Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1984, Blaðsíða 40
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
Hatir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þó i
síma 68-78-56. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Frjálst,óháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 20. NÓVEMBER 1984.
Ákærðir
vegna
mannsláts
Tveir 19 óra gamlir piltar hafa
verið ákærðir fýrir að hafa orðið
Þórði Jónssyni að bana aöfaranótt
23. desember sl. I ákæru ríkissak-
sóknara segir að piltarnir tveir hafi
farið offarí í varnaraðgerðum er til
átaka kom á milli þeirra og hins
látna.
Atburðirnir áttu sér stað í Fif useli
og var hinn látni bróðir annars á-
kærða. -EIR.
Fasteignasali
ákærður
Fastéignasali einn hefur verið á-
kærður fyrir að hafa haft á aðra
milljón króna af viðskiptavinum
sínum á sviksamlegan hátt. Rak
hann fasteignasöluna SkálafeU og
var úrskurðaöur gjaldþrota 5. aprU
1983. Situr fjöldi manna fyrir bragðlð
eftirmeð sárt ennið. -EIR.
Jólagjafahandbók DV:
Fylgirblaðinuá
^ fimmtudaginn
Hin árlega jólagjafahandbók DV
fylgir blaðinu á fimmtudag. I henni
er að finna hugmyndir aðskemmti-
legum jólagjöfum á 48 síðum. Eins
og á siðasta ári verða jólagjafa-
handbækurnar tvær, sú seinni kem-
ur út 13. desember.
Handbókin sem kemur út núna á
fimmtudag ætti að koma sér ein-
staklega vel fyrir fólk á lands-
byggðinni, sem þarf aö hafa tim-
ann fyrir sér og láta senda f póst-
kröfu. AUar verslanir í því blaði
munu þjóna landsbyggðinní með
póstsendingum.
Þar sem jólagjafahandbókin er
seinunnin hefur hún tekiö langan
tíma í vinnslu. Verð það sem gefið
** er upp í blaðinu getur því hafa
breyst eitthvaö á þessum tima, sér-
staklega nú þegar gengið breytist.
Við vonum að lesendur taki því
ekkiilla.
Jólagjafahandbók DV hefur
verið vel þegin af lesendum undan-
farin ár, enda hefur hún hjálpaö
mörgum aö finna hinar réttu jóla-
gjafir. Þessi handbók ætti ekki síð-
ur að létta leitina og gefa góðar
hugmyndir. -ELA
LOKI
Hvenær hyllir BSRB
Berta?
Árekstur varð við Þjóðminjasafnið i Hringbraut í
gærkvöldi. Engin veruleg slys urðu á fólki en einn
farþegi i bilnum var þunguð kona. Grunur leikur á
um ölvun.
DV-mynd S.
Dagsbrúnar-
mennhylla
Albert
A fundi hjá verkamannafélaginu
Dagsbrún sl. sunnudag gerðust þau
tíðindi að fundarmenn risu úr sæt-
um allir sem einn og hylltu Albert
Guðmundsson fjármálaráðherra
með dúndrandi lófaklappi sem stóö
lengi.
Málsatvik voru þau að eftir að
fundurinn hafði samþykkt nygerða
kjarasamninga og rætt ýmis önnur
mál tók Guðmundur J. Guðmunds-
son, formaður félagsins, til máls og
lagði til að fundurinn samþykkti
stuöningsyfirlýsingu við þings-
ályktunartillögu fjármálaráðherra
um að tekjur þeirra manna og
kvenna sem láta af störfum vegna
aldurs skuli skattlausar síðasta
árið.
Var tillaga formannsins sam-
þykkt einróma með fyrrgreindum
fagnaðarlátum. -EIR.
Þjóðleikhúsið
frestar
Ríkarði III.
þvíað
BÚNINGARNIR HEFÐU
KOSTAÐ 2 MILUÓNIR
Ef staðið hefði verið við fyrri
áætlanir og jólaleikrit Þjóöleik-
hússins, Ríkarður III., verið frum-
sýnt á tilsettum lima heföu
búningarnir einir kostaö um 2
milljónir króna.
„Þaö er rétt, búningakostnaðurinn
er ein aöalástæöa frestunarinnar,”
sagði Gísli Aifreðsson þjóöleik-
hússtjóri i samtali við DV. „Breski
búningateiknarinn Liz Da Costa átti
að hafa 8 vikur til að fullgera búning-
ana en vegna verkfallsins hafði hún
aðeins 3 vikur til umráöa. Það hefði
þýtt að búningamir heföu þurft að
vinnast erlendis og það í breskri
næturvinnu þannig að þeir einir
hefðu kostaö 2 milljónir. ”
Verkföll opinberra starfsmanna
hér á landi komu I veg fyrir að breski
búningateiknarinn gæti tekið mál af
leikurum enda hefði það veriö verk-
fallsbrot. Annars er Liz Da Costa
afar þekkt á sínu sviði og siðasta
verk hennar var einmitt að hanna
búninga á dýrasta söngleik sem
settur hefur verið á svið, Starlight
Express eftir Andrew Lloyd Webber
sem nú er sýndur í Lundúnum. Sú
uppfærsla kostaði 3 milljónir punda
eða um 130 milljónir íslenskra króna.
I stað Ríkarös HI. og allra sér-
saumuðu búninganna býður
Þjóöleikhúsið landsmönnum upp á
Kardimommubæinn á jólunum.
-EIR.
Er stærsta kaupskip
íslendinga norskt?
I blaðinu Svensk Sjöfart Tidning,
þriðja hefti 1984, er birt mynd af
islenska skipinu Akranesi og þaö
taliö norskt en undir íslenskum fána.
Skipið er talið eign skipafélagsins
Jebsen frá Bergen sem eigi 30 skip til
flutnings á lausavöru á bilinu 4000—
4500 tonn aö burðargetu. Þessi skip
sigli undir ýmsum þjóðfánum, þar á
meöal íslenska fánanum.
Guðmundur Asgeirsson er fram-
kvæmdastjóri Nesskips hf.: „Það er
ósköp einfalt að svara þessu. Við
eigum skipafélag sem heitir Isskip
hf. og Jebsen á 40% í því. Síðan eiga
Isskip og Nesskip Akranesið saman.
Hlutur Jebsens í Akranesinu er 24%.
Nesskip var stofnað árið 1974. Þaö
Akranesíð — stærsta skipið ííslenska flotanum — en erþað norskt?
á skipin Suðurland og Vesturland.
Árið 1977 stofnuðu sömu aðilar og
eiga Nesskip hf. Isskip hf. og keyptu
þá skip af Jebsen sem hét Isnes. Þaö
hefur nú verið selt. Arið 1979 var
Selnes keypt, það er 5790 tonn.
Tveimur árum síðar kom Akranes
sem er stærsta skip sem skráð er á
Islandi, 7490 tonn. Bæði þessi skip
voru keypt frá Jebsen. Þau hafa
síðan verið í flutningum til og frá
Grundartanga og í ýmsum
verkefnum erlendis. Islenskar
áhafnir eru á þeim báðum.
Guðmundur Ásgeirsson visaði þvi
á bug að Akranesið væri norskt eins
og sænska blaðið heldur fram.
„Þetta er þó ekki að öllu leyti ósatt,”
sagöi hann. Eignaraöild Jebsen aö
fyrirtækinu sagöi hann ekkert leynd-
armál. JBH/Akureyri
í
í
í
i
i
i
I
I
t
t
I
i
i
t