Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Qupperneq 14
14
DV. FÖSTUDAGUR 30. NOVEMBER1984.
Spurningin
Hefur þú farið í kvikmynda-
hús nýlega?
Auöur Einarsdóttir húsmóðir: Nei, ég
hef ekki fariö í óratíma. Vegna þess aö
ég fæ aldrei bamapíu verö ég að lóta
mér nægja aö horfa á bíómyndirnar í
sjónvarpinu þó að þær séu oft ekkert
sérstakar.
Kristján Jónsson afgreiöslumaður:
Það eru svona 3 vikur síöan ég fór síö-
ast og þaö er nú óvenjulangt. Eg fer
yfirleitt tvisvar í viku í bíó.
Jón Öli Sigurðsson nemi: Nei, ég hef
ekkert fariö nýlega. Ætli ég fari ekki
svona einu sinni í viku aðmeðaltali. Eg
reyni heist aö sjá spennumyndir.
Ragna Blöndal afgreiðsludama: Nei,
ég er of önnum kafin til þess. Eg á
myndband og horfi frekar á þaö þegar
ég hef tíma.
tris Jónsdóttir skrifstofustúlka: Nei,
ég hef ekki haft tíma til þess undanfar-
iö. Auk þess bý ég í Keflavík og það er
nú ekki mikið my ndaúrval þar.
Haraldur Jóhannsson sjómaður: Eg
hef ekki farið í bíó í nokkurn tíma. Við
erum með myndband úti á sjó og ég
horfi á myndir þar. Eg hef mest gam-
an af spennumyndum.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Svipmynd frá Aiþingi.
hluti. En að verja heilli kvöldstund
undir slíka dagskrá er stóralvarlegt
mál. Fólkiö í þessu landi er búið að fá
meira en nóg af þreyttum kerfisköll-
um og vill annað og betra útvarps- og
sjónvarpsefni en pólitík á síðkvöldi.
Nóg er dagskráin slæm samt. Þetta
kerfisbákn er fyrir löngu komið í
óefni og þegar háttvirtir alþingis-
menn taka til máls þá passa þeir sig
á því aö tala aðeins stofnanamál og
nefna endalaust tölur og dæmi svo að
á endanum skilur hinn almenni borg-
ari hvorki upp né niöur í neinu og fer
aö naga á sér neglurnar (eða
klippa).
En hverjir eru þaö sem velja
þessa þreyttu menn á þing þegar
þeir væru betur settir í heildsölu-
rekstri sínum? Jú, fyrir kaldhæðni
örlaganna þá er það fólkið sjálft. Nú
vantar mann með fullar hendur fjár,
eins og Egil Skallagrímsson forðum,
til að fara inn í þingiö á mótorhjóli og
dreifa þar um sali silfri og gulli. Þá
væru líkur á að þingheimur berðist,
a.m.k. meö öörum baráttuaöferðum
heldur en nú eru notaðar. Fals, und-
irferli og lygi er merki þeirra sem
þarna sitja og fá fyrir fé úr vinnulún-
um höndum skattborgaranna sem
eru svo vitgrannir að þeir vita ekki
hvernig skal svíkja undan skatti.
Já, maöur er orðinn bitur út í
þetta kerfi. Kerfi þar sem litli mað-
urinn tapar stöðugt en enginn, sem
aðstööu hefur til, gerir nokkuö í mál-
inu. Eg hef vísvitandi ekki minnst á
þá kvenþingmenn sem á Alþingi eru.
Því miður er erindi þeirra þar ekki
mikið og vafasamt hvort húsmæður
fá nokkuð betri kjör frekar en við
hin með veru þeirra þar. Kannski
eru til þingmenn sem eru þama í
góðum tilgangi, þingmenn sem ætla
sér aö breyta einhverju til betri veg-
ar. Slíkir menn (eða konur) lenda
hins vegar í ótal ranghölum kerfisins
t.d. nefndum og koma því sjaldan
eða aldrei nokkru til leiðar.
Mín tillaga er sú að hér með verði
Alþingi áfram sá leikvöllur sem
hann er nú. „Leikvöllurinn við Aust-
urvöll” er ekkert verri en önnur dag-
vistunarheimili hér á landi. Þaö
versta er bara hvað við hin töpum
miklu á því að reka hann og leyfa
krökkunum þar að leika sér alla
daga.
„LEIKVÖLLURINN
VIÐ
AUSTURVÖLL”
Áki Björnsson skrifar:
Ekki þótti annað viö hæfi en aö
sýna og útvarpa beint frá umræöum
á Alþingi um stefnuræðu f orsætisráö-
herra fimmtudagskvöldið 22. nóvem-
ber. Hvers vegna útvarpsráðsmenn
kusu að pína fólkið í þessu landi meö
sliku er mér huliö en sennilega hafa
einhverjir þeirra átt þess möguleika
að sjást -í sjónvarpinu. Fyrir utan
hvað allar umræður, og þ.á m.
stefnuræðan voru málefnalega lit-
lausar þá virtust fáir eöa engir af
þeim sem í salnum voru hafa minnst-
an áhuga á því sem fram fór. Nokkr-
ir launaþrælar sýndu jú áhuga með
því aö standa meö kertaljós í nepj-
unni fyrir utan en þeir munu ekki
hafa uppskorið annað með veru sinni
þar en nefkvef, hósta eöa þaöan af
verri umgangspestir.
Aö senda fólki beint inn í stofu eða
eldhús annað eins þvaður og þarna
fór fram er út af fyrir sig ábyrgðar-
Er guð öllum
gleymdur?
Kona hringdi:
Við íslendingar teljum okkur vera
kirkju- og trúrækna þjóö. Að mínu áliti
fer því hins vegar fjarri. Á sunnudög-
um eru flestar ef ekki allar kirkjur
hálftómar, a.m.k. í minnisókn. Hræsn-
in í trúmálum okkar hér á landi kemur
Horft áimynd jóianna, jóiasveininn.
„Jóiin eru hátið peninganna," segir
kona i grein sinni.
kannski best fram yfir jólahátíöina.
Jólin hafa hér fyrir löngu misst allt
gildi. Hinn upprunalegi tilgangur
þeirra er löngu gleymdur og í staðinn
er haldin hátíö peninganna, kaup-
mönnum til mikillar gleöi. Jólin eru af-
greidd með því að horfa á guösþjónust-
una á aðfangadagskvöld og síöan ekki
söguna meir.
Það sama má reyndar segja um
ferminguna. Flestir krakkar fermast
vegna þess aö flestir aðrir gera það og
svo vitaskuld vegna peninganna.
Hvers vegna fermingin er vita senni-
lega fæstir. Mér finnst mjög miður
þegar trúin er ekki lengur í hugum
fólks og allir'virðast hafa gleymt guði
nema þegar eitthvað bjátar á. Ég er
heldur ekki frá því að prestamir eigi
einhverja sök á hvernig komið er í
þessum málum. Þeir hafa kannski
gleyiht sér við fræðilegar athuganir í
staö þess að fara meira út á meöal
sóknarbama sinna og veita þeim and-
lega aðstoð því oft á tíðum er ekki van-
þörf á slíku. Þetta þjóðfélag sem við nú
búum í vill nefnilega oft gleyma ein-
staklingnum og þaö eru margar ein-
mana sálir til meðal vor.
Þess vegna finnst mér að þegar
heimur versnandi fer höfum við alls
ekki efni á því aö gleyma guöi. Hann er
sá sem allt okkar líf byggist á. Hann er
sá sem hefur vakandi auga með öllum
okkar gerðum og án hans erum við að-
eins stjómlaust skip í brotsjó lífsins.
,Blönduð þjóðfélög
skara fram úr’
Alþjóðasinni skrifar:
I.A. skrifar á lesendasíöuna 22.
nóvember sl. undir fyrirsögninni
„Verndum norræna kynstofninn”.
Þar kemur fram þaö allra versta í
fari íslendinga, kynþáttaofstæki.
Sjálfumgleði og þröngsýni blindar
slíkt fólk. Bréfritari vill vemda nor-
ræn sérkenni en hvaö vill hann gera
viö keltnesk sérkenni sem eru jafn
upphafleg og norræn? Svarið er auð-
velt að giska á samanborið við skrif
I.A. Hann hræðist að hömlulaus inn-
flutningur ólíkra kynþátta stórbæti
ekki kynstofninn heldur þurrki út
norræneinkenni!
I.A. ætti aö kynna sér aö of-hrein-
ræktun kynstofnsins leiöir til úrkynj-
unar, öfugt viö þar sem blandaðir
kynþættir mynda þjóðfélög sem
skara fram úr. t.d. Bandaríkin,
Ástralía og mörg fleiri lönd. Bréfrit-
ari hefði sómt sér vel í nasista-
Þýskalandi Hitlers.
Guð hjálpi okkur ef margir Islend-
ingar eru á sama máli og I.A.
SEÐLABANKA-
KUMBALDINN
Vegfarandihringdi: -•
Eg á oftsinnis leið um Skúlagöt-
una og í hvert sinn sem ég fer þama
hjá sé ég hve óðfluga hið óhugnan-
lega gímald Seðlabankans hækkar.
Ég held að aldrei á ævi minni hafi ég
séð jafn ljóta byggingu. Hvað rak
arkitekta og byggingafrömuði í
stjómmálum til að byggja þennan
kumbalda þama, er mér hulin ráð-
gáta. Þetta hús hefði mátt standa
alls staðar annars staðar en einmitt
þarna. Á besta staö í miðbænum, ein-
mitt þar sem alls staðar vantar bíla-
stæði. Hefði ég mátt ráða hefði þetta
hús staðið við hliö Álversins í
Straumsvík. Þar er hiö rétta um-
hverfi. Mátulega kalt og hranalegt
og fundarherbergi bankajöfranna
hefði borið við uppskipunarkranana
á Straumsvíkurhöfn.
Og hvað ætli verði tekiö fyrir
næst? Ef miðað er við Seðlabanka-
bygginguna þá getur maður áætlað
,aö Framkvæmdastofnun ríkisins
byggi uppá Amarhóli tómstundahús
fyrir starfsmenn sína. Hvar endar
þetta eiginlega?