Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Blaðsíða 4
4
DV. FÖSTUDAGUR14. DESEMBER1984.
Franskt
kvöld á
Sögu
Verslunarfulltrúi franska
sendiráðsins og íslenskir umboðsaöilar
fyrir frönsk vörumerki hafa nú tekið
höndum saman og ætla að efna til
tískusýningar eins og þær gerast
glæsilegastar í París.
Sýningin verður á Hótel Sögu annaö
kvöld, 15. desember. Dagskrá franska
kvöldsins í Súlnasal hefst klukkan
20.30 og verður franskur kvöldverður
borinn fram. Tískusýningin verður
undir stjórn M. Engel sem er heims-
þekktur dans- og tískusýningarstjóri.
Módel ’79 sýna. Hljómsveit Magnúsar
Kjartanssonar leikur síðan fyrir dansi
til klukkan3.
Þessi franska sýning er sú fyrsta
sinnar tegundar og átti verslunarfull-
trúi Frakklands hér á landi frum-
kvæðið. Hótel Saga og franska
sendiráðið eru þeir aðilar sem standa
að þessu kvöldi.
„Eg fékk eiginlega hugmyndina
þegar ég fyrst kom til Islands, í mars.
Ég þurfti mikla hjálp til að hrinda
þessu í framkvæmd en það gekk
loksins,” sagöi Gina Letang,
verslunarfulltrúi Frakklands.
.dívenfólk virðist hugsa mikiö um
klæðaburð hér á íslandi og finnst mér
það klæða sig mjög „elegant! Ég veit
aö sýning sem þessi getur orðiö góð.
Franskar sýningar eru í gangi úti um
allan heim og þurfti ég að ganga mikið
á eftir frönsku sýningamefndinni til að
fá að halda slíka sýningu hér,” sagði
Gina.
Þær verslanir seril eru meö
franskan fatnað hér á landi eru til
dæmis EVA, Hjá Báru, Gullfoss,
Christine, Pelsinn, Cosmos, Herra-
garðurinn, Englabörnin og Pakkhúsið.
Frönsk fatagerðarframleiðsla er
orðin fræg um allan heim og verða
fræg frönsk vörumerki til sýnis, til
dæmis Kenzo-Cacharel, Pierre Cardin,
Yves St. Laurent, Antasia, Christian
Dior og mörg fleiri.
-JI.
wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
HLÝR
OG
VAND-
AÐUR
MOKKA-
FATN-
AÐUR
Frakkastíg 12
Sími 12090
Fóðurstöðin í f jársvelti
Loðdýrafóðurstööin á Dalvík er í
algeru fjársvelti og nánast haldið
uppi af Sparisjóði Svarfdæla. Stööin
tók til starfa í vor en að sögn Eggerts
Bollasonar, framkvæmdastjóra
hennar, hefur engin fyrirgreiösla
fengist frá rikisbönkunum.
Þegar fóðurstöðin var stofnuö
voru lagðar niður litlar stöðvar á
Grenivík og Böggvisstöðum við
Dalvík. Forsvarsmenn bankanna
bæru því við, sagði Eggert, að þetta
væri nýtt fyrirtæki og þeir hefðu
fyrirmæli um að lána ekki til nýrra
fyrirtækja. Hins vegar heföi Spari-
sjóður Svarfdæla veitt mikla aöstoð
og einnig heföi fengist stofnlána-
deildarlán vegna tækjakaupa.
Fóöurstöðin er í eigu loðdýra-
bænda á svæöi Búnaðarsambands
Eyjafjarðar. Fjárfesting, sem orðið
hefur að leggja í, er um 10 milljónir
króna. Auk þess er í pöntun tankbill
sem ekki hefur tekist að leysa út
vegna peningaleysis. Hann kostar
um 4 milljónir króna fullbúinn. Með
tækjum, sem væntanleg eru í sumar,
er heildarkostnaður við stööina yfir
15 milljónir króna. Starfsmenn verða
þrír í vetur.
Hráefni í fóðrið er fengiö frá
Hrísey og Dalvík. Komiö til bænda er
þaö selt á kr. 4,50 kílóiö. Eggert taldi
þaö meö því lægsta sem þekktist hér
á landi.
-JBH/Akureyri.
Spástefnan:
Við bætum ekki
lífskjör okkar
Frá spástefnunni sem haldin var
á Loftieiðahóteiinu i gær.
DV-mynd GVA.
Við getum ekki gert ráö fyrir aö
bæta lífskjör okkar á nokkrum næstu
árum. Þetta álit kom fram í ræðu
Jónasar Haralz bankastjóra á spá-
stefnu Stjórnunarfélagsins í gær. Við
megum ekki búast við að „ytri
aðstæður” hjálpi okkur, markaðir
erlendis, viðskiptakjör eða erlendir
vextir. AuðUndir okkar eru og verða
takmarkaöar. Við erum alltof sein af
stað tU þess að nýjar atvinnugreinar
bjargi okkur úr örðugleikunum á
næstu árum. Við getum ekki vænzt
óbreyttrar tekjuskiptingar. Marg-
reynt er að breyta henni, en tekst
ekki. „Því væri rétt,” sagði Jónas
Haralz, „að launþegar og atvinnu-
rekendur gerðu nú samkomulag tU
margra ára um óbreytt laun.” Hann
og annar ræöumaöur, ViUijálmur
EgUsson hagfræðingur, lögðu á-
herzlu á, að stefnunni yrði breytt og
reynt að skapa stöðugleika í efna-
hagnum að nýju í von um að geta
rifið sig upp úr örðugleikunum á nýj-
umgrundvellieftirnokkurár. -HH,
Heimsmeistarakeppnin
ískák:
Fyrstisigur
Kasparov
Askorandinn í heimsmeistaraein-
víginu í skák, Garrí Kasparov, vann
sinn fyrsta sigur í einvíginu er heims-
meistarinn Karpov gaf 32. skák þeirra.
Skákin fór í bið eftir 40 leiki og átti
Kasparov mun betri biðstööu. Karpov
gaf skákina án frekari taflmennsku.
-FRI.
Jökulskonur í
vinnu á
Þórshöfn
„Við ætlum aö vinna svona meðan
færi gefst og eitthvað er að gera,”
sagði Eyrún Guðmundsdóttir frá Rauf-
arhöfn þegar hún kom í gærmorgun á-
samt fjórum öðrum konum til að vinna
hjá Hraðfrystihúsi Þórshafnar. Alls
eru því komnar hingað til vinnu átta
konur frá Raufarhöfn og fimm voru
væntanlegarídag.
Ekki er ákveöið hvernig kostnaði
vegna ferða og uppihalds verður hátt-
að. Ey rún sagði að sér hefði veriö lofað
snarli og tvö þúsund krónum fyrir
bilinn hjá verkalýösfélaginu á Raufar-
hö&i. Jóhann A. Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Hraöfrystihúss Þórs-
hafnar, sagði að reynt yrði aö fá At-
vinnuleysistryggingasjóð til að taka
þátt íkostnaðinum. Forsendan værisú
að ef þessi vinna fengist ekki væri
fólkiö atvinnulaust.
I gær var lokið við að landa um 100
tonnum úr togaranum Rauöanúpi.
Stakfellið er bilað en fer út fyrir helgi.
-JBH/Þórshöfn.
Þrír í gæslu
— vegna innbrota
Rannsóknarlögreglan handtók í gær
þrjá unga menn sem grunaðir eru um
að hafa á samviskunni mörg innbrot
sem framin hafa verið að undanfömu.
Hafa þeir verið úrskuröaðir í 5 til 7
daga gæsluvarðhald á meðan verið er
að rannsaka mál þeirra nánar. Þeir
eru aðallega grunaöir um innbrot í
verslanir og sölubúðir en búist er við
að eitthvað fleira geti komið fram í
dagsljósiðviðyfirheyrslurnar. -klp-
Óveðurs-
tónleikar?
Frá Sigurjóni Gunnarssyni, frétta-
ritara DV í Borgamesi:
Sl. vor komu þeir Kristinn Sig-
mundsson söngvari og Jónas Ingi-
mundarson píanóleikari í Borgarfjörð
oghéldutónleika.
Þeim sem komu til að heyra þá og
sjá í Borgameskirkju verður sú stund
ógleymanleg.
Fyrir tónleikana og á meðan þeir
stóðu yfir gerði slíkt óveður að engu
var líkara en veöurguöunum væri
eitthvað í nöp við þá félaga.
Þeim félögunum hefur líkað vistin
vel í Borgarfirði því þeir hafa nýlega
sent frá sér hljómplötu sem var tekin
upp í Logalandi í Borgarf irði.
IMýir tónleikar
Þetta óveðurstal er hér nefnt vegna
þess að þeir félagarnir eru væntanleg-
ir hingað nú um næstu helgi og veður-
guðirnir hafa nú þegar hitað sig upp
því bæði aðfaranótt mánudags og
þriðjudags var hér slæmt veður. Já,
tilhlökkunin er mikil.
Tónleikarnir verða í Logalandi á*
morgun, 15. desember, kl. 21 og í Borg-
arneskirkju sunnudaginn 16. desember
kl. 15.
1 fréttatilkynningu frá Tónlistar-
félagi Borgarfjarðar, er stendur fyrir
tónleikum þessum, segir að efnis-
skráin sé fjölbreytt, bæði lög eftir inn-
lenda og erlenda höfunda. Allir era vel-
komnir meðan húsrúm leyfir.
Það er vissulega fagnaðarefni þeg-
ar þeir Kristinn Sigmundsson og Jónas
Ingimundarson koma í Borgarfjörð.