Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.1984, Síða 38
50 DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. ÁGUST1984. Þröstur Elliðason og Jón Ársælsson hjá bleikjunum sem veiddust um helgina. Nokkrum erraðað upp tilsýnis. D V-mynd G. Bender. Laxá og Bæjará í Reykhólasveit: Mokbleikju- veiði en lítið af laxi — veiðst hafa 17 laxar og 550 bleikjur, 1-3 pund Þær voru veiðilegar um helgina, sem fyrr Laxá og Bæjará í Reykhóla- sveit, þar sem þær runnu út í spegil- sléttan Króksfjörðinn. Enda var nær alis staöar líf í þeim að finna og var þar mest góö sjóbleikja sem veiddist og einn og einn lax sást skjótast milli hylja þegar rigna tók og vatniö óx í ánum til muna. 26. júní veiddist fyrsti lax sumarsins í Bæjará og síð- an hafa menn verið að fá einn lax á dag að jafnaði. Hann er 9,5 pund sá stærsti og veiddist á maðk, en allir laxamir hafa veiðst á maðk í Bæjará og Laxá. Eins og menn rekur eflaust minni til átti bara að leyfa fluguveiði í Laxá og þótti mörgum það mjög at- hyglisvert en það stendur bara ekki allt sem menn ætla sér og þess vegna hefur veriö ákveðið að leyfa þann slímuga. Ojbara. Viö veiddum í tvo daga um helgina og fengum um 150 bleikjur og einn lax. Eitthvað var lax að ganga í Laxá og gætu næstu stangaveiðimenn fengið hann. Mikið er af sjóbleikju um allt og er gaman að fá þær á maök og flugu, stærstu bleikjumar hafa verið 3 pund, feitar og fallegar. Því miður hefur ekki komið eins mikið af iaxi í árnar og vonast var til en þeir koma vonandi með tíð og tíma, kannski sem tveggja ára laxar næsta sumar. Reyndar er alls ekki öll von úti um mikla laxagengd, þeir gætu komiö næstu daga. Við skulum bara vona það. Laxá er laxgeng eina 11 kíló- metra og Bæjará um 1 kflómetra Þeir Ámi Baldursson og Gunnar Másson munu ætla að sleppa 40 þúsund seiðum í ámar í sumar. G. Bender. VEIÐIVON Gunnar Bender Rennt fyrir lax i Tónafossi i Bæjará en hann var tregur. DV-myndG. Bender. Veiðimaður sóst renna fyrir lax i Haukadalsá á sunnudaginn en laxinn vartregur. Veiðst hafa um 510 laxar og er hann 17 pund sá stærsti. DV-myndG. Bender. Eins og kunnugt er af fréttum sigraði franska sveitin naumlega á ný- afstöönu Evrópumóti ungra spilara. Islenska sveitin deildi 15. sætinu með þeirri spönsku, fékk 230 vinningsstig sem er 40 stigum undir meðalskor. Heldur klénn árangur. I síðasta þætti birtum viö úrslit fyrstu tíu umferðanna og hér fer á eftir árangur liðsins í seinni átta um- feröunum: Ísland-Póliand 7—23 Island-Ungverjaland 14-16 Island-Irland 20-10 Island-Júgóslavía 25-2 Island-Belgía 13-17 Island-Grikkland 10-20 Island-Israel 13-17 Island-Þýskaland 5-25 Sveitin vann því fimm leiki, gerði tvö jafntefli og tapaði ellefu. Frönsku Evrópumeistararnir eru engir nýgræðingar í íþróttinni og nutu forystu gamalreynds landsliðsmanns, P. Schemeil, sem m.a. hefur spilað í landsliðum fjögurra landa — Líbanon, Egyptalands, Sviss og Frakklands. Aðrir meðlimir sveitarinnar eru Eisenberg, 25 ára gamall. Meðal afreka hans sigur á fríverslunar- bridgemóti fyrir unga spilara 1983 og annað sæti á franska landsmótinu | sama ár. Desrousseaux er sonur gamals bridgemeistara og landsliðs- manns. Hann er aöeins 19 ára en hefur verið sigursæll í tvímenningsmótum hin síðari ár. Crozet hefur spilað í Grundarfjörður: Veitt fétil orgel- kaupa Þegar Sparisjóður Eyrarsveitar á Grundarfirði hætti starfsemi i nóv- ember 1982 var stofnaður sjóður um eignir sparisjóðsins sem skyldi vera til styrktar menningar- og líknar- málum í Eyrarsveit. Búnaðarbanki Islands tók við rekstri sparisjóðsins. Fyrst var veitt úr sjóðnum 17. júní síðastliðinn að lokinni messu, 500.000 krónum til orgelsjóðs Grundar- fjarðarkirkju til kaupa á pípuorgeli sem er í smíðum í Þýskalandi. karlalandsliðinu þótt hann sé aöeins 25 ára. Árið 1981 náði hann öðru sæti á franska landsmótinu. Kerlero er bridgekennari og einnig 25 ára. Fallegustu spilararnir í sveitinni eru samt áreiðanlega systurnar Fabienne og Benedicte Pigeaud, 25 og 23 ára. Þær eru taldar besta kvennapar Frakklands í dag og hafa bæði unnið landsmót og alþjóöamót. Bridge Stefán Guðjohnsen Við skulum skoða eitt spil frá leik Belgíu og Frakklands með Eisenberg í aðalhlutverkinu. Norður gefur/a-v á hættu Vestur Norour * G96 V 76 0 KG972 * 873 AU*T!1R aAD853 A 742 ^ 982 V DG543 0 1086 0 43 * ÁD104 Sumjn ♦ K10 ÁK10 0 ÁD5 * KG976 * 5 Suður varð sagnhafi í þremur gröndum á báðum borðum og vestur á báðum boröum spilaði út hjartaníu. I opna salnum gaf austur níuna og belg- íski sagnhafinn drap á tíuna. Hann ákvað að reyna að fá níunda slaginn á lauf og spilaði því tígulás og drottningu sem hann drap með kóngi. Síðan spilaði hann laufi og svínaði gosanum. Vestur drap á drottningu og spilaði meira hjarta. Suður tók nú tígulslagina og spilaö laufi. Vestur tók þrjá slagi á lauf því suður hafði kastað frá laufinu í tígul. Spaðaásinn var síðan fimmti slagur varnarinnar. Eisenberg tók hins vegar tígulás til þess að athuga hvort tígullinn félli og spilaði síðan spaðakóngi. Þessi spilamennska tryggir spilið nema austur eigi Á-D í spaöa og vestur Á-D-10 í laufi. Spilið lá að vísu þannig en austur átti einspil í laufi og þar með var spiliö unniö. Og að lokum er hér lokastaða mót- sins: 1. Frakkland 344. 2. Italía 344. 3. Noregur 317. 4. Danmörk 303. 5. Sví- þjóð 292. 6. Ungverjaland 291. 7. Pól- land 286. 8. Holland 285. 9. Belgía 265. 10. Israel 260. 11. Grikkland 256. 12. Þýskaland 253. 13. England 247. 14. Austurriki 247.15. Spánn 230.16. Island 230. 17. Júgóslavía 227. 18. Finnland 220.19. Irland 197. A meðfylgjandi mynd, sem Bæring Cecilsson tók, afhendir Hall- dór Finnsson Vilhjálmi Péturssyni sóknarnefndarformanni ávísunina. Á milli þeirra er séra Jón Þorsteins- son sóknarprestur. -pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.