Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1984, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. NOVEMBER1984. Hafrannsóknastofnunin: Þorskaflinn veröi200þúsund tonn Hafrannsóknastofnunin leggur til aö þorskaflinn á næsta ári, 1985, veröi 200 þúsund tonn en þaö er sama magn og stofnunin lagöi til aö veitt yröi í ár. Þetta kom fram á fiskiþingi sem nú stendur yfir. Af öörum fisk- tegundum leggur Hafrannsókna- stofnun til aö hámarksafli á ýsu verði 45 þúsund tonn, ufsa 60 þúsund tonn, á karfa 90 þúsund tonn og á grálúðu 25 þúsund tonn. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra sagöi í ræöu sinni á þinginu aö þessar tillögur yröu metn- ar i ljósi aðstæöna á næstunni en Ijóst væri aö ekki væri hægt að reikna meö hærrí afla á næsta árí. „Aætluö stofnstærö þorsksins er 970 þúsund tonn í ársbyrjun 1985 en var áætluð 1130 þúsund tonn í árs- byrjun 1984 og ákvarðanir viö það miöaðar,” sagðl Halldór. ,,Hins vegar er minnkun stofnsins ekki eins hættuleg og annars heföi veriö þar sem bætt skilyrði hafa auk- ið hlutfall kynþroska þorsks í aldurs- flokkunum. Þaö er ástæöa til aö hafa miklar áhyggjur af þvi aö hlutfall 4 og 5 ára þorsks er um 55% aflans 1984 og er áætlaö 67% aflans 1965. Eldri árgangana vantar og eina vonin til að hlutfallið breytist er aö 1977 árgangurinn við Grænland komi inn í veiöina á næsta ári,” sagði hann. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri LlO, var aö því spurö- ur hvaða þýöingu þessi aflahámörk heföu fyrir útgerðina á næsta árL Hann sagðist ekki geta tjáö sig um þaö þar sem hann hefði ekki heyrt þessar tölur fyrr en í gærdag. -FRI „Braskað með kvótann” — segir Jón Magnússon Patreksfirði Er Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráöherra haföi lokiö máli sinu á fiskiþingi var fulltrúum þingsins gef- inn kostur á fyrirspurnum til ráö- herra. Jón Magnússon Patreksfirði gerði það og gerði hann að umræðu- efni þann punkt í ræðu Halldórs að kvótakerfiö heföi bætt gæði aflans. „Skýrslur sýna að fiskur var betri fyrri hluta vetrar en á seinni hlutan- um. Ástæöuna tel ég vera þá að slæmum fiski var hent fyrir borö fyrripartinn, er kvótinn var nægur, en allt hirt seinnipartinn er kvótinn var oröinn lítill,” sagöi Jón. Hann sagði einnig aö ef ráöherra hefði ákveðið aö kvótakerfiö yröi áfram væri þaö móðgun við fiski- þingsfulltrúa. „Það hefur veríö braskaö meö kvótann. Kvóti skipa, sem legiö hafa í slipp eöa við bryggju mánuðum saman, hefur verið seldur annað,” sagðihann. 1 svarí sínu sagði Halldór það rangt að hann hefði þegar ákveðið að kvótafyrirkomulagið gilti áfram. Til siiks hefði hann engar heimildir, hann hefði aðeins verið aö lýsa þeirri skoöun sinni aö hann teldi þaö æski- legt. Halldór taldi aö kvótinn hefði átt þátt í að bæta gæði aflans, skýrslur sýndu þaö. „Eg dreg í efa aö fiski hafi verið hent frá boröi. Maður hefur heyrt sögusagnir um slíkt en enga staöfest- ingu fengiö á þvL Eg trúi því ekki aö menn hafi visvitandi hent fiski frá boröi nema um algerlega ónýtt hrá- efni hafi verið aö ræða,” sagði Hall- dór. -FRI Sjávarútvegs- ráðuneytið: Hefurheim- ilaðl69 framsölaf aflakvótum milliskipa Frá því aö kvótafyrirkomulaginu var komið á í sjávarútvegi hérlendis i fyrra hefur sjávarútvegsráöuneytið heimilað 169 framsöl af aflakvótum á milli skipa. Þetta kom fram í ræðu sjávarútvegsráðherra á fiskiþinginu sem nú stendur yfir. Þessi framsöl skiptast eins og hér segir: Milli skipa í eigu sömu út- gerðar 51 framsaL magn fisks sem framselt hefur verið er 8821 tonn. Milli skipa sem gerð eru út frá sömu verstöð 97 framsöl, magn fisks 8232 tonn. Milli skipa hvoru úr sinni ver- stöðinni á grundvelli jafnra skipta 5 framsöl, magn fisks 497 tonn. Milli skipa hvoru úr sinni verstööinni að fenginni umsögn sveitarstjómar og stjórnar sjómannafélagsins í viö- komandi verstöð 16 framsöl, magn fisks. 1902 tonn. Alls hefur því verið heimilað að framselja 19543 tonn. -FRI. Þorsteinn Gíslason f iskimálast jóri: UM 2% TAP ER A FISKVINNSLUNNI ,,Áætlanir þær sem Þjóðhags- stofnun hefur látiö frá sér fara benda til þess að um 2% tap sé á fiskvinnslu miöað við það sem beinn fram- leiðslukostnaður hefur i för með sér,” sagði Þorsteinn Gíslason fiski- málastjóri m.a. í ræðu sinni við upp- haf fiskiþings. Hann benti svo á i þessu sambandi að þá værí ekki tek- inn með sá aukni vaxtakostnaður sem taprekstur undangengins tíma hefur í för með sér... „Hér er um verulegar upphæðir aö ræða sem óhjákvæmilega eru kostnaðarauki og ber að meta til verðs þegar af- koma atvinnuvegarins er metin,” sagöi hann. 1 máli hans kom ennfremur fram að samkvæmt áðumefndri áætlun Þjóöhagsstofnunar er niðurstaöa á mati helstu útgeröargreina aö botn- fiskveiðiflotinn sé rekinn með 1% tapi af tekjum. Afkoman sé þó talin misjöfn þar sem bent er á að 37 yngstu togaramir séu reknir með 8— 9% tapi. -FRI Svipmynd frá fiskiþlngi. I ræðustól er Þorsteinn Gíslason fiskimálastjórí. DV-mynd Kristján Ari. Jakob Magnússon, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar: Hrygningar- stofnþorsks- inseraðeins 260þús. t. Miklar umræður urðu á fiskiþingi um skýrslu Jakobs Magnússonar, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, en stofnunin leggur til að aðeins verði leyft að veiða 200 þúsund tonn af þorski á næsta árí. I máli Jakobs kom fram að núver- andi stofnmat gerír ráö fyrír aö heildarstærö þorskstofnsins hafi í ársbyrjun verið 970 þúsund tonn og í ársbyrjun 1984 hafi hún verið 1010 þúsund tonn. Stærð hrygningar- stofnsins 1983 var 280 þúsund tonn og 1984 aöeins 260 þúsund tonn. 1 skýrslu sinni segir Jakob svo m.a.: ,,Ef veidd verða 300 þús. tonn á ári næstu árin heldur hrygningar- stofnlnn enn áfram að minnka, Viö 250 þúsund tonna veiöi helst hann nánast óbreyttur en við 200 þúsund tonna aflamark mun hann rétta við um 100 þúsund tonn á næstu þremur árum.” Hann sagði einnig að rétt.værí aö minna á aö árgangar sem nú væm í veiðinni og yrðu i henni um nánustu framtfö væm allir undir meðallagi aö undanskildum 1980 árganginum og tveir árganganna væru óvenju- Utlir (1979 og 1982). -FRI. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra: VILL KVÓTAKERFIÐ AFRAM ,ÍIg hef hér lýst þeirri skoðun minni að við eigum að halda áfram á þeirri braut sem við nú erum á i stjórn fiskveiða,” sagöi Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra I lok ræðu sinnar á fyrsta degi fiskiþings semnústendur yfir. I máli hans kom fram að núver- andi fyrirkomulag yrði að taka nokkrum breytingum fyrir næsta ár, en viðmiðun fyrir aflamark fiski- skipa á næsta árí taldi hann verða aö vera hið sama og það var í ár í stærstum dráttum þó núverandi meöalkvótar yröu endurskoöaöir eftir föngum m.a. með tilliti til afla meðalkvótaskipanna í ár. Jafnframt yrði öllum útgerðum fiskiskipa boðið upp á sóknarmark sem annan val- kost. „Helsti ávinningur þess er aö þá er ekki lengur þörf fýrir meðalkvóta og þeir sem telja sig afskipta í afla- marki eiga möguleika á að bæta sinn hag,” sagði Halldór. „Þetta sóknarmark veröur þó aö vera bundiö ákveönum hámarksafla í helstu tegundum svo sem þorski og karfa... Að öðru leyti má notast við núver- andi reglur í stórum dráttum þannig aö þær myndi eins konar beinagrind fyrir reglumar á næsta ári. ” -FRI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.