Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1984, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1984, Síða 37
DV. ÞRIÐJUDAGUR 20. NOVEMBER1984, 37 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Þátttakendur i goHmótinu é Eindhovenvellinum ósamt aðdáendum af öHum stærðum. Jarðabætur í Hollandi Eitt síöasta stórmót ársins í golf- íþróttinni var haldið um það leyti sem prentararnir okkar voru komnir í verkfall. Það varð að sjálfsögðu til þess að alþjóö fékk ekki að vita um þau merku afrek sem þar voru unnin. Mót þetta var ekki haldiö hér á landi heidur í hinu flata Hollandi, þar þönd- ust landar vorir um með kúlur sínar og kylfur og sléttuðu enn frekar úr mis- hæðumálandinu. Þeir voru þama í sérstakri golfferð Samvinnuferða/Landsýnar og var dvalið í sumarhúsunum i Kemper- vennen. Voru um 50 manns í hópnum en liölega 20 þeirra leika golf að stað- aldri. Heimsóttu þeir velli í nágrenni Kempervennen en þar er marga fallega golfvelli að finna — bæði í Hoí- landi og i Belgiu. Goifmótið sjálft fór fram á Eindhov- engolfvellinum sem er skógivaxin- paradís. Þar voru leiknar 36 holur á tveim dögum og mikið lamið og barið. Keppt var um glæsileg verðlaun — bæði til eignar og ferðavinning. Sigur- vegarinn átti sem sé að fá ferðakostn- aðinn endurgreiddan og var það því vel þess virði að vanda sig. Þegar upp var staðið i lokin kom í ljós að þau Hrafnhildur Þórarinsdóttir úr Hafnarfirði og Ingólfur Bárðarson frá Selfossi voru jöfn — bæði á 151 höggi nettó. Þau ákváöu að skipta ferðavinningnum á milli sín og voru engar deilur um það á milli þeirra... Betra aö hafa eitthvað en ekki neitt, varsagt. Þau fengu einnig góöa gripi til minn- ingar um ferðina og mótið. Það fengu ýmsir aðrir af keppendum enda mörg afrek unnin sem vert var að veita verð- launfyrir. Sigurvegararnir á goHmóti SL í Hollandi, þau Ingólfur Bárðarson og Hrafn- hildur Þórarinsdóttir, alsæl með bæði verðlaun tii eignar og ferðavinning i bakhöndinni. Fljúga skal fuglinn minn Endalokin er ástæðuiaust að sýna. Við vitum þó hvorum megin hryggjar farartækið liggur. DV-myndir Kristján Arí. Kemst þótt hægt fari Cyndi Lauper var lengi búin að naga þröskuldinn við dyrfrægðarinnar áður en hún fékk náð fyrir augum og eyrum poppaðdáenda. En á endanum bægsl- aðist hún inn og hefur síöan skemmt sér og öðrum prýðilega. „Þetta er eins og að rétta skrattanum litla fingur,” er haft eftir útgefanda hennar. Gamli rámur Rod Stewart siglir nú einn eftir að hans heittelskaða Alana fór frá borði. Gamli rámur rær þó ákaft þessa dag- ana.en aflar lítið. Britt Ekland gekk honum úr greipum en „það eru fleiri fiskar í sjónum”, segir Rod. Ellibelgur? Tina Tumer er nú orðin 44 ára en segist samt vera sprækari en hún var fyrir aldarfjórðungi. Hún neitar stað- fastlega að eldast, með viðunandi árangri, og segist vera best þeirra rokksöngkvenna sem nú eru á dögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.