Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1984, Blaðsíða 14
FORSETAKOSNINGAR f BANDARÍKJUNUM MONDALE MONDALE:__________________ Baráttuglaður stofnandi bleiuherdeildarinnar Walter Mondale fæddist áriö 1928 i þorpinu Ceylon í Minnesota. Hann er af Norðmönnum kominn. Upphaflega var fjölskyldunafnið Mundal, en langafi forsetaefnisins amerikaniseraöi nafnið í Mondale. Faðir hans var fátækur bóndi sem síðar geröist prestur. Stjómmál voru vinsælt umræðuefni viö matarborð fjölskyldunnar. Mondale hafði sem strákur litinn áhuga á aö vera dæmigeröur prests- sonur, með hausinn í bókum. Peyi þótti svolitið uppreisnargjam. Mondala og Joan. Mondale eyddi meiri tíma úti á fót- boltavellinum en inni i skóla. Hann var meiri háttar stjarna í amerískum fót- bolta, körfubolta og hlaupi, rétt eins og Reagan. Hann var meðlimur í Repúblikrötunum, stjórnmálaklúbbi gagnfræðaskólans. Einnig hafði hann nógu góða söngrödd til að fá A í söng- keppni skólans. Sjálfur sagðist hann hafa haft „iskrandi barítónrödd” en hún nægði honum til þess að hann gat unnið sér inn vasapening með því að syngja við brúökaup og jaröarfarír. Virkur í stjórnmálum Meö háskólanámi vann Mondale ásamt daglaunamönnum á ökrum bændanna í Minnesota. Hann hætti i skóla i eitt ár vegna láts föður síns 1949. Þegar hann útskrifaðist var hann meðal þeirra allra hæstu i einkunnum. Mondale var virkur í stjómmálum með háskólanáminu. Hann skipulagði sjálfboðaliðahreyfingu nema sem i Minnesota var þekkt sem bleiuher- deildin. Þessi hreyfing studdi við bakið á stjórnmálamönnum eins og Hubert Humphrey sem síðar varð einn nánasti vinur Mondale. Saman unnu þeir að því að boia öfgasinnuðum vinstrimönn- um út úr hinum nýmyndaða Lýðræöis- sinnaöa bændaflokki. Arið 1948 gerðist hann svæðisstjóri Humphreys i kosningabaráttu þegar sá siðarnefndi fór i framboð til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Þar framkvæmdi hann stjómmálalegt kraftaverk því svæðiö sem hann sá um var ihaldssamt repúblikanahérað, en það kaus nú samt demókratann Humphrey í þessum kosningum. Mondale fór í herinn i tvö ár en hélt síðan aftur i skóla. Hann tók lögfræði- próf og setti siöan upp lögfræöiskríf- stofu i heimafylki sínu. Mondale var enn með puttana i stjómmálum og hann stjórnaði kosn- ingabaráttu fyikisstjórans. Að launun: var hann gerður að sérstökum aðstoðarmanni saksóknara Minnesota. - Síðar var hann kosinn saksóknarí sjálfur. Hann þótti dugandi og haröur í þvi embætti. Sérstaklega beindi hann athygli sinni að neytendavernd.rétt- indamálum ýmiss konar og lögum gegn hringamyndunum. Þegar hann barðist fyrir rétti Qarence Earl Gideon, fanga í Flórída, varð hann þekktur um gjörvöll Bandaríkin. Þá fékk hann Hæstarétt til aö staðfesta aö veita yrði þeim sem saksóttir voru fyrir stórglæpi ókeypis réttarvemd. Þegar Humphrey varð varaforseti var Mondale fenginn til aö setjast í sæti hans í öldungadeild Bandarikja- þings. Arið 1972 var hann kjörinn í þaö þingsæti. Sem þingmaöur var Mondale einn þeirra allra frjálslyndustu. Hann varöi rétt „fólksins sem er valdalaust en heimtar að á það sé hlustað”. Hann var einn ákafasti stuöningsmaöur réttinda blökkumanna. Alla sina þingmannstið var Mondale á móti miklum auknum f járútlátum til hersins. Honum fannst peningunum betur varíö meö þvi að veita þeim til félagsmáia. Hann greiddi atkvæði á móti hljóöfráum flutningavélum, gegn geimskutluáætluninni og margs konar kjamorkuvopnum. George McGovern bauð honum aö vera varaforsetaefni sitt árið 1972 en Mondale afþakkaði. Tveimur árum síðar ákvað hann aö reyna að bjóða sig fram til forseta. Eftir að hafa tekið þátt í kosningaslagnum i sex mánuöi ákvaö hann svo að draga sig til baka. Hann þoldi ekki alla kosningameistar- ana og almenningstengslamennina sem ætluðust til að hann stæði og sæti einsog þeir vildu. ,,Eg hef ekki þaö mikinn áhuga á forsetaembættinu,” sagði hann þá. Arið 1976 var honum boðiö að vera varaforsetaefnl i annaö sinn. Hann þáði boð Carters. Þegar þeim var hafnað 1980 byrjaöi Mondale þegar aö undirbúa sig undir kosningarnar i dag. Þessi undirbúningur hefur veríð aðal- atvinna hans síðustu fjögur ár. Mondale er giftur J oan Mondale. SÉRSTÆÐAR KOSNINGAREGLUR: Varnarmál Auka útgjöld til hermála, en ekki nærri eins mikið og Reagan. Nota peningana heldur í hefðbundin vopn. Hætta við B-1 sprengjuflugvélina og MX flaugina. Byggja einodda kjaraorkuflaugar og kjaraorkuflaugar fyrir Trident 2 kaf- bátana. Sovétríkin Bjóða þeim til toppfundar í Genf innan sjö mánaða frá því hann tekur við embætti. Koma á árlegum slíkum fund- um. Sækjast eftir gagnkvæmri frystingu kjarnorkuvopna. Bjóða sex mánaða bann á kjarnorkusprengingar neðan- jarðar og á prófanir á gagngervihnattakerfum. Miðausturlönd Leggja áherslu á samkomulag í anda Camp David. Ofrá- vikjanlegur stuðningur við ísrael. Banna að selja fullkomin vopn til arabaríkja. Flytja sendiráð Bandaríkjanna til Jerúsalem. Nota Bandaríkjaher, ef nauðsynlegt er, til að verja olíuflutninga gegnum Persaflóa. Mið-Ameríka Minnka heraaðarítök Bandarikjanna. Leggja áherslu á mannréttindi og réttlátari skiptingu lands. Hætta fjár- stuðningi við skæraiiða í Nicaragua. Semja um brottflutn- ing allra erlendra herja af svæðinu. r. i Varnarmál Auka mjög útgjöld til varaarmála. Bæta við nýjum vopnakerfum og bæta hefðbundinn herafla. Koma fyrlr kjaraorkustýriflaugum á sjó úti. Byggja B-1 sprengiflaug- ina og MX kjaraorkuflugskeytið. Sovétríkin Reiðubúinn að tala við Sovétleiðtoga ef fundurinn er vel undirbúinn og miklar líkur eru á árangri af honum. Vill minnka kjaraorkuvopnabirgðir samkvæmt samningum en telur að samningar takist ekki fyrr en Bandaríkin eru að minnsta kosti jafnsterk heraaðarlega og Sovétríkin. Miðausturlönd Styðja ísrael og hægfara arabaþjóðir. Vinna að sjálfræði Palestfnumanna á Gaza-svæðinu og vesturbakkanum. A móti því að flytja sendiráð Bandaríkjanna til Jerúsalem. Mið-Ameríka Sýna heraaðarmátt Bandaríkjanna áþreifanlega. Styðja vinariki með efnahags- og heraaðaraöstoð. Styðja og f jár- magna skæruliða fjandsamlega sandinistum í Nicaragua. FYLKIN SKIPTA ÖLLU MALI I dag eru ekki forsetakosningar í Bandarikjunum. Nei, þetta er ekki prentvilla. I dag, þegar Bandarik jamenn ganga til kosn- inga, kjósa þelr sér kjörmenn sem siöan rétt fyrir jól kjósa endanlega for- seta. Forsetakosningar i Bandaríkjunum eru flókinn atburöur. Viö skulum reyna aö einfalda hann svolítið. Hvert hinna 50 fýlkja, eða ríkja, Bandaríkjanna er sjálfstæð heild í for- setakosningunum. Kjósendur í hverju fylki kjósa sér kjörmenn sem hafa skuldbundlö sig til aö kjósa ákveöinn forsetaframbjóðanda. Fjöldi kjör- manna er mismunandi eftir ibúafjölda fylkisins. Kalifornía hefur flesta kjör- mennina enda fjölmennasta fylki Bandaríkjanna. Sá sem fær meiri- hluta atkvæöa i einhverju einu fylki fær alla kjörmenn þess fylkis. Sá sem fær 270 kjörmenn hefur unnið kosn- ingarnar. Kosningaáætlanir frambjóð- endanna tveggja ganga því út á aö vinna stærstu fylkin og safna þannig aö sér kjörmönnum. Þegar sjónvarpsstöðvarnar í Bandarikjunum skýra frá gangi mála á kosninganótt birta þær gjaman stórt kort af Bandaríkjunum þar sem hvert riki er sérstaklega merkt. í kosning- unum 1980 litaði ein stööin öll þau riki sem Reagan vann meö bláum lit, en ríkin sem Carter vann voru lituð rauð. Þegar öll úrsiit voru komin inn var Bandaríkjakort stöðvarínnar svo blátt aö skar i augun, en þó mátti sjá þrjá rauöa depla. Carter haföi unnið þrjú fylki en Reagan öll hin 47.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.