Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1984, Side 22
22
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. NOVEMBER1984.
llnnið aö hreinsun rafstöövarinnar við Elliðaár i fyrra. Þetta er ein þeirra stöðva sem hægt yrði að nota
ef rafmagnslaust yrði á Stór-Reykjavikursvæðinu.
Rafmagnslaust á Stór-
Reykjavíkursvæðinu
Hvaða vararafaf I er þá fyrir hendi?
Ef svo færi aö höfuðborgarsvæðiö
yrði rafmagnslaust af völdum t.d.
meiriháttar bilana í dreifikerfi
Rafmagnsveitunnar eða náttúruham-
fara í nokkra daga yrði þá hægt að sjá
svæðinu fyrir nauðsynlegu vararafafli
meðan það ástand varaöi? Lands-
byggðin er nokkuö vel sett í þessu sam-
bandi. Á Noröurlandi er 23 megavatta
varaaflsstöð til reiðu ef á þarf að
halda og á Austurlandi er 15 mega-
vatta stöö svo að dæmi séu tekin.
Sjúkrahús og nokkrar opinberar stofn-
anir hafa yfir að ráða einkarafstöðvum
en hvernig færi um Hitaveituna, stór-
verslanir og hinn almenna borgara?
Guðmundur Helgason, rekstrarstjóri Landsvirkjunar:
„Gott öryggi á
rafmagni til Reykja-
víkursvæðisins”
„Landsvirkjun á tvær varaafls-
stöðvar á höfuðborgarsvæðinu,” sagði
Guðmundur Helgason hjá Lands-
virkjun. „önnur er hjá Álverinu og
getur sú gasaflsstöð framleitt 35 mega-
vött. Þá stöð er hægt að nota fyrir
höfuðborgarsvæðið og jafnframt fyrir
allt dreifikerfið. Hin varaaflsstöðin er
við Elliðaár og getur framleitt með
fullum afköstum um 19 megavött. Sú
er að visu ekki starfrækt núna en henni
væri hægt að koma í fullan gang á
einum sólarhring. Þessar stöðvar ættu
því að geta veitt nauðsynlega orku-
afhendingu yrði þess þörf.”
Er rafmagnskerfi höfuðborgar-
svæðisins nægilega öruggt?
Já, það tel ég. Það liggja þrjár 220
kUóvatta línur til Geithálsvirkisins og
ein 130 kílóvatta lína. Frá Geithálsi
liggja svo tvær línur til höfuðborgar-
svæðisins. Og þó að t.d. ein lína bili eða
faUi út þá eru hinar fuUfærar um að
anna rafmagnsþörfinni. Eg held þvi að
í heiid sé afhendingaröryggi rafmagns
til Reykjavíkursvæðisins gott.”
-ÞJV
BORÐVIÐ
STÓUNN SÓLEY
Haukur Pálmason,aöstodarraf magns-
st jórí hjá Raf magnsveitu Reykjavíkur:
„Viðunandi orku-
afhending í neyðar
tilvikum”
Ég held að öryggi höfuðborgarsvæð-
isins, hvað varðar rafmagn í neyðartU-
vikum, sé gott eins og kerfið er nú í
dag,” sagði Haukur Pálmason
aðstoðarrafmagnsstjóri þegar hann
var spurður hvort unnt væri að sjá
höfuðborgarsvæðinu fyrir nauösynlegu
rafmagni í neyðartUvikum.
„Það er auövitað spurning hvað
menn vUja tryggja sig gegn alls konar
óhöppum en eftir að línum f jölgaði frá
Þjórsársvæðinu til Reykjavíkur stór-
jókst öryggi í orkuafhendingu frá því
sem var þegar aðeins var um eina Búr-
feUslínu að ræða. Og eins og málum er
háttað í dag teljum við að vel sé séð
fyrir þessum málum hér á höfuð-
borgarsvæðinu, bæði með mismunandi
linuleiðum hingað og virkjunum sem
eru ýmist í Sogi eða á Þjórsársvæðinu.
Þannig að í neyðartUvikum, sem upp
kunna aö koma, er hægt að halda uppi
viðunandi neyðarþjónustu í orku-
afhendingu.
En hvaða varaaflsstöðvar hefur
Rafmagnsveitan tU aðgrípa tU?
„Rafmagnsveita Reykjavíkur hefur
aðeins eina varaafisstöð tQ að grípa tU
ef á þarf að halda,” sagði Haukur. ,Sú
vatnsaflsstöð er við EUiðaár og getur
framleitt um 3 megavött. Hins vegar á
Landsvirkjun tvær stöðvar á höfuð-
borgarsvæðinu sem samtals gætu
framleitt um 50 megavött þannig að
miöaö við heildarþörf svæðisins, sem
er 90 megavött, ætti að vera unnt að
veita lágmarksþjónustu. Fyrir utan
þetta eru svo sjúkrahús, bankar og
aðrar stofnanir með eigin rafstöðvar í
neyðartilvikum þannig að iágmarks-
þörfum ætti að vera hægt aö sinna. ”
-ÞJV
Guðjón Petersen, f ramkvæmdastjóri
Almannavarna:
„Frumviðbrögð að
tryggja mikilvægum
stöðum rafmagn”
„Frumviðbrögð Aimannavama ef
bilanir eða annað kæmi upp í raf-
magnskerfi höfuðborgarsvæðisins
yrðu að tryggja mikilvægum stöðum
rafmagn eins og t.d. Hitaveitunni,”
sagði Guðjón Petersen hjá Almanna-
vörnum.
„Vandamálið er hins vegar það í
dreifikerfinu að mjög erfitt er að
greina það, t.d. er ekki hægt að hafa
forgangsrafmagn á allar hitaveitu-
holur og dælur. Það hefur verið rætt
um að breyta þessu en það hefur ekki
komist til framkvæmda. Þrátt fyrir
þetta hefur margt verið gert að tillögu
Almannavarna til að tryggja orkuaf-
hendingu. Fyrir okkar tiistilli var lögð
lína norðan sk jálftas væðisins og niður í
Hvalfjörð og eykur það mjög á
öryggið. Einnig er nú búið að taka út
línumar sem lágu um Suðurlands-
undirlendið með tilliti til jarðskjálfta.”
En hafa Almannavarair lagt áherslu
á að fá fleiri varaaflsstöövar til notk-
unar á höfuðborgarsvæðinu?
Já, það hefur verið lögð áhersla á
það. Það var fyrir þrýsting frá
Almannavörnum að Ríkisútvarpið var
látið hafa vararafstöð og þannig hefur
verið ýtt á að mikilvægir staðir hafi
vararafmagn.”
-ÞJV
Feiiiborð og stóiar sem allt má hengja upp á vegg.
„Strax og stóllinn var kominn á
markaöinn var byrjað að reifa það að
gera borð,” sagði Valdimar Harðar-
son, hönnuður stólsins Sóleyjar og
menningarverðlaunahafi DV.
„Eg er búinn að basla við að búa til
borð í meira en ár og var búinn að
smíða svona 5—6 áður en þetta varð til.
Núna um mitt árið fór að verða þrýst-
ingur frá sölumönnum um aö fá borö
með stólunum. Það varð til þess að ég
fór út til Þýskalands í hálfan mánuð og
við leystum þau vandamál sem eftir
voru.
Það sem sat i manni við borðið var
að það væri í stíl við stólinn — fellan-
legt. Vandamálið var að flest borð em
með stífu uppi fyrir borðplötuna sem
var ekki hægt á þessu borði. Það
vandamál leystist ekki fyrr en við sett-
um kjarna í miöjuna. Það var einnig
vandamál að fá ódýra samsetningu á
plötuna. Borðið fellur ekki um miöju.
Það er því hægt að hengja það upp án
þess að myndist bil frá veggnum.
Einnig er hægt að snúa tveimur fótun-
um undir því þannig að þeir þurfa ekki
að rekast í fæturna á manni þegar
maður situr við það. ”
Valdimar sagði að verðiö á borðinu,
sem kemur ekki í búðir fyrr en í jan-
uar, yrði, ef gert væri ráð fyrir plötu
með harðplasti, nokkurn veginn jafnt
og á tveimur stólum. I framtíðinni ættu
að koma fleiri borð í línunni af mis-
munandi stærðum, ferköntuð borð og
fleira.
— En hvað heitir borðið?
„Bara Sóleylíka.”
SGV
Nýja borðið. Eins og sjá má er það fettaniegt og með kjarna undir miðju.