Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Síða 3
DV. FÖSTUDAGUR 30. NOVEMBER1984. 3 Sjöstjarnan hf. í Keflavík: Stórvirkar pökkunar- vélar tekn- ar í notkun — selur karfa beint til stórmarkaða erlendis Sjöstjarnan í Keflavík hefur tekið í notkun nýja afkastamikla vélasam- stæðu til aö pakka fiski. Er pökkunar- vélin sú fyrsta sinnar tegundar sem tekin er í notkun hér á landi. Fyrirtækið selur síðan fiskinn beint til stórmark- aða í Bandaríkjunum og Evrópu. „Þessar vélar hafa verið notaðar mikið í fiskiðnaði erlendis,” sagði Einar Kristinsson, forstjóri Sjöstjörn- unnar, í samtali við DV. „Þær hafa þó ekki verið notaðar hér á landi fyrr en nú fyrir tveim dögum að viö tókum þær ígagnið”. Kassagerð Reykjavíkur er umboðs- aðili fyrir vélamar hér á landi. Þær vinna þannig að öskjurnar sem látnar eru í þær eru ekki brotnar. önnur vélin brýtur hverja öskju og skilar henni inn á færiband. Síöan er fiskurinn lagður í hana. Síðari vélin brýtur svo öskjuna og lokar henni. Afkastageta vélanna er mikil því þær geta skilað 60—120 öskjum á mínútu. Hægt er að pakka í öskjur sem vega frá 100 grömmum og upp í sex pund. Einar sagði að Sjöstjarnan fram- leiddi vömr sínar undir merkinu „Iceland harvest”. Sem stæði væri nú eingöngu pakkað karfa með roði og færi hann í pundspakkningu. Væri hann sendur í stórmarkaði í Banda- ríkjunum, meðal annars í Subway- keðjuna. Þá stæöi til að pakka einnig rækjum, hörpudisk og fleiri tegundum sem þegar væra tilbúnar til pakkning- ar. Sjöstjarnan rekur, ásamt fleiri fyrirtækjum, sölufyrirtæki í Banda- ríkjunum, undir heitinu „Ocean Harvest”. Sagði Einar að Sjöstjarnan hefði selt vöm sína til Bandaríkjanna um nokkurt skeið og gefist vel. Með til- komu pökkunarvélanna gæti fyrirtæk- iö fullunnið vömna og sent hana beint í keðjuverslanir í Bandaríkjunum og Evrópu. Markaöurinn væri sífellt að styrkjast í Bandarikjunum. Þá yrði fljótlega hafin pökkun á rækju, þorski og fleiri tegundum fyrir Evrópumark- að. Hins vegar væri staða Evrópugjald- miðils svo veik gagnvart dollar að Bandaríkjamarkaðurinn yrði látinn sitja í fyrirrúmi þar til breyting yrði þará. -JSS Þannig var umhorfs i iúkarnum á Erlingi eftir eidsvoðann. Talið er að kviknað hafii út frá eldavólinni. D V-mynd Grimur. ELDUR LAUS í TRÉBÁTI — slökkviliðið í Vestmannaeyjum beið á hafnarbakkanum Eldur kom upp í trébátnum Erlingi frá Vestmannaeyjum þegar báturinn var á leið á veiðar snemma í gær- morgun. Var báturinn kominn rétt út fyrir hafnargarðinn þegar eldsins varð vart. „Það er ekkert ljós framan í bátn- um svo við kveiktum vinnuljós og sáum þá hvar reykurinn stóð út úr lúkarnum. Við lokuðum samstundis öllu og snemm við til hafnar,” sagði Stefán Friðriksson, skipstjóri á Erl- ingi. Slökkviliðið í Vestmannaeyjum beið á hafnarbakkanum þegar báturinn kom að landi. Tókst fljótlega aö ráða niðurlögum eldsins. „Það er enginn viður brunninn, aðallega sviði og úldin málning. Við vomm það stutt frá landi að ekki fór verr,” sagði Stefán. Talið er að kviknað hafi í út frá eldavél. Óvíst er hvenær báturinn getur hafið veiðaraðnýju. -EH Úr pökkunarsal Sjöstörnunnar. Á innfelldu myndinni sjást pakkningarnar sem seldar eru tilstórmarkaða i Bandarikjunum og Evrópu. DV-myndIHeiðar NÝJUNG: TVEGGJA HAUSA C0MB110 SAUMAVÉL ERNA HELGADÓTTIR KYNNIR COMB110. Sýning og sala: Verslunin Spói, Kaupgarði - Kópavogi, sími 46866. Raf, Kaupangi flkureyri, sími 26400. VENJULEG Umboð: Saumasporið h/f Stórahjalla 9 - Kópavogi. símar 43525 og 45632. OVERLOCK AIWA AIWA AIWA' Glæsilegt úrval af ferðaútvarpstækjum með kassettum. Verð frá kr. 8.380,- aiwa CA-30 og þetta stórglæsilega tæki, 2x14w, með lausum hátölurum, á aðeins kr. 16.980, staðgr. Aitt til hljómfíutnings fyrir: HEIMIUÐ - BÍUNN OG DISKÓTEKIÐ D i. .i i\aaio ! r ARMÚLA 38 iSelmúla megin) 105 REYKJAVIK SIMAR: 31133 83177 POSTHOLF 1366

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.