Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1984, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1984, Qupperneq 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR14. NOVEMBER1984. Skattar felldir niður síðasta starfsár manna „I stuttu máli sagt er ég með þessu aö létta skattbyrði þeirra sem eru að ljúka störfum og fella niður skatta síðasta starfsárið,” sagöi Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra viö DV í gær. Hann lagði fram á Alþingi í gær frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekju- skatt og eignarskatt. I frumvarpinu er lagt til aö þeir er hætta störfum fyrir aldurs sakir, geti dregiö aö fullu frá skattskyldum tekjum sínum, hreinar launatekjur síöustu tólf starfsmánuðina. Á meðan ekki hefur verið tekið upp staögreiðslukerfi opinberra gjalda hér á landi veldur skattbyröi síðasta starfsárið mörgum væntanlegum ellilífeyrisþegum töluverðu óhagræði. Á síðasta ári var samþykktur réttur til frádráttar á helmingi árs- tekna síöasta starfsárið. Þá frádrátt- arheimild nýttu sér 943 framteljendur í ár. Tekjutap ríkis- sjóös við samþykkt þessa stjórnar- frumvarps yrði líklega um 30 milljónir króna. -ÞG. Kristín Ástgeirsdóttir. Sverrir Sveinsson. Magnús H. Magnússon. ÁTTA VARAMNGMENN Þrír varaþingmenn tóku sæti á Aiþingi í gær. Sverrir Sveinsson, veitu- stjóri á Siglufirði, tók sæti Páls Péturs- sonar, þingflokksformanns Fram- sóknarflokksins. Magnús H. Magnús- son, varaformaður Alþýöuflokksins, tók sæti Karls Steinars Guðnasonar og Kristín Ástgeirsdóttir sæti Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur, þingmanns Samtaka um kvennalista. Karlmenn- imir tveir, Sverrir og Magnús, hafa báðir setið áöur á þingi en um frum- setu er að ræða hjá Kristínu Ástgeirs- dóttur. Alls eru átta varaþingmenn inni á þingi nú. -ÞG. KONUNGLEG BIÐ EFTIR HELGA T. Stöðugar samningaviðræður eiga sér nú staö bréfleiðis og símleiöis yfir Atlantshafið á milli Helga Tómassonar balietdansara í New York og Henriks B. Lysberg, for- stjóra Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn, um ráðningu þess fyrrnefnda í stöðu balletmeistara við Konunglega balletinn. „Urslit liggja ekki fyrir fyrr en í fýrsta lagi í næstu viku og óvíst hvernig fer þar sem Helgi vill fá meira en þær 500 þúsund danskar krónur (1.500.000 ísl. kr.) sem við getum boðið í árslaun,” sagði tals- maður Konunglega leikhússins í samtali við DV í gær. -EIR Forsætisráðherra: Frestar stefnunni Steingrímur Hermannsson for- yfirlýsinguna úr þingsölum og átti aö sætisráöherra hefur frestað flutningi útvarpa boðskapnum. En stefnan stefnuyfirlýsingar ríkisstjóm- liggurekkifyrirogþvífrestastmálið arinnar. Svo sem kunnugt er ætlaði umóákveðinntíma. forsætisráðherra að flytja stefnu- -ÞG. Konur eiga að fá sinn hlut — segir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir um miðstjórnarkjör á ASÍ-þingi „Eg er þeirrar skoðunar að annað- hvort eigi konur að fá sinn sanngjarna hlut í miðstjórn ASI eða að láta karl- peninginn eingöngu um þetta. Eg legg eindregið til að konur standi saman og láti flokkssjónarmið lönd og leið og fjölgi konum í miðstjóminni á þessu þingi,” sagði Aðalheiður Bjamfreðs- dóttir, formaður Sóknar, um þá tillögu sem fram er komin að fjölga í mið- stjórn ASI úr 13 í 16 fulltrúa og kjósa auk þess tvo varaforseta í staöeins. Aðalheiður á nú sæti í miðstjóminni ásamt meö Þórunni Valdimarsdóttur, fyrrverandi formanni Framsóknar. „Það eru einhverjir formenn lands- sambanda innan ASI sem eru utan við miöstjórnina og ég hef grun um að tillagan um fjölgun sé fram komin til að koma þessum mönnum inn,” segir Aðalheiður. „En ég vil að konur fái sinn sanngjama hlut því þær eru þriðj- ungur þingfulltrúa á ASl-þingi en eiga ekki nema tvo fulltrúa. Ég hef alltaf viljað að konur tækju sig saman en væru ekki að draga sig í pólitíska dilka.” Aðalheiður kvaöst ekki vilja gefa sig fram í framboö til varaforseta ASI ef tillagan um að f jölga þeim í tvo næöi fram að ganga. Hins vegar kvaðst hún styðja til þess hvaða konu sem væri. Á síðasta ASI þingi árið 1980 voru 450 þingfulltrúar, þar af voru 124 konur, eða um 28%. Sem fyrr segir voru þá aðeins kosnar tvær konur í miðstjómina. -OEF. Aðalheiður Bjarafreðsdóttir, formaður Sóknar. I dag mœlir Dagfari í dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari ÚTSÖLUPRÍSAR A GABBRÓI? Þjóðviljinn smalaði saman 22 kennurum og lét mynda þá fyrir framan nýbyggingu Seðlabankans. Myndina birti Þjóðviljinn svo á for- síðu í gær. í texta sem fylgdi var þess getið, að grabbróklæðning Seðla- bankahússins kostaði 1,2 milljónir króna og jafngildi sú upphæð þriggja mánaða launum kennarahópsins. Hins vegar láðist að geta þess hvort þessi samanburður væri gerður til að sýna léleg laun kennara eða hvort gabbróklæðningin væri svo dýr að til tíðinda heyrði. Nú vill svo til aö kennarar hafa al- mennt þriggja mánaða sumarfrí á ári hverju, það er að segja mánuðina júní, júlí og ágúst. Þeir em hins veg- ar á f ullum launum allan timann og í sjálfu sér ekkert við það að athuga enda era það ekki kennarar sem ráða lengd skólagöngu á ári hverju. En þegar maður sér að fyrir sömu upphæð og ríkið greiðir 22 kennurum fyrir að gera ekki neitt, má klæða stórhýsi með gabbrói fer maður ósjálfrátt að reikna áfram. Hvað má gera mikið fyrir laun 500 kennara sem era í fríi þrjá mánuði á ári á full- um launum, eða 1500 kennara? Það mætti án efa gabbróklæða alla borg- ina á nokkrum árum fyrir þær upp- hæðir. Kennarar halda því gjarnan fram og sjálfsagt með réttu, að hluta sum- arsins verji þeir til að sækja endur- menntunarnámskeið. Þvi sé rangt að þeir hafi frí allt sumarið. Gott og vel. Látum svo vera. En það er heldur ekkert smáræði sem kennsla baraa er skert á hverjum vetri vegna fundahalda hjá kennurum og svo- kallaðra námskeiða. Ekki síst virðist þessi fundagleði og fróðleiksfýsn kennara bitna á yngstu bömunum, enda er vist ekki ætlast til að þau læri mikið i skólunum fyrstu veturna. Kveður svo rammt að þessum funda- fríum að suma mánuði fellur kennsla niður dögum saman af þessum sök- um. Enda er árangurinn cftir þvi. Sjö ára gamalt bara i Reykjavik sem heíur veriö tvo vetur í skóla er enn ekki búið að læra að lesa, einfaldlega vegna þess að svo langt er kennslan ekki komin. Þessir tveir fyrstu vetur era lítið annað en leikskóli með fundafrium inni á milli leikjanna. Duglegir og fróðleiksfúsir krakkar fá leið á þessu hangsi, ekki síst ef for- eldrarair hafa gerst sekir um þann glæp að kenna þeim að lesa heima alvarlegum augum af kennaraliðinu fyrir. Slik afglöp era litin mjög sem brátt mun fá viðurkenndan Þau em 3 mánuði að vinna fyrir gabbróinu einkarétt sinn á að kenna börnum lestur og skrift. Þegar sá elnkaréttur er fenginn verður foreldram eflaust hótað málsókn ef þeir dirfast að segja börnunum til heima fyrir. Kennarahópur Þjóðviljans er á móti því að Seðlabanklnn skuli klæddur gabbrói. Hópurlnn telur efa- laust að þeim peningum sem gabbró- ið kostar væri betur varið til að hækka laun kennara. Kennarar Þjóð- viljans hafa líklega fengið leyfi til að skreppa frá í frímínútunum til að láta smella af sér mynd með gabbró- ið í baksýn. Alla vega er auðséð að myndln er tekin í björtu, en dagsbirt- an er ekki lengri en svo á þessum árstíma, að börnin fara í skóla í myrkri á morgnana og koma heim í rökkri síðdegis. Það hefði verið gam- an að vita hve ríkissjóður borgaði gabbróhópnum háa upphæð í laun á meðan á myndatökunni stóð. Kröfu- harka kennara hefur verið með ólík- indum í haust og vetur. Hvernig væri að einhver færi að koma með kröfur á móti í garð kennara. Til dæmis að halda uppi fullri kennslu og hlífa nemendum við sífelldu sifri um lág laun og slæman aðbúnað. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.