Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1984, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1984, Síða 32
32 DV. MIÐVIKUDAGUR14. NÖVEMBER1984. Sveinn Einarsson veiöistjóri lést 2. nóvember sl. H mn fæddist að Miðdal í Mosfellssveit 14. janúar 1917. Sveinn nam leirkera- og postulínsgerð í Þýskalandi. Sveinn vann við Listvina- húsiö í tuttugu og fimm ár, þar af í 10 ár sem forstööumaður og meöeigandi. Sveinn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Kamma N. Nielsen. Þau slitu samvistum. Sveinn og Kamma eignuöust fimm böm. Seinni kona Sveins var Lára Einarsdóttir en hún lést árið 1975. Utför Sveins verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Ágústa Ingjaldsdóttir lést 7. nóvember. Hún fæddist í Auðsholti 20. ágúst 1892. Foreldrar hennar voru Jóhanna Magnúsdóttir og Ingjaldur Hrjóbjartsson. Agústa var gift Guðmundi Hallssyni. Þau eignuöust þrjú börn. Utför hennar verður gerð frá Langholtskirkju i dag kl. 15. Rósa Guömundsdóttir, Þinghólsbraut 34 Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. nóvember kl. 15. Vigdís Hermannsdóttii kennari, Há- túni 12, veröur jarðsungin frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 15. nóvem- ber kl. 10.30. Þorsteinn Ólafsson tannlæknir, Lauf- ásvegi 42, sem lést 6. nóvember, verð- ur jarðsunginn frá Dómkirkjuiuii í Reykjavík á morgun, fimmtudaginn 15. nóvember, kl. 13.30. Kristjana P. Helgadóttir læknir, Set- bergsvegi 1 Hafnarfirði, verður jarð- sungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 15. nóvember kl. 15. Björn Jónsson lést 5. nóvember sl. Hann fæddist í Reykjavík 25. ágúst 1926. Foreldrar hans voru Jón Árnason og Sigríöur Björnsdóttir. Björn sat í Samvinnuskólanum veturinn 1945—46. Að loknu burtfararprófi þaðan hóf hann störf hjá Sambandi ísl. sam- vinnufélaga og starfaöi þar æ síðan. Hann var um 12 ára skeið verslunar- stjóri í bókabúð Norðra, sem sambandið átti, en lengst af vann hann í verðlagningardeild Sambandsins. Björn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ebba Sveinsdóttir. Hún lést árið 1974. Þau eignuðust þrjár dætur. Seinni kona Björns er Emelía G.V. Húnfjörð sem lifir mann sinn. Utför Björns verður gerð frá Fossvogskirkju ídagkl. 13.30. Sigþrúður Guðjónsdóttir, Flókagötu 33, sem lést 10. nóvember sl., verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykja- vík föstudaginn 16. nóvember kl. 13.30. Kristjin Bjarnadóttir, Þingvallastræti 18 Akureyri, sem lést 8. nóvember sl., verður jarðsungin laugardaginn 17. nóvember kl. 13.30 frá Akureyrar- kirkju. Franziska Karólína Sigurjónsdóttir, Vatnsstíg 9 Reykjavík, verður jarö- sungin frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 15. nóvember kl. 13.30. Gyða Guömundsdóttir, Furugeröi 1 Reykjavík, lést á Borgarspítalanum 13. nóvember. Marteinn Björnsson, Koge Danmörku, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram. Adam Björnsson, Bjarkarstíg 2 Akur- eyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu að kvöldi 12. nóvember. Maria Albina lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, aðfaranótt 12. nóvember. Útförin fer fram frá Kristskirkju í Landakoti mánudaginn 19. nóvember kl. 13.30. Guðný Friðbjarnardóttir frá Klaustur- hólum, Njörvasundi 7 Reykjavík, er lést 6. þessa mánaöar, veröur jarð- sungin frá Stóruborgarkirkju laugar- daginn 17. nóvemberkl. 13. Basarar Kvenfélag Hallgrímskirkju Hinn árlegi basar Kvenfélags Hallgríms- kirkju veröur í félagsheimili kirkjunnar laug- ardaginn 17. nóvember og hefst kl. 14. Tekið verður á móti basarmunum í félagsheimilinu á fimmtudag miih kl. 17 og 22, föstudag milh kl. 15 og 22 og fyrir hádegi á laugardag. Ungar skólastúlkur með sýnishorn af herðatrjánum sem seld verða á laugar- daginn. Viltu kaupa herðatré? Laugardaginn 17. nóvember mun Lions- klúbburinn Njörður standa fyrir fjársöfnun til styrktar fötluðum bömum. Mörg hundruð skólaböm í Reykjavík munu þá ganga í hús og selja herðatré og verður fénu varið til upp- byggingar sumardvalarheimiUs fatlaðra bama í Reykjadal í Mosfellssveit. Herða - trjáasala af þessu tagi fór fram árið 1981 og tókst þá mjög vel. Er það von þeirra Njarðar- manna að svo verði einnig nú og að fólk taki vel á móti sölubömunum en verð sex herða- trjáa í pakka er aðeins 200 kr. I gærkvöldi í gærkvöldi REYKBANNIÐ Um næstu áramót má búast við að „bannár” reykingamanna hefjist. Ef svo verður má einnig búast viö því að hinir ýmsu glæpir fylgi í kjölfarið. Menn geta líklega komið saman í ein- hverjum leynibúllum og haft viöskipti hver við annan og sogaö í sig óþverann í ómældu magni án þess að eiga mjög á hættu að lenda bak við lás og slá. Búast má við að hér ríki skálmöld þar sem reykinga- mann sitja á ráðum og finna upp á öllum möguleikum til að brjóta lög reykbannsins. Þátturinn í gær um væntanleg reykingalög varpaöi nokkru ljósi á þaö hvort rétt sé að setja lög sem hindra menn og verja gegn tóbaki. Eg er sammála því að lög af þessu tagi geta veriö varasöm og hugar- farsbreytingar séu öflugri. Við munum öll hvernig fór þegar átti að banna brennivínið. I þessum nýju lögum er reyndar ekki farið eins langt og þá en samt er sami keimurinn, heldég. Það er ánægjulegt aö sjá að bama- efni í sjónvarpi hefur aukist. Eg er þeirrar skoðunar að halda eigi áfram á þessari braut enda virðist þessi stefna sjónvarpsins falla í góðan jarðveg hjá þeim ungu. Arnar Páll Hauksson. Ármann Kr. Einarsson rithöfundur: Meira af barnaefni í útvarp og sjónvarp Ég geri meira að því að horfa á sjónvarp heldur en að hlusta á út- varp. Sjónvarpiö er mun sterkari miöill og höfðar meira til manns. Fréttum sjónvarpsins, sem ég ann- ars horfi alltaf á, sleppti ég að hluta til í gær til að geta hlustað á fram- haldsleikrit bama og unglinga, Antílópusöngvarann. Þetta er mjög gott leikrit en afar slæmt að það skuli vera á sama tíma og fréttatími sjón- varps. Annars hefur bamaefni í út- varpi og sjónvarpi aukist frá því sem var en þó finnst mér megi enn gera betur í þeim málum. Af sjónvarpinu í gær sá ég um- ræðuþáttinn um tóbaksreykingar og fannst mér hann athyglisverður. Þaö er eitt samt við sjónvarpsdagskrána sem mér finnst síður en svo gott fyrir unga áhorfendur að sjá en það em allar þessar of beldis- og glæpamynd- ir sem sýndar era í sjónvarpinu. Það væri mun betra að sýna fleiri enskar myndir sem yfirleitt era vandvirkn- islega gerðar og fullar af húmor. Stundin okkar er eitt af því sem ég fylgist vel með í sjónvarpi. Mér finnst Stundin nokkuð góð en þó finnst mér aö mætti vera meira af innlendu efni í henni. Þaö er einnig góð tilbreyting að láta krakka s já um kynningar en framsögn þeirra mætti vera betri. Þau tala oft á tíöum dálít- ið óskýrt. Tónleikar Áskriftartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands Þriðju áskriftartónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Islands verða í Háskólabíói á morgun, fimmtudaginn 15. nóv., og hefjast þeir kl. 20.30. Efnisskráin verður sem hér segir: ÞorsteinnHauksson: „Adastra”. CarlNielsen: Flautukonsert. Robert Schumann: Sinfónía nr. 2 í C-dúr, op.61. Verk Þorsteins Haukssonar var frumflutt hér á listahátíð sl. sumar, en flautukonsert Nielsens og Schumann sinfónían nr 2 hafa aldrei heyrst hér á tónleikum fyrr. Háskólatónleikar Fjórðu Háskólatónleikarnir á haustmisseri 1984 verða í Norræna húsinu í hádeginu í dag, miðvikudaginn 14. nóvember. Flytjendur eru Anna Guðný Guðmunds- dóttir, píanó, Oskar Ingólfsson, bassethorn, og Sigurður I. Snorrason, klarinetta. Flutt verður tónlist eftir Karl von Prandau, Norbert Bergmiiller og Felix Mendelssohn Bartholdy. Tónleikamh- hefjast kl. 12.30 og standa í u.þ.b. hálftíma. Tónleikanefnd Háskóla Islands. Pass með tónleika í Safari Þungarokkshljómsveitin Pass heldur tónleika fimmtudagskvöldið 15. nóvember í Safari. A efnisskránni er eingöngu frumsamið efni. Tilkynningar Hallgrímskirkja — starf aldraðra Opið hús verður haldið í safnaðarheimilinu á morgun, fimmtudaginn 15. nóvember, og hefst kl. 14.30. Dagskrá og kaffiveitingar. Konur, komið sem flestar í íslenskum búningi ogstundvislega. Safnaðarsystir. Minningarkort líknar- sjóðs Áslaugar Maack fást á eftirtöldum stöðum: Pósthúsinu við Digranesveg, Kópavogi, Bókabúðinni Vedu, Hamraborg 5, Öglu Bjarnadóttur, Urðarbraut 5, s. 41326, Sigríði Gísladóttur, Kópavogsbraut 45, s. 41286, Helgu Þorsteinsdóttur, Drápuhlíð 25, Rvik,s. 14139. Frá Stóðhestastöðinni Arlegt uppboö hjá Stóöhestastöðinni fellur niður á þessu hausti. Tveir vanaðir hestar, tamdir, eru þó til sölu. Þeir eru Ýmir 951 frá Ysta-Bæli, grár fæddur árið 1976, viljugur gangmikill alhiiða reiðhestur og Hólmi 959 frá Stykkishólmi, fæddurárið 1976. Gráblesóttur, viljugur reiðhestur með allan gang. Báðir eru þeir efnilegir skeiðhestar. Um það má fræðast í ættbók Búnaðarfélagsins. Öskað er eftir skriflegum tilboðum í hestana sem sendist Búnaðarfélagi Islands fyrir 1. desember 1984. Askilinn er réttur til að hafna of lágumtilboðum. Nú er verið að velja ný stóðhestaefni í stööina en endanleg ákvörðun um það verður tekin síöar í þessum mánuði. Bridge Bridgedeild Barðstrendingafélagsins Eftir 5 kvöld í aðaltvímenningskeppni félagsins er staða 10 efstu para þessi: 1. Ragnar Þorsteinsson Sigurbjörn Ármannsson 835 2. Hermann Olafsson — Gunnlaugur Þorsteinsson 821 2. BirgirMagnússon — Björn Bjömsson 808 4. Stefán Olafsson — Kristján Olafsson 896 5. ÞórarinnÁrnason — RagnarBjömsson 790 6. Friðjón Margensson — Ævar Ármannsson 787 7. Agústa Jónsdóttir — Guðrún Jónsdóttir 775 8. Sigurður Jónsson — Sveinn Sigurkarlsson 774 9. IsakSigurðsson — Ragnar Hermannsson 771 10. Kristinn Oskarsson — Olafur Jónsson 765 Þann 19. nóvember nk. hefst hraösveita- keppni félagsins. Þátttaka tilkynnist til Helga Einarssonar í síma 71980 og Sigurðar Kristjánssonar í sima 81904. Siglingar Akraborg: Vetraráætlun Akraborgar hefur tekið gildi. Virka daga fer skipið f jórar ferðir á dag milli Akraness og Reykjavíkur. Á sunnudögum þrjár ferðir. Þá er fyrsta ferðin með skipinu kl. 11.30 frá Akranesi og kl. 13 frá Rvík. Þannig er áætlunin. Frá Akranesi Frá Rvík kl. 8.30 kl. 10.00 kl. 11.30 kl. 13.00 kl. 14.30 kl. 16.00 kl. 17.30 kl. 19.00 Yfir vetrarmánuðina eru engar ferðir eftir kl. 19.00. Fundir Félag óháðra borgara í Hafnarfirði heldur aöalfund fimmtudaginn 15. nóvember kl. 20.30 í Góðtemplarahúsinu. Venjuleg aðal- fundarstörf. Stjórnin. Kvenfélag Kópavogs Fundur veröur haldinn í kvenfélagi Kópavogs fimmtudaginn 15. nóvember kl. 20.30 í félags- heimilinu. Spilaö veröur bingó eftir kaffi. Stjórnin. Bfll skemmdur á bflastæði Á mánudaginn var ekið á kyrrstæða bifreið við Krummahóla 2 í Reykjavík og hún stórskemmd. Sá sem tjóninu olli flúöi af hólmi og hefur ekkert látið í sér heyra. Öhappið var á milli kl. 18.00 og 19.45 á mánudaginn. Var ekið inn í hliðina á dökkri Honda bifreið sem þar stóð. Ef einhver hefur orðið var viö þetta er viðkomandi beðinn um að láta lögregl- una vita. Bella Eg ætla að gista hjá Hjálmari en hringi Jesper viltu þá heldur segja honum að ég hafi farið heim með Vemer.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.