Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1984, Page 2
2
DV. LAUGARDAGUR18. ÁGUST1984.
Ungfuglakeppni Dúfnaræktarfélags Islands hófst 11. ágúst siöastliðinn, en til ungfugla teljast fuglar sem
fæddust eftir siöustu áramót. Dúfunum var sleppt á Selfossi og sigurvegari varð dúfa i eigu Björns
Ingvarssonar i Kópavogi. Við heimkomuna var dúfan sœrð á siðu og óttuðust margir að hún hefði lent i
fálkaklóm. Við nánari athugun var þó talið að hún heföi fíogið 6 rafmagnslinu. Árlega drepa fálkar tals-
vert af dúfum og loka margir dúfur sinar inni á vetuma afþeim sökum.
Barnshafandi
lögreglukonur
í launabasli
„Það virðist ekki hafa verið gert ráð
fyrir störfum fyrir bamshafandi lög-
reglukonur þannig að þær haldi laun-
um sínum óskertum,” sagði Ragn-
heiður Davíðsdóttir lögreglukona en
hún á sæti í stjórn Landssambands lög-
reglumanna en til þeirra hefur veriö
leitaö vegna misréttis sem lögreglu-
kona úti á landi var beitt á meögöngu-
tíma og í bamsburöarleyfi.
„Nú eru níu lögreglukonur starfandi
í föstu starfi á landinu og er ekkert í
reglugerð sem segir til um hvemig
fara skuli með mál lögreglukvenna á
meðan á meðgöngu stendur. Sá háttur
hefur verið hafður á aö þær fari í önnur
störf innan lögreglunnar, svo sem
skrifstofustörf, sem verður til þess að
þær missa stóran hluta vaktaálags og
aukavinnu. Lausn á málinu væri aö
fundiö yrði starf innan lögreglunnar
þar sem konurnar gætu haldið sömu
launum og þær höfðu á meðan þær
stóðu vaktir. Og nauðsynlegt er aö
samræmi sé milli embætta um lausn á
meðferð þessara mála. 1 sumum emb-
ættum hafa þau verið leyst á farsælan
hátt en alltaf til bráðabirgða,” sagði
Ragnheiður ennfremur.
Haft var samband viö dómsmála-
ráðuneytiö vegna þessa máls og sagði
Gísli Guðmundsson yfirlögregluþjónn,
sem þar starfar, að þetta væri vissu-
lega erfitt mál en í samningum væri
ekki gert ráð fyrir því að dagvinnufólk
fengi vaktavinnuálag jafnvel þótt það
hefði verið í vaktavinnu áður. Auk þess
benti hann á aö sér þætti ekki bjóðandi
bamshafandi konum að standa vaktir
og taka alls kyns útköll þar sem þær
gætu lent í miöur heppilegum aöstæð-
um. Það væri aðalástæöa þess aö þær
væru settar í önnur störf innan lögregl-
unnar.
SJ
Húsafell:
Samið um
flugvélarflakið
Annar Bretanna sem brotlenti á
Eiríksjökli, Michael Dukes, kom til
Húsafells i fyrradag tU að semja um
flak flugvélarinnar. Flakið var í
vörslu heimamanna.
Lloyds tryggingafélagiö greiddi
Dukes andvirði flugvélarinnar.
Dukes keypti flakið síðan aftur af
tryggingafélaginu.
Borgfirðingamir, sem björguðu
flakinu af jöklinum, fóru fram á það
viö Bretann að hann greiddi þeim
kostnað viö að ná því niður. Bretinn
tók ekki vel í þaö.
Þegar hann kom að Húsafelli var
haldinn samningafundur fyrir utan
læst flugskýliö sem geymdi flakið.
Varð að samkomulagi að Michaei
Dukes fengi leiðsögutækin en afsal-
aöi þvi sem eftir var til heima-
manna.
-KMU/Þórunn Reykdal.
í loftinu 16 tíma
á sólarhring
Ein af DC-8 þotum Flugleiða, TF-
FLV, var á lofti í samtals 504 klukku-
stundir í júlímánuði síðastliðnum. Það
þýöir að henni haf i verið flogiö að jafn-
aöi í 16,2 klukkustundir á degi
hverjum.
Þessi nýting er með því mesta sem
gerist hjá flugfélögum. Vart er hægt aö
komast miklu hærra enda var flugvél-
in á jörðu niðri í aðeins tæpar átta
stundir að jafnaði á sólarhring.
1 sama mánuði voru hinar tvær „átt-
urnar” í Ameríkufluginu á lofti í 13,6
stundir á sólarhring aö jafnaði. Tvær
Boeing 727 þotur félagsins flugu þvor
að jafnaði í 11 stundir en nýtingin á
Fokkerunum var 5,4 stundir að jafnaði
á sólarhring.
Allt árið 1983 flugu DC-8 þotur Flug-
leiða aö jafnaði í 12,3 stundir á sólar-
hring, Boeing-þotumar í 6,9 stundir og
Fokkerarnir í 4,6 stundir.
Frá Arnarflugi fengust þær upplýs-
ingar að Boeing 737 þotu félagsins væri
nú yfir háannatímann flogiö að jafnaði
í tíu til tólf klukkustundir á hverjum
sólarhring.
-KMU.
Flugvólarflakið var læst inni i flugskýli á meðan hetmamenn sömdu við
Bretann. D V-mynd: Þórunn Reykdal.
Þrjú hross fá ekki að vera frjáls úti í haga:
Eyða
sumrinu í
moldarflagi
Hestarnir þrír. Þeir hafa i sumar þurft að hirast i lítilli girðingu fyrir ofan
Reykjavík.
„Mér finnst þetta algjörlega ófor-
svaranlegt. Hestarnir eru búnir aö
naga sig niður í mold,” sagöi borgar-
búi sem samband haföi við DV vegna
þriggja hrossa í giröingu við Norðl-
ingabraut, milli Rauðavatns og Elliða-
vatns.
„Eg held að hestamir séu búnir aö
vera þama í allt sumar, á þessu örlitla
svæði. Þeir eru ömgglega búnir að
vera þama frá því seinnipartinn í
júní,” sagði viðmælandinn sem er
dýravinur og alinn upp í sveit.
Ekki veröur sagt að hrossin hafi
rúmgott athafnasvæði. Hestarnir eru í
girðingu sem vart er meira en 25
metrar á breidd og 50 metrar á lengd.
Svæðiö innan girðingarinnar er orðiö
nánast moldarflag.
„Eg fór aö veita þessu athygli í
byrjun júlí. Um miðjan júlí gerði ég
fyrst aövart til dýraverndunarfélags-
ins sem benti mér á aö tala við lögregl-
una, sem ég gerði. Eg hef tvisvar haft
samband við lögregluna út af þessu.
Hestunum er gefið. En að mínu áliti
er þaö ekki nóg. Það er ömurlegt að sjá
þetta. Þeir fá ekkert sumar. Það er
ekki hægt að segja að þeir séu í góðum
sumarholdum.
Ég hélt fyrst aö þaö væri bara
skammtímaráöstöfun að hafa hestana
þama á svæði sem líkja má viö hesta-
rétt. Ég hélt að þeir væru að bíða eftir
því að verða fluttir í hagagöngu. En
svo reyndist ekki vera.
Það er sorglegt aö margir hestaeig-
endur virðast ekki hafa hugmynd um
hvernig á að umgangast þessar skepn-
ur. Þeir virðast ekki skilja þörfina sem
þessar skepnur hafa fyrir að komast í
haga. Þetta væri kært ef þetta væri
uppi í sveit,” sagði viðmælandinn, sem
oft hefur átt leið framhjá hestunum í
sumar.
Hjá lögreglunni í Árbæjarhverfi fékk
DV-mynd: Bj. Bj.
DV þær upplýsingar að kvörtunum
hefði verið komiö á framfæri við eig-
andahrossanna.
„Eigandinn er vanur hestamaður.
Eg býst við að hann bæti úr þessu,”
sagði lögreglumaðurinn sem rætt var
við.
-KMU.
Fjárveitinga-
nefnd Alþingis:
Pálmi
for-
maður
Undirbúningur að gerö fjár-
laga ríkisins fyrir 1985 er nýlega
hafinn. Eins og í fyrra starfar
einn þingmaður úr hvomm
stjórnarflokki sérstaklega með
fjármálaráðherra við þennan
undirbúning. Af hálfu Sjálf-
stæðisflokksins hefur Pálmi
Jónsson nú tekið sæti Lárusar
Jónssonar.
Það eru því þeir Pálmi og Guð-
mundur Bjarnason, sem er
áfram fulltrúi Framsóknar-
flokksins, er starfa sérstaklega
aö fjárlagagerðinni fyrir þing-
flokka stjómarliösins. Talið er
víst að Pálmi Jónsson taki einnig
við formennsku í fjárveitinga-
nefnd Alþingis. Lárus Jónsson
hverfur úr því sæti um leið og
hann hættir sem þingmaður þar
sem hann er orðinn bankastjóri í
Utvegsbankanum.
HERB