Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Síða 5
DV. LAUGARDAGUR 27. OKTOBER1984.
41
og auk þess vann ég þar á sumrin
meöan ég var viö nám. Þama fékk ég
bakteríuna og ætli Jón Helgason, sem
þá ritstýröi blaðinu, hafi ekki átt sinn
þátt í því. Honum var einkar lagið að
vekja áhuga hjá sinu fólki á þvi sem það
var að fást við og á starBnu aimennt.
Eftir að ég lauk námi réðst ég svo
sem sumarafleysingamaður á út-
varpið og ílentist þar í tvö og hálft ár.
Þegar mér var boðin ristjórastaða
á Degi sló ég til og ég held að megin-
ástæðan fyrir því hafi verið sú að ég
var orðinn afskaplega leiður á útvarp-
inu og meira en tilbúinn að breyta til. Á
hinn bóginn er alltaf dálitil eftirsjá í
huga minum. Félagsskapurinn var
afskaplega góður og að sjálfsögðu fékk
ég þama dýrmæta reynslu.”
— Hvað leiddist þér mest á út-
varpinu? \
„Það er svo erfitt að komast yfir
hindranir sem maöur finnur að eru til
staðar en sér ekki. Þetta má ef til vill
orða þannig að það er erfitt að reka sig
á veggi sem maður sér ekki og það er
nær útilokað að komast yfir þá. Eg er
með þessum orðum að reyna að lýsa
því tregðulögmáli sem mér fannst
ríkja hjá stofnuninni.”
— Og leiðin lá tU Akureyrar í
ársbyrjun 1980. Hvemig hefur þér
líkað þar?
„Mig langar til þess að vitna í orð
Björgvins Júníussonar sem sagði að
fyrstu 25 árin væru erfiðust hér fyrir
aðkomumenn og vitnaði þá til þeirra
sögusagna að Akureyringar séu ákaf-
lega seinteknir. Þetta „comment”
hans hefur vakið mig til umhugsunar
um hversu mikla sælu ég á í vændum
eftir að hafa búið hér í 25 ár því aö
hingað til hef ég kunnað ákaflega vel
viðmig héma.
Eg er meira að segja orðinn grobb-
inn af bænum „mínum” og stend sjálf-
an mig að því að montast yfir veður-
fari þegar þess gefst kostur og þá helst
við Reykvíkinga. Þetta fer víst afskap-
lega í taugarnar á konunni minni.”
— Hvað með tómstundastörf,
hvemig kýstu að verja þínum frí-
tíma?
„Eina íþróttin sem ég hef nokkru
sinni stundað að einhverju marki er
skíðaíþróttin. Það er óvíða betri
aðstaða til þess að stunda skiöin en hér
á Akureyri og ekki síst vegna þess
hversu stutt er að fara í skíöalandiö í
Hlíðarfjalli. Eg get sagt þér hlut sem
starfsfólkið á Degi má alls ekki frétta,
en það er aö ég hef nokkrum sinnum
þóst vera að fara á mikilvægan fund í
hádeginu en þess i staö fariö í Fjallið
og gjarnan hefur tognað úr þeim
matartímanum. Aðrar íþróttir hef ég
látið afskiptalausar og t.d. hef ég ekki
komið á golfvöllinn héma þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir Gylfa Kristjáns-
sonar til þess að draga mig þangað.
Ég á mér annað og mjög skemmti-
legt áhugamál og það er garðrækt. Sá
áhugi kviknaði eftir að ég fluttist til
Akureyrar, enda var það hér sem ég
upplifði fyrst vorið. Það er stórkostlegt
að sjá gróðurinn lifna af dvala og lífið
fæðast. Eg held að það sem fyrst og
fremst gefur mér þá tilfinningu að hér
verði ég rótgróinn séu litlu plönturnar
sem ég er búinn að gróðursetja i garð-
inum hjá mér. Eg hafði mjög mikinn
áhuga á tónlist og stundaöi hana
nokkuð en sá áhugi er í dvala sem
stendur.
Vinnan er mér líka mjög mikið
áhugamál, bæði við blaðið og eins við
Sjónvarpið, en ég hef unnið nokkuð
fyrirþað héma.”
— Er mikill munur á því að
vera ritstjóri eða aðeins „óbreytt-
ur” blaðamaður?
„I minum huga er ekki svo. Eg reyni
að taka þátt i öllum störfum á blaðinu
eins og ég get við komið og viðurkenni
fúslega að mér leiðist sumt af því sem
tilheyrir ritstjórastarfinu.”
-SK-.
Svavar Gastsson.
Gytfí Kristjánsson.
FULLT NAFN: Hermann (Þorvald-
ur) Sveinbjörnsson.
FÆÐJNGARDAGUR OG ÁR: 5.
mars 1949.
HÆÐ OG ÞYNGD: 178 cm, feimnis-
mál sem ekki er upp gefið.
GÆLUNAFN: Hemmi.
STARF: Ritstjóri og free lance sjón-
varpsstarfsmaður.
BIFREIÐ: Mazda 626 2000.
UPPAHALDSlÞROTTAFÉLAG:
Þróttur, Neskaupstað.
UPPÁHALDStÞRÖTTAMAÐUR:
Gylfi Kristjánsson, golfari.
UPPÁHALDSRITST JÖRI: Jónas
Kristjánsson, DV.
MESTU VONBRIGÐIISTARFI: Að
geta ekki skrifað um rauðvín eins og
Jónas Kristjánsson.
HELSTA METNAÐARMÁL í
STARFI: Að skrifa um rauðvín eins
og Jónas Kristjánsson.
UPPÁHALDSMATUR: Ofnbakaður
fiskur a la Auður.
UPPÁHALDSDRYKKUR: Larsen.
UPPÁHALDSSJÖNVARPS-
ÞÁTTUR: Kastljós.
UPPÁHALDSLEIKARI ÍSLENSK-
UR: Svavar Gestsson.
UPPÁHALDSLEIKARI ERLEND-
UR: Ronald Reagan.
HELSTIKOSTUR: Hreinskilni.
HELSTI LÖSTUR: Hreinskilni, svo
jaðrar við dónaskap.
UPPÁHALDSBLAÐ: Dagur.
HVAÐ LÍKAR ÞÉR VERST í SAM-
BANDIVIÐ STARFIÐ: Kvabbið.
HVAÐ LÍKAR ÞÉR BEST í SAM-
BANDIVIÐ STARFDÐ: Hitti marga
sem ekki kvabba.
HVERT YRÐI ÞITT FYRSTA
VERK YRÐIR ÞÚ HELSTI RÁÐA-
MAÐUR ÞJÓÐARINNAR Á MORG-
UN: Gera Ákureyri að höfuðborg
landslns.
ANNAÐ VERK: Láta landsbyggðar-
fólkið njóta sanngjaras afraksturs
starfa sinna og uppræta það tvöfalda
hagkerfi sem rikir í landinu.
Springsteem
er fæddur í
Baiidarakjtimim
Clarence Clemons saxófónleikari, Bruce, Garry Tallent bassaleikari og Nils
Lofgren gftarleikari dansa trylltan dans.
Nýja platan hans Bmce Springsteen,
Bom in the USA, er ofarlega á
vinsældalistum um allan heim, en
samt em það lögin af Nebraska plöt-
unni sem hann tók upp heima hjá sér
með kassagítar og rödd sem eru sál
sjóvsins á tónleikaferð hans um
Bandaríkin, sem nú stendur yfir.
Hljómurinn er dimmur, takturinn
þungur og gítarar Springsteen og Nils
Lofgren hvískrandi i Atlantic City sem
er eitt af kraftmestu lögum tónleik-
anna. Sama má segja um Mansion on
the Hill sem er flutt eins og rólegur
rokkaður kántrí dúett með söngkon-
unni Patti Scialfa en hún leikur nú með
Springsteen í fyrsta skipti. Bruce
kynnir það með þessum orðum:
„Pabbi var vanur að keyra út úr bæn-
um að stóru, hvitu húsi. Þaö var dulúð-
ugt þama útfrá. Og nú þegar mig
dreymir er ég stundum fyrir utan hlið-
ið og horfi inn og stundum er ég maöur-
innsemerinni.”
30 lög á þremur
og hálfum tíma
Springsteen leikur yfir þrjátiu lög á
þremur og hálfum tíma.
Yfirleitt leikur hann um sjö lög af
Nebraska, 8 af Bom in the USA,
nokkur af The River og fáein af Bom to
Run og Darkness on the edge of town.
Aðeins Rosalita af annarri plötunni er
á dagskránni og ekkert lag af þeirri
fyrstu, Greetings from Ashbury Park.
Uppklappslagið er gamla Stones-lagið
Street Fighting man. Springsteen seg-
ist spila það vegna þess að hann fQi i
botn setninguna: „What can a poor boy
do but sing in a rock & roll band.”
Að ýta bíl
Hann leikur enn syrpu af lögum
Mitch Ryder. Bruce Springsteen var
áður þekktur fyrir að segja dæmisögur
á undan lögum sínum. Hann gerir
minna af því nú en talar enn um upp-
vöxt sinn, samband sitt við föður sinn,
og heimabæinn á milli laga. „Þetta
lag er um hvemig það er að vera svo
einmana að maður gæti grátið,” segir
hann er hann kynnir lagið Nebraska.
Og á undan Used kars segir hann. „Ef
þú hefur einhvem tímann ýtt bíl niður
eftir götu og fundist þú vera asnaleg-
asti gæi í heimi þá er lagið tileinkað
þér.”
Springsteen er líflegur á sviði. Ymist
hamrar hann á gitarinn eöa dansar
trylltan dans. Sjálfstraust hans hefur
aukist enda segist hann ekki lengur
vera feiminn. Samt var hann neyðar-
legur þegar stúlka óð upp á sviðið, er
hann var að byrja á Jungleland, og
kyssti hann á munninn. „Ekki á meðan
ég er að syngja, elskan. ”
Kjúklingur
og Pepsi
Drengurinn Bruce er hættur að lifa á
steiktum kjúklingi og Pepsi eins og
hann var vanur að gera á hljómleika-
ferðum. Hann snæðir aðallega græn-
meti, hleypur 6 mílur á dag og lyftir
lóðum. „Eg er ekki fanatískur, mér
finnst gott að fá mér góöar steikur
annaðslagið.”
Bruce hefur ekki leikið á hljómleik-
um frá árinu 1981 er hann fy'gdi plöt-
unni The River úr hlaði. Frá því það
Bruce Springsteen er enn geysivinsæll tónleikamaður.
var hefur Bmce meðal annars varið
tima sínum i feröalög um Bandaríkin
meö einum vini, i bíl. „Mér likar að
ferðast svona, maður frelsast. Það
kom bara tvisvar fyrir að einhver
þekktimig...”
'64 módelið
af Chevrolet
Springsteen býr nú í Rumson í New
Jersey, í stóm húsi með sundlaug. I
innkeyrslunni má sjá bláan Camaro
pikköpp bil og ’64 módelið af Chevrolet
sem Gary Bonds gaf honum. Fyrir um
það bil ári ákvað Springsteen að hann
eyddi um of tima sinum i tónlist og tók
því upp á því að bjóða vinum yfir í mat,
spila knattleik, lesa og fleira.
Hljómsveit Bmce Springsteen, The
E-Street Band, hefur um árabil verið
skipuð sömu mönnum. Roy Bittan
leikur á píanó, Danny Federici á orgel,
Clarence Clemons, á saxófón, Garry
Tallent á bassa, Max Weinberg á
trommur. Steve Van Zandt hefur
lengst af leikið á gítar en hann varð að
hætta í upphafi hljómleikaferðar til
þess að leika með eigin hljómsveit. I
hans stað kom Nils Lofgren. Nils flutti
inn til Bruce i mánuð til þess að læra
lögin. ^ síðustu stundu bætti Brace
söngkonunni Patty Sciafa i hópinn en
hana haföi hann heyrt syngja á búllu
rétt fyrir brottför. „Það ríkir meiri
samhygö í hópnum eftir aö kona bætt-
istvið,”segirBruce.