Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Síða 25
DV. FÖSTUDAGUR 30. NOVEMBER1984.
33
Menning Menning Menning
Þióðskáld bamanna
Jóhannes úr Kötlum:
Ljóðasafn IX. Barnaljóð.
Rvík, Mál og menning, 1984.
Níunda bindi ljóöasafns
Jóhannesar skálds úr Kötlum er
•helgað barnaljóöum skáldsins. Hann
orti mikinn fjölda barnaljóöa sem
prentuö voru í 5 litlum ljóöabókum.
Þær eru: Jólin koma frá 1932,
Ömmusögur frá 1933, Bakkabræöur
1941, Ljóöiö um Labbakút sem út
kom 1946 og loks Vísur Ingu Dóru frá
árinu 1959. Þá eru í bókinni ljóð sem
birst hafa á ýmsum stöðum á prenti
og loks fáein ljóð sem líklegast hafa
aldrei birst áður á prenti.
Barnaljóðin eru allstór ljóöabók og
sýnir ljóslega hversu mikla áherslu
Jóhannes hefur lagt á aö leiða börn
inn í heim ljóðsins. Og hann haföi þar
erindi sem erfiöi, af því að mörg
ljóöa hans hafa alltaf notið mikilla
vinsælda meðal barna þessa lands og
sum þannig aö hvert einasta barn
kann þau.
Ljóöiö Jólin koma þekkja allir og
er það sungið fyrir hver einustu jól
og þeir eru þónokkrir sem telja þetta
vera þjóövísu. Svo fastan sess á hún í
þjóðarvitundinni.
Yrkisefni Jóhannesar í þessum
ljóöum eru jólin, efni úr þjóösögum
og ber þar hæst ljóöabálkinn um þá
Bakkabræöur og loks ýmis fyrirbæri
í náttúrunni.
Barnaljóð Jóhannesar úr Kötlum
innihalda mikinn fróðleik og sú
hugsun læöist að manni aö þau hafi
að einhverju leyti orðið til í þeim til-
gangi að auðvelda honum kennslu-
starfiö, sem var hans aðalstarf um
árabil. Þar má nefna ljóðið Dagarnir
(bls. 121), Mánuðirnir (bls. 122), Tólf
bræður (bls. 129), en það fjallar um
bræðurna 12, mánuðina.
Fuglakantatan varð ásamt
þjóðvísunni:
Jóhannes úr Kötlum.
Bókmenntir
Sigurður Helgason
Sat ég undir f jallinu fríða,
heyrði ég fagran fuglasöng um
dægurlöng.
Ekki reikaöi hugur minn þá víöa.
efniviður í Vorkantötu sem Sigur-
sveinn D. Kristinsson tónskáld
samdi árið 1968.1 fuglakantötunni er
yrkisefniö fuglar sem setja svip á ís-
lenska náttúru.
Sérstök ástæða er til að fagna út-
gáfu þessa níunda bindis ljóöasafns
Jóhanhesar. Þar er safnað saman
mörgum perlum, barnaljóðum sem
öll eiga það skiliö aö ná eyrum allra
Islands barna og annarra sem unna
ljóðum, og kunna vel að meta á
hversu næman hátt skáldiö nær að
tjá hughrif þau sem náttúran hefur á
hann.
Þessi ljóð eiga án efa eftir að leiða
margt barnið að öðrum ljóðum. Þau
eiga eftir aö skapa marga ljóð-
unnendur.
En jafnframt er ástæða til að vekja
athygli á einstökum barnaljóðum
hans, sem út hafa verið gefin, mynd-
skreytt á smekklegan hátt. Þessi út-
gáfa er ekki myndskeytt, en það
eitt rýrir ekki gildi hennar. Það er
fyrst og fremst fólgið í því, að safnað
hefur verið saman góðu og jákvæöu
efnistórskálds.
)
NOTAÐIR MAZDA
BILAR I URVALI!
Við höfum til sölu glæsilegt úrval notaðra MAZDA bíla í sýn-
ingarsal okkar. Allir bílarnir eru í 1. flokks ástandi og þeim fylgir
6 mánaða ábyrgð frá söludegi.
Sýnishorn úr söluskrá:
GERÐ ÁRG. EKINN
323 1300 3 dyra ’82 31.000
323 1300 5 dyra sj.sk. '81 23.000
626 2000 4 dyra '81 24.000
323 1300 5 dyra ’81 39.000
323 1300 Saloon ’81 35.000
323 1300 Saloon sj.sk. '81 67.000
323 1300 Saloon '81 61.000
323 1400 5 dyra sj.sk. '80 45.000
929 H& 4 dyra 79 68.000
E 1600 sendibfll '81 69.000
GERÐ ÁRG. EKINN
929 LTD HT sj.sk. v/s '83 29.000
626 GLX 2 dyra HT sj.sk.v/s ’83 4.000
323 1300 3 dyra '83 23.000
929 SDX 4 dyra '82 22.000
929SDX4dyrasj.sk. '82 31.000
929 LTD 4 dyra sj.sk. v/s '82 38.000
929 Station '82 21.000
626 2000 4 dyra '82 37.000
626 1600 4 dyra '82 37.000
626 2000 4 dyra sj.sk. '82 21.000
MAZDA eigendur athugið:
Vegna mikillar eftirspurnar bráðvantar okkur MAZDA 323
og 626 árgerðir 1983 og 1984 á söluskrá.
Opið laugardag frá kl. 10-4
mazoa
_________Mest fyrir peningana!
Mabörghf
Smiðshöföa 23 sími 812 99
TIL SÖLU
Mazda 929 hardtop m/öllu, ekinn 29.000 km, útvarp
+ kassettutæki, sjálfskiptur.
Upplýsingar hjá BHaborg i síma 81299.
Heimasímar 75811 og 76827.
TIL LEIGU
Til leigu er í Skeifunni ca 85 fm húsnæði, hentugt
fyrir skrifstofur, heildverslun eða smáiðnað.
Upplýsingar í síma 685822.
" ITT Ideal Color 3304,
-fjárfesting í gæðum
á stórlækkuöu verði.
ITT
Vegna sérsamninga við
ITT verksmiðjurnar í
Vestur Þýskalandi, hefur
okkur tekist að fá
takmarkað magn af 20"
litasjónvörpum á
stóríækkuðu verði.
SKIPHOLTI 7 SÍMAR 20080 8c 26800