Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Síða 26
38
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGÚST1984.
Hjalti Geir Kristjánsson afhendir Einari Guðmundssynigullúrið.
D V-myndir Kristján Ari
IM
Heiðraður á 60 ára
starfsafmæli sínu
Einar Guömundsson, starfsmaöur í
vélsmiöjunni Hamri, átti 60 ára starfs-
afmæli þann 1. ágúst sl. og var honum
af því tilefni haldiö hóf þar sem voru
saman komnir gamlir starfsfélagar-og
stjórn Hamars. Sennilega er þaö eins-
dæmi aö starfsmaður nái 60 ára starfs-
aldri en sjáift fyrirtækiö, vélsmiöjan
Hamar, er 66 ára. Einar sagðist enn
vera í fullu starfi. ,,Eg var þar í gær og
í dag og verö þar á morgun,” sagöi
Einar. Hann sinnti venjulegum skrif-
stofustörfum uns hann tók við síarfi
gjaldkera sem hann gegndi í 33 ár.
Fyrir hönd stjórnar Hamars afhenti
Hjalti Geir Kristjánsson Einari áletrað
gullúr og sagði við þaö tækifæri: „Þaö
var gæfuspil er Einar var ráöinn til
Hamars. Kjölfestan í hverju fyrirtæki
eru góðir starfsmenn. ’ ’
ÞJH
*— ---------------->-
Einar Guðmundsson ásamt konu
sinni, MargrétiÁgústsdóttur.
í blíðunni á Hofsósi
Mikið blíðskaparveður hefur verið að undanförnu á Hofsósi og hafa bæjarbúar notið veðurbliðunnar i
rikum mæli. Á dögunum tóku foreldrar á staðnum sig tH og settu upp leiktæki við leikskólann. Á meðan
dyttuðu börnin að nánasta umhverfi.
ISÉSi
Jón Þór Sigmundsson, rallkappi.
Torfærurallmót
í Borgarnesi
Frá Sigurjóni Gunnarssyni, frétta-
ritara DV í Barnarnesi:
„Strákar, komiö þiö! Þaö er skrán-
ing hérna uppi á hólnum”. Rauð-
hæröur strákur meö freknur og gler-
augu veifar skráningablööum. Tor-
færukeppnin er aö byrja.
Frábær braut
Svæöiö er eins og sérhannaö fyrir
sh'k mót. Þar skiptast á drullupollar,
hrossaskítshaugar, hólar og hæöir.
Fréttaritari er staddur í Votadal í
Borgarnesi þar sem áöur var aðal-
hesthúsabyggð Borgnesinga en nú
eru þar aðeins fáeinir kofar. Keppn-
isbrautin er lögö um allt svæöiö og er
afmörkuö meö baggaböndum.
Hrossaskít er mokaö út í pollana til
þess aö gera keppnina meira spenn-
andi. Þetta er erfið braut. Nokkrir
veröa aö hætta keppni þegar úthaldið
brestur og aörir eiga viö alvarlegar
bilanir aö stríöa. Það springur og
keöjurfljúgaaf.
Adam bestur
Það fór kbður um áhorfendur þeg-
ar sá sigurstranglegasti fór af staö
og mátti heyra „Adam sigrar, þaö er
alveg öruggt.” „Adam er bestur.
Hann er líka á svo góöu hjóli.” Og
Adam bregst ekki aödáendum sínum
og sigrar án þess aö fá refsistig.
Ákveðnar reglur
Annar stjórnandinn veröur aö
hlaupa meö keppandanum og telja
stigin og því veröa stjórnendur aö
vera í góöu líkamlegu formi. En það
er ekki byrjað að telja fyrr en komin
eru fjögur stig. Þó má leiða hjóliö
yfir versta skíthauginn án þess að
þaö teljist meö en aöeins yfir sjálfan
hauginn. Og ekki voru allir sáttir viö
niöurstööumar:
„Hvaö fékk ég mörg stig?”
„Sjö.”
,,En ég steig ekki nema þrisvar
niöur!”
„Og þú steigst nú f jögur skref þeg-
ar þú varst kominn út úr hrossa-
skítnum þarna og þá eru þaö sjö!”
„Djöfullinn.”
Ja, ekki þýöir aö deila viö dómar-
ann!
Einbeitnin skein úr hverjum svip.
DV-myndir Guðni Óskarsson.
Og svo þurfti að hvila lúin bein á milli að sjálfsögðu.