Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1984, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ 687858 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 kránur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 18. ÁGÚST 1984. Tvær Concorde íKeflavík Tvær Concorde-þotur voru væntan- legar til Keflavíkurflugvallar í morgun. Sú fyrri áætlaöi lendingu klukkan 8 en sú síðari klukkan 8.30. Þotumar fara aftur til Bretlands síö- degis. Um borö eru flugáhugamenn sem keypt hafa sér far eingöngu til aö fá aö fljúga með þessari fyrstu og einu hljóö- fráu farþegaþotu heims. Til stóö aö Concorde flygi eina ferö meö Islendinga en hætt var við þaö. -KMU. Selfoss: Kerra með 30krökk- um valt Kerra með 30 krökkum innanborös valt á Selfossi um hádegisbilið í gær- dag. Kerran var aftan í dráttarvél og átti slysið sérstaö í Miötúni er dráttar- vélin tók þar beygju. Er taliö að orsök slyssins hafi veriö sú að krakkamir köstuöust til á kerrunni í beygjunni. Að sögn lögreglunnar á Selfossi uröu ekki alvarleg slys á krökkunum, en þeir töldust til flokks í unglingavinn- unni á staönum, allir á aldrinum 13-14 ára. Margir þeirra hlutu skrámur og minniháttar sár, ein stúlkan, sú sem slasaöist mest, hlaut skurö í andliti og viðbemsbrot aö taliö var. -FRI LOKI Vúxallinn hlýtur að hafa veríð hræ-ódýr. Sölutilkynningin fölsuð? Bíll af gerðinni Vauxhall Viva 1970 var seldur Aöalpartasölunni til niðurrifs i vor. Sá sem seldi þeim bíl- rnn sá hann síðan í Reykjavik ný- lega, þá kominn á V-númer sem er nokkuð sem fær ekki staðist þar sem engin sölutilkynning var gerö er bíll- inn varseldur til niðurrifs. Hjá Bifreiðaeftirlitinu fengust þær upplýsingar aö hjá þeim væri skráö aðfyrri eigandi bílsins, Jóna Guörún Jónsdóttir, heföi selt hann konu í Vestmannaeyjum og heföi, hann veriö umskráöur á V-númeriö í leið- inni. Jóna Guörún hefur aldrei gert slikt enda seldi hún bilinn til niöiu-- rifs eins og aöframan greinir. Valgarð Reinharösson hjá Aðal- partasölunni sagöi í samtali viö DV eftir aö hann heföi keypt bílinn og tekiö af honum númerið hefði maöur komið til hans og vildi sá kaupa hræiö. Var honum seldur bíllinn þrem dögum eftir aö partasalan fékk hann. Valgarð hafði ekki nafnið á manninum heldur aðeins nótu um aö hræið heföi verið selt. „Hér hefur eitthvaö veriö gert sem ekki á aö gera,” sagöi Valgarð. Eins og máliö-lítur út virðist hafa veriö um það að ræöa að sölutil- kynning meö nafni Jónu hafi verið fölsuö en DV tókst ekki aö hafa uppi á konunni í Vestmannaeyjum sem keypti bilinn. -FRI Biliinn sem um ræðir, hór á fyrra númeri sínu, R-23081. . . Gott að leggja sig. . . DV-mynd: KAE Francis Sikora, til hægri, þegar hann yfirgaf Borgarspítalann ósamt félaga sinum, flugmanninum og bilasalanum Michael Dukes. DV-MYND: Bj. Bj. Sjón annars Bretans virðist hafa skánað við flugslysið á Eiríksjökli: Þarf ekki lengurad nota gleraugu Svo virðist sem sjón Francis Sikora hafi skánaö viö flugslysið sem hann lenti í áEiríksjökli 21. júnísíöastliöinn. Fyrir slysið þurfti Bretinn aö nota sterk gleraugu. Einhverra hluta vegna þarf hann ekki aö nota þau lengur. Francis Sikora, sem er 34 ára tryggingasölumaöur, hlaut mikla and- litsáverka í flugslysinu. Hann kinn- beins-, nef- og kjálkabrotnaði. Þess má geta aö björgunarmenn frá Húsafelli fundu kross úr gulli í flaki flugvélarinnar nokkrum dögum eftir slysiö. Gullkrossinn haföi Sikora feng- ið aö gjöf frá móöur sinni við fæðingu. Var hann afar þakklátur fyrir aö fá krossinntilbaka. -KMU/Þórunn Reykdal. Sjá einnig bls. 2.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.