Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Qupperneq 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.10.1984, Qupperneq 23
DV. LAUGARDAGUR 27. OKTOBER1984. 59 Jt íl v. C | s §. «5 ó S | <S 5 S N Oíic iQ <0 Q) s ® S s 11 •c| s j « S '0 S !S Q S1 3 < S 9 H6r er David Lean að störfum ásamt kvikmyndatökumanninum, Ernie Day. Það má með sannl segja að máltækið „lengi liflr í gömlum glæðum” eigi vel við kvikmyndagerðarmanninn David Lean. Þessi sjötiu og fimm ára gamli Breti hefur að undanfömu veriö önnum kaflnn við að kvikmynda bók E.N. Forsters, „A Passage to India”. Hér er um aö ræða gífurlega mikla mynd enda var framleiöslukostnaður- inn um sautján og hálf milljón dollara þegar upp var staöiö. Er ætlunin að frumsýna hana um miöjan desember og þá sem jólamynd. Eins og nafnið gefur tii kynna er myndin aðallega tekin á Indlandi en auk þess dvaldist Lean svo mánuöum skipti á hóteli í Ný ju Delhi á síðastliðnu ári meöan hann skrifaði handritið aö myndinni. Segja kunnugir að honum hafi tekist vel upp og endurspegli myndin efni bókarinnar þó endirinn sé dálítiö frábrugðinn. Þótt um 235 manns ynnu að gerð myndarinnar eru fá þekkt nöfn á list- anum yfir leikara. Þó eru þar nöfn eins og Dame Peggy Ashcroft, James Fox, Judy Davis og svo indverski leikarinn Victor Banerjee. Liklega er þekktasti leikarinn þó sir Alec Guinness en leiöir þeirra Lean lágu saman um 1940 þegar þeir unnu að kvikmyndaútgáfu á tveimur af verkum Dickens, þ.e. Great Expectations og Oliver Twist. Ber Lean mikla virðingu fyrir Guinness. Indversk stemmning Það var fyrir 25 árum aö David Lean fékk þá hugmynd aö kvikmynda A Passage To Indla. Þó að ekkert yrði úr framkvæmdum í það skiptið þá hefur draumur hans ræst nú. Fleiri aðilar, eins og leikstjórarnir Joseph Losey, James Ivory ásamt indverska leik- stjóranum Satvajit Ray, höfðu einnig gælt við þessa hugmynd. En þaö var þó ekki David Lean sem fékk réttinn til þess að mega gera kvikmynd eftir bók- inni heldur landar hans, Richard Good- win og Lord Brabourne. Báöir þessir menn, eins og Lean, hafa haft mikið af Indlandi aö segja. Goodwin fæddist i Bombay en faðir Braboume var fylkis- stjóri í Bombay og Bengal. Einnig höfðu þeir félagar dvalist á Indlandi meðan þeir gerðu mynd sina Harry Black And The Tlger þar sem Brabourne var framleiöandi en Good- win var framkvæmdastjóri. Það var Lord Braboume sem hafði samiö við Forster áður en hann lést um réttinn til að kvikmynda bók hans. Tiu ár liðu eftir lát Forsters þangaö til for- ráðamenn dánarbús hans fengust til aö samþykkja að bókin yrði kvikmynduö. Lögðu þeir mikla áherslu á að fá að vita hver ætti að leikstýra myndinni og urðu mjög ánægðir þegar þeir fréttu aö það yrði David Lean. Píslarganga Næsta skrefiö til að koma efni bókar- innar á hvita tjaldið reyndist mun erf- iðara. Eða eins og haft var eftir Good- win: „Þetta var hræðileg reynsla sem ég varö aö ganga i gegnum til aö út- vega peningana. öll stóra kvikmynda- verin neituðu okkur og það var erfitt að rökræða við þau. Einn kvikmynda- framleiðandinn, sem við skulum ekki nafngreina, sagði aö hann skyldi út- vega peningana ef við myndum bæta inn i handritiö djörfu nauðgunaratriði sem gerðist i Marabar hellunum. Það er að verða erfiðara og erfiöara ef maður er bara venjulegur einstakling- ur en ekki einhver fræg „fígúra” að sannfæra þetta fólk um aö maður sé fullfær um að gera kvikmynd. Það var rétt á mörkunum að viö náðum að fjármagna þessa mynd. Allir vora hræddir um að tapa peningum á þessu og hræddir við Lean. Aður en við fengum nokkra pen- inga í hendurnar á okkur uröum við að undirrita 134 skjöl og í lokin komu peningamir frá Home Box Office, EMI Thom og Colombia. Colombia lagði mjög lítið fram en þeir lofuðu okkur aö sjá um auglýsingar og útvega sýningareintök. Því miður ráðumviðekkL yfir myndinni eftir að búið er að klippa hana. Eg held að þeir gerðu hroðaleg mistök ef þeir reyndu að forselja hana til kvikmyndahús- anna en ég er alveg sannfæröur um aö þeir munu ekki standast freistinguna.” Strangt uppeldi En lítum nú nánar á þennan David Lean sem kvikmyndaverin vora svo hrædd viö. Þessi sjötiu og fimm ára herramaður fæddist í Surrey i Eng- landi og hlaut sina þjálfun sem klippari. Olíkt sumum leikstjórum yngri kynslóðarinnar, eins og David Spielberg og George Lucas, sem ólust upp i kvikmyndahúsum í æsku, þá var Lean bannað að sækja kvikmyndahús af foreldrum sínum sem þótti kvik- myndasýnlngar syndsamlegt athæfl. Hann fékk þó vinnu átján ára gamall sem aðstoðarmaður í kvikmyndaveri og vann sig fljótlega upp i stöðu að- stoöarleikstjóra i Goumont kvik- myndaverinu. Um 1930 tók hann viö stöðu klippara og á timabili sá hann um að klippa, skrifa og gegndi þular- starfi fyrir Goumont British News sem margir þekkja. Fyrsta kvikmyndin af fullri lengd, þar sem Lean var skráður klippari, var Escape Me Never (1935). Sjö árum síðar var hann valinn af Noel Coward sem klippari fyrir mynd hans In Whlch We Serve (1942). Haföi Coward skoðað allar nýjar breskar myndir og komist að raun um að þær sem voru best klipptar voru þær sem Lean hafði unnið við. Nákvsamni í fyrirrúmi Á þessum tima varö nokkurs konar „menningarbylting” í breskri kvik- myndagerð og vora kvikmyndamenn þar mjög iðnir við að kvikmynda bók- menntaverk og þá sérstaklega eftir Dickens og Coward. Hefur þetta án efa Kvikmyndir haft mjög góð áhrif á fyrstu skref David Lean sem klippara eins og sjá mátti á næstu myndum hans, Thls Happy Breed (1943), Blithe Spirlt (1944) og Brief Encounter (1945). Siðastnefna myndin var um tvo ein- mana, gifta, miðaldra menn úr borg- arastétt. Fjallaði Lean á mjög varfær- inn máta um þetta efni og mátti oft sjá og flnna síðar í myndum hans þennan einmanaleika og sambandsleysi fólks sem myndin f jallaði um. Ein af betri myndum David Lean frá þessum tíma er án efa Great Expecta- tions (1946) ásamt Oliver Twist (1947) enda báöar byggðar á verkum Dick- ens. Siöan kom stuttur dauður kafli hjá Lean meðan hann gerði The Passlon- ate Friends (1948) og Madeleine (1949). A þessum tima var David Lean farinn að hafa orð á sér fyrir að vera mjög „dýr” leikstjóri, þ.e. hann var svo nókvæmur i eöli sinu að fram- leiðslukostnaöur myndanna fór upp úr öllu valdi. Að visu urðu myndirnar mjög vandaöar en ef þær fengu ekki metaösókn náðu endar ekki saman fjárhagslega. Arið 1941 gaf hann fyrir- heit með myndinni Sound Barrier um þaö sem koma skyldi en þaö voru tvær „súper” myndir sem hann fékk óskarsverðlaun fyrir. Voru þaö mynd- irnar The Bridge On The River Kwai (1957) og Lawrence Of Arabia (1962). Dr. Zhivago Þremur árum eftir að David Lean lauk við Lawrence Of Arabia sendi hann frá sér eina stórmyndina enn en það var Dr. Zhlvago. Þessi kvik- myndaútgáfa af skáldsögu Boris Pastemak er ein vinsælasta kvikmynd sem gerð hefur verið þótt mörgum þætti hún dálítið löng og of íburðarmik- il. I þessari mynd, eins og fleiri sem David Lean hefur leikstýrt, var ná- kvæmnin í fyrirrúmi. Þrátt fyrir vinsældir Dr. Zhivago liðu fimm ár þangað til hann gerði sina næstu mynd en það var Ryan’s Daughter (1970) sem tók nærri því tólf mánuði að gera. Myndin fjallaði um ástarævintýri sem gerðist 1916 á Norður-Irlandi. Fyrir myndina hlaut David Lean ekki lof og aðsókn varð dræm. Hann virðist hafa tekið þetta mjög nærri sér þvi að siöan hefur hann ekki sent frá sér mynd fyrr en nú. David Lean lætur yfirleitt lítið yfir sér. Fulltrúar ungu kynslóðarinnar í kvikmyndagerð, sem vanir eru meira frjálsræði við kvikmyndatöku, lita margir niður á hann og kalla hann gamaldags „perfectionista”. Leikarar hafa yfirleitt aðra skoðun á Lean og dá hann mjög og sækjast eftir að fá að leika í myndum þeim sem hann leik- stýrir. Brúður og myndrammi David Lean viöurkennir aö hann hafi meira gaman af að sitja inni i klipparaherberginu eftir aö búiö er að kvikmynda heldur en meðan ó kvik- myndatökunni stendur. Þegar hann lauk við aö kvikmynda Dr. Zhivago var höfð eftir honum eftirfarandi setn- ing sem lýslr e.t.v. best persónu hans. „Þegar ég er að kvikmynda hef ég aöeins i huganum negativuna, og það sem ég er að gera er aö búa til mynd úr henni. Þess vegna verða leikaramir yfirleitt nokkurs konar brúður í þeirri merkingu aö ég er að reyna að láta þær passa inn í myndrammann.” Það verður forvitnilegt að sjá hvemig Passage Of Indla mun ganga sem jólamynd. Hollywood-fram- leiðendumir voru komnir á þá skoðun að stórmyndir, geröar af gömlu meist- urunum, gengju ekki en sir Richard Attenborough sýndi og sannaöi að svo er ekki meö mynd sinni Gandhl. Gandhi var einnig tekin upp á Indlandi og líkt og Lean er Attenborough mikill nákvæmnismaöur í eðli sinu og vinnur þvi mjög líkt og Lean. Hvort þetta markar einhverja nýja tíma að gömlu góðu stórmyndimar séu að koma aftur, skal ekki dæmt um en þaö mun væntanlega skýrast upp úr næstu jólum. Baldur Hjaltason. Helmildir: Stills April/May 1984. Time Magazine 27/8 1984.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.