Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Síða 19
DV. LAUGARDAGUR 27. OKTOBER1984.
55
máltíð fyrir 50 krónur. Ég ákvað strax
í byrjun aö eyða ekki meiru en 350
krónum á dag og við þaö stóö ég í
nokkurn tíma.
Verðlag á Indlandi er auðvitað
ekkert líkt því sem það er á Islandi.
Það er prúttað út og inn og sá sem ekki
er óhræddur við aö prútta ein-
strengingslega lætur fljótt plata sig út í
algera vitleysu. Ég var einn sakleys-
ingjanna til að byrja með en eftir tvær
vikur var ég orðinn miskunnarlaus og
fullkomlega ósanngjam prúttari.
„Hvað segirðu maður! Hundraö
rúpíur fyrir svona drasl? Heldurðu aö
ég sé einhver túristi?”
Venjulega dugði aö sýnast veraldar-
vanur og láta eins og maður hefði átt
heima á Indlandi allt sitt líf. Þá lækk-
aöiverðiðfljótt.
Skóburstarinn
Einhver ófyrirleitnasti sölumaður-
inn sem ég hitti var skóburstari nokkur
sem gekk að mér niðri á Connaught
torgi. Hann gekk á eftir mér og þrábað
mig að leyfa sér að hreinsa skóna
mína. Eg hafði engan áhuga og hélt
göngunni hratt áfram. Skyndilega kom
eitthvert mauk líkt kítti, eins og af
himnum ofan og small á skónum. Eg
leit á skóburstarann, ekki viss hver til-
finningin væri sterkari: reiði yfir
frekjunni, undrun vegna þess hve
þetta var óvænt, eða aðdáun vegna
ótrúlegrar hittni mannsins. Maðurinn
benti upp í loftið og sagði eins sárasak-
laus og nokkur getur verið: ,,Fugl
gerði það.” Nú var mér nóg boðið. A
meöan ég hélt niöri í mér hlátrinum
hellti ég mér yfir manninn og sagöi
honum að hypja sig burt. Eftir á datt
mér í hug að hann hefði frekar átt skil-
ið verðlaun fyrir nákvæmnina og
ófyrirleitnina.
Sem sannur fréttasnápur og flökku-
hundur fór ég nú að hugsa mér til
hreyfings. Var líka búinn aö fá nóg af
Nýju Delhi. Höfuðborgir eiga sér þaö
allar sammerkt að i þeim má finna
margt sem er fallegt, margt sem er
ljótt, margt sem er fátæklegt og margt
sem er ríkulegt. Delhi er engin undan-
tekning. Nú vildi ég sjá hið raunveru-
lega Indland.
Andlitin
Fyrsti smjörþefurinn af hinu raun-
verulega Indlandi kom í tveggja daga
ferö með islenska konsúlnum Sashi
Bushan Saran, til smábæjar í fimm
tíma keyrslu fjarlægð.
Við lögðum af stað seint um daginn
og keyrðum austur inn í Uttar Pradesh
fylki. Við flugum á malbikuöum vegin-
um fram hjá öllum þeim farkostum
sem hægt er að hugsa sér eða láta sig
dreyma um. Aldrei hafði mig grunað
að úlfaldar væru á Indlandi. Né að
nokkur hestur gæti dregið jafnmikið
og ég sá þá draga.
Sólin dofnaði sem hún nálgaöist sjón-
deildarhringinn þangaö til hún gaf ekki
frá sér nema tíu sinnum það birtu-
magn sem hún gefur frá sér á hádegi í
júli á Islandi. Hún lýsti upp glóandi
akrana sem teygöu sig miklu lengra en
augað eygði. Það er þegar sólin er rétt
að ganga til viðar eða rísa aö maður
verður var við allar línumar sem
eru í andliti fóíksins. Það hefur unnið
fyrir hverri línu og hverri hrukku. Með
18 stunda vinnudegi, sjö daga á viku.
Með striti og með tárum. Með gleði og
sorg.
Þegar ég er spurður hvað mér sé
minnisstæöast úr ferðinni segi ég oft
fundirnir með Bhindranwale eða heim-
sóknir til bæjarins Bhiwandi þar sem
hundruð manna voru myrt. En það er
ósatt. Það sem er minnisstæðast eru
andlitin. Akveðin eða hikandi. I grettu
þegar sólin skin beint i augu; brosandi
ískugga.
Svipbrigðin eru mismunandi eftir
manngerðinni og eftir atvikunum en
mest þó eftir lífsreynslunni. Á Indlandi
eru allir lífsreyndir, þó á mismunandi
hátt sé. Allir hafa gengið í gegnum
góöa tíma og slæma. Sumir í gegnum
ótrúlegustu harðindi sem við mynd-
um aldrei trúa og því síöur geta
ímyndað okkar. Það er lífsreynsla út
af fyrir sig að líta í augu þessa fólks.
Það er sú lífsreynsla sem er eftir-
minnilegust.
Hrísgrjón
I þessari ferð sýndi konsúllinn mér
Kiðlingar jarmandi
Næsta ferð var upp í Punjab, hérað
sikkanna. Farkosturinn var jám-
brautarlest. Þeir sem ferðast með
járnbrautarlestum í Indlandi feröast
eins og Indverjar, og feröast með Ind-
verjum. Maður hristist með þeim, étur
með þeim (að bíta grænmeti upp úr
laufbiaði getur ekki kallast að borða)
og maöur stoppar með þeim — á ótelj-
andi, óteljandi stöðum á leiöinni. Ég
uppgötvaöi hraölestimar ekki fyrr en í
bakaleiðinni.
Eg ferðaöist á fyrsta farrými.
Hörðustu hippar í Nýju Delhi höföu
ráðlagt mér að sleppa alveg öðru far-
rými. Það væri sama hvaöa lífs-
reynslusögu maður fengi út úr því, þaö
væri ekki þess virði. Síðar þegar ég sá
annars farrýmis vagnana þjóta fram
hjá skildi ég hvað þe'r áttu viö. Svo
þröngum reitum og kýr voru mjólkaö-
ar. Uti á akri pössuðu varðmenn i kof-
um upp á hveitistrá búsins.
Þetta var ekki hið raunverulega
Indland. Það var að finna rétt fyrir
utan, í bænum sem var nálægt og í
eins herbergis híbýlum verkamann-
anna og bændanna. Verkamennimir
biðu stundum dögum saman eftir því
að fá vinnu og bændurnir voru flestir í
hjáleigu.
Maturinn er hrísgrjón í morgunmat
og hrísgrjón í kvöldmat. Þetta er bætt
með brauði og yfirleitt með einhverju
grænmeti aö auki. Þaö fer allt eftir
efnum og ástæðum. Eða bara efnum.
Mannmergðin er það sem grípur mann
mest. Það eru allir bókstaflega í einni
kássu. Sérstaklega var það ankanna-
legt fyrir Islendinginn hve karlmönn-
um fannst nálægöin sjálfsögð. Menn
stóðu og Iöbbuðu og sátu og lágu með
líkamana klessta saman og þeir gengu
hönd í hönd eins og jafnvel kærustupör
eru næstum hætt að gera á Islandi.
ríkisbú sem hann er formaður fyrir.
Þarna voru stundaðar kynbætur og
auk þess var þar stundaður venjulegur
búskapur. Svín lágu í hreinlegum en