Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1984, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. NO VEMBER1984. S Óskar Ólason yf irlögregluþjónn: Radarinn okkar lýgur aldrei Þó hæstiréttur Noregs hafi komist aö þeirri niðurstöðu að ekki sé alltaf að marka radarmælingar lögreglunnar þá horfir málið öðruvísi við hér á landi,” sagði Oskar Olason yfirlog- regluþjónn í framhaldi af frétt DV um deilur í Noregi um áreiðanleika radar- mælinga lögreglunnar og hæstaréttar- dóm sem gekk ökumanni í hag. „Okkar mælingar fara fram inni í lögreglubílunum sjálfum en ekki í upp- settum mæh við vegarkant eins og tíðkast í Noregi. Við hættum þess kon- ar mælingum fyrir 5 árum og ég þori að fullyrða að mælingar okkar í dag eru áreiðanlegar. Mælamir em athug- aöir í þrígang fyrir og eftir mælingu og fá ökumenn að vera viðstaddir ef þeir vilja,” sagöi Oskar Olason. Þaö sem af er þessu ári hefur lög- reglan kært um 4000 ökumenn í Reykjavík fyrir of hraðan akstur. Sektargreiðslur þeirra nema umtals- verðum fjárhæðum enda kostar 950 krónur að aka á bilinu frá 51 km hraða upp í 70 þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Ef hraðinn fer yfir 70 er sekt- in 1200 krónur en 1800 krónur á bilinu frá 80—90 km hraða. Ef hraðinn er aft- ur á móti kominn yfir 90 f er málið fyrir Sakadóm og sekt vart undir 3000 krón- um. Akstur yfir 100 km/klst. þýðir svo Óskar Ólason yfirlögregluþjónn: — Við fáum engar prósentur af hraOa- sektunum. ökuleyfissviptingu og um 6000 króna sekt. ,,Eini tilgangur okkar með þessum hraöamælingum er sá að reyna að koma í veg fyrir slys á fólki. Við fáum engar prósentur af sektunum þannig að það er ekki það sem fyrir okkur vak- ir,” sagði Óskar Ólason. -EIR. Seyðisfjörður: GYLUR KAUPIR GULLBERGIÐ Búið er að ganga frá sölu á togaran- um Gullbergi frá Seyðisfirði en kaup- andinn var útgerðarfélag á staönum, Gyllir hf. Kaupverðið var 90 milljónir Súríni erlostæti Islendingar íhuga nú útflutning á súríni sem er einskonar fiskfars sem má búa til úr fiski eins og karfa, löngu, ufsa og ýmsum fleiri tegundum. Súríni er einnig það hráefni sern notað er í gervikrabba og gervihumar og er rætt um að góðar markaðshorfur séu fyrir hendi erlendis. Slíkt fiskfars er aldagömul afurö í Japan en er nú farið að framleiða víðar svo sem í Kanada og Bandaríkjunum. Farsið er blandað sérstaklega til að auka geymsluþol og gæði og þykir mik- ið lostæti, sérstaklega hjá Japönum sem hafa uppskriftir að einum 50 mis- munandi réttum þar sem uppistaöan er súríni. Japanir framleiöa nú um milljón tonn af farsinu á ári. -EH kr. en aðilar að kaupunum auk Gyllis voru bæjarsjóður og hafnarsjóður. Við kaupin mun nafn togarans breyt- ast í Otto Wathne en Gyllir átti togara meö því nafni sem seldur var Hafrann- sóknastofnun. Fiskvinnslan hf. átti Gullbergiö en að sögn Trausta Magnússonar, skip- stjóra á togaranum, var hann seldur vegna fjárhagsörðugleika þess fyrir- tækis. Hefur hann legið við bryggju af þeim sökum i allt sumar. Togarinn kemur til með aö leggja upp afla hjá Fiskvinnslunni og Norðursíld. Að sögn Trausta verður sama áhöfn á hinum nýja Otto Wathne og var á þeim gamla. Eru þeir farnir út, á troll, en síðan er ætlunin aö sigla til Dan- merkur þar sem togarinn fer í slipp og skipt verður um skrúfu i honum auk þess sem hann fer í 8 ára klössunina. Skipstjórar verða tveir á togaranum, auk Trausta veröur Páll Ágústsson skipstjóri á hinum nýja Otto Wathne. -FRI Hann er íslensknr! Hann er lagaóur að líkamanum! Hann fæst með eða án arma og með hvaða áklæði sem er! Ef hann er 2000 krónum ódýrari en innfluttur stóll, hversu mikið gætir þú þá sparað í næsta skipti sem þú pantar 25 stóla fyrir fyrirtæki þitt? Rétt! 50.000 krónur. Hverniggæti fyrirtækið haft not af 50.000 krónum aukalega? Hvernig sem þú vilt nota peningana þá ertu alltaf velkominn. Hjá okkur gerir þú hagkvæm innkaup. Við opnum klukkan 8. STÁLIÐJANhf SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211 frá Skóverslun Þórðar Péturs- | sonar, Laugavegi 95, sími 13570 og ■ Kirkjustræti 8, sími 14181, um stór- j kostlegt úrval ■ AF SKOFATNAÐI Þýskir og ítalskir/öklaháir skór og kuldaskór fyrir dömur og herra I Kuldaskór á herra í úrvali, spariskór á dömur, mikið úr- I val, spariskór á herra í úrvali Hágæðakuldastígvél frá þýska fyrírtækinu JUBO, ökiahá, miðhá, oghá. Úrvaí af götuskóm Drengjaskór, telpna- skór, stærðir frá 28— 35. IMýJustu tískulitir, svart, grátt, hvítt, brúnt og beige. 8?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.