Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Page 1
Fjármálaráðherra í ríkisstjóminni: Tillaga um 0,5% söluskattshækkun gæf i 250 milljónir eða helming af því sem ríkissjóð vantar Aðaltillaga fjármálaráðherra um lokun fjárlagagatsins er hækkun söluskatts um 0,5%, úr 23,5% í 24%, sem gæfi 250 milljóna tekjuauka í ríkissjóð á næsta ári. Samkvéemt heimildum DV er það í rauninni eina tillagan sem liggur fyrir um lokun gatsins og sem skiptir máli. Gatið er 320 milljónir í fjárlagafrumvarpinu en verður væntanlega um 500 milljónir við afgreiöslu Alþingis.' Söluskattstillagan hefur ekki hlotið afgreiðslu í þingflokkunum, að minnsta kosti ekki hjá sjálfstæöis- mönnum. Ennþá eru til umræðu önnur úrræöi, svo sem skyldusparnaður á hátekjur og eignarskattur á eignir umfram venjulegt fjölskyldubú. Samdráttur í ríkisrekstrinum viröist varla til umræðu, umfram það sem orðið er. Ef aðeins verður um að ræða sölu- skattshækkunina er ekki um annað að ræða en nýtt erlent lánsfé til þess aö loka fjárlagagatinu alveg. -HERB. Tveirkærðir: Leituðu áunga pilta Tveir menn voru kærðir í gærkvöldi fyrir „ósæmilegar athafnir” gagnvart ungum drengjum. Annar þeirra náðist og verður í yfirheyrslum í dag en hins er enn leitað. Sá sem handtekinn var er útlending- ur. Hann gaf sig á tal við 12 ára pilt vestur í bæ í gærkvöldi og fékk hann með sér afsíðis. Pilturinn slapp frá honum og ber að hann hafi m.a. tekið fyrir munn sér til að hann hrópaði ekki á hjálp. Hinn atburðurinn var skammt frá Sundhöllinni viö Barónsstíg. Þar bað maður tvo 11 ára gamla pilta um að vísa sér til vegar og bauöst til að borga þeim fyrir þaö. Fékk hann þá með sér inn í húsasund og hélt þeim þar. Hafði hann þar uppi ýmsa tilburöi sem þykja miöur siðlegir. Piltarnir sluppu frá honum um síðir og var málið kært til lögreglunnar. Munu þeir hafa gefið einhverja lýsingu á manninum. -klp- Þrírísí- brotagæslu í gærdag Þrír menn voru í gær úrskurðaöir í síbrotagæslu til 20. febrúar á næsta ári að kröfu Rannsóknarlögreglu ríkisins. Allir eru þeir síbrotamenn sem lög- reglan hefur þurft að hafa mikil af- skipti af aö undanfömu. Einn þeirra hefur hvergi átt höfði sínu aö halla en hefur haldið sér gangandi með hnupli og innbrotum. Hefur hann verið sem slíkur fastur gestur á lögreglustöðinni. Hinir tveir eru yngri og hafa unnið saman að fjölmörgum innbrotum aö undanfömu. Síöasti staður sem þeir heimsóttu var Þjóðleikhúskjallarinn. Var þaö eftir lokun og höfðu þeir þá á brott meö sér úr kjallaranum mikið af áfengi og peningum. -klp- „Ég get ekki sagt annað en takk fgrir — guð sér um restina, ” sagði bílstjórinnþegar lögregluþjónarnir höfðu hjálpað honum að skipta um hjólbarða. DV-mynd S. Stressaður hafórn — sjá bls. 2 Topparnir íKópavogi tosaðirupp — sjá bls. 5 Milljónamær- ingarveiddir íPóllandi — sjá erlendar fréttir bls. 7 Karfibeint íbandarísku stórmarkaðina — sjá bls. 3 Hvaðeráseyði umheígina? - sjá bls. 17-24 Ólympíu- skákmótið - sjá bls. 2 Tuttugumanns fengju vinnu íratsjár- stöðvunum -sjábls.4 Breytingará matvælumí frystigeymslum — sjá bls.9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.