Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1984, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1984, Blaðsíða 26
26 DV. ÞRIÐJUDAGUR6. NOVEMBER1984. Andlát Sólvelg Elisabet Jónsdéttir frá Stóra- Sandholti, Hótúni 12 Reykjavík, lést í Borgarspítalanum sunnudaginn 4. nóvember. Sjöfn Ingadóttir, Þórufelli 6 Reykja- vik, lést í Landspitalanum að morgni mánudagsins 5. nóvember. Björn Jónsson, Garðaflöt 15 Garðabs, lést í Landspítalanum 5. nóvember. Lýður Guðmundsson ioftskeyta- maður lést á heimili sínu, Flókagötu 16, sunnudaginn4. nóvember. Valur Jóhannsson prentari, Kapla- skjólsvegi 9, lést á heimili sínu 3. nóvember. Tilkynningar Stereogræjum stolið Aðfaranótt miðvikudagsins sl. varð fatlaður piitur fyrir þvi að mjög fullkomnum stereogræjum var stolið úr bíl hans, Dodge Omni, þar sem hann stóð fyrir utan verkstæði í Keflavík. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefiö um málið eru vinsam- legast beðnir að snúa sér til lögreglunnar i Keflavík. Ný snyrti- og sólbaös- stofa f Hraunbæ Opnuð hefur verið snyrti- og sólbaðsstofan Viney í Hraunbæ 21. Eigendur eru Asta Gunnarsdóttir snyrtifræðingur og Elín Bára Magnúsdóttir en á stof unni er boðið upp á sól í M.A. atvinnubekkjunum, alhliða líkamsnudd, andlitsböö, húðhreinsun, hand- og fótsnyrt- ingu, vaxmeðferð og „make-up”. A myndinni eru þær Asta Gunnarsdóttir og annar nuddarinn, Guðbjörg Guðmundsdóttir, en auk hennar sér Oskar Jóhannesson einnig umnudd. DV-mynd Kristján Ari. íslensk fyrirtæki aðilar að sjávarútvegsverkefni í Indónesíu Á fundi í Kaupma^ahöfn þann 30. október sl. ákváðu 5 fyrirtælu/eitt frá hverju Norður- landanna, að stofna til samvinnu um alhliða sjávarútvegsverkefni í Indónesíu. Isienski þátttakandinn í þessu verkefni er Marel hf. með stuðningi Sambandsins en ennfremur tekur ráðgjafafyrirtækið Rekstrarstofan þátt íþví. Það svæði sem haft er í huga í Indónesíu er eyjan Bali og nágrannaeyja hennar Lambok. Aætlað er að byggja þama smærri báta, frystihús og niðursuðuverksmiðjur. I hlut islenska ráðgjafafyrirtækisins kemur aö öllum líkmdum skipulagning á veiöitækni og vinnslutækni auk athugana á markaðs- málum. Leikfélag MH frumsýnir „Tveggja þjónn" Leikfélag MH hefur verið að æfa gamanleik- ritið „Tveggja þjónn” eftir ítalska höfundinn Carlo Goldoni. Leikstjóri er Hlín Agnarsdótt- lr. Fmmsýnt verður miðvikudaginn 7. nóvem- ber. Alls er gert ráð fyrir 8 sýningum, sú síðasta verður 16. nóvember. Miðaverð er kr. 100 fýrir nemendur MH en 150 fyrir aðra. Sýningar hefjast kl. 20.30 og verða í hátíðasal skólans. Aðgöngumiöar eru seldir viö inn- ganginn. Breytingar hjá búnaðar- deild Sambandsins Viö þær breytingar sem gerðar voru á skipu- lagi Sambandsins sl. sumar var stofnuð ný deild, búnaðardeild. Búnaöardeildin tók við þeim rekstri sem áður var í búvéladeild véla- deildar Sambandsins og hjá Dráttarvélum hf. og hafa þau vélaumboð sem þar voru fyrir verið færð til búnaðardeildar. Auk þess sér hin nýja deild um innflutning og dreifingu á fóðurvörum og girðingaefni. Búnaðardeildin er með skrifstofur sínar og verslun í Armúla 3. Framkvæmdastjóri deild- arinnar er Jón Þór Jóhannsson en hann var áður framkvæmdastjóri véladeildar Sam- bandsins. -ÞJV- Fræðimannastyrkir Atlantshafs- bandalagsins 1985—1986 Atlantshafsbandalagið (NATO) mun aðvenju veita nokkra styrki til fræðirannsókna í aðild- arríkjum bandalagsins á háskólaárinu 1985— 1986. Markmið styrkveitinganna er að stuðla að rannsóknum og aukinni þekkingu á mál- efnum er snerta aðildarriki Atlantshafs- bandalagsins og er stefnt að útgáfu á niður- stöðum rannsóknanna. Utanríkisráðuneytið veitir upplýsingar um þau verkefni er valin hafa verið og lætur í té umsóknareyðublöð. Styrkirnir nema 150.000 belgískum frönkum (um 84.000 ísl. kr.) og er ætlast til að unnið verði að rannsóknum á tímabilinu maí 1985 til ársloka 1986. Einnig er greiddur nauðsyn- legur ferðakostnaður, en gert er ráð fyrir að rannsóknir geti fárið fram í fleiri en einu ríki bandalagsins. Styrkirnir verða aðallega veittir háskóla- menntuðu fólki, þótt gera megi undan- tekningu frá því. Styrkþegum ber að skila lokaskýrslu um rannsóknir sínar á ensku eða frönsku fyrir árslok 1986. Umsóknir skulu berast ráðuneytinu eigi síðar en 15. desember 1984. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 5. nóvember 1984. Umræöurfundur um gróður og beit Föstudaginn 9. nóvember gengst Líffræðifé- lag Islands fyrir opnum umræðufundi um gróður og beit. Sérfróðir menn munu hafa framsögu og síðan verða umræður bæði á palli og úr sal. Það hefur löngum verið deilt um áhrif beitar á gróður hér á landi sem annars staðar. Má minna á að í sumar varð töluverð umræða um þessi mál í tengslum við upprekstur hrossa á Auðkúlu- og Eyvindastaðaheiði. Enginn neitar því að mjög hefur gengið á landið síðan menn settust hér að en deilan snýst um það hversu áhrif mannanna, bæði bein og óbein, eru mikil í því sambandi. Niðurstöður ýmissa fræðimanna, sem rannsakað hafa beitarþol og ástand gróðurs, Iiggja nú fyrir en skortur hefur verið á því að þær hafi verið ræddar mikið opin- berlega. Félagið boðar því til opins fundar þar sem þessi mál verða rædd á fræðilegum grundvelU. AUir, sem áhuga hafa á þessum málum, eru hvattir tU a ð mæta. Fundurinn verður haldinn í ráðstefnusal Hót- el Loftleiða og hefst kl. 15. Framsögu hafa: 1. Hörður Kristinsson, prófessor f grasafræði. Hann talar um: „Náttúrulegt gróðurfar og áhrif sauðfjárbeitar.” 2. Ingvi Þorsteinsson, deUdarstjóri gróður- farsdeUdar Rannsóknastofnunar Land- búnaðarins, sem talar um: „Ahrif beitar á gróðurfar.” 3. Olafur Dýrmundsson, landnýtingaráðu- nautur Búnaðarfélags Islands, sem talar um: „Beitamýting og skipulagning beitarmála.” Auk framsögumanna taka þátt í paUborðsum- ræðum þeir Stefán Aðalsteinsson, deUdar- stjóri búfjárdeUdar Rannsóknastofnunar Landbúnaðarins og Sveinn RUnólfsson, land- græðslustjóri. Fundarstjóri verður Þorsteinn Tómasson, aðstoöarforstjóri Rannsóknastofnunar Land- búnaðarins. Stjórn Líffræðifélags Islands. Kvenfólagið Seltjörn hefur fjáröflunardag 11. nóv. Móttaka á flóa- markaösmunum er 8. nóv. frá kl. 20 i félags- heimiUnu. Móttaka á kökum er 11. nóv. kl. 10-12. Stjómin. Kattaeigendur, merkið ketti ykkarl Þeir kattaeigendur sem ekki inerkja ketti sina geta átt það á hættu að köttum þeirra verði lógað. Kattavinafélagið. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 21., 23. og 24. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984, á eigninni Urðarstíg 6, efri bæð, Hafnarfirði, þingl. eign Friðriks A. Jónssonar og Olgu K. Símonardóttur, fer fram eftir kröfu Hafnar- fjarðarbæjar á eigninni sjálfri f östudaginn 9. nóvember 1984 ki. 16.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 21., 23. og 24. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984, á eigninni Miðvangi 41,4. hæð, íbúð 408, Hafnarfirði, talin eign Kristjáns Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl., og innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 9. nóvember 1984 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Hafnarf irði. Kvennaathvarfið er opið aUan sólarhringinn, sími 21205, húsa- skjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi i heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Skrifstofa samtakanna er að Hall- veigarstööum, sími 23720. Opið er alla virka daga kl. 14—16. Pósthólf samtakanna er 405. Gíróreikningur 44442-1. Jólaföndurnámskeið Jólaföndumámskeið að hefjast hjá HelmUisiðnaðarskólanum. Myndvefnaður 13. nóvember. Barnafatasaumur 14. nóvember. Vefnaður 14. nóvember. Innritun að Laufásvegi 2. Kvennaráðgjöfin, Kvennahúsinu við Hallærisplanið, er opin á þriðjudögum kl. 20—22, sími 21500. Knattspyrnufélagið Víkingur ’Æfingatafla Meistaraflokkur karla, miðvikudögum kl. 21.20-23.00 2. flokkurkarla laugardögumkl. 14.30—16.10 3. flokkur karla sunnudögum kl. 14.30—16.10 4. flokkur karla sunnudögum kl. 16 16.10— 17.40 5. flokkurkarla laugardögum kl. 12.50—14.30 sunnudögum kl. 9.30—11.10 6. flokkur karla á þriðjudögum kl. 17.10— 18.50. Ath. Æfingar 6. flokks eru í iþróttahúsi Foss- vogsskóla. Meistaraflokkur kvenna mánudögum kl. 17.10-18.50 2. flokkur kvenna sunnudögum kl. 12.50—14.30 Eldriflokkur: sunnudögum kl. 17.40—18.50 Mætum vel og stundvíslega á æfingar. Stjórnin. Fundir Aðalfundur skíða- deildar Vfkings verður haldinn i félagsheimilinu við Hæðar- garðí kvöld, 6. nóvember, kl. 20.30. Stjórnin. Happdrætti Frá happdrætti Hjartaverndar Vegna hinna löngu verkfalla var nauðsynlegt að fresta drætti í happdrætti Hjartaverndar en draga átti í þvi 12. október síðastliðinn. Nú hefur verið ákveöiö að draga i happdrettinu föstudaginn 16. þ.m. Skrá um vinninga verður birt laugardaginn 17: þ.m. í útvarpi, blöðum og símsvara happ- drættisins (83947). Enn eru nokkrir happdrættismiðar óseldir og eru þeir til sölu í happdrættisbílnum í Austur- stræti og eins má panta miða á skrifstofu Hjartavemdar, sími 83755. Þessi læða er í óskilum í Einholti 11. Hún er svört, hvít og brún, með brúnt trýni og fannst hún fyrir mánuði. Upplýsingar í síma 15893. Basarar Kvenfélag Hreyfils verður með basar, kökusölu og flóamarkað í Hreyfilshúsinu 11. nóvember. Konur eru beðnar að gera skil fyrir fimmtudagskvöldið 8. nóvember. Verkakvennafólagið Framsókn minnir á hinn árlega basar sinn á Hallveigar- stöðum 17. nóvember nk. Byrjað er aö safna basarmunum og væntir stjórn félagsins að félagsmenn og velunnarar komi munum á basarinn í skrifstofu félagsins, Hverfisgötu 8—10 (Alþýðuhúsið), á venjulegum skrifstofu- tima. Tónleikar Háskólatónleikar Þriðju háskólatónleikarnir á haustmisseri 1984 verða haldnir í Norræna húsinu í hádeg- inu miðvikudaginn 7. nóvember. Flutt verða færeysk sönglög; þjóðlög og lög eftirH.J. Hejgaardog J. Waagstein. Flytjendur eru Koibrún á Heygum mezzosópran og Oiafur Vignir Albertsson, píanó. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og standa u.þ.b. hálftíma. TónleikanefndHáskóia tslands. Siglingar Akraborg: Vetraráætlun Akraborgar hefur tekið gildi. Virka daga fer skipið f jórar ferðir á dag milli Akraness og Reykjavíkur. Á sunnudögum þrjár ferðir. Þá er fyrsta ferðin með skipinu kl. 11.30 frá Akranesi og ki. 13 frá Rvík. Þannig er áætlunin. Frá Akranesi kl. 8.30 kl. 11.30 kl. 14.30 kl 17.30 FráRvík kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 16.00 kl. 19.00 Yfir vetrarmánuðina eru engar ferðir eftir kl. 19.00. SIGURDAGUR A ÓLYMPÍUMÓTI Valskonur Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn að Hótel Loftleiðum (kjallara) þriðjudaginn 6. nóvember kl. 20.30. Áriðandi að sem flestir mæti. Aðalfundur pöntunarfélags Náttúrii- lækningafélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 7. nóvember kl. 20.30 að Laugavegi 25. Venjuleg fundarstörf. Stjórnin. Næstsíöasti dagur ólympíumótsins i bridge var ein samfelld sigurganga hjá islensku sveitinni sem sigraöi þrjó leiki í röö: Svíþjóð 19—11, Bermúda 25—3 og Belgíu 21—9. Eru Islendingamir komnir i 9. sæti i sinum riöli (af 27) með 424 stig. Fast á hælumþeira eruV-Þjóðverjarmeð407 stig en i 8. sæti er Argentina meö 426 stig. Síðasta daginn spilar Island viö Bandaríkin og Marokkó, Argentína við Belgíu og Bandaríkin og V-Þýskaland spilar viö Hong Kong og Spán. -GP. Einvígi Karpov og Kasparov í Moskvu: Þrettánda jafnteflis- skákin í röð Tuttugasta og önnur skákin í ein- viginu í Moskvu varö aöeins tuttugu leikir og þá hafa þeir teflt þrettán skákir i röð án þess aö staöan hafi breyst. Karpov hefur enn sína fjóra vinninga i plús síöan i niundu skák- inni og þarf að vinna tvær skákir til viöbótar til þess aö tryggja sér sigur- inn í einvíginu. Þaö gæti hins vegar reynst honum erfitt þvi Kasparov lætur sér jafntefli vel lika. I skákinni í gær beitti Kasparov katalónskri vöm sem hann hefur aö- eins einu sinni áöur teflt í einvíginu, í 8. skákinni, sem reyndar lauk einnig með jafntefli eftir jafnmarga leiki og nú. Skókimar skiptu þó um farveg strax í 8. leik er áskorandinn breytti út af. Karpov heimsmeistari ihugaöi 10. leik sinn i hálfa klukkustund en samkvæmt fregnum frá Moskvu virtist hann þó yfirvegaður og fullur sjálfstrausts. Kasparov bauö honum jafntefli eftir 20. leik sinn, haföi þá heldur þægilegri stööu en þessa dagana vinnur hann aö því að endurheimta sjálfstraustiö. Hvítt: GarríKasparov Svart: Anatoly Karpov Katalónsk vöra. 1. d4Rf6 2. c4e6 3.g3 Fram aö þessu hefur drottningar- indverska vörnin, sem hefst meö 3. Rf3 b6, verið langvinsælasta byrjun- in í einvíginu. Kasparov náöi góöum árangri meö katalónsku byrjuninni i einviginu við Kortsnoj í London fyrr á árínu. 3. — d5 4. Bg2 Be7 5. Rf3 0-0 6. (M) dxc4 7. Dc2 a6 8. a4 Hinn leikurinn i stöðunni, 8. Dxc4 bar lítinn árangur i 8. skákinni. 8. — Bd7 9. Dxc4 Bc6 10.Bg5a5 lón L. Áinason Leikið eftir hálftíma umhugsun. Karpov hefur veríð að rif ja upp skák- ir sínar við Hiibner frá árinu 1979.1 Montreal lék hann textaleikinn en i Tilburg varð framhaldið 10. — Bd5 11. Dd3 c5 12. Rc3 cxd4 13. Rxd5 Rxd5 14. Bxe7 Dxe7 15. Rxd4 Rc6 og skákinni lauk meö jafntefli. 11. Rc3 Ra6 12.HaclDd6!? Hann lék 12. — Bd5 gegn Hiibner i Montreal ’79 og þeir sömdu um jafn- tefli eftir 13. Rxd5 exd5 14. Db5 Rb4! 15. Dxb7 Bd6 16. Re5 Hb8 17. Da7. Hins vegar er 13. Dd3 Rb4 14. Dbl og síðan e2—e4 talið betra. 13. Re5 Bxg2 14. Kxg2 c6 15. Bxf6 gxf6 Ekki 15. - Bxf6?! 16. Re4 Dd8 17. Rxf6 Dxf6 ? 18. Rd7 og vinnur skipta- mun. 16. Rf3 Hfd8 17. Hfdl Db4 18. Da2 Hd7 19. e3 Had8 20.Hc2 Um leiö og Karpov lék bauð hann jafntefli, sem Karpov þáði. Hvítur hefur liðlegri stöðu og undir venju- legum kringumstæðum heföi Kasp- arov vafalítið teflt áfram. JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.