Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Síða 6
6 DV. FÖSTUDAGUR14. DESEMBER1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Dögg, Hafnarfirði: Gamaldags jólasveinar og skreytingar á leirplöttum „Þaö færist í vöxt eftirspum eftir einhverju nýju eins og t.d. þessum aöventuskreytingum á plöttum sem viö létum gera. Eftirspurnin eftir þessum hefðbundnu aöventukrönsum stendur eiginlega í staö. Eg held að verö á skreytingum sé mjög svipaö og í fyrra. Veröiö á skreytingaefni hefur ekki hækkað og þaö er mikil eftirspum eftir því. Mér finnst færast í aukana aö fólk búi til eigin skreytingar,” sagði Ásmundur Jónasson, eigandi blóma- verslunarinnar Dögg í Hafnarfirði, þegar DV leitaöi eftir jólunum hjá honum. Strax og komið er inn í Dögg veröa fyrir manni útstillingar af greniskreyt- ingum og aöventukrönsum og innan um eru nokkrir tugir af jólasveinum sem halda á lukt. Þeir eru alvarlegir á svip en mjög góðlegir, svona eins og jólasveinar eiga aö vera. Þeir eru til í Sérlega skemmtilegir jólasveinar eru á boðstólum hjá Dögg í Hafnar- firði, alveg eins og „jólasveinar eigaað vera". Agnarlitlar körfur með fingerðu lyngi og skrauti héngu isilkiborðum á trjá- greinum. DV-mynd KAE. þremur stærðum og kosta 84 kr., 138 kr.ogl98kr. I Dögg eru á boðstólum aðventukrans- ar á statífi á 680 kr., 465 kr. á borði. Mjög fallegar skreytmgar og óvenju- legar í fjólubláum lit kostuöu frá 475 kr. uppí780kr. Mikið úrval er af alls kyns gjafavör- um í Dögg og einnig skemmtilegir nytjahlutir úr leir auk afskorinna blóma og pottablóma. Viö rákum einnig augun í sérlega sætar litlar körfur sem voru fylltar meö fíngeröu skreytingarefni og héngu í silkiböndum á trjágreinum og kostuöu 144 kr. stk. Sniðug hugmynd, einnig á öörum tíma en um jól. A.Bj. Asmundur Jónasson með skreytingará leirplöttum. staðgneiðsluafsláttur STENDUR FYRIR SlNU ^y^ingarvörur HremleetisteeUí fePpaddld HarðvjðarsaJa BYGGINGAVORUR HRINGBRAUT 120: Simar: Harðviðarsala ...............28-604 Byggingavörur.................28-600 Málningarvörur og verklæri...28-605 Gólfteppadeild................28-603 Flisar og hreinlætistæki.....28-430 renndu við eða hafðu samband Tilmæli Neytendasamtakanna: Verðmerkingarí allarauglýsingar Margir hafa komið aö máli við okkur á neytendasíöunni og vakið athygli á því hve bagalegt þaö er fyrir neytend- ur þegar verös er ekki getið í auglýsingum um vöru. Þaö eru því líklega margir sem taka heilshugar undir samþykkt sem Neytendasamtökin geröu á stjómar- fundi nú í byr jun mánaðarins. Þar beina Neytendasamtökin þeim eindregnu tilmælum til seljenda vöru og þjónustu aö þeir geti um verð í auglýsingum sínum hvenær sem því veröur viö komiö. Þaö er ljóst aö auglýsingar eru í reynd „búöargluggi” fyrir stóran hóp neytenda og í raun er þaö móögun viö þá, aö geta ekki um verö vörunnar í auglýsingum. Skortur á slíkum upplýsingum hefur í för með sér óþarfa kostnað og fyrirhöfn fyrir fjölda fólks. Jafnframt má á það benda að með auknu frjálsræði í verölagsmálum er afar mikilvægt að upplýsingar um vömverö séu sem allra mestar. Ljóst er aö verðupplýsingar í auglýsingum eru íiður í aukinni samkeppni og eykur möguleika á hagkvæmari innkaupum- A.Bj-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.