Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Page 36
48 DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGUST1984. Andlát Ása Steinunn Sverrisdóttir, Mjóuhlíð 12, andaöist í Landakotsspítala aöfara- nótt föstudagsins 3. ágúst. Sigríður Sesselja Hafliðadóttir, Þóru- stíg 20 Njarðvík, andaðist 1. ágúst í Landakotsspitala. Þuríður Þorvaidsdóttir, öldugötu 55 Reykjavík, lést í Landakotsspítala 2. ágúst. Hjálmar Magnússon, Nýjalandi i Garði, sem lést 31. júlí, verður jarðsunginn frá Utskálakirkju í dag, 7. ágúst, kl. 14. Látinn er á Siglufiröi Óskar Garibalda- son, fyrrv. formaður Verkalýösfélgas- insVöku. Benedikt E. Árnason endurskoöandi lést 2. ágúst á Landspítalanum. Matthías Sigfússon listmálari, Hjallavegi 34, lést í Borgarspítalanum 2. ágúst sl. Ólöf Steinþórsdóttir frá Siglufirði, Álf- hólsvegi 68 Kópavogi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlið laugar- daginn 28. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 7. ágúst, kl. 13.30. Tilkynningar Fréttatilkynning frá sam- gönguráðuneytinu Forseti Islands hefur, samkvæmt tillögu sam- gönguráðherra, veitt Olafi S. Valdimarssyni embætti ráðuneytisstjóra samgönguráðu- neytisins en hann var einn þriggja umsækj- enda. Aðrir umsækjendur voru Jón Thors, deildarstjóri í dómsmálarábuneytinu, og Ölafur Stefánsson, Gnoöarvogi 54, Reykjavík. Jafnframt hefur forseti Islands, samkvæmt tillögu samgönguráðherra, skipaö Halldór S. Kristjánsson skrifstofustjóra ráðuneytisins. Olafur og HaUdór hlutu setningu í ofan- greind embætti 1. júlx 1983. Geðhjálp eykur starfsemina Geðhjálp tUkynnir aukastarfsemi að Báru- götu 11, Rvk. Nú höfum við opna skrifstofu á daginn kl. 3 til 5. Ef þú hefur löngun eða þörf á að ræða við einhvern, komdu þá eða hringdu tU okkar í síma 25990. Að sjálfsögðu veitum við líka á sama tima allar upplýsingar um starfsemi okkar. Við minnum á „opið hús” á fimmtudags- kvöldum kl. 8 tU 11 og á iaugardögum og sunnudögum kl. 2 til 6. Ennfremur minnum við á næsta námskeið hjá okkur 18. ágúst nk. en þar verður tekið tU meðferðar hvernig við bregðumst best við streitu. Þetta námskeið er að sjálfsögðu öUum opið. Látiðsjáykkur. SIIMIM Minnumst þessaöásumrin fjölgar aö mun óvönum ökumönnum á vegum landsins. I þeim hópi eru margir útlendingar sem ekki hafa reynslu í akstri á malarvegum. Sýnum þeim gott fordæmi, og verum ávallt viðbúin óvæntum viöbrögðum þeirra sem viö mætum eða förum fram úr. Stormur á ísafirði Á Isafirði var mikill stormur í morg- un, eins og lögreglumaöur þar komst að orði. „Menn eru í óðaönn að bjarga bátum sínum og öðru lauslegu,” sagði hann. A Veðurstofunni fengust þær upplýs- ingar aö hér væri aðeins um „venju- legt haustveður” að ræða, svona 5 til 7 vindstig með suðaustan átt. Það væri sama veðrið á Vestfjörðum almennt, menn væru bara orðnir svo góðu vanir á þessu svæði að þeim brygði í brún þegar aöeins gjólaði. -KÞ Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni, hvetur félagsmenn sína til útivistar þá fáu sólardaga sem hér eru sunnanlands. Félagið bendir aðalfélögum sínum á að nú hafa bryggjurnar við Elliðavatn verið lagfærðar og aðgengi þar oröið gott. Skrifstofa félags- ins, að Hátúni 12, gefur út sérstök kort sem þarf að framvísa hjá veiðiverði ef fólk óskar eftir að renna fyrir silung. Minningarkort Sjálfsbjargar í Reykjavík og nágrenni fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavík: Reykjavíkurapóteki, Austurstræti 16. Garðsapóteki, Sogavegi 108. Versluninni Kjötborg, Ásvallagötu 19. Bókabúðinni, Alfheimum 6. Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ, v. Bústaðaveg. Bókabúðinni Emblu, Drafnarfelli 10. Bókabúð Safamýrar, Háaleitisbraut 58—60. Vesturbæjarapóteki, Melhaga 20—22. Kirkjuhúsinu, Klapparstíg 27. Bókabúðinni Olfarsfelli, Hagamel 67. Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31:. Kópavogur: Pósthúsinu. Mosfellssveit: Bókaversluninni Snerru, Þverholti. Ættarmót í Vestur-Landeyjum. Laugardaginn 11. ágúst verður haldið ættar- mót Orms Sverrissonar og Guðrúnar Olafs- dóttur við Njálsbúð í Vestur-Landeyjum. Hægt er að koma og tjalda strax á föstudag. Síðan verður helgistund kl. 2 á laugardag sem sr. Sváfnir Sveinbjarnarson sér um. Venjan er að fólk mæti með sitt nesti og er sameigin- legt kaffisamsæti, þar sem allir ieggja með sér á borð, síðdegis. Síðan verður gleðskapur, ef að vanda lætur, frameftir nóttu. Þeir hörðustu fara svo ekki heún fyrr en á sunnu- dag. Til umræðu hefur verið að víkka sjóndeildarhringinn innan ættarinnar og færa mörkin aftur fyrir Vilborgu Stígsdóttur og Sverri Bjarnason frá Grímsstöðum. Af því tilefni er m.a. væntanlegur hópur afkomenda Ingibjargar Sverrisdóttur úr Hornafirði. Mætum nú öll hress og kát og aukum kynnin! Nefndin. Tapað -r fundið Dökkblár bakpoki með ýmsum fatnaði var tekinn, vonandi i misgripum, á Umferðarmið- stöðinni sunnudaginn 5. ágúst. 1 pokanum eru öll fötin mín og ýmsir persónulegir munir. Hafið samband í síma 41605 ef þið vitiö um pokann mmn. Heyrn og tal rannsakað í Búðardal og á Snæfellsnesi Friðrik Páll Jónsson, háls-, nef- og eyrnalæknir, ásamt öðrum sérfræðingum Heymar- og talmeinastöðvar Isiands verða á ferð í Búðardal og á Snæfellsnesi dagana 13.— 17.ágústnk. Rannsökuð verður heym og tal og útveguð heymartæki. Farið verðurá eftirtalda staði: Búðardal 13. ágúst, Stykkishólm 14. ágúst, Grundarfjörð 15. ágúst, Olafsvík 16. ágúst, Hellissand 17. ágúst. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þessa þjónustu era beðnir að hafa samband viö næstu heilsugæslustöð sem fyrst. Siglingar Aætlun Akraborgar Frá Akranesi kl. 8J0 kl. 11.30 kl. 14.30 kl. 17.30 Frá Reykjavík kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 16.00 kl. 19.00 Kvöldferðir 20.30 og 22.00. A sunnudögum í april, maí, september og október. Á föstudögum og sunnudögum x júní, júlí og ágúst. Um helgina Um helgina Hringur Stjama og Stuðmenn Notkun mín á ríkisfjölmiölunum um helgina var mest bundin við sjón- varpiö. Þar sá ég kvikmyndir á föstudags- og laugardagskvöld og breskt sjónvarpsleikrit á mánudags- kvöldið. Allt var þetta ágætt efni. Uppreisnin á Bounty var hin snöfur- legasta mynd og gerð fyrir þann tíma er farið var að láta menn deyja sem hryllilegast og helst í „slow motion”. Endir myndarinnar, þar sem ungi foringinn fékk að lifa en nokkrir óbreyttir voru drepnir, nær að vísu líklega ekki sérlegri samúö almúgans í dag. Ég var svo heppinn að ég hafði ekki séð Flóttann mikla áður og hafði bara gaman af þessari ævintýra- mynd. Bæði hún og Uipreisnin á Bounty áttu að vera sannar en dálítið hugsa ég að sannleikanum hafi verið hagrætt. Foringjarnir sem voru hafðir í haldi í Flóttanum mikla minntu helst á óstýrlátan skátaflokk og maður trúöi því varla þegar farið var að kurla þá niður í lokin og það blæddi jafnvel úr þeim. Breska sjónvarpsleikritiö á mánudagskvöldið var stórgott. Það var mun skemmtilegra að sjá til aðalleikkonunnar þar heldur en í skemmtiþáttunum sem hún leikur í á laugardagskvöldum. Ég er ekki ennþá farinn að hafa gaman af þeim þætti. Reynslan af skemmtiþáttum af því tæinu er hins vegar sú að það endar með því að þeir verða skemmtilegir þegar maður er búinn að sjá hæfilegan skammt Toppurinn í sjónvarpinu var þó að sjá Ringo Starr lemja orra á sneril- trommu ásamt Stuðmönnum. Ekki hefði maöur trúað því ef Völva Vikunnar hefði í ársbyrjun spáð því að Ringo Starr ætti eftir að leika með Stuðmönnum á árinu. I útvarpi heyrði ég óminn af lýs- ingu Stefáns Jóns Hafsteins á 100 metra hlaupi á ólympíuleikunum. Hún var bæði hraustleg og drama- tísk og miklu skemmtilegri í munn- legum meðförum hans heldur en þegar hlaupiö var sýnt í sjónvarpinu. Ég komst auðvitað ekki hjá því aö sjá eitthvaö af ólympíuleikunum í sjónvarpinu. Sigurður G. Valgeirsson. Frá barnadansleiknum i Galtalækjarskógi á laugardag. Bmdindismótið í Galtalækjarskógi: Sást ekki vín á nokkrum manni „Við viljum rokk, hí og hopp,” söng Svanhildur við undirleik hljóm- sveitar Olafs Gauks þegar barna- dansleikurinn á bindindismótinu í Galtalækjarskógi náði hámarki á laugardag. Um fjögur þúsund manns komu saman í Galtalækjarskógi um helgina á bindindismóti sem Is- lenskir ungtemplarar og Umdæmis- stúka Suðurlands gengust fyrir. Var þar einkum um að ræða fjölskyldur með börn og var dagskrá mótsins sniðin með þaö í huga. Skólahljóm- sveit Árbæjar og Breiöholts lék svo og hljómsveit Olafs Gauks og Svanhildur. Myndarlegt tívolí var á svæðinu, keppni í ökuleikni, varðeldur, flugeldasýning og fleira. Fór mótið vel fram og að sögn móts- stjóra sást ekki vín á nokkrum manni. -EA. 2*71 Bílbelti björg- uðu mannslífum Allmargir árekstrar og bílveltur urðu í umferðinni um helgina. Hafði blaðið spurnir af hátt á þriðja tug slíkra óhappa víðs vegar um landið. I fæstum þessara óhappa urðu slys á fólki, en þar sem þau urðu var það samdóma álít lögreglu og starfs- manna Umferðarráðs, að bílbelta- notkun, er var mjög almenn, hefði bjargað því sem bjargað varð. Tjón á bílum eftir þessi óhöpp skiptir tug- um ef ekki hundruðum þúsunda. 1 Reykjadal í Þingeyjarsýslu varð bílvelta síðdegis á laugardag. Skömmu áöur en það gerðist stöðvaöi lögreglan á Húsavík bílinn og bað fólkið í framsæti að spenna bílbeltin. Sleppti lögreglan ekki fólk- inu fyrr en bílbeltin höfðu verið spennt. Um tíu mínútum síðar ók bíllinn út af. ökumann og farþega sakaði ekki. Ofrísk kona var við stýr- ið og var það mál læknis, er skoðaði hana, að ef hún hefði ekki notað bíl- belti hefði illa getað farið. Hörkuárekstur varð skömmu síðar við Kröfluafleggjara, þar sem tveir bílar skullu saman, Voru bílarnir óökufærir eftir en ökumenn og far- þegar, sem voru í bílbeltum, fengu ekki skrámu. „Ef maöur er ekki sannfærður um nauðsyn bílbelta efdr þetta, þá verður maður það aldrei,” sagði yfirlög- regluþjónninn á Húsavík í samtali viðDV. Sömu sögu höfðu aðrir að segja um afskipti sín af óhöppum ökumanna. Þó varð alvarleg bUvelta rétt fyrir austan Þrastaskóg á sunnudag. Þrír voru í bílnum. Var ökumaður fluttur á Landspítalann og annar farþega á sjúkrahúsiö á Selfossi. I þessu tilviki voru ekki notuð bílbelti. Nokkrir voru teknir, grunaöir um ölvun við akstur, víðs vegar um land- ið um helgina, flestir á Selfossi, eða um tuttugu manns. Einnig voru nokkrir teknir fyrir of hraðan akst- ur, flestir á Húsavík og í nágrenni, eða milli 30 og 40 manns. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.