Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1984, Blaðsíða 2
2
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. NOVEMBER1984.
lón Sigurdsson, forstjóri Þjóðhagsstof nunar:
Fjárhagur sveitar-
félaganna vænkast
Fjárhagur flestra sveitarfélaga á
landinu mun vænkast verulega á
þessu ári að því er fram kom í ræðu
Jóns Sigurðssonar, forstjóra
Þjóðhagsstofnunar, á ráðstefnu um
fjármál sveitarfélaga sem haldin
var í gær.
1 ræðu J óns kom fram að talið er að
rekstrartekjur sveitarfélaganna á
þessu ári aukist um 42% frá fyrra ári
á sama tíma og talið er að rekstrar-
gjöld þeirra hækki um tæplega 24%.
Hækkun vísitölu framfærslu-
kostnaðar er hins vegar talin verða
um 30% á árinu og hækkun vísitölu
byggingarkostnaðar um 22% á milli
áranna 1983 og 1984. „1 þessumtölum
felst vísbending um verulega bætta
fjárhagsstööu sveitarfélaganna á
þessu ári þannig að þau ættu yfirleitt
að geta grynnt á skuldum sem
sö&iuðust hjá mörgum þeirra árin
1982 og 1983 og bætt greiðslustöðu
sína,” sagði Jón Sigurðsson í ræðu
sinnL
Hann benti einnig á að heildar-
skuldir sveitarsjóða hafi farið mjög
vaxandi hin siðari ár i hlutfalli við
tekjur þeirra. Skuldastaða þeirra
væri þó misjöfn. Sagði hann að svo
virtist sem skuldir fámennari
sveitarfélaganna séu miklu meiri í
hlutfalli við tekjur en hinna stærri.
Með þeim breytingum sem orðið
hafa á vaxtakjörum hin síðari ár
verði þessi munur enn alvarlegri en
ella vegna þungrar greiðslubyrði.
Jón sagði einnig að í sumum sjávar-
plássum væri dráttur á greiðslu
sveitarsjóðsgjalda vegna erfiðleika í
sjávarútvegi, þannig að það skipti í
tvö horn um það hvernig þessi bati
dygði til að koma fjármálum sveitar-
félaganna á réttan kjöL
Jón Sigurðsson sagöi einnig aö
fjárhagshorfur sveitarfélaga fyrir
næsta ár væru ekki sem verstar og
ætti viðast hvar að vera vandræða-
laust að koma saman fjárhags-
áætlunum fyrir næsta ár. Hann gerði
þó fyrirvara varðandi breytta efna-
hagsstefnu í kjölfar nýgerðra kjara-
samninga sem ekki væri vitað hvaða
áhrif hefði á fjárhag sveitar-
félaganna.
ÓEF
Ólöglegaríbúðirf Hamarshúsinu
FJÓRIR FLUTTIRINN
Nú er flutt inn í fjórar íbúðir í
Hamarshúsinu viö Tryggvagötu í
Reykjavík þó ekki liggi fyrir formlegt
samþykki frá yfirvöldum fyrir
íbúðunum. Að sögn eins íbúanna flutti
hann inn fyrir 2 mánuöum.
1 vor skipaöi byggingafulltrúi
Reykjavíkurborgar svo fyrir að öllum
framkvæmdum yrði hætt við íbúðirnar
þangað til endanlega væri búið að af-
greiöa málið. Þessum fyrirmælum var
ekki framfylgt. Nú liggur fyrir yfir-
lýsing frá meirihluta bygginganefndar
um að íbúðimar verði samþykktar en
f jrrst þarf samþykki Skipulagsnefndar
ríkisins sem ekki fæst fyrr en félags-
málaráöherra samþykkir breytingu á
aöalskipulagi. Umrædd breyting felur
í sér að hætt verður við að leggja hrað-
braut sem m.a. átti að liggja um lóð
Hamarshússins.
„Þetta mál er komið á leiðarenda og
liggur á borðinu hjá félagsmála-
ráðherra,” sagði Zóphónias Pálsson
skipulagsstjóri. „Það er undir honum
komið að samþykkja breytihgar á
aöalskipulagi vegna íbúðanna í
Hamarshúsinu.”
-EH
Komnar gardinur fyrir g/ugga í
Hamarshúsinu enda ibúar fluttir inn
íhúsið.
D V-mynd Bj. Bj.
Deilt um verkamanna-
bústaði íGrindavík:
Emstæðarmæður
gegn öldruðum
„Þetta er bara klikuskapur. Við höf-
um sótt um íbúðir í verkamannabú-
stööum í þrígang og aldrei fengið. Okk-
ur þykir hart þegar eignafólk er farið
að ganga fyrir um úthlutanir,” sögðu
tvær fiskvinnslustúlkur í Grindavík í
samtali við DV og báru sig illa undan
úthlutunamefnd verkamannabústaöa
þar í bæ. Þær eru 25 ára, hvor með sitt
barnið og búa i leiguhúsnæði. „Okkur
þykir meira en lítið undarlegt þegar
ellilifeyrisþegar i eigin, skuldlausu
húsnæöi eru famir aö ganga fyrir
eignalausu, vinnandi fólki.”
Að sögn Bjama Andréssonar sem á
sæti í úthlutunamefnd verkamannabú-
staða i Grindavík var 8 íbúöum úthlut-
að í þetta skipti. Umsóknir voru marg-
falt fleiri, nefndin ynni eftir ákveönum
reglum og hvað þessar tvær íbúðir
varðaöi hefði nefndin tekið einróma
ákvöröun um aö láta ellilífeyrisþegana
ganga fyrir.
-EK.
r
Ovissaum sex-
mannanefndina
Fyrsta desember er gert ráð fyrir að
nýtt búvömverð verði skráð. Hversu
mikil sú hækkun verður er ekki vitað
því enn er verið að vinna að gerð
þeirra gagna sem verða að liggja fyrir
til að meta hver hækkun búvara verður
aðvera.
Það er sexmannanefndin sem endan-
lega ákveöur hverjar breytingamar
veröa á búvömnni og launaliöum
bænda. Sexmannanefndin er upphaf-
lega hugsuð sem nefnd fulltrúa neyt-
enda og bænda þar sem þessir aðilar
eiga að semja um laun bænda og gæta
þess að þau séu í samræmi við laun
annarra i þjóðfélaginu. En sexmanna-
nefndin heftir mnnið sitt skeið því nú
sitja engir fulltrúar neytenda lengur í
nefndinni. ASl tók sinn fulltrúa úr
nefndinni 1974 og nú í sumar tóku hin
samböndin tvö sína fulltrúa úr nefnd-
inni, þ.e. Landssamband iðnaðar-
manna og Sjómannafélag Reykjavik-
ur. Þegar slíkt gerist á félagsmálaráð-
herra að skipa fulltrúa i staö þeirra
sem hverfa úr nefndinni. Nú fyrsta
september þegar búvömverð var
endurskoðað síðast féllust fulltrúamir
sem setið höfðu áður sem fulltrúar
neytenda á að sitja áfram í nefndinni en
bara í þetta eina skiptL Nú fer hinsvegar
að líða að því að búvömverðið verði
endurskoðað að nýju eins og lög gera
ráð fyrir. En ekkert hefur þó verið gert
enn til að skipa nýja menn eða breyta
tilhögun verðmyndunar í landbúnaði,
sem reyndar hefur verið á dagskrá
undanfarin ár. Segja má að nokkur
óvissa riki því um framtíð sexmanna-
nefndarinnar þessa stundina.
APH
Heimsmeistaraeinvígið í skák:
Snúðugt jafntefli
Heldur var meira líf yfir byrjunar-
leikjunum í Moskvu í gærkvöldi en á
föstudaginn. Karpov sem hafði hvítt
í skákinni byggði upp vænlega stöðu
þar sem menn hans stóðu vígreifir
frammi fyrir hangandi peðum áskor-
andans Ksparovs á miðjunni.
1 blaðamannastúkunni tóku menni
sérstaklega eftir því hve móðir
Kasparovs, sem ávallt er honum til
trausts og halds á skákmótum, virt-
ist áhyggjufull yfir taflstöðu sonar
síns.
I 21. leik neyddist Kasparov til að
leika riddara sínum upp í borö og
bjóða fram uppskipti og virkaði
staða hans þá ekki beysin.
Nú hugsaði Karpov sig um í hálf-
tíma og átti hann þá einungis 25
mínútur eftir til að ljúka 19 leikjum.
öllum viðstöddum til mikillar ftirðu
rétti hann áskorandanum siðan
höndina án þess að leika leik. Var
hann þá að samþykkja jafnteflisboð
sem Kasparov hafði boðið um leið og
hann hafði leikiö riddara sinum upp í
borðið.
Þóttu þetta undur mikil þar sem
staða Karpovs var að flestra áliti
betri. Við undirritun friðar-
samninganna leyfði frú Kasparov
sér að brosa eilítið til viðstaddra
greinilega hæstánægö meö jafnteflið.
Meistararnir sátu síðan við taflið
góðar tíu mínútur eftir skákina og
virtu fyrir sér frekari leiki.
Oneitanlega snubbóttur endir á skák
sem virtist ætla að verða lífleg.
25. einvígisskákin:
Hvitt: Anatolí Karpov.
Svart: Garrí Kasparov.
Drottningarbragð (Tarrash af-
brigðið)
1. Rf3 dó 2. d4 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 Be7
5. Bg5 h6 6. Bh4 0—0 7. e3 b6 8. Be2
Bb7 9. Hcl.
1 17. skák einvigisins hrókfærði
Karpov í þessari stöðu, hugmynd hans
nú er að ráðast þegar til atlögu við mið-,
borð Kasparovs.
9. - Rbd7 10. cxd5 exd5 11 0-0 c5 12.
dxc5bxc5
Upp er komin einkennandi hanga-
peðsstaða. Svörtu miðborðspeðin eru
slitin frá öðrum peöum hans. Hvítur
reynir því að sækja að þeim. Á móti
kemur að svartur hefur frjálst tafl
meðmönnum sínum.
13. Hc2 Hc814. Hd2 Db615. Db3.
Heimsmeistarinn óttast ekki að
hann kunni að sitja uppi með tvipeð á
b-h'nunni þar sem hann fær þá spíl
eftir a-línunni á staöinn.
15. — Hfd8 16. Hfdl Dxb3 17. axb3
Rb618. Re5
Hvítur leikur riddara sínum þegar
á þennan áskjósanlega miðborðsrdt.
Sá böggull fylgir þó skammrifi að d4
reiturinn veikist og gefur svörtum
færi á framrás drottningarpeösins
seinna meir.
18. —Kf8.
Fyrst og fremst leikið til þess að
valda biskupinn á e7 og fría þannig
riddarann á f6.
19. h3 a6 20. Bf3.
Skák
ÁsgeirÞórÁmason
Annar og ekki síðri möguleiki var
20. Hal með þrýstingi eftir a-línunni.
20. — Ba8.
Svartur undirbýr gangfæri eftir
hálfopinni b-línunni.
21. Rg4Rg8!?
JAFNTEFLI! Rétt í þann mund
sem leikurinn æsist er meisturunum
jafnteflið þóknanlegt. Fyrrum
heimsmeistari, Mikael Tal, hristi
hausinn og stakk upp á framhaldinu;
22. Bxe7+ Rxe7 23. Re5 Ke8 (hvitur
hótaði Rc4) 24. h4 og Tal átti ekki
gott með að stinga upp á góðum leik
fyrir svartan í þessari stöðu.
Með jafnteflinu í gærkvöldi hafa
Karpov og Kasparov tvöfaldað
fyrrum met Capablanka og Aljekíns
um flest jafnteflin í röö og hafa nú
teflt sextán j afntefli í röö.
Næsta skák er á morgun og hefur
Kasparov hvítt.