Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Qupperneq 16
52
DV. LAUGARDAGUR 27. OKTÖBER1984.
Þeir sem vilja ná í Bubba
Morthens í dag geta reynt
að hringja í hann á Hótel
Grand í Stokkhólmi eða í
bílasíma limósínunnar sem
sænska óperan hefur látið
honum í té yfir helgina
(höfum ekki númerið) en
kappinn kemur fram í
sænsku óperunni í kvöld
ásamt rjómanum af nor-
ræna hámenningarslektinu
á hátíðinni: „En fest för
livet”.
Hátíö þessi er skipulögð af samtök-
um listamanna sem berjast gegn
kjarnorkuvopnum og er hún hliðstæö
við hátíöina „Lífið er þess virði” sem
haldin var í Þjóðleikhúsinu í septem-
ber á síðasta ári.
Svíar sendu Bandalagi íslenskra
leikara boð um aö senda einn íslenskan
listamann á hátíðina og fannst forráða-
mönnum bandalagsins Bubbi vera
tilvalinn fulltrúi á þessa hátíð en hann
mun vera eini fulltrúi rokktónlistar á
henni, kemur einn fram í trúbador-
stílnum með gítarinn sinn, bæði raf- og
órafmagnaðan.
Meðal þeirra sem koma fram í kvöld
í sænsku óperunni ásamt Bubba má
nefna kór sænsku óperunnar, konung-
lega sænska ballettinn, Nicolai Gedda,
BUBBIMORTHENSI
SÆNSKU ÓPERUNNI
Gisellu May, en hún er þekktasti heiminum í dag, Birgittu Grimstad og Arja Saijonma, sem fram kom í Þjóð-
Bertholt Brecht/Hans Eisler túlkandi í svo góökunningja okkar Islendinga, leikhúsinufyrirári. -FRI
ROKKSPILDAN
Megas mun halda tóiileika í Megas mun verða meö ca 45
Austurbæjarbíói föstudaginn 9. mínútna prógramm af blönduðu
nóvember nk. en það eru fyrstu efni en hljómsveitina, sem
sjálfstæðu tónleikar hans í ein (i leikur undir hjá honum, skipa
ár eða frá því að hann hélt þeir Haraldur Þorsteinsson
..Drög aðsjálfsmoröi” í Mennta- (Eik) á bassa, Asgeir Oskarsson
skólanum við Hamrahlíð árið (Stuömenn) á trommur,
1977. Megas hefur komið opin- Björgvin Gíslason á gítar, Pétur
berlega fram síðan, einkum með Stefánsson (Big Nose) á gítar og
hljómsveitinni Ikarus eins og á Jens Hansson (Das Kapital) á
tónleikunum ,,Við krefjumst saxófón.
framtíðar” í fyrra. -FRI
Evrópuferð Kukis:
Komst í 6.
sæti óháða
listans
Nokkuð er um liðið síðan hljómsveltin Kukl kom úr tónleikaf ör sinnl um
Bretlandseyjar og meginland Evrópu en hvarvetna sem þau komu fram
vöktu þau mikla athygli og sem dæmi um vinsældir þeirra má nefna að
nýjasta plata hljómsveitarinnar, The Eye, komst í 6. sæti óháða vinsælda-
listans hjá tímaritunum Sounds og Music Week, í 13. sæti hjá NME og í 9.
sæti hjá Melody Maker.
Hápunkt feröarinnar telur hljóm-
sveitin hafa verið tónleikana í
Rotterdam í Hollandi en þar lék hún
fyrir 8000 áheyrendur á Pandoras
Box tónlistarhátíðinni. Eftir þá tón-
leika voru tekin fjögur útvarpsviðtöl
viö Kukl, aUir vildu skipuleggja fyrir
hljómsveitina fleiri ferðalög um
Evrópu og í úttekt bæði Sounds og
NME af hátíðinni var hljómsveitin
talin eitt athyglisverðasta atriðið
sem kom fram á henni.
Upphaf ferðar Kukls í haust var
tónleikaför um Bretlandseyjar þar
sem hljómsveitin lék m.a. í borgun-
um London, Cardiff, Birmingham,
Liverpool og Manchester. „Það var
allrahanda Uð sem kom á þessa
tónleika hjá okkur en við komum
fram á þeim öllum með hljómsveit-
unum Flux of Pink Indians, Chumba
Wumba og D£V,” sagöi Sigtryggur,
trommuleikari Kukls, í samtali við
Rokkspilduna nú fyrir helgina.
„Pönk-Uð var mest áberandi en
það fór svoldið eftir borgunum,
þannig voru engir pönkarar á tón-
leikunum í Liverpool og í Birming-
ham mætti hópur af „skinheads” og
reyndi aö hleypa tónleikunum þar
upp. Það tókst ekki, þeim tókst að
vísu að berja Martin, trommara
Flux, þannig í höfuöið að flytja þurfti
hann á spítala en þeir létu okkur aö
mestu leyti i friöi,” sagði hann.
I London keypti Kukl sér lítinn
sendiferðabíl og fór í honum yfir til
Berlínar þar sem hún lék á tveimur
stöðum... „við lékum þar á Utlum
og skemmtilegum stöðum viö góöar
undirtektir og okkur var boðiö að
koma þar fram á MetropoUuft, sem
er aðaltónlistarstaðurinn þar, en við
gátum það ekki þar sem dagsetning-
in féU ekki Um í áætlanir okkar. ..”
Frá Berlín fór Kukl yfir til Parísar
með stuttri viðkomu á landamærum
Frakklands og Belgíu þar sem landa-
mæraverðir leituðu gaumgæfilega í
bílnum og á meðlimum hljóm-
sveitarinnar án árangurs. I París
komu þau fram með hljómsveitunum
X Mal Deutschland og Spear of
Destiny.....Kirk Brandon í Spear of
Destiny var dáldiö þreytandi vegna
stórstjömustæla, með Utað hvítt hár,
snöggklippt, og stöðugt að spýta út
úr sér einhverjum aría-pælingum.
! s*ss5»f 5£S S0 NSENSTfVE
*4stmt síenoiíinöer feels
Eg held aö Bubbi Morthens hafi ein-
hvern tímann hent í hann grapefruit
ávexti...”
BUlinn sem Kukl keypti í London
bilaði nokkuð oft í förinni, m.a. i
París og þurfti sveitin því að aflýsa
fyrri tónleikunum í HoUandi en náði
svo á Pandoras Box eins og að
framan er getið. Á Pandoras Box
sváfu meðUmir Kukls á hóteU í eina
skiptið i förinni... „við erum að
hugsa um að gefa út bók fyrir jólin
undir heitrnu: „200 leiðir tU að sofa í
bU” ”...
Frá París var haldið tU Osló, með
viðkomu i Hamborg, og leikið á Club
7 en tónleikaförinni lauk svo i Kaup-
mannahöfn þar sem Kukl lék í
Kristjaníu... „fyrir svona 60 hálf-
sofandi, sauðdrukkna eða þræl-
skakka hippa...” og í Ung-
domshuset en þeir tónleikar voru
teknir upp af danska útvarpinu og
verður þeim útvarpað um Danmörku
núfyrir jólin.
Frá Danmörku var aftur haldið tU
London og þar tekrn upp 5 ný lög sem
væntanlega verða gefUi út á Corpus
Christie-merkinu.
A myndunum þremur sést hljóm-
sveitin við BerUnarmúrinn og svo á
tónleikum í Conway-HaU í London og
á tónleikum í BU-mUigham.
-FRI