður-Kyrrahafi hafa ekki aukið likumar á krabbameini á meðal íbúa á nærliggjandi eyjum. Fimm vísinda- menn, sem unnið hafa að rannsóknum á afleiðingum af tilraunasprengingum Frakka í Suður-Kyrrahafi, hafa komist að þessari niðurstöðu. Hins vegar segir í skýrslu vísindamannanna að spreng- ingamar hafi valdið miklu tjóni á líf- ríki hafsins og að Mururoa kóralrifin, þar sem sprengingamar hafa fariö fram, hafi orðið fyrir óbætanlegu tjóni. Rannsóknina unnu tveir visinda- menn frá Ástralíu, tveir frá Nýja-Sjá- landi og einn frá Nýju-Guineu. Warren Cooper, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, sagði þegar honum vom kynntar niðurstöðurnar að þótt ekki væri sannað að heilsu manna stafaði hætta af sprengingunum þá væri ekkert sem réttlætti þær. Hann sagði ennfremur að öllum væri ljóst að lífríki hafsins stafaði mikil hætta af til- raunum Frakka og væri það nóg til að réttlæta bann við slíkum sprengingum. Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi, Ástralíu og Kyrrahafseyjunum hafa ítrekað krafist þess að Frakkar hættu tilraun- um sínum með kjarnorkusprengjur í Kyrrahafinu. Frakkar hafa sprengt 62 kjamorkusprengjur á þessu svæöi frá því á árinu 1975. ULTRA ■LOSS Eina raunhæfa nýjungin í bílabóni |sso; OHufélagiðhf ÞÚ BÓNAR TIL REYNSLU ULTRA GLOSS er svo frábært bón, að þú verður að hafa reynt það til þess að trúa því. Kauptu þér brúsa og gerðu tilraun, smáa eða stóra. VIÐ ENDURGREIÐUM ónotaðar eftirstöðvar ef þú ert ekki fyllilega ánægður með árangurinn. • Auðvelt í notkun • Hreinsar • Margföld ending • Gefur glæsilega áferð • Stöðvar veðrun (oxyderingu) • Vemd gegn upplitun Það sem gerir ULTRA GLOSS svo frábrugðið er, að það inniheldur engin þau efni, sem annars er að finna í hefðbundnum bóntegundum, svo sem harpeis, vax, plast eða polymer efni. Grunnefnið í ULTRA Gl.OSS eru glerkristallar, auk bindiefna og herða. Þegar bónað er með ULTRA GLOSS, þá myndast þunnt glerungslag á yfirborði lakksins, sem bæði styrkir það og kemur i veg fyrir að óhreinindi nái að bita sig föst við lakkið. Varnarskelin er það góð, að sé bónið borið á ál eða silfur þá fellur ekki á málminn. Með öðrum orðum, veðrun (oxydering) á sér ekki stað. Framleiðendur benda auk þess á, að ULTRA GLOSS endist langt umfram hefðbundnar bónteg- undir. Þetta þarf engum að koma á óvart, því ef borin er saman ending á vax- eða plasthúð annars vegar og glerhúð hins vegar, þá er nokkuð augljóst hvaða efni endist lengst. En ULTRA GLOSS hefur fleiri kosti, þvi eins og kunnugt er þá dregur gler úr virkni útfjólublárra geisla, en þeir eru höfuðorsök þess að lakk á bílum upplitast. Erlendar umsagnir: General Motors Engineering Staff GM GM Dessert Proving Ground We have tested your product in various departments and divisions. Your product seems to be supenor in every way compared to other product of similar nature. We are thoroughly satisfied with your product. » Sl9n' OJttStCP-kJW^. Cl.ester R. Ya|icy \ •’urchasing DepartmAt Ford v 15505 Roscoe Bouleward Sepulveda, Cal. 91343 We believe ULTRA GLOSS is exceptionally fioe product and would enthusiastically recommend itlo any dealer. GALPIN MOTORS> INC.* Bert Boeckmann Owner-President Einkaumboð á islandi Háberghf. Skeifunniða. Útsölustaðir: Bensínafgreiðslur LAUSAR STÖÐUR HJÁ ____I REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtal- inna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamn- ingum. DeUdarstjóra við Áfengisvamardeild Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur. Áskilin er háskólamenntun á sviði félagsvísinda eða önnur sambærileg menntun svo og reynsla í áfengis- vamarmálum. Upplýsingar veittar í skrifstofu borgarlæknis, Heilsuvemdarstöðinni í síma 22400. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. • Forstöðumann fyrir íbúðir aldraðra, Furugerði 1. Menntun og reynsla í félagsmálastarfi og umgengni við aldraða nauð- synleg. Upplýsingar veitir húsnæðisfulltrúi Félagsmálastofn- unar, Vonarstræti 4, í síma 25500. • DeUdarfulltrúa í InnkaupadeUd Rafmagnsveitu Reykja- víkur. Verslunarpróf eða sambærileg menntun áskilin. Upplýsingar veitir starfsmannastjórf Rafmagnsveitu Reykjavíkur í síma 686222. Umsóknum ber að skila íil starfs- mannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum, sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 16. júlí 1984. IgninaTbleian T-lagið á bleiunum gerir þaö að verkum að bleian situr á réttum stað, rennur ekki aftur eins og venju- legar bleiur. Lenina T-bleian er þykkust, þar sem þörfin er mest. Lenina T-bleian veitir lofti að líkama barnsins, þar sem notaðar eru T-taubuxurnar í stað bleiuplasts á öðrum bleium. Barnarassar þurfa á miklu lofti að halda til að líða vel. LÁS-STEINN TIL HLEÐSLU í GÖRÐUM myndar fallegan hleðsluvegg sem heldur vel við jarðveg. Seljum einnig hleðslustein j (gamli, góði holsteinninn). til hleðslu útveggja m Framleiðendur ÚTSÖLUSTAÐUR BYGGINGAVÖRUR Hringbraut 120 (aðkeyrsla frá Sólvaiiagötu) Sími sölumanns 28600.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.