Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1984, Qupperneq 32
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháö dagblaö FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1984. tögregtunemarnir 24. Fimm þeirra stóðu ekki upp aftur. D V-mynd S. Lögreglumenn slasast: Þnr mættu í morgun „Eg get að minnsta kosti sagt þér að þrír mættu í skólann í gær óhaltir svo ekki virðast slysadeiidar- flutningarnir hafa verið alvarlegt mál,” sagði Wiiliam Th. Möller í ^ samtali við DV. „Málið er í rannsókn og að því er varöar meiðslin þá get ég ekki tjáð mig frekar um málið aö svostöddu." Það voru fimm verðandi lögreglu- þjónar sem voru fluttir á slysavarð- stofuna i fyrradag eftir verklegar æfingar í Lögregluskólanum. Æfingamar fóru fram á æfinga- svæði skólans vestur á Seltjamar- nesi og varð slysið er lögreglu- nemarnir voru látnir stökkva niður af 4 metra háum palli. 24 verðandi lögregluþjónar stukku ofan af pallinum, östóðuekkiuppafturen 19 sluppu ómeiddir. Var æfing þessi liður í „víkingahringnum” svonefnda sem annars gengur út á að príla utan á íbúðarhúsi í allt að fimm ---fnetra hæð, skríða eftir kaöli í fjögurra metra hæð, halda jafnvægi á planka í sömu hæð og svo að príla og sveifla sér í skreiðarhjöllum sem eruþamaásvæðinu. Það voru Amór Sigurjónsson víkingasveitarforingi og Magnús Einarsson aöstoðaryfirlögreglu- þjónn-sem stjórnuöu æfingunum. -EIR. Mikiö ffyrir lítið. LOKI Lögreglan ætti að muna eftir fallhlífunum næst! Hrapaði niður 60 metra djúpt gil: „Viss um væri mitt að þetta síðasta” — segir Sigurður Daníelsson sem slapp að mestu ómeiddur „Ég var alveg viss um að þetta væri mitt síðasta. Eg er alveg viss um að þetta getur enginn lifaö af var það sem þaut í gegnum kollinn á mér á leiðinni niður gilið,” sagði Siguröur Daníelsson, tónlistarkennari á Blönduósi, í samtali við DV. Sigurður lenti í því í fyrrakvöld aö bíll hans hrapaði af brúnni yfir Ytri- Laxá, skammt utan viö Blönduós og niður í 60 metra djúpt gil. Var þaö samdóma álit þeirra, sem aö slys- staðnum komu að óskiljanlegt væri með öllu aö maðurinn skyldi lifa þetta af. Sigurður hins vegar slapp að mestu ómeiddur. „Ég var á leiðinni á kirkjukórs- æfingu,” sagði Siguröur. „Þaö var snjór á brúnni og þegar honum sleppti var svell mikið. Eg missti stjóm á bílnum og hann hrapaöi niöur giliö. Bíllinn fór hægt niður. Eg haföi verið á 50 til 60 kílómetra hraða og ég er viss um aö heföi hraðinn verið meiri væri ég ekki til frásagnarnú. Það sem bjargaði mér í þessu tilfelli var það aö ég var ekki í bilbelti. Þannig gat ég hent mér til í bílnum á meðan hann valt niður. Það var mikið högg sem ég fékk í lokin svo ég hentist í aftursætið. Bíllinn stansaði um tvo metra frá ánni á hjólunum. Þá voru allar rúður í bíln- um mölbrotnar og ég skreið út um afturgluggann. Síðan fór ég að skríöa upp giliö sem var mjög erfitt því mikið hjam var í gilinu alla leiðina upp. Þegar upp var komið var mín fyrsta hugsun að komast í húsaskjól og var um hálfs kílómetra gangur í næsta hús.” — Hvernig er liðanin núna? „Eg er þakklátur fyrir að komast svona vel frá þessu. Eg er svolítið marinn og hef því verið frá vinnu í gær og í dag en bíllinn er hand- ónýtur, ” sagði Sigurður Daníelsson. -KÞ. Banaslys f Hamrahlíð I gærkvöldi var ekið á 76 ára gamla konu rétt við gatnamót Stigahlíöar og Hamrahlíðar. Konan var á leið yfir Hamrahlíðina en varð þar fyrir bifreið af Trabantgerð. Snjór var og glersvell undir þar sem slysið varð og mun ökumaður bifreið- arinnar ekki hafa ráöiö við hana þegar hann ætlaði að bremsa. Konan var flutt á Borgarspítalann og lést hún þar af völdum áverka í nótt. -klp- «c Lögreglumenn skoða bilinn og að- stæður á slysstaðnum i Hamrahlið i gærkvöldi. DV-mynd S. Ballettinn „Menuetto” eftir Helga Tómasson frumsýndur í NEW Y0RK í fyrrakvöld: Fleirí en danski ballettinn á höttunum eftir Helga ,,Eg botna ekki almennilega í þessum áhuga Islendinga á því hvort ég fari til starfa við Konunglega ball- ettinn í Kaupmannahöfn. Þaö eru fjölmargir stórir balletthópar á hött- unum eftir mér og Kaupmannahöfn aðeins einn kosturinn,” sagði Helgi Tómasson ballettdansari í símtali við DV frá heimili sínu í New Jersey. Eins og kunnugt er starfar Helgi við New York City Ballet en nýr ball- ett eftir Helga var einmitt frumsýnd- urþarífyrrakvöld. „Það var troöfullt hús og verkinu frábærlega tekið,” sagöi Helgi. Ball- ettinn nefnir hann „Menuetto” og er hann saminn við tónlist eftir Mozart. „Nei, ég dansa ekki sjálfur í þessu verki mínu,” sagði Helgi. Viöræður við Konunglega ballett- inn í Kaupmannahöfn, um væntan- lega ráðningu Helga sem stjórnanda ballettsins, standa enn. Ekki vildi Helgi tjá sig um gang mála en pen- ingar væru ekki eina hindrunin. „Það eru einnig ýmis rekstraratriði sem veröur að fara ofan í kjölinn á.” — Þú sækist þá ekki eftir Kaup- mannahöfn til aö komast nær æsku- slóðum? „Nei, ég verð þar sem skilyrðin til listsköpunar minnar eru best,” sagði Helgi Tómasson. -EIR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.