Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Qupperneq 8
Tilkynning til skattgreiðenda Dráttarvextir vegna vangreiddra þinggjalda verða reiknaöir að kvöldi miðvikudagsins 5. desember nk. Vinsamlegast gerið skil fyrir þann tíma. Fjármálaráðuneytið, 27. nóvember 1984. AÐVENTUUÓS Mikið úrval aðventuljósa nýkomið. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 Simi 9135200, Á K THBOÐ DV. FÖSTUDAGUR 30. NOVEMBER1984. Kökublað Vikunnar: Kattartungukökur eða ömmuterta? Hiö árlega jólakökublaö Vikunnar er komiö út. Blaðiö fylgir sem kaupbætir meö hinu venjulega blaöi. Þar er aö sjálfsögöu um auðugan kökugarö aö gresja og líklegt aö þar sé aö finna góö- gætifyrirallflesta. Aö þessu sinni voru bræöurnir Smári og Haukur Hauksson fengnir til aö baka uppskriftimar. Þeir eru bakarar í húð og hár og komnir af bökurum langt aftur í ættir, auk þess sem þeir standa fyrir bakstrinum í Grensás- bakarii. Uppskriftirnar eru margar og fylg ja fallegar litmyndir með þeim. En það er ekki bara um kökur aö ræöa aö þessu sinni. Fjölmargar brauðupp- skriftir er einnig aö finna í jólaköku- blaöinu og ekkert er auöveldara og betra en baka brauðin sjálfur. Og nú eru þaö ekki lengur bara bakarar og bruggarar sem geta nota gerið. Þaö fæst í öllum matvöruverslunum. 1 blaöinu er m.a. aö finna kransa- köku sem víöa erlendis þykir ómiss- andi á jólaborðinu. Ætla mætti að þaö sé einhver kúnst að baka slíkar kökur. En svo virðist ekki vera þegar litiö er á uppskriftina. -APH. Kransakaka 1 kíló kransakökumassi 550 grömm sykur og eggjahvítur eftir þörfum. Bakist ljósbrúnt í miðjum ofni við 220 gráöa hita. Skreytt með flórsykurs- bráö: Flórsykur og eggjahvítur þeytt saman. Kransakaka Neytendur Neytendur Neytendur HOLL RÁÐ TILBÍLKAUPENDA I blaöi sem okkur barst frá Neytendafélagi Akureyrar rákumst viö á eftirfarandi heilræði til þeirra sem ætla sér að kaupa notaöan bíl. Viö birtum þessi ráð og vonum að þau komi ráövilltum bílkaupendum aö góöumnotum. Yfirheyrðu bílasalann • ERbíllinnnýlakkður? — Nýlakkaöur bíll er gljáandi og fallegur en lakkið getur dulið ryöskemmdir eöa bráðabirgöaviö- geröir. • HEFURbíllinnlentíárekstri? — Hafi svo verið verður viögeröin aö hafa fariö fram á viðurkenndu verkstæði. • HEFUR veriögertviöbílinnnýlega? — Biddu um aö fá aö sjá viðgeröar- nótumar. • HEFURbíllinnveriðíleiguakstri? — Leigubíll er venjulega meira ekinn en einkabíll. Veröið á aö vera í samræmiviö þaö. Gerðu eigin könnun Ryðskemmdir Taktu meö þér segul. Meö honum geturðu fundiö bráöabirgöaviðgeröir (plast). Þar dregst segullinn ekki aö. Leitaöu sérlega aö ryöi á eftirfarandi stööum: • Undir gólfmottunum. • Hjólhlífarnar—notaöusegulinn. • Farangursgeymslan, lyftu upp mott- unni. Skoöaöu einnig undir vara- dekkið. • Neöri hluti hurðanna, notaðu segul- inn. Vólin • Er hún skítug ? Lekur olía eöa vatn ? • Skoöaðu olíukvarðann. Svört og þykk olia bendir til lélegrar vélar- hiröu. • Olía í kælivatninu bendir til alvar- legrar vélarbilunar. Hjól og dekk • Mynstur dekkjanna skal vera minnst 3 millímetrar. Sé þaö minna en 1 mm er þaö ólöglegt. • Skakkt slitin dekk benda til legu- skemmda, rangrar hjólastillingar eöa þess aö bíllinn sé slitinn aö framan. • öll dekkin skulu vera sömu gerðar. Rúður og hurðir • Athugaðu hvort hægt er aö skrúfa rúöurnar upp og niður. Falla hurð- imar vel aö stöfum? • Em rúöur rispaðar? Slíkt hindrar útsýn, einkum í rigningu. • Athugaöuhvortþéttilistareruheilir. Stýring og bremsur • Togaöu i handbremsuna, hún á aö festast eftir þrjár tennur. • Taktu efst á framhjólunum og skaktu duglega. Ef smellir heyrast bendir þaö til slits sem er hættulegt og oft dýrt viögeröar. • Stýrisgangurinn á aö vera hlaup- laus. • Stígöu fast á bremsuna á meðan vélin gengur. Sé ástigiö eins og stigið sé á svamp getur verið loft á brems- um. Slíkt er auðvelt aö laga. Láti pedallinn hins vegar undan er lík- lega um leka að ræða. Þá skaltu ekki reynsluaka bílnum. Reynsluaktu • Hleraöu eftir torkennilegum hljóðum. • Eru varúðarljós, mælar og rafbún- aöur í lagi? • Rásar bíllinn ef þú heldur laust um stýriö eöa hemlar? • Hrekkur hann úr gír ef þú gefur í eöa lætur vélina halda viö? • Erstýriðléttoghljóðlaust? • Dreptu ekki á vélinni eftir reynslu- aksturinn. Láttu hana ganga í hæga- gangi. • Opnaöu vélarhlifina.Hefurlekiöolía eöa vatn? Athugaðu einnig undir bilinn. • Athugaöu pústiö. Blár eöa grár reykur bendir til vélarbilunar. Hleraðu enn einu sinni vélarhljóöið. Ef þú ert ánægöur meö niðurstöðu athugana þinna getur borgað sig aö láta fagmann athuga bílinn því hann á aö geta gert sér betur grein fyrir gæðum bílsins en þú.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.