Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Side 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGOST1984. Spurningin Finnst þér að Ríkið ætti að vera lokað daginn fyrir verslunarmannahelgina? Snorri Gunnarsson: Nei, alveg örugg- lega ekki. Davíð Gunnarsson: Eg held að mér sé alveg sama. Hólmfríður Sigurðardóttir: Ég veit það ekki. Mér er alveg sama. Leifur Núpdal: Ég held aö það skipti engu máli. Þá er vínið bara keypt dag- inn áður. Bönn kunna aldrei góðri lukkuaðstýra. Þorvaldur Bragason: Nei, það finnst mér alls ekki. mm Herdís Arnardóttir: Nei, það finnst mér ekki. Lesendur Lesendúr Lesendur Lesendur Er veríð að taka teiknimyndirnar af börnunum með kiámi? Bíósýningar fyrir börn eru of fáar 3241—7884 skrifar: Mér finnst fjári hart þegar farið er aö taka teiknimyndirnar af börnunum með því aö gera klámteiknimyndir sem eru til á vídeóleigum og óhugnan- legar sem eru bannaöar börnum. Ég tel að fólk sé smáskrítið sem nennir aö horfa á slíkar myndir. Er ekki nóg að við fáum bíómyndir og leyfum börnun- um aö hafa teiknimyndirnar í friði? Mér finnst alltof lítið af myndum í bíó- um fyrir bömin. Myndir sem eru sýndar á sunnudögum kl 3 er búið að sýna alla daga á venjulegum sýningum. Krakkar geta alveg séð þær þá. Þetta eru ekki myndir fyrir 3—7 ára. Haldiö þiö aö þau skilji þessar myndir? Þau eru síspyrjandi út alla myndina: „Hvað er aö ske núna?” Þess þurfa þau ekki á mynd viö þeirra hæfi. Af hverju eru bíóin hætt aö hafa sýningar fyrir börnin kl. 3, teiknimyndir og ævintýramyndir? Ég skora á bíóin að taka þær upp aftur. ölvir skrifar: Ég las í DV um daginn aö þaö heföi veriö bannaö að auglýsa bjórblendi á rás 2 vegna þess að það heföi veriö áfengisauglýsing. I fréttinni kom fram, sem ég sannreyndi síðar, aö bjórblendiö er algjörlega óáfengt. Því finnst mér þetta bann alveg út í hött. Lengi er nú búiö að fjargviðrast út af bjórnum en eins og allir vita reis óánægjubylgjan hæst á þessu ári. Þær raddir sem krefjast þess aö hægt sé aö kaupa bjór hafa aldrei veriö háværari og er þaö ofur skiljanlegt. Fólki er nefnilega fariö aö þykja nóg um hvern- ig þaö er hunsaö ár eftir ár og eiga þar stærstan hlut að máli dreissugir stjóm- málamenn og aðrir forræðishlunkar. Bjórbannið á Islandi er alger rök- og vitleysa út í gegn og þjóöinni til háð- ungar. Umræðan hefur legiö dálítið niðri í sumar en bannið á útvarpsauglýsing- unni vekur athygli á málinu aftur. Nú er bara aö vona aö baráttufólk um bjórinn taki viö sér með haustinu af auknumkrafti. deildarstjóri bifreiöadeildar ráöinn án þess aö hafa nokkru sinni starfað viö bifreiðatryggingar en mörgum all- reyndum starfsmönnum bifeiöa- deildar hafnaö? 3. Hvers vegna birtir félagiö ekki tæmandi lista yfir tjónbílakaup starfs- manna félagsins, samanber þaö sem blaöamaöur DV segir í athugasemdum sínum þann 31. júlí sl. við skrif deildar- stjóra bifreiðadeildar? 4. Hvers vegna hefur viöskipta- vinum Samvinnutrygginga GT ekki veriö greiddur tekjuafgangur síöustu árin? Á iögjaldakvittun er dálkur fyrir slíkan afgang til lækkunar tryggingar- iðgjalda. Ég minnist ekki aö hafa fengiö slíkan frádrátt síöastliöin 10 ár, þó svo vitað sé að tekjuafgangur hefur oröiö hjá félaginu allflest árin, þó mestur síöasta rekstrarárið, okkur samvinnumönnum til mikillar ánægju, en ég hélt aö þessi tekjuafgangur ætti að renna til félagsmanna, þ.e. við- Bréfritari varpar fram spurningum um Samvinnutryggingar en hús fyrir- skiPtavina félagsins. tækisins er lengst til hægri. Hvaö ®tlar stjórn félagsins aö Samvinnutrygg- ingahneykslið Tryggingataki skrifar: Undanfarna daga hafa birst á síðum DV fréttir um aö eitthvaö sé ekki eins og það eigi að vera í meöferð Samvinnutrygginga GT á þeim bif- reiðum sem félagið kaupir af við- skiptavinum sínum er verða fyrir tjóni. Ég er viöskiptavinur þessa tryggingafélags og þar af leiðandi einn af fjölmörgum eigendum þess og satt best aö segja þá vonaði ég aö þetta væri ekki satt. Nú hefur svo brugðið við aö hluti þess sem blaðiö hefur haldið fram hefur veriö staöfest og varð ég aö vonum fyrir miklum von- brigðum. Þessar staðfestingar koma fram í athugasemdum deildarstjóra bifreiðadeildar í DV 31. júlí sl. Þar svarar hann ýmsu því sem blaöið hefur haldið fram en lætur ööru ósvaraö og skrifar eins og hann hafi ekki séð frétt blaðsins þann 25. júlí sl. I þeirri frétt kemur fram aö deildarstjóri bifreiða- deildar hafi misnotaö aðstöðu sína. Er þetta rétt? Þar kemur einnig fram aö svo virðist sem leyna hafi átt málinu fyrir stjórn félagsins. Er þetta rétt? 1 fréttinni er einnig sagt frá skýrslu sem endurskoöandi félagsins gerði um þetta mál. Hvernig væri aö birta inni- hald hennar? Viö þessum spurningum þarf aö fá svör, fyrr getur félagið ekki hreinsað sig. Eða er þaö kannski rétt sem haft er eftir framkvæmdastjóra félagsins aö engum komi þetta við? Ég er ekki viss um aö allir tryggingatakar séu sammála því, allavega ekki ég, því Samvinnutryggingar GT eru ekki neitt einkafyrirtæki. Það er samvinnufyrir- tæki og á sér því engin einkamál. Viö þessum spurningum væri fróð- legt að fá svör. Einnig væri fróölegt aö fá svör viö eftirfarandi spurningum þó þær tengist ekki þessu máli beint (og þó). 1. Hvaö mælir með því að framkvæmdastjórinn hafi tvær bif- reiðar til afnota frá félaginu? Vitaö er aö hann hefur tvær bifreiöar til afnota frá félaginu og þaö ekki af verri endanum, Opel bifreið af dýrustu gerö og japanskan „jeppa” frá bifreiöa- umboði Sambands íslenskra sam- vinnufélaga. Mér er ekki kunnugt um aöra framkvæmdastjóra samvinnu- hreyfingarinnar sem jafnhressilega er hlaðið undir í bifreiöakosti. 2. Hvers vegna var núverandi gera í þessu máli og hver eru svör hennar og framkvæmdastjóra viö ofangreindum spurningum? Mér finnst aö félagið eigi aö opin- bera allan sannleika málsins og hreinsa sig og starfsmenn sína af þeim áburöi sem DV ber þaö. Þaö getur ekki verið sæmandi svo stóru samvinnu- fyrirtæki sem Samvinnutryggingar eru aö láta slíkar fréttir berast um sig. ORÐSENDING TILKARLA Þriggja barna móðir skrifar: Þið f jölmörgu karlmenn sem gefiö ykkur tíma til að skrifa háfleygar greinar um fóstureyöingar með upp- hrópunum um morð, eins og Hannes H. Gissurarson í DV þann 26. júlí, þar sem hann notar tækifæriö til aö koma sinni skoöun' á þessum málum gegnum gagnrýni á fjölrit Félags áhugamanna um heimspeki. Ég vil koma með nokkrar spumingar til ykkar, karlar, sem ég tel að gætu gefið upp helstu ástæður fyrir því að móöir grípur til þeirra örþrifaráða að fá fóstureyðingu. Hvaða umönnun sýna feður börn- umsínum? Hve mikinn þátt taka feður í upp- eldi barna sinna? Hvað getur væntanlegt „lausa- leiksbam”, sem oftast er alið upp hjá móöur, búist við að sjá af fööur sínum? Hve margir eru þeir karlar sem eiga böm utan hjónabands eöa eftir skilnað og telja sig góöa meö því einu aöborga meðlag? Hve margir karlar hafa yfirhöfuð einhverja ábyrgðartilfinningu fyrir bömum sínum? Hvað finnst ykkur körlum um stöðu verðandi móður í dag? Karlar! Er ekki kominn tími til aö „Hvað finnst ykkur köríum um stöðu verðandi móður i dag? spyr brófritari. þið notið frekar tímann til að leita skýringa á þessum „fjöldamorðum” og leiða kynbræðrum ykkar fyrir sjónir að þeir eru hrikalega samsek- ir í staö þess að þruma yfir landslýö eins og æöri dómstóll. Engin ný kærasta hjá Símoni. SÍMON ER SINNI, DÖMU TRUR Duran Duran aðdáandi skrifar: Þaö var grein í blaðinu i dálknum Sviðsljós um hirrn sæta poppsöngvara Símon LeBon, þar sem gefið var til kynna aö hann hefði fengiö sér nýja kærustu. Þetta er algjör vitleysa. Eftir söngvaranum í einu Oh Boy blaöanna er sagt að hann hafi aldrei heyrt aðra eins vitleysu. Um þetta leyti er skiptin á konunum áttu að hafa farið fram voru Símon og kærasta hans, Clair, aö leita sér aö íbúö til aö búa saman í. Fáránlegt banná auglýsingu ,'AFEIMGr /S.ÖIMIMUR> ' VHVIUEFIMI' Áfengi og önnur vimu- efni eiga aldrei sam- leiö meö akstri, hvorki á feröalagi né heima viö Ekkert hálfkák aildir i þéim efnum. yxERi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.