Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1984, Blaðsíða 4
4
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. NÖVEMBER1984.
Frá flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins um holgina. Konurnar vinda af hespunum á moðan ræðumenn teygja lopann.
DV-mynd GVA.
Kaupmátt samninga
er unnt að veria
„Nú er því haldið fram að kjara-
samningar BSRB séu óframkvæm-
anlegir og ekki unnt að verja kaup-
mátt þeirra. Þetta er rugl,” sagði
Svavar Gestsson, formaður Alþýðu-
bandalagsins, á flokksráösfundinum
um helgina. Svavar sagði að næstu
daga myndi verða lagt fram frum-
varp af þingmönnum Alþýðubanda-
lagsins um hvemig ver ja megi kaup-
máttinn og jafnframt veita viðnám
gegnverðbólgu.
Svavar sagöi að tillögur Alþýðu-
bandalagsins í þessum efnum væru
þær að í stað þess aö gefa verðlag
frjálst verði fylgst vandlega meö
allri verömyndun, sérstaklega inn-
flutningsverslun og haldiö aftur af
verðhækkunum, meðal annars
hækkunum á opinberri þjónustu. I
stað þess að fella gengiö er lagt til að
þjónustuaöilar verði skattlagðir til
þess að styrkja stöðu þeirra útflutn-
ingsgreina sem eiga við sérstaka erf-
iöleika að stríða. Lagt er til að hagn-
aður Seðlabankans verði gerður upp-
tækur í ríkissjóð. Gerðar eru tillögur
um aukna skattheimtu með því að
leggja 100% álag á skatt á skrifstofu-
húsnæði, leggja veltuskatt á bank-
ana og að vaxtatekjur yfir ákveðnu
marki verði skattlagöar. Einnig er
lagt til að kannað verði hvort leggja
eigi sérstakan tímabundinn veltu-
skatt á þær greinar sem skilaö hafa
mestum gróöa á undanfömum miss-
erum. Svavar taldi að með þessum
aöferðum væri hægt aö afla tekna i
ríkissjóö er næmu einum milljarði
króna.
1 þessum tillögum er einnig gert
ráð fýrir að vextir verði lækkaöir
vemlega til að bæta kjör húsbyggj-
enda og atvinnuvega og að fraktgjöld
verði lækkuð með lögum.
Svavar lagði það til á fundinum að
næsta miðstjóm Alþýðubandalags-
ins fengi það verkefni að gera tillög-
ur um framtíðaruppbyggingu ís-
lenskra atvinnuvega. Þær tillögur
yröu að byggjast á itarlegri rann-
sókn á því hvers vegna lífskjör séu
mun lakari hér á landi en i grann-
iöndunum þrátt fyrir svipaðar
þjóðartekjur á mann.
„Mér kæmi ekki á óvart þótt niður-
staðan yrði sú aö innflutnings-
verslunin hér á landi væri 5 til 10%
dýrari hér en nauðsynlegt væri mið-
að við grannlönd okkar; það eitt gæti
sparað þjóðarbúinu 5 til 7 milljarða
króna — með því einu mætti bæta
kaup um 10% í raunkrónum,” sagði
Svavar Gestsson í ræðu sinni.
„Mér kæmi ekki á óvart að út úr
slíkri könnun kæmi í ljós að flutning-
ar til landsins og frá því væru óheyri-
lega dýrir og aö þjóðarbúið gæti
— sagði Svavar
Gestsson í ræðu
á flokksráðsfundi
A Iþýðuba ndalagsins
sparað milljarða með skipulegu
átaki til þess að auka þar hag-
kvæmni.
Mér kæmi ekki á óvart þótt í ljós
kæmi í slíkri könnun að bankamir
væra miklum mun dýrari hér á landi
en í grannlöndum okkar reiknað á
hvern íbúa.
Mér kæmi ekki á óvart þótt í ljós
kæmi að dreifingarkostnaður olíu
væri margf aldur á við það sem gerist
í grannlöndum okkar en það eitt að
lækka oliuna til dæmis um einn tí-
unda til fiskiskipanna gæti gjör-
breytt afkomu útgerðar og sjó-
manna.
Mér kæmi ekki á óvart þótt í ljós
kæmi að tryggingastarfsemin hér á
landi væri allt of dýr. Og þannig
mætti lengi telja,” sagði Svavar
Gestsson.
OEF
Kfnverska tóbakið
ívesturbænum:
Gátan leyst
„Þetta hefur komið fyrir áður og
alltaf hafa það verið kínverskir tóbaks-
pakkar sem slæðast hingað,” sagði
Þórhallur Stefánsson, verkstjóri hjá
Tóbakseinkasölunni, aðspurður um
kínversku tóbakspakkana sem verið
hafa í umferð í Reykjavík að undan-
förnu.
„Þetta er ekki mikið magn, aöeins
nokkrir pakkar og skýringin er sú að í
(pökkunarverksmiðjunum ytra er ís-
lensku pökkunum pakkað næst á eftir
þeim kínversku. Það sem gerist er að
nokkrir kínverskir verða eftir í vélinni
I og slæðast hingað til lands,” sagði Þór-
hallur.
Ekki taldi Þórhallur líkur á að
tóbaksskortur hefði orðið í Kína vegna
þessara mistaka: „Það er ekki reykt
svo mikið af bandarísku tóbaki þarna í
Kína, þeir framleiða eigin sígarettur.”
-EIR
Útvarp Suðurland
Beðið eftir kerfi rásar 2
„Þetta er mál sem hefur verið rætt í
sambandi við uppbyggingu á kerfi rás-
ar 2 og verður tekið til heildarskoðun-
ar varðandi hina ýmsu landshluta,”
sagði Markús örn Antonsson, formað-
ur útvarpsráðs, um framkomnar til-
lögur um sérstakar útvarpssendingar
fyrir Suöuriand.
Markús sagði að vonandi um áramót
yrði uppbyggingu dreifikerfis rásar 2
aö mestu lokið og sköpuðust þá þessir
möguleikar fyrir staðbundið útvarp.
Fyrst svo stutt væri þangað til væri
eölilegra að bíða og taka fyrir stærra
dæmi heldur en að taka einstakar
ákvaröanir fyrir einstaka landshluta.
JBH/Akureyri
Litlu börnin áhyggjufull
1 litlum skóla úti á landi, Grunnskóla
Geiradalshrepps, eru sextán nemendur
á aldrinum sex til ellefu ára. Þrátt fyr-
lir ungan aldur eru bömin í Geiradals-
jhreppi áhyggjufull yfir ástandinu í
heimsmálum. Á málfundi, sem var
haldinn í skólanum nýlega, samþykktu
(nemendur eftirf arandi ályktun til allra
þjóða heimsins: „Leggið tafarlaust
niður öll vopn og vítisvélar. Notið
vopnaframleiðslupeningana til matar-
framleiðslu handa hungruðum heimi.
Gefið okkur og komandi kynslóðum
framtíð í friði og bræðralagi þar sem
allir menn eru jafnir.”
-EH
I dag mælir Dagfari
í dag mælir Dagfari
í dag mælir Dagfari
Formannskosning úr móðurkviði
Alþýðuflokkurinn hélt uppi viðtek-
inni venju sinni og slátraði formanni
sínum um helgina. Eftir því sem
fylgi flokksins hefur minnkað síðasta
áratuginn hefur formönnunum fjölg-
að. Það hefur sjálfsagt verið mat
þeirra kratanna að Kjartan væri bú-
inn að reyto alUþaö fylgi af fiokkn-
um, sem í hans valdi stæði og því
þótti rétt að skipta um, samkvæmt
þeirri formúlu að formennirnir séu
þær fugiahræður hjá flokknum sem
fæla fyigið frá.
Kjartan Jóhannsson tók því
drengilega, þegar flokksþing þeirra
kratanna gaf honum sparkið og lof-
aði að standa heils hugar með hinum
nýja formannl. Nú er það að vísu að
, heyra á Jóni Baldvin að hann ætli að
taka upp nýja formannsstefnu og
stækka Alþýðuflokkinn, en óvist er
hvort honum takist það nýstárlega
ætlunarverk, meðan Kjartan lofar að
halda í höndina á honum.
Af Kjartani er það að segja, að
honum þótti vel og karlmannlega
mælast, þegar ósigurinn varð opin-
ber og mátti jafnvel heyra hlý orð í
hans garð að kveðjuræðunni lokinni.
Kratar bregða greinilega ekki út af
þeim gamla og góöa íslenska sið, að
tala vel um látna, enda er það jafnan
svo, að stjórnmálamenn njóta þá
fyrst sannmælis, þegar þeir eru ekki
lengur fyrir öðrum eða horfnir af
sjónarsviðinu.
Er nú vonandi að Kjartani Jó-
hannssyni muni vel farnast, þá loks
hann er laus við það ok, að bera lík-
kistuna með Alþýðuflokknum á herð-
unum.
Jón Baldvin Hannibalsson hefur
tekið það verk að sér og ekki með öllu
óvanur að sippa heilum flokkum upp
á herðar sér og niður aftur. Alþýðu-
flokkurinn mun vera þriðji flokkur-
inn sem Jón Baldvin tekur að sér að
jafnhenda.
Sá er hinsvegar munurinn að Jón
er kominn heim þegar Alþýðuflokk-
urinn er annarsvegar, eins og hann
sjálfur hefur ítarlega tíundaö í sigur-
vimunni. Ekki er þaö aðeins, að hinn
nýkjörni foringi kratanna, sé fæddur
í Alþýðuhúsinu vestra, heldur hefur
hann rifjað það upp að þáverandi for-
maður Alþýðuflokksins, Jón Bald-
vinsson, hafi vitjað sin i móðurkviði,
með þeim afleiðingum, að hann ber
nú nafn hans. Það er ekki oft, sem
menn geta sannað formannskrýn-
ingu sina, með tilvisun til framlið-
inna, og það áður en þeir sjálfir eru í og drjúg reynist sú forspá, sem þann-
heiminn bornir. Mikil eru þau örlög ig fleytir dætrum og sonum liðinnar
stjórnmálasögu til æðstu metorða.
Vaknar raunar sú spurning, úr þvi
hin nýja forystukynslóð kratanna er
svo forlagatrúar, sem raun ber vitni,
hvort kosningin á flokksþinginu hafi
ekki verið næsta óþörf, eða þá að
minnsta kosti fjarstýrð að handan.
Það er heldur ekki dónalegt fyrir Jón
heitinn Baldvinsson, einn ágætasta
formann Alþýðuflokksins fyrr og sið-
ar, að eiga svo innangengt í flokkinn,
nokkrum áratugum eftir andlát sitt,
að Hafnarf jarðarkratar fái ekki rönd
við reist. Munurinn er hins vegar sá,
að Jón Baldvinsson hafði það tak-
mark að stækka flokkinn. Það er
meira heldur en hægt er að segja um
arftakahans.
Nú er aðeins að biða og sjá, hvað
langan tíma það taki Alþýðuflokkinn
að boia Jóni Baldvin Hannibalssyni
frá. Eltt er víst, að það mun ekki
ganga jafnátakalítið fyrir sig og
aftökur Gylfa, Benedikts og Kjart-
ans. Jón Baldvin hefur nefnilega
ýmislegt lært af karli föður sinum og
þess vegna er jafnlíklegt, að það
verði Jón sem gangi af Alþýðu-
flokknum dauðum en ekkl öfugt.
Dagfarl.