Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Qupperneq 10
10
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST1984.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
r-———-------1
Vandræðin j
útlendingumi
að kenna j
— rifjuð upp fróðleg |
ummæli Le Pen
Jean-Marie Le Pen er um margt I
einn skrautlegasti stjórnmála- •
maöur Frakka og ljóst er aö |
persónuleiki hans á stóran þátt í I
uppgangi Front National.
Eins og á Islandi skammtar I
franska sjónvarpið hverjum flokki *
ákveöinn tíma til aö kynna sjónar-1
miö sín fyrir kosningar. Fá þá _
þingflokkarnir hálfa klukkustund ■
en hinir aðeins örfáar mínútur.
Til aö mótmæla þessu mætti Le *
Pen meö svartan klút reyrðan um I
andlit sitt í kynningu Front.
National, reif hann af sér eftir ör-1
fáar sekúndur og mælti: „þaö ríkir ■
ekki málfrelsi í þessu landi.”
Á undanförnum árum hefur Le I
Pen látiö margt út úr sér sem hann *
hefur ekki veriö of stoltur af.
Hér á eftir fylgja nokkur gull-;
korn sem hrotið hafa úr munni eöa |
penna Jean Marie Le Pen.
Áriö 1968 stjórnaöi Le Pen plötu-1
fyrirtæki. Ein af hljómplötunum I
sem hann gaf út var: Safn söngva ■
úr þýsku byltingunni. Og þar mátti I
lesa aftan á umslagi: „Uppgangur *
Adolfs Hitlers og þjóöernisjafn-5
aðarmanna flokksins einkenndist |
af starfsemi kröftugrar fjölda-.
hreyfingar sem var aö öllu leyti al-1
þýöleg og lýöræðisleg.”
Aðspurður um afstööu sína til I
útrýmingarherferöar nasista á I
hendur gyöingum:
„Þaö hafa veriö svo mörg þjóö-1
armorö! Fyrir okkur keltana (Le .
Pen er bretóni) er óvinurinn miklu |
frekar Englendingar eftir g’spi
þeirra í Mers el Kébir.” (Le I
Pen vitnar í að Bretar sökktu I
franska flotanum til aö koma í veg ■
fyrir aö hann lenti í höndum Þjóð-1
verja í síöari heimsstyrjöldinni.)
Aðspuröur imi mikla sölu á SS- *
búningurn í verslunum í París segir I
Le Pen: „Unga fólkiö hefur þörf “
fyrir hreinleika. Á tímum þar sem I
guðleysi ræöur ríkjum eykst þörf .
imgs fólks fyrir siöræna reglu- ■
semi.”
Um Araba áriö 1984: „Ef þiö
passiö ykkur ekki munu þeir
setjast aö hjá ykkur, boröa súpuna
ykkar og sofa hjá konunni ykkar,
dóttur ykkar eða syni ykkar.”
Um kynvillinga árið 1984:
„Mesta ógn sem steðjar aö mann-
kyni er lítill f jöldi fæðinga í hinum
vestræna heimi og offjölgun í
þriðja heiminum. Kynvilla leiðir
okkur að heimsendi” og ef sonur
hans væri kynvilltur? „Eg henti
honum út en hvort sem er yröi
sonur minn aldrei kynvilltur”.
Um frú Simone Veil, fyrrverandi
forseta Evrópuþingsins og fyrr-
verandi ráöherra: „Herra Veil, því
svo kalla ég pólitískan andstæðing
minn sem skipulagöi morö á ung-
bömum...” Veil lagöi fram frum-
varp um frjálsar fóstureyðingar
sem var samþykkt.
Þessi ummæli eru tekin af
handahófi og eru engan veginn þau
verstu sem Le Pen hefur látið út úr
sér.
Jean-Marie Le Pen hrósaði sigrii Evrópuþingskosningunum.
Gyðingahatri var óspart beitt gegn
Mendés-France, Poujade kallaöi hann
yfirleitt Mendés-Portugal til aö minna
á portúgalsk-gyðinglegan uppruna
stjórnmálamannsins.
Ungur á þing
Le Pen var um tíma í miklu uppá-
haldi hjá Poujade og svo fór aö honum
skolaöi inn á franska þingið í stórsigri
poujadista 1956, aðeins 27 ára aö aldri.
Hann varð fljótlega þekktur á franska
þinginu fyrir ósvífinn málflutning og
hvaö eftir annaö varö þingforseti að
þagga niöur í þessum unga óróasegg er
hann notaði sér ræöustól til aö komast
upp meö róg og níð í skjóli þinghelgi.
Le Pen varö fljótt leiöur á þinginu,
enda ætíö fyrstur til aö benda á
vánkanta þingræðisins og krefjast
sterkrar stjómar.
Hann ákvaö að taka sér frí frá þing-
störfum og gekk í franska herinn. Var
þar í útlendingahersveit meö, að eigin
sögn, „ýmsum mætum mönnum sem
sumir hverjir höfðu getið sér gott orð í
Waffen-SS”.
franska efnahagsundrinu á sjötta og
sjöunda áratugnum meö því aö skaffa
ódýrt vinnuafl. En nú var franskur
efnahagur á fallandi fæti og ekkert
pláss fyrir þetta lið. Á þessu hefur Le
Pen hagnast.
Um miðjan áttunda áratuginn
kynntist Le Pen ungum, öfgasinnuöum
milljónamæringi. Svo fór aö maðurinn
sem erft hafði fyrirtæki í sements-
framleiösluveiktist. Tóku Le Pen og
kona hans manninn aö sér og hjúkruöu
honum uns hann dó. Er erfðaskrá hans
var opnuö kom í ljós að hann arfleiddi
Le Pen aö öllum eigum sínum.
Á uppleið
Þetta gat ekki komið á betri tíma
fyrir Le Pen. Hann hóf nú skefjalausa
baráttu fyrir að koma hugðarefnum
sínum, Araba- og útlendingahatri á
framfæri.
Ekki bar þaö þó tilætlaðan árangur
fyrr en stjórn Mitterrand var búin að
svíkja öll loforð og efnahagur landsins
var kominn á kaldan klaka. I árs-
byrjun 1983 fer Le Pen loks yfir þessi 1
til 2% sem hann hefur ævinlega haft í
Franskur fasismi fékk
uppreisn æru 17. júní
FERILL JEAN-MARIE LE PEN RIFJAÐUR UPP
„Le CHOC” — „Le Poison”.
„ÁfaiÚið” — .Jíitrið”. Slíkar voru fyrir-
sagnir Parísarblaðanna eftir Evrópu-
kosningarnar 17. júní síðasthðinn.
Hvað oUi? Sannarlega var það ekki
hrun kommúnista eða fylgistap sósíal-
ista sem þessu olU. Nei, það var stór-
sigur Front National.
Front National fékk 11% atkvæða í
kosningum til Evrópuþings, aðeins 20
þúsund atkvæðum minna en franski
kommúnistaflokkurinn. I fljótu bragöi
mætti ætla aö hér væri ekki um alvar-
legt fyrirbæri að ræöa. Blöð utan
Frakklands greindu frá því aö „hægri-
sinnaðir þjóöernissinnar” heföu unnið
sigur en alUr hömruöu á ósigri
Francois Mitterrands og vinstri flokk-
anna. Svo einfalt er þaö nú ekki því
hinir klassísku hægriflokkar: Rassem-
blement pour la Republique(RPR-
nýgaulUstar) og Union democratique
pour la France (Giscardsinnar)
töpuðu einnig.
Front National, og þá einkum for-
ingi og stofnandi hans, Jean-Marie Le
Pen, voru sigurvegararkosninganna.
Fasistar
En því er litið svo alvarlegum
augum á sigur hans í Frakklandi? Því
er til aö svara að hér er á ferðinni
flokkur kynþáttahatara, útlendinga-
hatara og fasisma. Þetta kunna að
þykja stór orð en ég held að það verði
að kaUa hlutina réttum nöfnum.
„Hægrisinnaður þjóðernissinna-.
flokkur” — sú lýsing gæti átt við Sjálf-
stæðisflokkinn eða nýgauUista en
Front National er af öðrum meiði.
Ef litið er á feril Jean-Marie Le Pen
skýrist þetta nánar. Hann var of ungur
tU að berjast í síðari heimsstyrjöldinni
og hélt sig að mestu í sínu heimahéraöi
á Bretagneskaga. Að stríöi loknu hélt
Le Pen menntaveginn og lagði stund á
lögfræðinám í höfuðborginni, París.
Lagadeild Sorbonne-háskóla hefur
löngum þótt gróörarstía fasískra við-
horfa — sumir hafa leitt rök aö því að
þar sé vöggu þeirra að finna.
Le Pen varð fljótlega foringi slags-
málaflokka fasista, öfgasinnaðra
hægrimanna, sem fóru með báU og
brandi um Latínuhverfiö. Hann lenti
hvaö eftir annaö í kasti viö lögregluna
og í skýrslum hennar má finna
ásakanir á hendur Le Pen fyrir líkams-
árásir, drykkjuskap og fleira sem ein-
kennt hefur Le Pen allt fram á vora
daga.
Ekki varð hann þó eUidauöur í ryk-
ugum sölum lagadeildar Sorbonne-há-
skóla. Hann ákvað að halda tU Víet-
nam og berjast þar með franska her-
Uöinu í vonlausri baráttu þess gegn
öflum sem kröföust sjálfstæðis lands-
ins. Heim kominn hóf hann á ný af-
skipti af stjórnmálum. Hann komst í
kynni við Pierre Poujade sem var eins
konar Mogens Glistrup franskra
stjórnmála á sjötta áratugnum.
Poujade var foringi samtaka smá-
kaupmanna og handverksmanna sem
náðu fjöldafylgi á þeim tíma sem
Frakkland var að breytast úr tiltölu-
lega Utt þróuðu efnahagskerfi í eitt af
stóru iðnríkjum vorra daga. Poujade
barðist einkanlega hart gegn Pierre-
Mendés France, foringja radíkala á
þessum tíma og forsætisráðherra.
Barist var í Alsír á þessum tíma. Le
Pen hélt þangað og lét skjótt mjög tU
sín taka. Ef skýrslur franska hersins
frá þessum tíma eru athugaðar kemur
margt fróðlegt í ljós. Le Pen var hvað
eftir annað kærður fyrir fólskulegar
árásir á Araba, bæði í og utan vinnu-
tíma. Meðal annars voru mörg vitni að
því að Le Pen fór fyrir flokki manna
sem beittu rafmagnspyntingatólum á
ungan Araba og drekkingaraðferðum.
Ástæðan: Hann haföi neitaö aö selja
frönskum hermönnum áfengi eftir lög-
skipaðan lokunartíma.
Á móti De Gaulle
Fjórða lýöveldið franska hrundi
1958 og poujadistar gengu ýmist til liðs
við De Gaulle eða misstu þingsæti sín
ella vegna mikils fylgis hershöfð-
ingjans. Þó ekki Le Pen, hann náði að
halda sæti sínu í Latínuhverfinu í París
þrátt fyrir andstöðu sína bæði við
gamla kerfið, fjóröa lýðveldið og De
Gaulle. Þetta var þó skammgóður
vermir því 1962 var honum kastað út af
þingi. Um þetta leyti lenti Le Pen í
undarlegu máli. Á hávaðasömum
fundi poujadista var gerður aðsúgur
aö Le Pen sem lauk með því að annaö
augað var krækt úr honum. Gekk Le
Pen upp frá því meö pjötlu fyrir auga
aö hætti sjóræningja.
Næstu áratugum í lífi Le Pen má
líkja viö eyöimerkurgöngu. Hann
starfaði aö pólitík yst á hægri kanti
stjómmálanna en hafði ekki árangur
sem erfiði. Á sjöunda áratugnum var
einn mesti uppgangstími franskrar
sögu. Aö vísu sprakk sæluríkið í loft
upp með hvelli í maí 1968 en það voru
vinstri menn sem áttu daginn.
Stofnar Front National
Olíukreppur og efnahagsvandræöi
tóku að gera vart við sig upp úr 1974.
Tveimur árum áöur hafði Le Pen
stofnað flokk, Le Front National. Hann
var og er fyrirliði, þjálfari, senter og
vítaskytta eins og sagt er á knatt-
spyrnumáli. Hann safnaði þar í kring-
um sig ofstækismönnum. Og aöalmálið
varö: Losum okkur við útlendingana
og læknum þannig atvinnuleysið,
minnkum glæpi og sköpum sæluríki.
Þetta var aö vísu sami söngurinn og
hann hafði kyrjað alla tíð, þótt meira
bæri á gyðingahatri áður fyrr. En að-
stæður þjóðfélagsins voru honum í
hag. Utlendingar, einkum Norður-
Afríkubúar, höfðu átt stóran þátt í
Dæmigert fyrir viðbrögð vinstri
manna við uppgangi Le Pen. Forsiða
Nouvei Observateur með risaletri:
LE PEN eitrið.
skoöanakönnunum. Frá þeim tíma þar
til í júní 1984 hefur vegur hans farið
vaxandi og í Evrópukosningunum 17.
júní sl. fékk flokkur hans 11% atkvæða
og var sjónarmun á eftir franska
kommúnistaflokknum sem hafði 26%
atkvæða fyrir aðeins tæpum 40 árum.
Sigur Le Pen
Sigur Le Pen var eins og leiöara-
höfundur frjálslynds Parísarblaðs
sagði: „Osigur skynseminnar, ósigur
lýðræðisins, ósigur slagorðs franska
lýðveldisins — frelsi, jafnrétti, bræðra-
lag.
I kosningabaráttunni fyrir Evrópu-
þingskosningarnar mátti þegar greina
að aðferöirnar voru þær sömu og í
stjórnmálum fjórða áratugarins.
Öryggissveitir Front National kljáðust
við vinstri menn og slagsmál á götum
úti voru daglegt brauð er flokkarnir á
vinstri og hægri kanti stjórnmálanna
funduðu.
Og þegar foringjar stjórnmálaflokk-
anna þinguðu í beinni útsendingu að-
faranótt 18. júní gerðist fáheyrður at-
burður. Varaformaður Sósíalistaflokks-
ins, Jean Popemen, gekk út, er Jean-
Marie Le Pen mætti í útsendinguna og
sagði: „Til hvers var ég að berjast
gegn nasismanum í andspyrnuhreyf-
ingunni ef það hefði allan tímann legið
ljóst fyrir að það hefði verið hægt að
ræða viö fasista? ”
ás—(Heimildir Le Nouvel Obser-
vateur, Liberation, Le Point....)
Umsjón: Árni Snævarr
Efnahags-
örðugleikar
sem stjórn
Mitterrands
hefur orðið
að berjast
við hafa
reynst vatn á
myllu Le
Pen.