Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1984, Qupperneq 12
12
DV. FÖSTUDAGUR14. DESEMBER1984.
Frjáfcst.óháö dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HAR ALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI
•27022.
Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakurhf.
Áskriftarverðá mánuði 310 kr. Verð í lausasölu 30 kr. Helgarblað35 kr.
Baráttan framundan
Greiðar leiðir finnast ekki út úr efnahagsörðugleikum
okkar. Nokkrir spekingar fjölluðu um þetta á spástefnu
Stjórnunarfélagsins í gær, þar sem reynt var að spá um
framvinduna. Taka veröur undir, að horfur eru dökkar,
verði ekki afgerandi breyting á gerðum landsfeðranna.
Hvað tekur við á næsta ári? Líklegast er aö kaupmáttur
þeirra tekna, sem hver landsmaður hefur til ráðstöfunar
eftir skatta, standi í stað. Þó ætti framleiðsla þjóðarinnar
að vaxa lítillega í fyrsta sinn eftir þriggja ára samdrátt.
En hvernig horfir fyrir stjórnarstefnunni? Nú um skeið
láta menn eins og allt muni fara til betri vegar, þegar
líður á næsta ár, og verðbólgan aftur hjaðna sem fyrr. En
önnur þróun er sennilegri, þegar líður að hausti, þótt lítið
sé um talað.
Langlíklegast er, að kjarasamningar takist ekki með
friði á miðju næsta ári. Þá kemur til ákvæði samninganna
um endurskoðun í september. Launþegar hafa séð lands-
feður fella gengið í kjölfar síðustu samninga. Því má
búast við, að næsta haust muni blásið til bardaga. Það
stríð gæti orðið geigvænlegra en nú í vetur. Launþegar
munu að líkindum leggja ofurkapp á að fá í samningana
tryggingu fyrir kaupmætti, það er ný vísitöluákvæði.
Þetta var reynt nú eins og menn muna. Sumir telja, að
litlu hafi munað, að það tækist.
Komi vísitöluákvæði inn, verður óðaverðbólgan aftur
tryggð. En jafnvel án slíks, mætti telja heppni, ef kaup-
hækkanir yrðu ekki meiri en var nú í vetur. Ekkert bendir
til, að sjávarútvegurinn verði á næsta ári í stakk búinn til
að þola kauphækkanir, fremur en nú. Þvert á móti má
búast viö enn einu tapárinu í þeirri grein. Hér er ekki
verið að kvarta undan kauphækkunum, aðeins verið að
segja, að þjóðarbúið verður sízt betur undir þær búið
næsta haust. Framleiðsla þjóðarinnar gæti vaxið, ef spár
rætast, en aðeins um brot úr prósenti.
Á þetta er lögð áherzla, vegna þess að sjá má, að
stjórnarstefnan fær ekkert svigrúm til afréttingar, verði
haldið fram eins og horfir.
Hvað gerist síðan næstu árin?
Þótt ríkisstjórnin sæti áfram við svo búiö, má búast við
hörðum deilum árið 1986. Þær deilur yrðu að miklu afleið-
ingar bardagans, sem sennilegast verður haustið 1985.
Síðan fara kosningar að nálgast. Að samanlögðu er líkleg-
ast, að útkoman verði mögnun verðbólgu, aukning
erlendra skulda og versnandi lífskjör.
Ekki er unnt að gera ráð fyrir, að okkur verði hjálpað
úr öldudalnum vegna verðhækkana á útflutningsvörum
okkar eða vaxtalækkana á skuldabyrði okkar erlendis.
Við getum ekki búizt við auknum fiskafla eða vænzt þess,
aö nýjar atvinnugreinar bjargi okkur á svo skömmum
tíma.
Þetta eru spár til nokkurra næstu ára, dökkar en senni-
legri en flest annað. Islendingar eru bjartsýnismenn og
leggjast væntanlega ekki í volæði. Slíkar spár hafa öðru
fremur það gildi, að þeir, sem einhverju geta ráðið, ættu
nú þegar að hefjast handa um gagnsókn. Þeir verða að
sjá til þess, að spárnar gangi ekki fram.
Til þess þarf allt aðra stefnu en nú er fylgt. Til þess
dugir ekki að afgreiða á næstunni lánsfjáráætlun með
stórauknum erlendum lántökum, sem þýða, að erlendir
lánardrottnar munu hirða meira af verðmæti framleiðslu
okkar. Það er aðeins eitt dæmi en eitt hið mikilvægasta.
Haukur Helgason.
Neyðarhróp
á mörkum
líf s og dauða
Ott þegar Hjálparstofnun kirkjunnar
kallar almenning til hjálpar viö hungr-
aöa og þjáöa í fjarlægum löndum, þá
velta margir fram ýmsum
spurningum er lúta aö gagnsemi og
skilvísi aöstoöarinnar. Gjaman er full-
yrt, að aöstoðin komist ekki til skila, aö
hjálpin nái ekki til þeirra er þurfa
hennar mest viö, að til lítils sé aö
hjálpa, því þaö muni svo lítið um eitt
framlag, aö ekki sé rétt aö hjálpa í
landi þar sem vond ríkistjóm sitji viö
völd. Fullyrðingar eöa spumingar af
slíku tagi brenna á mörgum. Þaö er
eðlilegt, því fjölmargir Islendingar
hafa látiö af hendi rakna til hjálpar-
starfsins virk framlög og þeir eiga rétt
á skýram svörum um þaö hvernig fénu
er variö. En hitt er alvarlegt þegar
slíkar fullyröingar byggjast á getgát-
um og ímyndunum einum saman eða
duldum afsökunum til þess aö fría
sjálfan sig ábyrgö á þátttöku. En það
er ánægjulegt að fólk geri miklar
kröfur til hjálparstarfsins, að þar ríki
skilvísi og heiöarleiki. Sem betur fer
eru oft gerðar meiri kröfur til hjálpar-
starfsins en annarra þátta samfélags-
ins, sem fólk greiðir til, oftast nauðugt
viljugt.
Hjálparstarfíð byggist á vel-
vilja og gagnkvæmu trausti
Hjálparstofnun kirkjunnar hefur
reynt eftir megni aö skýra þjóðinni frá
þvi á hvem hátt aöstoöin kemst til
skila. Þaö er styrkur stofnunarinnar
að starfa í náinni samvinnu viö kirkju-
deildir á vettvangi hjálparstarfsins.
Hjálparstofnunin starfar meö viðkom-
andi kirkjudeild í því landi sem
hjálparstarfiö fer fram í. Þrátt fyrir
slíkt samstarf hefur stofnunin sjálf á
hendi virkt eftirlit með ráöstöfun fjár
„I yfirstandandi landssöfnun Hjálpar-
^ stofnunar kirkjunnar hefur því verið heit-
ið að send verði íslensk flugvél, hlaðin matvæl-
um og hjálpargögnum ásamt hjálparliði, beint
til Eþíópíu.”
og dreifingu matvæla. Þá stendur
Hjálparstofnunin aö því aö senda
íslendinga til starfa erlendis aö þróun-
arverkefnum, þar sem íslenskri
reynslu og þekkingu er miölaö í starfi
er miöar að hjálp til sjálfsbjargar.
Það er gleðilegt, að hjálparstarf
Hjálparstofnunarinnar hefur stórauk-
ist sl. ár. Það hefur einungis getað
gerst vegna almennari og virkari þátt-
töku aimennings í starfinu. Fólk
treystir aö hjálpin komist til skila og
komi aö gagni, enda hafa dæmin
hvert af ööra sannaö aö svo hefur
veriö. Frá þessu hafa íslenskir fjöl-
miölar oftsinnis skýrt eftir aö frétta-
menn þeirra hafa fylgst meö hjálpar-
starfinu á vettvangi.
Enn er hrópað á hjálp
Hjálparkallið, sem nú hljómar yfir
heimsbyggðina, hefur ekki fariö
framhjá neinum. Milljónir manna á
þurrkasvæöum Afríku hrópa á hjálp.
Kallið berst okkur á sjónvarpsskján-
um, á síðum dagblaðanna, í hljóövarpi
og hjálparstofnanir skora á fólk, sem
er aflögufært, til virkrar aöstoöar meö
framlögum til söfnunarinnar. Engum
getur dulist að neyöin er skelfileg. Fólk
er aö deyja úr hungri og vannæringu.
Það er erfitt fyrir okkur, böm ís-
lenskrar velmegunar, aö skilja slíka
neyð og bera hana saman viö þær aö-
stæöur er viö sjálf búum viö. Engum
vafa er undirorpiö, aö margur Is-
lendingur býr nú viö erfiöar fjárhags-
aöstasður. En ólíku er saman aö jafna.
Viö erum vön annarri viömiöun lífs-
þæginda og velmegunar og gerum
ööruvísi kröfur í lífsbaráttunni, en þeir
sem t.d. lifa við hið daglega hlutskipti
aö þurfa að sækja neysluvatn 20 km
leiö.
Hjálparstarfiö stefnir ekki aö því aö
gera fólk fátækt meö framlögum
sínum. Hver og einn verður aö taka
sjálfur ákvöröun um þátttöku. Rétt er
einnig aö hafa í huga að hjálparstarf
eitt sér bjargar ekki öllu heimsins böli.
Varlega áætlað tapar sjónvarpiö 25
til 30 milljónum króna síöustu sex
vikur fyrir jól vegna þess aö aug-
lýsingar í því eru seldar of lágu verði.
Sjónvarpsauglýsingar era á hreinu
útsöluverði þessa dagana. Enda hefur
árangurinn skilaö sér. Allir
auglýsingatímar í sjónvarpi fyrir jól
era löngu uppseldir.
Þetta gerist á sama tíma og
alþingismenn óttast frjálsan útvarps-
rekstur vegna þess aö þá tapi útvarp
og sjónvarp auglýsingatekjum. Merg-
urinn málsins er hins vegar sá aö Rík-
isútvarpiö stórtapar auglýsingatekj-
um nú þegar, án þess að til þurfi annað
en óútskýranlega tregöu forráða-
manna stofnunarinnar.
Allir tapa
Sjónvarpsáhorfendur tapa einnig.
Yfir þá hvolfast illa geröar og
hugmyndasnauðar auglýsingar.
Utsöluveröiö á sjónvarpsauglýsingum
hefur nefnilega gert þaö að verkum að
menn hlaupa út i aö láta framleiöa
ódýrar videoauglýsingar. Birtingar-
verðiö er svo lágt aö þaö skiptir menn
litlu máli hvort auglýsingarnar eru
vandaöar eöa ekki.
I ööru lagi tapa sjónvarpsáhorfendur
vegna þess að þeir þurfa aö borga
hærra afnotagjald. Lélegar auglýs-
ingatekjur eru bættar upp með háum
afnotagjöldum til aö láta enda ná
saman.
Útsöluprísarnir
Hvernig get ég fullyrt aö sjónvarps-
auglýsingar séu seldar of lágu veröi?
I fyrsta lagi segir þaö sína sögu aö
auglýsingatímar era löngu uppseldir.
Kjallarinn
ÓLAFUR HAUKSSON
Verðlag sjónvarpsauglýsinga virkar
einfaldlega ekki sem skömmtunar-
aðferö.
Samanburöur viö auglýsingaverö í
Morgunblaöinu segir einnig sína sögu.
Stundum hefur veriö sagt aö auglýsing
í sjónvarpinu sé sambærileg aö
áhrifum og heilsíðu auglýsing í
Morgunblaöinu. Þetta er reyndar ekki
rétt því lifandi auglýsing í sjónvarpi,
með mynd og hljóði, hlýtur aö vera
mun áhrifameiri en heilsíöa í Mogg-
anum.
En til aö hafa einhvem samanburð
getur hálfrar mínútu auglýsing í
sjónvarpinu (algengsta lengd
auglýsinga þar er reyndar 20—25 sek.)
haft sömu áhrif og heilsíöa i Mogg-
anum. Hálfa mínútan kostar 11.034 kr.
í sjónvarpinu er 10% umsjónarlaun
auglýsingastofu hafa veriö dregin frá.
Flestar sjónvarpsauglýsingar fara í
gegnum auglýsingastofur. Heilsíða í
Mogganum (meö 30% afslætti til
auglýsingastofu) kostar 27.720 kr.
Sjónvarpsauglýsingin kostar því
aöeins 40% af veröi Moggaauglýsing-
arinnar.
Hálfa mínútan í sjónvarpinu ætti aö
kosta minnst þaö sama og Moggasíðan
og í raun allt að 50% til 100% meira.
Auglýsingamenn segja mér aö þrátt
fyrir þetta hærra verö yröi ekki
skortur á auglýsingunum. Slíkur er
auglýsingamáttur sjónvarpsins, segja
RITSTJÓRI
£ „Sjónvarpsauglýsingar eru á hreinu út-
söluverði þessa dagana. Enda hefur
árangurinn skilað sér. Allir auglýsingatímar í
sjónvarpi fyrir jól eru löngu uppseldir.”