Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1984, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.1984, Síða 7
DV. FIMMTUDAGUR12. JULl 1984. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Heímilisbókhald DV „Kannski hrærivél” — vinningur maímánaðar Vinningshafi maímánaöar i heimilisbókhaldi DV er Agústa Guðmarsdóttir til heimilis að Bólstaöarhlíð 10, Reykjavík. Sam- kvæmt upplýsingaseöli er fjöldi heimil- isfólks fimm. Vinningshafi mun síðar velja sér heimilistæki að andvirði 3500 krónur. Þegar við hringdum og óskuðum heimilisfólkinu til hamingju meö vinn- inginn var sagt: „Kannski við rennum þá á hrærivélina.” Hvort það verður hrærivél eða eitthvert annað heimilis- tæki sem fjölskyldan velur kemur síðar í ljós er vinningurinn verður af- hentur. -ÞG 79090 SENDIBIIASTOÐ KOPAVOES KVÖLD- OG HELGARÞJÓNUSTA. LYFTUBÍLAR. Kínakál er kalkauðugt má bæta úr því með einni matskeið af sykri. Það nægir um þaö bil 1/3 hluti hálf- dósar af ananaskurli í eina salatskál, ætlaða fyrir 2-4. Það er því ágætt að skipta innihaldi dósarinnar í tvennt eða þrennt og frysta það sem ekki er notað strax. Best er að frysta í plast- íláti, ekki í niðursuðudósinni. Það er í lagi að setja ananasinn frosiim út i salatiö, hann þiönar fljótt og gefur gott bragð. -RR Kínakál hefur til þessa verið ódýrt og sums staöar ódýrara en hvítkál. Kálinu má líkja viö hvítkál eða salat- blöð sem er einkum notað í salöt eða ýmsa matrétti og súpur. Samkvæmt verðkönnun sem gerð var í nokkrum verslunum 9. júlí síðast- liöinn var lægsta kílóverð á kínakáli kr. 53,50 í Fjaröarkaupi en það kostaði 55 krónur í Vörumarkaðnum. Þá kostaði kilóiö 80,30 aura í Hagkaupi og í SS-Austurveri 'iaíði kílóverö á kína- káli nýlega hækkað úr 86 krónum í 110,50. Það er íslenskt kál, sem er dýrara en það erlenda. Verð á sumu grænmetinu er sífelldum breytingum háö, það ýmist hækkar eða lækkar. Til samanburöar má benda á aö kíló- verð á hvítkáli er frá 44-68 krónur. Kinakál er auðugt af kalki, A- og C- vítamínum og fleiri efnum. I hverju pundi eru 69 hitaeiningar. lauk, salti eöa salatkryddi, ólífuolíu eða smávegis af annars konar olíu. Skeið af borðediki eða sítrónusafa gerir bragöið ferskara. Hrært lauslega í salatinu og borið f ram vel kælt. Majónsósu og sýrðum rjóma er oft hrært saman við niðurskorið kál. Þau salöt er gott aö bragðbæta með ananaskurli úr dós. Þyki salatið of súrt Kinakál er einkum auðugt afA-ogC- vítamínum, einnig inniheldur það mikið kalk. Kálið er gott í hvers konar salöt og sumstaðar er það ódýrara en hvitkál. DV-mynd Bjarnleifur. Kínasalat Hugmyndir að hrásalati úr kína- káli gætu verið eitthvað á þessa leið. Kálið skorið smátt niður, látið í skál, til dæmis ásamt tómatabátum. Saman við er sett örlítið af smátt söxuðum sVg* XA 3 ^ oo»<'l's5°S2 íéVaS'0' Verðáte- bollum f er eftir þyngd Það er mikill verðmunur á tebollum sagöi neytandi sem hafði samband viö DV. I einu bakarii kosta þær krónur 12,50 stykkið en í öðru 19 krónur. Þegar máliö var kannaö nánar kom í ljós aö dýrari bollurnar voru þó nokkuð stærri. Tebollur sem kosta 19 krónur vega um 130-140 g hvert stykki. Odýrari te- bollumar vega tæp 100 grömm eða eins og þeir vigta það í bakaríinu, 5 bollur saman 480 grömm. -RR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.