Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Qupperneq 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGUST1984. 3 Hópur Viðeyjarfara kemur aftur til meginlandsins í rigningunni á sunnudaginn. DV-mynd: S. Útihátíðin í Viðey: VEISLA SEM ALDREI Það var frekar dapurlegt um að lit- ast í Viðey á sunnudaginn. Auð tjald- stæði, lokuð sölutjöld og mannlausir danspallar báru vitni um hátíð sem komst ekki á laggirnar, veislu sem aldrei varð. Utisamkoma sem haldin var í eynni um verslunarmannahelgina fór að mestu leyti út um þúfur. Aðsókn var dræm og óveður setti dagskrána úr skorðum. Að sögn Kristins T. Haralds- sonar svæðisstjóra reikna aðstandendur hátíðarinnar með að tapa um einni milljón króna. 400 manns Talið er að um 400 manns hafi lagt leið sína út í Viðey um helgina og voru flestir farnir heim eftir hádegi á sunnudag. Nokkrir unglingar, sem voru á reiki í rigningunni sögðu í samtali við DV að margir hefðu farið eftir óveðrið kvöldið áður. Dagskráin hefði að mestu fallið niður vegna veöurs og um nóttina lentu margir i hrakningum. Tjöld fuku og svefnpokar blotnuöu en mótsstjórnin skaut skjóls- «s»« Tjaldaus tjaldstæði í Viðey. DV-myndir: Kristján Ari húsi yfir alla sem þess þurftu. Flestir virtust skemmta sér þrátt fyrir allt og sögðust Jafnvel koma aftur ef önnur hátíð yrði haldin í eynni. Fólk vill komast út úr bænum Kristinn svæðisstjóri sagði að margar ástæður væru fyrir því að aðsókn hefði verið jafnlítil og raun bar vitni. ,,En ætli meginástæöan sé ekki sú að fólk vill komast út úr bænum um verslunarmannahelgi.” Hann sagöi aö aöstandendur samkomunnar ætluöu sér ekki að gefast upp og væru með hugmyndir um að efna til sérstakrar Viðeyjarhá- tíðar fyrstu góðviðrishelgina í júlí á næsta ári. „Við auglýsum hana vel VARÐ fram eftir sumri og sláum síðan til um leið og kemur gott veður,” sagði Kristinn. Hann taldi að um 2500 manns þyrftu að sækja slíka hátiö til þess að hún stæði undir sér fjárhags- lega. Poppkorn og pylsubrauð Laganna verðir stóðu saman í hnapp Stúlkurnar tvær sögðust hafa skemmt sér ágætlega þrátt fyrir fámennið í Viðey. og gerðu að gamni sínu í skjóli við lög- reglutjaldið. Þeir sögðu að samkoman hefði fariö einstaklega vel fram og engin vandræði átt sér stað sem heitið gætu. Skipuiag mótsins var gott að dómi lögreglunnar og umgengni fólks í eynni til fyrirmyndar. Fjallháir staflar af óseldu poppkorni og pylsubrauöi biðu þess á bryggjunni að vera fluttir aftur í land. Heilmikið mas út af engu. -EA. ALDREI SKEÐ ÁÐUR Frá því aö innflutningur á UNO hófst höfum viö aldrei átt jafn margar geröir af UNO til sölu í einu. 1 Bjóöum nú nokkur eintök af eftirtöldum geröum á frábæru veröi eins og fyrr: 6 ÁRA RYÐVARNARÁBYRGÐ UNO BASIC 3d UNO 45 SUPER 3d UNO 55 3d UNO 45 ES 3d 1 UNO 55 SUPER 5d UNO 70 SUPER 5d kr. 218.000.- kr. 248.000.- kr. 250.000.- kr. 260.000.- kr. 269.000.- kr. 299.000.- (gengi 1/8 '84) MEST SELDIBILL ÁÍSLANDI EGILL VILHJÁLMSSON HF. r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.