Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1984, Blaðsíða 8
8 DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. NOVEMBER1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Ekki gefíns að eignast bam — en ertu annars einstæð eða gift? Hvenær er besti tíminn i lífi manns til aö eignast bam? Margt veröur aö athuga viö slikar ákvarö- anir svo sem aldur, f járhag, framtíö- aráform, vinnutap og bamapössun. Kostnaöur er enginn við feðingar hér á landi fyrir foreldrana sjálfa heldur greiöir rikið fæöingarstyrk sem fer i gegnum sjúkrasamlögin og er fyrir greiöslu á öllum skoöunum á meðgöngutímanum svo og fæðing- unni sjálfri og sjúkrahúsvist. Hins vegar, ef konur óska eftir heimafæö- ingu, sem er mjög sjaldgæft, er ein- hver aukakostnaöur fyrir læknl og hjúkrunarkonu. Fæöingarstofnanir i Reykjavík em tvær: Fæðingarheim- iU Reykjavíkur og Landspitallnn. Konur þurfa ekki aö ákveöa fyrir- fram hvar þær ætli að fæða heldur geta þær fariö í mánaðarlegar skoö- anir hvert sem er, á Landspitalann eöa á hvaða heilsugæslustöð sem er. Bætur, meðlög, styrkir: Bamabætur eru reiknaðar viö álagningu en miöast við fjölskyldu- stærö um síöastliöin áramót hverju sinni og koma til frádráttar eöa end- urgreiöslu eftir þvi hversu skattar eru háir. Bamabætur hjóna meö eitt bam em 6000 krónur á ári en 9000 krónur með hverju bami umfram þaö. Bætur til einstæðs foreldris eru 12.000 krónur meöhverju bami. Barnsmeölög og mæöralaun fá einstæðir foreldrar og em þau greidd út 10. hvers mánaöar. Bamsmeölag er 2117 krónur á hvert bam. Meðlög- in koma frá Tryggingastofnun rikis- ins en meölagsgreiöandi greiöir hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga sömu upphæð. Mæðralaun em 1327 krónur fyrir eitt bam, 3476 krónur fyrir tvö og 6166 krónur fyrir þrjú böra. Fæðingarorlof: Eftir fæöingu á kona rétt á þriggja mánaöa fæöingarorlofL Greiöslum i fæðingarorlofi er skipt niöur i þrjú þrep: 1 fyrsta flokki em þær konur sem hafa unnið fullan vinnudag fyrir fæð- inguna eöa skilaö 1032 stundum siö- ustu 12 mánuöi fyrir orlofstöku. Þær fá 15.866 krónur á mánuöi, sem gerir samtals 47.298 krónur i þrjá mánuöi. 1 öörum flokki lenda þær konur sem skilaö hafa 516 vinnustundum á 12 mánuöum fyrir orlofstöku.Er or- lofsgreiðsla til þeirra 10.577 á mán- uöi eöa samtals 31.731 krónur. 1 þelm flokki lenda einnig flestir nemendur sem hafa verið i skóla i þrjá mánuöi eöa meira á siöastliönum 12 mánuö- um fyrir orlofstöku. Bóndakonur eru einnig metnar sem hálfsdagsvinnu- kraftar og fá þvi sömu upphæö. I þriöja flokki lenda þær konur sem em húsmæöur og ekki hafa náö að vinna úti 516 tíma. Þær fá orlof upp á 5.289 krónur á mánuði, sem er samtals 15.867 krónur. Mismunur á fyrsta og þriöja flokki er 31.431 króna. Pabbinn getur sótt um orlof i einn mánuö, sem myndi þá dragast af or- lofi mömmunnar, þannig aö hún fengi aöeins tveggja mánaöa orlof. Ef móöirin væri t.d. í öðrum eöa þriöja flokki myndi faöirinn komast inn i fyrsta flokk svo lengi sem hann hefði verið í fullri vinnu en umsókn fööur er aöeins hægt aö taka til greina meö samþykki móöur. Barnapössun: Bamapössun er mál sem þarf aö gera ráö fyrir á fjárlögum heimilisins um sex ára skeiö eöa þar til baraið fer í skóla, þvi eins og íslenskt þjóöfélag er uppbyggt þurfa flestlr aö vinna úti frá bömum sinum: einstæðir vegna þess aö þeir eru fyrirvinna heimilisins og bæöl hjónin vegna skattalaga hér á landi — laga um skiptingu tekna miili hjóna, sem margbúlö er aö rita um. Töluveröur munur er geröur á einstæöum foreldrum annars vegar Mlklar deilur hafa verið um dagvlstunannál hér á landi undanfarin ár. og hjónafólki hins vegar. Eflaust á sá munur rætur sinar aö rekja til hús- næöisskorts eöa plássleysis dag- heimila eöa fjárskorts rikisins en ekki munu menn vera á eitt sáttir um ástæöur þessar og hefur ýmsu veriö varpaö fram til lausnar dagvistunar- málum. Gagnrýni hefur veriö mikil á niöurgreiöslur borgarinnar til einstæðra foreldra bæöi á dag- heimilum og hjá dagmæðrum á meöan hjónafólk kemst ekki meö litlu tána inn á dagvistunarstofnanir og þarf þvi aö notast viö dagmæöur þar sem borga þarf tæplega helmingi meira en hjá dagvistunarstofiiun- unum. Dagvistunarstofnanir: Böm einstæöra foreldra em látin sitja fyrir plássum á dagheimilum og geta foreldrar þeirra sótt um pláss um leiö og bamið fæöist. Biö- tími er um eitt ár og kemst bamiö þvi inn um eins árs aldur. Verö fyr- ir böm einstæðra er 2.000 krónur á mánuöi fyrir 8 tima á dag. Hins vegar getur hjónafólk ekki sótt um dagvistun fyrr en bamiö er oröið tveggja og hálfs árs og er biö- tíminn einnig um ár þannig aö barniö kemst aldrei inn fyrr en þriggja og hálfs árs. En aðeins 10 prósent af bömum hjónafólks eru tekin inn á dagvistunarstofnanir svo aö ekld em miklar líkur á aö hjónafólk fái pláss hjá dagheimilum þó svo aö umsóknin nái inn. Dagmömmur: Dagmæöur eru orönar nokkrar í Reykjavík og víðar 6 landinu og hafa þær stofnað samtök meö sér, Samtök dagmæöra. Þær hafa eigin gjaldskrá. Þær dagmæður sem sótt hafa námskeiö á vegum félags- málastofnunar eöa hafa menntun á uppeldissviöi hafa rétt til aö nota 7 prósent hærri launaliöi en hinar sem hafa þetta ekki. Fjöldi bama hjá hverri dagmóö- ur er fjögur böm yngri en sex ára en ef sum bömin eru part úr degi, litur málið öðmvísi út og getur hún þá bætt viö sig á öörum tímum. Umsjónarfóstrur á vegum borg- arinnar eru starfandi og er hverfum Reykjavíkur skipt niður á þær. Um- sjónarfóstrumar fara á heimili dag- mæöranna a.m.k. einu sinni í mán- uöi til aö hafa eftirlit meö helmilun- um. Einstæöir foreldrar og hjónafólk borga sömu upphæö til dagmæör- anna en siöan fá einstæðir foreldrar niðurgreiöslu frá borginni og borga þá þaö sama og gerist á dagheimil- unum, 2000 krónur á mánuði fyrir áttatimana. Hjónafólk, hinsvegar, greiðir 5.521 krónu til dagmóður sem fariö hefur á námskeiö, fyrir átta tima pössun með fullu fæöi, en sú upphæð skiptist þannlg niöur: Morgunveröur 472 á mánuöi hádegisverður 1.217 á mánuöi síödegishressing 472 á mánuði viöhaldá leikföngum o. fl. 648 á mánuöi mánaöarkaup dagmóöur 2.712 ámánuöi Samtals 5.521 á mánuöi. Kaupgjald er með 10,17 prósent orlofi þannig aö ef bamiö er tekiö úr pössun á sama tima og bama- heimilin loka á sumrin þurfa for- eldramir ekki aö borga þann mán- uö til dagmóöurinnar. Einnig er kaupgjaldið meö 3,5 prósent veikindadagagreiöslu svo að ef dagmæður verða veikar skulu þær greiða foreldrum til baka þann tíma. Tímakaup fyrir staka tíma er 30,55 krónur og 32,70 krónur meö 7 prósent álagi. Dagmæður sem leyfi hafa fengið eru meö sérstaka viðurkenningu sem dagmæöur og er fólki sem leit- ar til dagmæöra bent á aö fá aö sjá leyfisbréfiö áöur en þaö lætur böm sín af hendi i pössun. JI KANNT ÞU A JÓLASTJÖRNUR? Hún kostar frá 300 til 400 krónur eft- ir stærö. Hún ilmar ekkert en er mjög falleg og vinsælust er jólastjaraan um jólaleytiö. Blómaverslanir em fullar af jólastjömum þessa dagana og er blómatimi þeirra aö byrja. Plöntumar em misstórar, allt frá einni blaöstjömu i plöntur meö 20—30 blaðstjömur, sem geta þá orðið 50 cm háar. Sé jólastjama keypt i blóma vex hún ekki meira þaö tímabiliö. Fyrir blómgun vaxa þær nokkuð hratt, 30— 50 cm, áöur en háblöðin sýna sig. Jólastjaman er skammdegisplanta og þarf þvi myrkur i langan tíma til þess aö háblööin fái á sig lit. Blómgun er frá því seint á haustin eöa á veturaa og fram á vor. Hún þrifst i birtu og get- ur staðiö í sólskini yfir veturinn en þeg- ar hún er i vexti ætti aö skýla henni f yr- irsterkrisól. Hitastig á aö vera venjulegur stofu- hitl á meöan iiturinn er á háblööunum, annars þrifst hún best á nokkuð svöl- um staö en þolir ekki frost. Halda skal moldinni rakri allan vaxtartimann og á meðan blómgun stendur. Vökva skal þrisvar i viku. Aö blómgun lokinni á plantan aö hvílast og á þá aö vökva elnu sinni i viku en oftar eftir klippingu og umpottun. Gott er aö láta fljótandi áburö í vatniö hálfsmánaðarlega á vaxtartím- anum og meöan á blómgun stendur. Einnig er ráölegt aö úða plöntuna dag- lega, svo blööin haldist friskleg. Ef eiga á plöntuna lengur en eitt timabil skal umpotta eftir klippingu um mitt sumar. Umpotta skal aftur eftir 4—6 vikur áöur en blómgun hefst. Klipping örvar vöxtinn og á aö klippa á vorin eftir blómgun og fyrir umpottun. Því fyrr sem sprotar em klipptir af Úrval jólastjarna í elnni blómaverslun borgarinnar. DV-mynd: Bj. Bj. þeim mun stærri veröur plantan þegar förum i nokkra mánuöi en erfitt er aö hún fer aö blómstra. fá hana til aö lifa mikið lengur. Jólastjaman er taliö auöveld i meö- j|

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.