Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1984, Side 10
10
Útlönd
DV. MIÐVKUDAGUR14. NOVEMBER1984.
Útlönd Útlönd Útlönd
Hægrislnna gagnbyMngarmenn i
Nicaragua haida úti 15 þúsund
manna skæruhar gegn
sandinistum maO stuOningi
Bandaríkjanna.
Hernaðarleg lausn
Reagan-stjómin telur að aðgerðir
hennar í Mið-Ameríku séu
nauösynlegar til aö stemma stigu við
útbreiðslu kommúnismans í heim-
inum, og sérdeilis svona nærri
bæjardyrunum. Dag hvem dælir
Washington tveim milljónum dollara
í hernaðar- og efnahagsaðstoð við E1
Salvador til þess aö hjálpa stjórninni
þar að berjast gegn vinstrisinna
skæruliöum. 1 nágrannalandinu
Hondúras hafa Bandarikin komið
upp fjölda herstöðva og herlið
Hondúras og bandarískir herflokkar
hafa stundaö heræfingar í sam-
einingu, oft á landamærum Nicara-
gua, síðan í febrúar í fyrra og er ætl-
un aö halda þvi áfram fram á árið
1986.
Til þess að auka þrýsting á vinstri-
sinna í Managua aöstoðaöi Wash-
ingtonstjórnin viö aö koma á lagg-
irnar 15 þúsund manna her hægri-
sinna gagnbyltingarmanna í Nicara-
gua sem halda þar úti skæruhernaði
til þess aö bylta stjóm sandinista.
Meö þessu sýnist Bandaríkjastjóm
hafa reitt sig meir á hemaðarlega
lausn mála i Mið-Ameríku og það í
sjálfu sér gerír allar samkomulags-
umleitanir enn erfiðari en ella. Svo
sem eins og viðleitni Contadora-rikj-
anna (Mexíkó, Kólombíu, Venezúela
og Panama) til meðalgöngu sem
hefur strandað vegna synjunar
Bandarík janna á aö fækka hernaðar-
ráögjöfum og herliöi i Miö-Ameríku.
1 byrjun réttlætti Reaganstjómin
stuöning sinn viö gagnbyltingar-
menn i Nicaragua sem mikilvægan
til þess aö draga úr hergagnamiölun
sandinista til vinstri sinna skæruliða
í E1 Salvador. Nú segir hún mark-
miðið aö knýja sandinistastjórnina
til aukins lýðræðis, þvi aö hún litur á
stjóm sandinista sem einræðisstjóm
og kosningarnar á dögunum sem
„sovéskar” í framkvæmd.
Ofriöarský hafa hrannast á loft i
sambúð Nicaragua og Bandaríkj-
anna á siðustu dögum eftir nýaf-
staðnar kosningar í báðum lönd-
unum. Sambúð þessara rikja var þó
ekki tiltakanlega ástrík fyrir, svo að
vægtsétilorðatekiö.
Eldfíaugar og herþotur
Kosningarnar tryggðu áframhald-
andi stjórnarsetu i báðum ríkjum
stjórnmálamanna sem lítinn áhuga
viröast hafa á því að ná sáttum. Aöur
en sólarhríngur var liðinn frá for-
setakosningunum i Bandarikjunum
magnaöist spenna af komu sovésks
flutningaskips til hafnar i Nicara-
gua, en það var talið flytja eld-
flaugar og MIG-herþotur.
Bandarikjamenn létu fyllilega á
sér skilja að þeir mundu ekki þola að
svo langdrægum vopnum væri komið
fyrir i Nicaragua og i loftinu iá aö
þeir gætu hugsað sér aö grípa til
hernaöaraðgerða ef Nicaragua
beygði sig ekki undir það sjónarmiö.
I Managua var borið á móti þvi að
sovéskar herþotur væru með
skipinu. Sandinistar túlkuðu um leið
kosningaúrslitin i Bandaríkjunum
sem itrekun hættunnar á innrás frá
Bandaríkjunum.
Gagnkvœmar ásakanir
I kosningunum i Nicaragua höfðu
sandinistar hlotið tvo þriöju at-
kvæða. Þessi fyrrum byltingarsam-
tök þjóðemissinna, sem veltu hægri
haröstjóm Anastasio Somoza úr stóli
1979, hafa verið Reagan forseta
mikill höfuðverkur. Hann sakar þá
um aö styðja skæruliöahreyfingar
vinstrísinna í Mið- og Suður-Ameriku
og stuöla að útbreiðslu kommúnisma
við bæjardyr Bandaríkjanna.
Svo oft hafa sandinistar hrópaö
„Ulfur! Ulfur!” um yfirvofandi
innrás Bandaríkjanna að menn hafa
smám saman dofnað yfir. En yfir-
lýsingamar í Washington út af
þessum MIG-þotum, sem taldar vora
meðal farms sovéska flutninga-
skipsins, komu mörgum til að leggja
viðhlustiraðnýju.
Áður en það kom til höfðu menn þó
búist viö þvi að áframhaldandi seta
Reagans á forsetastóli mundi leiða
til sömu stefnu hans um aukna hern-
aðaríhlutun í þessum hluta álfunnar.
Frá upphafi hafa samskipti þessara
tveggja rikisstjórna einkennst af
hugmyndafræðilegum ásteytingi.
Reagan og hægri öflin annarsvegar
og sandinistar og kommúnistar hins
vegar. Það hefur gefið lítiö svigrúm
til málamiðlunar eða sátta.
Um það era stjómmálamenn i Mið-
Ameríku sammála, hvort sem drag-
ast í hægri eða vinstrí dilka, aö
einskis friðar megi vænta í þessum
hluta álfunnar á meðan ófriður er í
Nicaragua.
Ólgan í Mið-Anteríku
ÞURRKAVANDAMAUD
VEX HRÖDUM SKREFUM
Þurrkavandamálið í Eþíópíu vex
nú hröðum skrefum og segja ráða-
menn þar og fulltrúar Sameinuðu
þjóöanna aö auk hörmunganna i
norðurhluta landsins sé ástandið aö
veröa álíka slæmt í Austur-Eþiópíu.
Aralangir þurrkar á Harrarghe-
svæðinu samfara miklum fólks-
Ðutningum Eþíópíumanna þangaö
frá Sómaliu í leit að mat gætu
auðveldlega leitt til þess aö ástandið
þar verði svipað og það er nú i Wollo-
héraði í norðurhluta landsins þar
sem hundruð manna deyja á
hverjum degi.
,í)f ekki verður grípiö til
einhverra aögerða strax er liklegt aö
ástandið verði jafnslæmt og þaö er í
Wollo ef ekki verra,” segir Getachew
Tapesse, rítari verkamanna-
flokksins i Eþíópíu 1 Erre, þar sem
hirðingjar streyma nú að úr eyði-
mörkinni í leit að mat.
Nicholas Bwakira, yfirmaður
flóttamannaskrifstofu Sameinuöu
þjóöanna i Eþíópíu, sagöi blaöa-
mönnum: „Ef aðstoð berst ekki til
þessa svæöis á næstu þrem
mánuðum verður Harrarghe annað
Wollo. Fólkið mun deyja, það er
ekkert annaö sem liggur fyrir þvL ”
Aöalstöðvar Bwakirá UNHCR i
Genf, hafa faríö fram á neyðarhjélp
til handa Harrarghe-svæðinu sem
nemur yfir 2 milljónum dollara.
Sem stendur rekur UNCHR litla
hjálparstöð fyrir 5000 brottflutta
Eþíópíumenn frá Sómalíu á þessu
svæöi en fyrir utan hana er enga
erlenda aðstoð aö finna þar nú og
ólíkt því sem gerist í Wollo, þar sem
afleiðingar þurrkanna hafa verið
augljósar undanfaríö ár, era engar
aðrar erlendar hjálparstofnanir á
þessusvæði.
31 hjálparstofnun
Alls eru starfandi 31 erlend
hjálparstofnun i Eþíópíu en
eþiópiskir ráðamenn segja að Harr-
arghe hafi ekki veríð talið
hættusvæði þvi aö áður en flótta-
mennirnir byrjuðu að streyma
þangaö komst svæðið af. Nú getur
þaö ekki brauöfætt alla sem þar era.
Viðkvæmir lifshættir i Harrarghe,
þar sem 3,5 milljónir manna búa,
þola ekki þurrkana sem eyöilagt
hafa uppskeruna og drepiö búpening.
I allt gætu 90.000 manns farist ef
ekkert er að gert, segja ráöa-
menn... „Eg óttast aö umheimurinn
muni gleyma Eþíópíu áöur en
eitthvað verður gert fyrir Harr-
arghe. Það yrði harmleikur. Þetta er
stærsta hérað í öllu landinu,” segir
Bwakira.
Erre
Erre er smábær á jámbrautar-
línunni 65 km vestur af Dire Dawa.
Erre-áin hefur ekki þornað upp
ennþá og sér fyrir áveituvatni til
þeirra bænda sem búa í nágrenninu.
Hún er græn vin i brennandi auðn-
inni.
Hún getur hlns vegar ekki séö fyrir
nægum raka til að kornrækt
„Moslem-Issa” hirðingjanna í auðn-
inni í kring beri sig. Þurrkarnir hafa
drepið úlfalda þeirra og geitur sem
þeir lifa á og nú hópast þeir til Erre
til aö betla mat.
Um 2500 hirðingjar halda til í
tjöldum rétt utan viö Erre og æ fleiri
þeirra streyma þangað hvem dag.
Að sögn vestur-þýska læknisins
Klaus Hometz eru um 30% þelrra
með augljós merki vannæringar.
Um mánuður er liðinn siðan
hiröingjarnir byrjuðu að streyma aö
og á þeim tima hefur neyöarhjálpar-
nefnd rikisins aöelns getaö úthlutað
mat einu sinni.
„Þetta fólk er statt í blindgötu.
Astand þess verður aö versna að mun
áöur en nokkur fer aö hugsa um aö
bæta þaö,” segir Tahir Ali, héraðs-
stjóri UNHCR.
30 börn hafa dáið
Á þessum mánuði sem liöinn er
hafa 30 dáið, mest böm, úr hungri
eða sjúkdómum, sem eru fylgifiskar
þess ... „Við höfum bókstaflega
engan mat”, segir Kabede Tehana
einn af yfirmönnum Rauöa krossins.
Olíkt því sem gerðist í Wollo komu
fómarlömb þurrkanna til bæjar-
kjamanna í leit að mat er þau voru
enn vel á sig komin likamlega en þau
munu ekki vera það mikið lengur.
„Við gefum þeim sem snúiö hafa
frá Sómaliu mat en það er erfitt svo
ekki sé meira sagt aö láta þá fá mat
en ekki fólkiö sem búið hefur á
svæðinu og aldrei yfirgefið þaö en
þjáist einnig vegna þurrkanna,”
segir Bwakira.