Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Side 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGUST1984. 15 Menning Menning Menning Menning BAROKKHÁTÍÐ í SKÁLHOLTI Sumartónleikar f Skólholti 28. júlf. Flytjendur: Helga Ingólfsdóttir, Michael Shelt- on og Roy Wheldon. Efnisskrá: M. Marais: Sonnerie de S. te Gene- vióve du Mont de Paris; H.J.F. Bider: Passions sónötur nr. 10 og 12; Johann Sebastian Bach: Sonata nr. 1 í G-dúr; J.P. Ramoau: Quatrióme Concert f B-dúr. Eins og fyrstu tónleikar sumarsins í Skálholti voru aðrir tónleikar leiknir á upprunahljóöfæri. Helgu Ingólfsdóttur og Michael Shelton höfum við áöur heyrt leika saman með góðum árangri, bæði í Skálholti og annars staðar, og nú bættist í hópinn gömbuleikarinn Ray Wheldon. Efnisskráin var hrein barokk og framan af dálítið þyngsla- leg. Omar klukkna heilagrar Genfar eru út af fyrir sig barokkhermitónlist af besta tagi, en það er eins og Marais, sem annars samdi svo ótal mörg hug- myndarík verk, nái aldrei að slíta sig úr viðjum formúlunnar í þessu sam- fléttaöa klukkuóms verki. Því næst komu tvær af passíum eða píslarsónötum Bibers. Þær eru scorda- dura, eða í breyttri stillingu, falleg og hátíðleg verk, en að sama skapi erfiö í flutningi. Þar reyndi verulega á færni fiðluleikarans Michaels Shelton og mér fannst hann ekki njóta sín til fulls i leik þeirra. Líkast til þyrfti hann að fá fleiri tækifæri til að glíma við stykki af þessu tagi, þvi að scordaduraleikur er annað og meira en aðeins að breyta stilling- unni og að glíma við þá erfiðleika sem henni fylgja — að leika hreint. Með breytingu á stillingu öðlast hljóðfærið annan keim, eða karakter, og lýtur þvi að ýmsu leyti sínum eigin sér-lögmál- um eftir umstillinguna. Svo fékk leikurinn á sig annað yfir- bragð þegar söölað var um og tekist á við gömbusónötu Bachs. En þá kom líka skýrt fram sá þátturinn, sem mér líkaði ekki við á þessum annars úrvals- góðu tónleikum. Roy Wheldon, sem er geysifær og að mörgu leyti skemmti- Tónlist Eyjólfur Melsted legur gömbuleikari, á þaö til aö „gjósa”. Eins og hendi sé veifað og án tilefnis verður leikur hans stundum kappsfyllri og stríðari en fellur svo aft- ur í sama far og áður. Þetta er ljóður á fari þesa gömbuleikara, sem annars er með þeim fimari sem ég hef heyrt í. 1 þessu hefði hann betur tekið mið af heildstæðum og fagurmótuðum leik síns frábæra meðleikara, Helgu Ing- ólfsdóttur. Það er meiri háttar við- burður í hvert sinn sem Helga leikur á sembalinn. Án hennar væru Skálholts- tónleikar víst óhugsandi. Eftir tvenna úrvalshljómleika á upprunahljóðfæri á þessari Sumar- listahátíð í Skálholti er kannski ekki að furða að manni finnist það síst f jarlæg hugmynd, að Sumartónleikar í Skál- holti gætu orðið að alþjóðlegu móti upprunahljómleika með gömlum og nýsömdum verkum fyrir þessi heill- andi hljóðfæri. Hér er alla vega fyrir kjami, sem hver og einn mætti vera sæll af að f á að hlaðast utan á. EM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.