Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Side 1
r •4 SIGRIFAGNAÐ ALLT UM ÓLYMPÍULEIKANA A BU. 23-34 Útihátíðin íViðey: Milljón króna tap Fáir sóttu útihátíðina sem haldin hátíðarinnar ætla þó ekki að gefast var í Viðey um verslunarmannahelg- upp og hyggjast efna til sérstakrar ina. Rúmlega fjögur hundruð manns Viðeyjarhátíðar næsta sumar. lögðu leið sína út í eyna og nemur Tíðindamenn DV skruppu út í Viðey tapið af rekstri samkomunnar um á sunnudag. einni milljón króna. Aðstandendur — sjá nánarábls.3 Þessir þjóðhátíðargestir ofan af landi ætiuðu alls ekki að verða svangir, svo að ekki dugði minna en heill skrokkur ofan ihópinn. DV-mynd: SJ. Fjölmenn þjóðhátíð — sjá nánarábls. 4 Þessar lögðust tH svefns undir berum himni enda hlýtt i veðri i Þjórsérdal um helgina. D V-mynd: Kristján Ari MIKILL FJÖLDI í ÞJÓRSÁRDAL — sjá nánarábls. 18 Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, um loðnuveiðarnar viðJan Mayen: „Norðmenn og Færeyingar eru ábyrgir” „Það er auðvitað stóralvarlegt mál að bæöi Norðmenn og Færeying- ar virðast nú brjóta á okkur, Norð- menn með því aö hindra ekki veiðar annarra þjóöa skipa á gráa svæðinu við Jan Mayen og Færeyingar með því aö veiöa þama þótt þeir viti um allar aðstæður og njóti sérstakra vildarkjara í okkar landhelgi,” segir Kristján Ragnarsson, formaöur LltJ, um loðnuveiðarnar við Jan Mayen þessa dagana. Danir sendu fjögur skip á miðin i skjóli Efnahagsbandalags Evrópu. 1 gær voru þrjú búin að landa en eitt eftir. Flugvél ísiensku landhelgis- gæslunnar taldi enn fjögur skip á miðunum í gær, þar af eitt örugglega færeyskt, hin sennilega líka eða dönsk. Samkomulag er milli Islendinga og Norðmanna um skiptingu loðnuveiða á Jan Mayen svæðinu, í hlutföllunum 85% i okkar hlut og 15% í hlut Norð- manna. Þar sem veiðihlutföll hafa raskast undanfarið áttum við rétt á 195.000 tonnum af 300.000 tonna heimiluðum afla i ár, en Norðmenn 105.000 tonnum. Á sínum tíma ætluöu Norðmenn aö gefa Dönum 20.000 tonn af ársaflakvóta sínum. Þeir féllu frá því vegna harðra mótmæla okkar. „Þeir virðast samt ætla að gefa Dönum þetta og samkomulagið við Norömenn er lítils virði ef stór svæði eru án eftirlits og þaö kemur út á eitt þótt íslenska utanrikismálanefndin hafi gert Norðmenn ábyrga fyrir gæslunni í samræmi við samkomu- lagið þá. Framkoma Færeyinga er svo, því miður, svipaðs eðiis,” segir Kristján Ragnarsson. „Við hljótum að krefja Færeyinga um að þeir hverfi frá þessum veiðum eða missi hlunnindi sín hér við land aööðrumkosti.” HERB Ringo Starr tekur lagið Johnnie be good með Stuðmönnum íAtlavík. DV-mynd: FRI. Yf ir 6000 manns f Atlavík: RINGO TÓK LAGIÐ MEÐ STUÐMÖNNUM „Þetta hefur verið stórkostlegt. Eg gæti hugsaö mér að koma hingað aft- ur ef það byðist,” sagði Ringo Starr í stuttu samtali við DV á útihátíðinni í Atlavík um verslunarmannahelgina þar sem hann var sérstakur gestur hátíðarinnar. Ringo kom meö konu sinni, Barböru Bach til Atlavíkur, og það fyrsta' sem þau gerðu var að bregða sér á hestbak. Síðan heimsótti hann hátíðarsvæðið á laugardagsnóttina og á sunnudeginum varð svo allt brjálaö er yfir 6000 manns fylgdust með Ringo Starr og Gunnari Þórðar- syni taka gamla rokklagið Johnnie be good ásamt Stuðmönnum. öskrin og lætin minntu á Bítlaæðið á sínum tíma enda sagði einhver sem staddur var á sviöinu: „Þetta er of gott til að Igetaveriðsatt.” -FRI. — sjá nánarábls.2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.