Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1984, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1984, Síða 4
dv. PMÆroDXGmia.''jma'i984i .va 4 e Aðalf undur Arnarf lugs í gær: „Bjartara yfír rekstrinum en verið hefur um tíma” —tap af reglulegri starfsemi um 70 milljónir króna. Eigið féð neikvætt um 43 milljónir Aðalfundur Arnarflugs, sem haldinn var í gær1 á Hótel Sögu, var óvenjulíf- laus, miöað við allar þær umræður sem átt hafa sér stað að undanfömu um félagiö. Fram kom á fundinum að tap af reglulegri starfsemi fyrirtækisins var tæpar 70 milljónir króna á síðasta ári, eða um 14% af veltu. Fjárhagsleg staða Arnarflugs hefur versnað til muna vegna tapreksturs þess í fyrra og á árinu 1982. Eigið féð var orðið neikvætt um 43 milljónir króna um síðustu áramót. Aðalfundurinn í gær samþykkti tillögu um að auka hlutafé í fyrir- tækinu um 40 milljónir króna. Bjart- sýni gætir hjá stjórnendum félagsins um að bréfin seljist. En hver jar eru framtíðarhorf urnar? „Það má hiklaust segja, að bjartara sé yfir rekstri félagsins nú en verið hefur um langan tíma. Mikilvægt er að eigendur, stjómendur og starfsfólk leggist á eitt og tryggi félaginu varan- legan sess í samgöngumálum íslensku þjóðarinnar,” segir framkvæmda- stjórinn, Agnar Friðriksson, í árs- i I m m MMl í ji Wm iMm í fBm skýrslunni. -JGH. Frá aðalfundi Arnarflugs sem haldinn var iÁtthagasal Hótel Sögu igær. Á óvartkom hve„friðsamur" fundurinn var. DV-mynd: Einar Ólason. Úr ræðu Agnars Friðrikssonar, framkvæmdastjóra Arnarflugs: Þróunin jákvæð það sem af er árinu Agnar Friðriksson: Fundurinn eins og ég átti von á — mikill áhugi á nýju hlutabréfunum „Ekki fer á milli mála að þróun í millilandaflugi félagsins hefur verið mjög jákvæð allt frá síðastliönum ára- mótum,” sagði Agnar Friðriksson, framkvæmdastjóri Arnarflugs, á aðalfundinum í gær er hann ræddi framtíðarhorfur félagsins í millilanda- flugi. Hann sagöi ennfremur að farþega- aukning væri fyrstu sex mánuöi þessa árs miðaö við sama ttma í fyrra. Aukningin nemur 53%. Þá sagði hann aö tekjuaukningin væri einnig mikil. „Aukning í fraktflutningum er ævintýri líkust og langt umfram björt- ustuvonir. . . ” „Að öllu samanlögðu er það álit mitt að millilandaflugið sé að verða kjölfesta í rekstri félagsins sem að var stefnt og að hagnaður verði af því þeg- aráþessuári.” „Engum vafa er undirorpið að markviss stefna í efnahagsmálum, einkum gengismálum, hefur jákvæð áhrif á rekstrarhorfur.” Um innanlandsflugið sagði Agnar: „Innanlandsflug félagsins er í nokkurri mótun eins og að framan 'etur.” Hann bætti við að innan fárra mánaöa kæmi I ljós hvort árangur ýmissa breytinga yrði þaö mikill að hann réttlætti áframhald á rekstrinum í því formi sem nú er. Erlend leiguverkefni hafa verið burðarás í rekstri Amarflugs á undan- förnum árum. Um þau sagði Agnar: „Þessi rekstrarþáttur hefur veriö félaginu arðbær og mikilvægur þegar til lengri tíma er litið. ” „Eins og sakir standa stundar Amarflug rekstur á tveimur stööum erlendis.” Hann kom ennfremur inn á beiðni félagsins um ríkisábyrgð. „Beiðni félagsins um ríkisábyrgð hefur hlotið mikla og yfirleitt frekar rangláta opinbera umfjöllun. Ekkert er óeðlilegt við að félagið hafi farið fram á slíka ábyrgð, hún hefur verið veitt mörgum rekstraraðilum undanfarin ár. Hins vegar hefði verið afar ósann- gjarnt ef heimild til ríkisábyrgðar hefði ekki verið veitt. ” Um aukningu hlutafjárins sagöi Agnar: „I þeim umræðum, sem skap- ast hafa í kjölfar þeirrar ákvörðunar stjómar félagsins að auka hlutafé þess, sem tekin var eftir ítarlega um- f jöllun og eftir athugun endurskoðenda Amarflugs á stööu félagsins og fram- tíðarhorfum, hefur borið mest á dramatískri sviðssetningu á baráttu tveggja risa, Flugleiða og SIS, um völdin í félaginu. Eg tel umræðu í þessa veru rangláta og skaðlega félag- inu. Kjami umræðunnar hlýtur að snú- ast um nauðsyn Amarflugs fyrir Islendinga og íslensk samgöngumál al- mennt.” -JGH. „Fundurinn var eins og ég átti von á og að mínu mati ekki líflaus eins og þú nefnir. Eg tel ástæöuna fyrir því hve litlar umræður urðu um mína skýrslu og skýrslu stjórnar þá aö hluthafar hafi sætt sig við þær skýringar sem gefnar hafa verið á rekstrinum.” Þetta sagði Agnar Friðriksson, framkvæmdastjóri Amarflugs, eftir aðalfundinn í gær er DV spuröi hann hvort honum hefði ekki komið á óvart hve líflaus fundurinn hefði verið, en aöeins ein athugasemd var gerð við skýrslurnar. — Er einhver valdabarátta á milli risanna í félaginu, Flugleiða og SlS? „Mér vitanlega er svo ekki. I stjórn- inni hafa, frá því ég kom til félagsins í byrjun síöasta árs, öll meiri háttar mál verið samþykkt samhljóða.” — Nú var samþykkt að auka hlutaféð um 40 milljónir króna. Attu von á því að þessi hlutabréf seljist? „Já, ég á von á þvi. Að undanförnu hafa hluthafar og almenningur spurst mikiö fyrir um þessi bréf. Og áhuginn á þeim er mun meiri en ég satt best að segja bjóstvið.” -JGH. I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari LÍFIÐ ER SALTFISKUR Portúgalskur viðskiptaráðherra kom hingað í opinbera heimsókn fyrr í vikunni. Sá hét Barreto og mátti sjá sjónvarpsmyndir af honum og islenska viðskiptaráðherranum, Matthíasi Á. Mathiesen, þar sem þeir spókuðu sig í sólskininu við Svartsengi og í Hafnarfjarðar- hrauni. Virtist fara vel á með þeim kumpánum, enda bæði Matthías og Portúgalir viðkunnanlegasta fólk og gera engum mein að fyrra bragði. Ekki fór hjá því að f jölmiðlamenn sætu fyrir Barreto og vildu fá skýringar á því hvers vegna salt- fisksskipið Keflavík fengi ekki losun í höfn í Portúgal, en þar hefur skipið legið í allmarga daga án þess að nokkur sjáanleg hreyfing væri á innfæddum að losa skipið og éta salt- fiskinn. Hefur þó saltflskur þótt herra- mannsmatur þar í landi og verið þjóðarréttur svo lengi sem clstu menn muna. Samkvæmt sjónvarpsfréttum kom ráðherrann af fjöllum og vissi lítið um seinkunina á losun Kefla- víkur og vildi hann fá tækifæri til að kynna sér málið. Var heldur ekki við því að búast að virðulegur ráðherra fylgdist grannt með skipaferðum til Portúgal, hvað þá að hann stæði niðri við höfn á öUum krummaskuðum lands síns og fylgdist með losun skipa, jafnvel þótt farmurinn væri baccalo. Vörpuðu menn andanum feginsamlega hér heima, enda voru ýmsir farnir að gera því skóna að PortúgaUr hefðu hafið viðskiptastríö við tslendinga og hygðust leggja 12% innflutningstoU á saltfiskinn nema þeir fengju að veiða innan islenskrar fiskveiðUögsögu. Segir ekki af þessum portúgalska ráðherra fyrr en upplýst er að hann sé rokinn úr landi. Fyígir þeirri frá- sögn að heimförinni hafi verið flýtt vegna tregðu á Iosun saltfisk- farmsins. Jafnframt bætir ráðherrann því við í fréttasamtölum að ótti íslendinga við 12% toUinn sé á- stæðulaus. Tollurinn verði ekki settur á fyrr en á næsta ári og auk þess hafi PortúgaUr aldrei hugsað sér að veiða í íslenskri landhelgi. Hræðsla íslendinga hafði sem sagt verið byggð á misskUningi og var nú ekki annaö að gera en að drífa í losun sklpanna i Portúgal svo að þarlendir fengju sinn saltflsk ref jalaust. AUt er þetta mál nokkuð kúnstugt. Ekkl er betur vitað en að her manns starfi í viðskiptaráðuneytinu og hafi þar aðgang bæði að síma og telexi. Hefði maður haldið aö heUu ráðuneyti væri í lófa lagið að afla upplýsinga eftir venjulegum leiðum, þannig að misskUningur um toUa og veiðiheimUdlr þyrftu ekki að vefjast fyrir kanseUíinu og útflutningssam- tökum vegna misskUnings. Hér áður fyrr þurfti sendiboða mUU landa og diplómatískar heimsóknir tU að koma málum á hreint þjóða i miIU, en maður hefði haldið aö þeir dagar væru löngu liðnir. Nú er ljóst að opin- berar heimsóknir eru enn nauðsynlegar tU að uppræta mis- skUning og þær þjóna jafnvel þeim tilgangi að losa skip og ferma ef því er að skipta. Verður sennUega handagangur i öskjunni suður i Portúgal þegar sjálfur Barreto viðskiptaráðherra kemur heim frá tslandi tU að losa saltfiskfarminn prívat og persónulega. Gárungarnir halda þvi fram að portúgalski ráðherrann hafi verið búinn að fá nóg af göngutúrum i hafnfirska hrauninu og ekki haft roð við Matthiasi i gjótunum á heima- veUi þess síðarnefnda, eða þá hitt að Islendingar hafi ekki haft vit á þvi að bjóða Barreto saltflsk í veislumat. Engar sönnur verða færðar á þær fuUyrðingar en hitt er víst að kenning Sölku Völku stenst enn: Lífið er saltflskur. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.