Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Síða 11
DV. FÖSTUDAGUR 30. NOVEMBER1984. Engir peningar til í kjamfóöursjóði Endurgreiðsla kjamfóðurgjalds er nú með nokkuð öðrum hætti en verið hefur. Nú fá bændur ekki greitt í beinhörðum peningum heldur seðil meö upphæö sem gildir til innkaupa á kjarnfóðri. Endurgreiðslurnar eru því bundnar því að bændur kaupi meira kjarnfóður hjá einhverjum kjamfóðursframleiðendum. Þetta á við um kúabændur og er óánægja ríkjandi með þetta fyrirkomulag. Gunnar Guöbjartsson, fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs, sagði að þetta fyrirkomulag væri notað vegna þess að engir peningar væm til. Ástæðan fyrir því væri að enn væm skuldir kjarnfóðursselj- enda ekki skuldfallnar. Þeir hafa f jögurra mánaða gjaldfrest. Allt sem hefur verið innheimt í vor og í sumar hefur farið til Áburöarverksmiðjunn- ar. En snemma á þessu ári ákvað ríkisstjómin að kjamfóðurgjald yrði allt, nema 70 prósent aukagjaldiö, greitt til verksmiðjunnar. Þetta fyrirkomulag mun standa fram á næsta vor. APH Ásgeir Hvítaskáld skrifar um siglingar: Paradísareyjan i Skerjafirði Margar ánægjustundir hef ég átt á Skerjafirðinum, sennilega vegna þess að ég sóttist eftir því. Ég ólst upp í rauöu húsi niðri við sjóinn. Fjaran hafði aðdráttarafl fyrir mig, þegar hinir pollamir sátu á kantsteinunum og deildu um hvaða bíltegund fór hjá. Eg þvældist um á flekum, f ór í ferðalög á kajökum, fékk að fara með trillu- körlunum, reri á grásleppu með fööur mínum á opnum plastbóti. Hafið náði fljótlega rótfestu í hjarta mínu. Ég sá hvernig maður í næsta húsi smíðaði sér spíttbát í bílskúr. Ég fékk skapalónin lánuö og smíðaöi eins bát. Næst skaust ég fram og aftur um f jörð- inn með fullan bát af síðhærðum strák- um. Bátadellumaður sagöi við mig að það væri miklu skemmtilegra að sigla. Svo ég smiðaöi lítinn seglbát, saumaöi seglin heima í stofu þegar fólkið var uppi í sveit í sumarfríi. Fyrst kunni ég ekkert á þetta dót og stímdi á klóakrör- ið. Hreyfingar seglbátsins voru allt öðruvísi og ég varð sjóveikur. En ég var fljótur að komast upp á lagið og brátt seldi ég spíttbátinn. Vélarglamur kom ekki til greina lengur. Um borð í seglbát er þögn og maður líður mjúk- lega áfram, báturinn smýgur fimlega í gegnum öldumar. Eitthvað sem huga manns hefur alltaf dreymt um. Stundum baröist ég einn á móti leið- indaveðri, með regnský fram undan, á stöðum í firðinum þar sem öldumar virtust óvinveittar. Ég hef líka átt stundir í sólskini þar sem hlý gola smýgur í gegnum hárið og öldumar eru skærbláar. Ég man að ég fann ilm af nýslegnu grasi frá Bessastöðum. Gaman var að fara í partí á laugar- dagskvöldum eftir að maður hafði veriö úti að sigla allan daginn. Því þá var ég útitekinn; andinn hress og glað- ur. Það er eitthvað í vindinum og náttúmnni sem gerir mann glaðan. En í Skerjafirðinum er ein eyðieyja sem engin veit um nema ég. Þessi eyja er alveg ósnortin, hún er eins og hún hefur verið í aldaraðir. I miðjunni er stórt lón. Þar er allt fullt af sel. Ég var vanur að felia seglin er ég nálgaðist og róa síðasta spölinn til aö fæla ekki sel- ina og alla fuglana. Þarna em fjöl- margar fuglategundir, eins margar og auga þitt lystir að sjá. Æðakollurnar fældust fyrst en vöndust mér eftir dá- litla stund. A botninum í lóninu er hvít- ur skeljasandur. Ég klæddi mig í blaut- búning, en þaö er hluti af kafarabún- ingi. Síöan kafaöi ég niður með sund- gleraugu og snorkel; hélt í mér andan- um. Ég sá ufsatorfu skjótast burt. En þeir em forvitnir og safnast saman fyrir aftan mann. Selirnir teygðu höfuð sín upp úr sjónum í f jarlægð. Stórir út- selir lágu á maganum uppi á þaravöxn- um steinum og sleiktu sólskinið. Á botninum tíndi ég ígulker sem ég bjó til pennastatíf úr. Skaut mér inn á milli þarastöngla í von um að finna rauð- maga. Skyndilega sá ég einn risastór- an liggjandi á þarablaði. Hann sá mig ekki, virtist rænulaus. Ég teygði hend- umar fram, haldandi í mér andanum. En þegar ég ætlaði að hremma bráöina hittu hendumar ekki nema rétt á enniö á honum. Eins og byssubrenndur hvarf hann, aðeins rykið á þarablaðinu þyrl- aðist upp. I sjónum sýnist allt nær en það er í raun. Þreyttur af sundinu fleygðiégaflan- um um borð í bátinn; ígulker og kræklingaskeljar. I klettaskom kveikti ég bál og borðaði nesti mitt. Ég var einn með náttúmnni og þessari huldu paradís. Þama á eyjunni var ég herra og konungur. Skotkarlamir á trillun- um, sem ötuðu hafið fuglsvængjum og blóði, fóm hjá án þess að sjá neitt. Hvorki náttúrubamið, fuglana, selina, skeljarnar né vindinn. Þeir vom orðnir heyrnarlausir af vélarglamrinu og þeir skildu ekki ljóð vindsins. Síðan hífði ég upp segl og sigldi út úr lóninu en það er vandfarin krókaleið, sem engin þekkir nema ég og selirnir. Þetta fólk sem ég hitti í partíum hefði aldrei viljað leggja á sig að læra þessa leið. Dætur ríku pabbanna hugsuöu bara um að tolla í tískunni. En þær spurðu mig stundum hvers vegna ég væri alltaf svona glaður. Skútan mín hjó í öldurnar þar sem ég barst heim á leið með vindinum. Þegar ég leit til baka kom flóðið og eyjan sökk í kaf. Þannig yrði hún varðveitt þar til næst. Hafið geymir paradis handa þeim sem vilja leggja eitthvað á sig. Aðeins þeir geta fundið þessa eyju. 11 . tJTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-84022. Dreifispennar, 31.5—1250 (1600) kVA. Opnunardagur: Þriðjudagur 15. janúar 1985 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóöendum er þess óska. Utboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og með föstudegi 30. nóvem- ber 1984 og kosta kr. 200,- hvert eintak. Reykjavík 28. nóvember 1984. Rafmagnsveitur ríkisins. S'ecr hag«ða lxsileg g ÓOUíU eröi Viö lboðsv sérti til Tmoigun, laugardag dag og gbrið Bláskogar góð kaup 68 Simi \rmúla HAUSTHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 1984 VINNINGAR: Skrifstofan er opin frá kl. Vinsamlega gerið skil sem allra fyrst. 1. Greiðsla upp í íbúð kr. 350.000. 9-22. SÆKJUM - SENDUM 2. Greiðsla upp í íbúð kr. 300.000. SÍMI 82900. 3. Bifreiðavinningur kr. 200.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.