Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Qupperneq 13
13
DV. FÖSTUDAGUR 30. NOVEMBER1984.
— Ábyrgð hjúkrunarfólks í kerfinu
Nú á haustdögum hefur mjög ver-
iö til umræöu hinn svokallaöi
spamaöur í menntamálum þjóðar-
innar — sem í raun er ekkert annaö
en niðurskurður. Ég ætla ekki að
ræöa þau mál frekar hér nema hvaö
ég fagna stéttvísi kennara og einhug
þeirra gegn aöför aö kjörum sínum
og jafnrétti til náms. Þess í staö ætla
ég aö fjalla lítillega um heilbrigöis-
stéttirnar og hliðstæðan niöurskurö í
heilbrigöiskerfinu.
Núverandi ríkisstjóm hefur
markaö sér stefnu í félagsmálum í
anda peningahyggju sem almenning-
ur veröur helst var viö í formi niður-
skuröar á þjónustu. I heilbrigöiskerf-
inu birtist niöurskuröurinn m.á. í því
aö sjúkrahúsum er nú uppálagt að
draga úr launakostnaöi um 2,5% og
skera annan kostnað niður um fimm
af hundraði. Forráöamenn flestra
sjúkrahúsa gera sér fulla grein fyrir
hvaö slíkar tölur þýða; mjög skerta
þjónustu viö sjúka og aukiö vinnu-
álag.
Aðgerðir
Aðgerðir í anda samdráttar em
nú þegar komnar til framkvæmda.
Nú sem oft áður er ráðist á garðinn
þar sem hann er lægstur. Má þar
nefna að vinna ræstingakvenna hef-
ur veriö endurskipulögð meö þeim
afleiöingum aö vinnuálag hefur auk-
ist og laun lækkaö. Þó hefur breyt-
ingin leitt til bættra vinnuskilyrða,
að nokkru leyti.
Þá hafa vaktaálagstímar veriö
skomir niöur hjá hjúkrunarfræðing-
um, ljósmæðmm og sjúkraliðum —
hefðbundnum kvennastéttum með
lægstu laun. Einnig hefur verið grip-
iö til þess ráös aö kalla ekki lengur út
fólk til afleysinga á fyrsta forfalla-
eöa veikindadegi. Þeir sem fyrir em
í vinnu þurfa þess í staö að taka á sig
aukið vinnuálag sem var þó æriö
fyrir. Ljóst er aö þessar ráðstafanir
„Má þar nefna að vinna ræstinga-
kvenna hefur verið endurskipu-
lögð með þeim afleiðingum að
vinnuálag hefur aukist og laun
iækkað."
hafa í för meö sér verri hjúkrun og
flótta úr hjúkranarstéttum. Sem
dæmi um það má nefna að skv.
skýrslu Hjúkrunarfélags íslands
áriö 1980 fengust 350 hjúkmnarfræö-
ingar ekki viö hjúkmn og nýrri
skýrslur sýna enn umtalsveröa
aukningu á þeirri þróun. Nú nýlega
var svo frá því skýrt aö reynt væri að
fá norræna hjúkmnarfræöinga til aö
manna sjúkrahúsin.
Lokun sjúkradeilda er enn ein
hliöin á niðurskurðinum. Lokun
deilda er í raun aö „spara eyrinn en
kasta krónunni” eins og flestar þær
aögerðir sem gripiö hefur veriö til.
Má í því sambandi nefna aö lokun
deilda leiöir til enn lengri biðlista,
þannig aö fólk kemur mun veikara á
sjúkrahús, dvelur þar trúlega lengur
auk þess sem fleiri vinnudagar tap-
ast.
Eg tel aðeins einn liö jákvæðan og
leiða til raunvemlegs spamaðar í
þeim breytingum sem nú eiga sér
staö á sjúkrahúsum. Sá liöur er sam-
SÓLVEIG
ÞÓRÐARDÓTTIR
LJÓSMÓÐIR OG
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR,
KEFLAVIK
komu langtimasjúklinga í voöa. Og
hver em viöbrögð ráöamanna? Heil-
brigöisráöherra segist lítið mark
taka á þessu bréfi — menn skrifi
undirhvaösemer!
Þegar viö hugleiðum félagslega
• „14 félagasamtök sjúklinga í landinu hafa
sent neyðaróp til þingmanna vegna
þessara hækkana sem þau benda á að stefni
heilsu og afkomu langtímasjúklinga í voða.”
eiginleg innkaup sjúkrahúsa á
ýmsumvörum.
En niöurskuröur ríkisstjórnarinn-
ar bitnar ekki eingöngu á sjúkrahús-
þjónustunni heldur einnig á sjúku
fólki og öldruöum sem nú þurfa aö
greiða hærra verö fyrir lyf og lækna-
vitjanir. Nú þarf þetta fólk aö greiða
140% hærra verö fyrir sérlyf en á
sama tíma í fyrra, 200% fyrir aö sjá
heimilislækninn og 170% hærra fyrir
aö finna sérfræöing. Meö þessu móti
er dregið úr félagslegum jöfnuöi sem
án efa mun leiða til þess aö almennu
heilbrigöir hrakar. Og hver er þá
„sparnaðurinn”?
Neyðaróp
14 félagasamtök sjúklinga i
landinu hafa sent neyðaróp til þing-
manna vegna þessara hækkana sem
þau benda á að stefni heilsu og af-
þjónustu er eðlilegt að velta fyrir sér
þeirri spumingu hvort þegnar þessa
lands séu reiöubúnir til aö greiða allt
að 8—9% þjóöartekna til heilbrigðis-
mála. Hér veröur hver að svara fyrir
sig. Aö mínu mati er þaö ekki óeðli-
legt aö svo stórum hluta þjóöartekna
hafi á undanförnum ámm veriö var-
iö til heilbrigðiskerfisins þegar til
þess er litið aö nánast allur heil-
brigöisgeirinn hefur veriö byggöur
upp frá grunni á síðustu 30—40 ámm.
Víöast hvar er búið aö byggja upp
heilsugæslustöövar og sjúkrahús
sem geta þjónaö landsmönnum í
langan tíma og annars staðar vantar
aöeins herslumun til að viðunandi sé.
Menntun heilbrigðisstéttanna er líka
á við þaö sem best gerist erlendis og
auðvitaö kostar þetta allt mikið f é.
Sett hafa veriö lög og reglugerðir
um hina ýmsu þætti heilbrigðismála
Kjallarinn
NIÐURSKURÐUR
EÐA SPARNAÐUR
sem miöa aö því að velferö þegnanna
sá sem best borgiö og má í því sam-
bandi nefna lög um skipulag
öldmnarþjónustu. Markmið þeirra
laga er aö „aldraöir fái þá heilbrigð-
is- og félagslegu þjónustu sem þeir
þurfa á aö halda og aö hún sé veitt á
því þjónustustigi sem er eölilegast og
hagkvæmast miöaö viö þörf og
ástand þess aldraöa. Lögin miöa aö
því aö aldraðir geti, svo lengi sem
veröa má, búiö viö eðlilegt heimilislíf
en að jafnframt sé séö fyrir nauðsyn-
legri stofnanaþjónustu þegar hennar
er þörf,” segir í fyrstu grein þessara
laga.
Ljóst er aö öldruðu fólki mun
fjölga hlutfallslega á næstu áratug-
um. Þetta fólk á rétt á aö þessum lög-
um sé framfylgt í hvívetna, en fram-
kvæmd þeirra myndi einnig leiöa til
spamaðar til lengri tíma litið.
Lög um heilsugæslustöövar er
annar lagabálkur sem gefur mögu-
leika til hagkvæmni í rekstri heil-
brigöisþjónustunnar þar sem helsta
verkefni heilsugæslustöövanna er aö
stuöla aö heilsuvernd, þ.e. fyrir-
byggjandi aðgerðum.
Erfið aðstaða
Aðstaöa heilsugæslustööva til aö
framfylgja lögunum er hins vegar
víöa mjög erfið. Laun hjúkmnar-
fræöinga eru mjög lág miðað viö
menntun og álag eins og allir vita.
Til aö bæta laun sín aö einhverju
leyti vinna hjúkrunarfræðingar
frekar á sjúkrahúsum þar sem
vaktaálag bætist ofan á launin. Þetta
leiðir til þess að mjög erfitt er að
manna allar stööur hjúkmnarfræö-
inga viö heilsugæslustöðvamar.
Eg hef leitast viö aö benda á leiðir
til sparnaðar í heilbrigöiskerfinu í
staöinn fyrir niöurskurö, sparnaðar
sem leiöa mun til betri þjónustu fyrir
þegna þessa lands og betra heilbrigð-
is þeirra. Flestum sem vinna við
heilbrigðisstörf er þetta ljóst en hins
vegar bregöur svo viö að þeir einu
sem ég hef séö aö mótmælt hafi árás
ríkisstjórnarinnar á sjúka og
aldraða úr þessum stéttum eru heim-
ilislæknar. Eg trúi ekki aö þeir séu
þeir einu sem finna til ábyrgöar
gagnvart því fólki sem niöurskurð-
urinn í heilbrigöisþjónustunni hefur
bitnað hvað verst á. Því minni ég alla
þá, sem ekki sætta sig við þá leið sem
farin hefur veriö, á það aö „þögn er
sama og samþykki.”
Sólveig Þóröardóttir.
AD LOKNU VERKFALU
Þegarlitli
maðurinn
varö stór:
Eg hef nú fjallað um verkfalliö og
aödraganda þess í fremur léttum
dúr. Nú mun ég skrifa í fúlustu
alvöru.
Verkfall BSRB
markar tímamót
Verkfall BSRB var til fyrir-
myndar. Samstaöa og baráttuhugur
fólks var aödáunarveröur. Þaö var
t.d. hreinasta unun aö koma í
kennaraathvarfið eöa á stórfundinn í
Austurbæjarbíói og finn þá mann-
legu hlýju og stemmningu sem þar
ríkti. Hundruö manna sýndu frum-
kvæöi og þúsundir voru með í verk-
fallsvörslu og dreifingu upplýsinga.
Geysileg þátttaka kvenna er nýr
kafli í Islandssögunni. Þær stóöu
verkfallsvaktir ekki síöur en karl-
menn, en slíkt var nánast óþekkt
fyrir áratug. Þaö var langmest
konum aö þakka að Reykjavíkur-
samningurinn var kolfelldur. Konur
hafa litlum launum að tapa í verk-
fplli og-til mikils aö-Vinna. Þær eru
lítt mengaöar af heföum pólitísks
baktjaldamakks sem ríkt hafa í
verkalýöshreyfingunni sem annars
staðar.
Upplýsingastreymið var einstakt
og gegndu BSRB-tíöindin þar lykil-
hlutverki. Þau upplýstu og hvöttu fé-
lagana, veittu forystunni nauösyn-
legt aðhald, öfluðu verkfallinu stuðn-
ings meöal almennings og komu
sumum andstæöingurn úr jafnvægi.
Einnig gáfu bæjarstarfsmannafélög
út fréttabréf. Á daglegum fundum,
kröfugöngum og á verkfallsvöktum
kynntist fólk, skiptist á upplýsingum
og fékk staðfest hversu margt það á
sameiginlegt, jafnvel þótt þaö gegni
ólíkum störfum.
Dagblaöaleysiö var bagalegt fyrir
andstæöinginn en gaf fólki ráðrúm til
aö hugsa sjálfstætt, á eigin forsend-
um. Þannig veittu bókagerðarmenn
BSRB óbeinan stuöning.
Aum frammistaða
ASÍ-félaga
Ríkiö og VSI drógu í lengstu lög aö
semja viö verkfallsmenn, líkast til í
þeirri von aö hægt væri að ná hag-
stæöari samningum við ASI-félögin.
Meðan bókageröarmönnum og opin-
berum starfsmönnum blæddi á víg-
vellinum sátu Asmundur og Guð-
mundur J. inni í hlýjunni og héldu
VSI- og ríkisherrunum uppi á kjafta-
snakki um ekki neitt. Ekkert bólaöi á
skærum þeim sem Guömundur J.
talaöi um fyrr í haust. Ekki styrktu
þessi félög verkfallsmenn fjárhags-
lega (nema Félag járniönaðar-
manna og Vaka á Siglufirði).
Stéttvísi mest í BSRB
Hvers vegna er nú svo komið aö
stéttvísasta fólkið er meðal starfs-
manna ríkis og bæja? Þaö er tæplega
forystu samtakanna aö þakka. Lík-
lega hraktist hún út í harðar aögeröir
af ótta viö aö kennarar yfirgæfu
samtökin. Enn er ekki ljóst hvort
tekst að halda samtökunum saman.
Stéttarlegt fræðslu- og umræðu-
starf hefur veriö lítið og ómarkvisst í
BSRB sem annars staðar. Utgáfu-
starf er talsvert að vöxtum en mátt-
Þorvaldur Örn Árnason
LÍFFRÆÐINGUR, STARFAR HJÁ
menntamAlaráðuneytinu.
laust. Lýðræöi er í samtökunum ef
félagar og aðildarfélög sýna frum-
kvæöi nema á örlagastundum eins og
viö lok verkfallsins. Þá fór lýöræðið
fyrir lítiö. Allsherjaratkvæöa-
greiðsla um samninginn 10 dögum
eftir verkfall er sýndarmennskulýö-
ræði og ekkert annaö.
Stéttvísin getur aö talsveröu leyti
stafaö af því hversu vondur atvinnu-
rekandi ríkiö og stóru bæjarfélögin
eru. Valdinu er þjappaö saman í f jár-
málaráöuneytiö og peningastofnanir
tengdar því. Menn eru í vinnu hjá
fjarlægu, óáþreifanlegu kerfi sem
tekur engum rökum og enginn er
ábyrgur fyrir. Innan ríkisins er ekki
lýöræði heldur eins konar léns-
skipan.
Heilar starfsstéttir fá hvergi vinnu
í sínu fagi nema hjá þessu bákni. Þaö
gildir um kennara, fóstrur og út-
varps- og sjónvarpsmenn, en einmitt
þessir hópar voru hvað ötulastir í
verkfallinu. Fólk baröist fyrir því aö
geta haldið áfram aö vinna í sínu
fagi. Því miöur varö uppskera
baráttunar í krónum taliö ekki
nægjanleg til að stöðva geigvænleg-
an atgervisflótta frá ríkinu.
Þaö hefur einnig áhrif aö margt
fólk í BSRB er menntað í mannlegum
samskiptum og upplýsingamiölun en
þannig þekking getur nýst vel í
stéttabaráttu eins og sannaðist í
verkfallinu.
Lærdómar af verkfallinu
Kjaradeilan og verkföllin í haust
eru þörf áminning um það að viö bú-
um í stéttskiptu þjóðfélagi þar sem
ávallt geisar stríð cigna- og valda-
manna gegn alþýðu manna.
Undanfarna 2 áratugi hefur íslenska
yfirstéttin beitt mjúkri taktík og
reynt aö hafa foringja verkafólks
góöa. Þeir hafa fengið að sitja í ríkis-
stjórn, hlotnast eitt og eitt embætti
og fengiö kurteisleg viðbrögö í kjara-
samningum. Nú var hins vegar sööl-
að yfir í haröa taktík aö hætti Reag-
ans og Thatchers. I stað þess aö hafa
lýðinn og foringjana góða og fleygja í
þá smádúsu átti nú aö svínbeygja
fólk og hræöa til hlýðni. Þaö er
íslenskum launamönnum mjög til
sóma aö hafa ekki látið þaö ganga
yfir sig.
Nú er ljóst aö það verður að sýna
vígtennurnar af og til. Þaö rifjast
upp að flest mikilvægustu réttindi
okkar hafa veriö knúin fram með
baráttu, oft verkfallsbaráttu.
Þeir sem heyja verkfall hagnast
sjaldan sjálfir peningalega. Hinir
sem vinna á meöan og fá árangur
verkfallsins fyrirhafnarlaust
hagnast mest. Verkföllin færðu
flestu íslensku launafólki umtals-
vcrðar kjarabætur, a.m.k. fyrst um
sinn. Því standa nú margir í þakkar-
skuld við þá sem framkvæmdu verk-
föllin. Þaö er gott og blessað. Hitt er
til háborinnar skammar aö ekki
skyldu fleiri verkalýðsfélög safna fé
og greiða í sjóöi verkfallsmanna.
Einnig má BSRB skammast sín
mjög fyrir þaö aö hafa aðeins safnað
5 miUjónum í verkfallssjóö á 7 árum
(u.þ.b. 5 kr. á félagsmann á mán-
uði!).
Launafólk þarf aö vinna úr reynslu
síöustu mánaða því stéttastríöiö
heldur áfram í nýjum og nýjum
myndum meöan þjóðfélagiö —
reyndar mannkyniö allt — er klofið í
tvennt: í fámenna vellauðuga yfir-
stétt og fjölmenna stétt vinnandi
fólks (og atvinnulausra) sem er
þjakað af ónauösynlegu óöryggi,
skorti og þrældómi.
Sú fjöldahreyfing sem þroskaðist í
verkföllum í haust þyrfti að lifa og
dafna áfram.
Þorvaldur örn Árnason.