Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Side 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGUST1984.
Útlönd
Útlönd
Þar sem áður var blómleg borg var auðn. Hiroshima eftir að bandarisk
kjarnorkusprengja eyddi borginni 6. ágúst 1945.
Japan:
Kjarnorkuárásarinnar
á Hiroshima minnst
Hiroshimabúar minntust þess í gær
aö 39 ár eru liöin frá því aö bandarisk
kjamorkusprengja jafnaði borgina við
jörðu.
Rúmlega 40 þúsund manns söfnuö-
ust saman til aö minnast sprengingar-
innar og hinna 140 þúsunda sem létu
lífið.
Kjamorkusprengjan, sem varpað
var á Hiroshima 6. ágúst 1945, var hin
fyrsta sem notuð var í hemaði. Borg-
arstjóri Hiroshima, Takeshi Araki,
sagði fundarmönnum að Bandaríkin
og Sovétríkin ættu í kjamorkuvopna-
kapphlaupi sem endað gæti í gereyð-
ingu.
„Þeir láta sér ekki nægja meðal-
drægar flaugar í Evrópu og Asíu, nú ná
kjarnorkuáætlanir þeirra til geimsins
og auka þannig hernaöarspennu í öll-
um heiminum og ýta heiminum fram á
hengibrún kjarnorkustyrjaldar,”
sagði borgarstjóri Hiroshima.
Á afmælinu var bætt nöfnum við
lista þeirra sem farist hafa af völdum
kjarnorkusprengingarinnar. Á síðustu
tólf mánuðum hafa 2573 látist af orsök-
um sem má rekja til langtímaáhrifa
sprengingarinnar. Nöfnin á listanum
eru nú 113 þúsund 271. Aldrei hafa ver-
ið borin kennsl á 20—30 þúsund manns
sem létust aö auki í árásinni.
Forsætisráðherra Japans, Yasuhiro
Nakasone, sendi fundinum yfirlýsingu
þar sem hann hét að berjast gegn til-
vist kjamorkuvopna.
Hiroshimabúar þögöu allir sem einn
og námu staðar þar sem þeir voru nið-
ur komnir klukkan nákvæmlega 8.15
en á þeirri stundu sprakk sprengjan
fyrir 39 ámm. Að því loknu var
þúsundum hvítra dúfna sleppt og kór
söng minningarlög um fórnarlömb
árásarinnará útifundinum.
Vel heppnað
evrópskt geimskot
Vel heppnað geimskot Ariane-flaug-
arinnar vestur-evrópsku eykur til
muna vonir geimtæknimanna um að
álfan geti veitt Bandarikjamönnum
harða samkeppni á sviði fjarskipta-
gervihnatta.
Ariane-flauginni var skotiö á loft frá
frönsku Guyana á laugardag og tókst
það mjög vel. Flaugin hefur tvo fjar-
skiptagervihnetti innanborðs og á að
koma þeim á sporbraut um jörðina.
Það er sameignarfyrirtæki vestur-
evrópskra geimtæknifyrirtækja sem
stendur fyrir geimskotinu með stuðn-
ingi ýmissa ríkja í álfunni.
Atta slík geimskot eru áætluö á
næstaári.
Bandaríkin:
McNamara gagn-
rýnir Reagan
Fyrrum bankastjóri Alþjóðabank-
ans, Robert McNamara, gagnrýndi
stjóm Ronalds Reagans Bandaríkja-
forseta harölega fyrir stefnu hennar í
bameignamálum.
Reaganstjórnin hefur nýverið kynnt
nýja stefnu í þessum málum en sam-
kvæmt henni veröur allri aðstoð ríkis-
ins við samtök sem mæla fóstureyðing-
um bót hætt.
,,Ég held aö þetta sé mjög baga-
legt,” sagði McNamara í sjónvarps-
viðtali um helgina. ,,Ég held aö þetta
stuðli frekar að auknum fóstureyðing-
um en hinu. Samtök á borð við alþjóða-
samtök fyrir skynsamlegri notkun
getnaöarvarna styðjast nær eingöngu
við ameríska sjóði. Þau munu ekki
lengur fá fé og þar fara öflugustu öfl í
heiminum sem berjast fyrir skipu-
lögðum barneignum.
Umsjón:
Guðmundur
Pétursson
Stefna Bandaríkjastjórnar mun
' verða eitt aðalumræðuefni á ráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna um fólksfjölda
sem hefst í dag.
GÆÐATÆKI
Glerárgötu 32 • Akureyri Týsgata 1. Pósthólf 1071.121 Reykjavik
Simar 10450 & 20610.
SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN®
|Síðumúla 2 — Símor 09090, verslun 09 39091, verkstæði.
Ámsterdam
borgin sem kemur á óvart
Fullyrða má að fáar borgir Evrópu njóta jafnmikilla vinsælda
íslenskra ferðamanna og Amsterdam, enda býr hún yfir
miklum töfrum og býður ferðamanninum flest það, sem hugur
hans girnist, svo sem mikið og fjölbreytt úrval verslana,
skemmtistaða, veitingastaða og ekki síst fjölda stórbrotinna
listasafna og annarra menningarstofnana.
Saga býður marga ferðamöguleika
til og frá Amsterdam.
Helgarferðir — flug og gisting
Vikuferðir — flug og gisting
Flug og bíll — 1 vika, fjórir í bil.
verð kr. 13.600,-
verðkr. 15.900,-
verðkr. 11.084,-
Ferðaskrifstofan Laugavegi 66.
’ 101 Revkjavik, Simi 28633
er meða nótunum
* Ö3$5 Ö TfObte
psrth CftKát.
Ssanvo S Awt0 ftíwe
Enn er komin ný sending af
hinum frábæru Sanyo bíla-
tækjum og verðið er við allra
hæfi.
FT-280, tæki hinna
kröfuhörðu. Verð aðeins kr.
11.305.
! Kostaði áður
28.946,-
/ 0 5. I 5
€999
11.305,-
15 sinusvatta endamagnari með
minni bjögun en 1%. FM Stereo,
mono, LW og MW. Sjálfvirkur
stöðvaleitari með 13 minnum - G
FM, 6 MW, og 1 LW. Tengill fyrir
sjálfvirkt rafmagnsloftnet. SDK-umferðarupplýsingamóttakari (notast
erlendis) auto reverse (afspilun snældu í báðar áttir). Hraðspólun í
báðar áttir. Lagaleitari. Dolby Nr suðueyðir. Stillingar fyrir metal,
króm og normal snældur. Aðskildir bassar og diskant tónstillar. Balance
stillir loudness. Innbyggð digital klukka.
Staðgr.
<2\
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suöurlandsbrant 16 Sími 91 35200